Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 18
18 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BARACK Obama, forsetaefni demókrata, kvaðst í
gær ekki hafa áhyggjur af því að öfgamenn kynnu
að reyna að ráða hann af dögum til að koma í veg
fyrir að hann yrði fyrsti blökkumaðurinn til að
gegna embætti forseta Bandaríkjanna.
Bandarísk yfirvöld skýrðu frá því að tveir ungir
nýnasistar hefðu verið handteknir og ákærðir fyr-
ir samsæri um að myrða Obama. Hermt er að
mennirnir hafi ætlað að myrða 88 blökkumenn og
afhöfða 14 þeirra. Þessar tölur hafa táknrænt gildi
meðal nýnasista og skírskota til 14 orða vígorðs
þeirra og áttunda stafsins í enska stafrófinu. 88
mun standa fyrir HH, eða „heil Hitler“.
Áformuðu árás á skóla
Bandarísk yfirvöld sögðu að ungu mennirnir
tveir – átján ára Arkansas-búi og tvítugur Tennes-
see-búi – hefðu verið handteknir í Tennessee í vik-
unni sem leið. Þeir hefðu verið með riffil, hagla-
byssu og þrjár skammbyssur í fórum sínum.
Hermt er að mennirnir hafi m.a. ætlað að ráðast
á skóla blökkumanna og reyna síðan að ráða
Obama af dögum með því að „aka að honum á
miklum hraða og skjóta á hann út um glugga“.
Mennirnir munu ekki hafa skipulagt morðsam-
særið í smáatriðum og talið er ólíklegt að þeir
hefðu getað orðið Obama að bana.
Obama sagði að bandaríska þjóðin hefði sýnt
með miklum stuðningi við forsetaframboð hans að
„haturshópar“ fengju engan hljómgrunn og
heyrðu sögunni til. „Þetta er ekki framtíð okkar,“
sagði hann.
Leyniþjónustan hefur séð Obama fyrir lífvörð-
um frá 3. maí á síðasta ári og enginn forsetafram-
bjóðandi í sögu Bandaríkjanna hefur notið slíkrar
verndar jafnlengi og hann.
Óttast ekki „haturshópa“ ./01/.234526738)9:;
<=7707-0789 - 07
**- 78 :05*; <:2
= =+078>
:0
5 ;
<:2
?@
@
Obama segist ekki hafa áhyggjur af hugsanlegum morðtilræðum öfgamanna
FRIÐARGÆSLULIÐAR Sameinuðu þjóðanna aka
framhjá flóttafólki í þorpinu Kibati í Austur-Kongó.
Um 30.000 Kongómenn höfðu í gær leitað skjóls í
flóttamannabúðum SÞ í Kibati vegna nýrrar sóknar
uppreisnarmanna gegn stjórnarhernum. Fyrir voru um
15.000 manns í búðunum. Nokkrir flóttamannanna
grýttu skriðdreka SÞ til að mótmæla því að friðar-
gæsluliðinu tókst ekki að hindra átökin.
AP
Tugir þúsunda manna flýja átök
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
FULLTRÚAR IMF, Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, ferðast nú um Evrópu
og freista þess, eftir að hafa gefið Ís-
lendingum vilyrði um lán, að bjarga
Austur-Evrópuríkjum allt niður til
Tyrklands frá efnahagslegu skip-
broti. Efnahagur á þessu svæði hef-
ur blómstrað á síðustu árum en ríkin
standa nú berskjölduð gagnvart
flótta erlendra fjárfesta.
IMF hefur þegar gefið vilyrði fyr-
ir 16,5 milljarða dollara láni til yfir-
valda Úkraínu. Gríðarlegur vandi
Úkraínu var ljós þegar seðlabanki
landsins sagði heildarlánsþörfina
vera 20 milljarða dollara frá IMF og
öðrum alþjóðlegum stofnunum.
Lækkandi stálverð er stór hluti
vanda Úkraínumanna og hefur
gengi gjaldmiðils landsins fallið um
20% og hlutabréfamarkaðir um 80%.
Samningaviðræður ungverskra
yfirvalda standa nú yfir við IMF og
er líklegt að þeir fari fram á lán upp
á rúmlega 10 milljarða dollara.
Tyrkir hafa einnig hafið viðræður
við sjóðinn auk þess sem Hvít-
Rússar hafa sagst mundu sækjast
eftir 2 milljarða dollara láni í vik-
unni.
Sérfræðingar hafa einnig vaxandi
áhyggjur af því að olíuveldið Rúss-
land gæti þurft að leita til sjóðsins
eða Evrópusambandsins á næst-
unni.
Rússar á vonarvöl?
Rússneskir hlutabréfamarkaðir
hafa hrunið um tvo þriðju síðan í maí
og hefur verið haldið á floti með fjár-
magni úr olíu- og gassjóðum lands-
ins. Breska dagblaðið The Guardian
hefur eftir Daniel Gros, forstjóra
CEPS, að aukinn framleiðsluvöxtur
og síbatnandi lífskjör í Rússlandi
gætu hrunið til grunna haldist olíu-
verð áfram lágt.
„Það er ljóst að vinna IMF í hin-
um nýju og hratt vaxandi hag-
kerfum Evrópu er rétt að byrja,“
hefur AP-fréttastofan eftir Neil
Shearing, hagfræðingi hjá ráð-
gjafarstofnuninni Capital Econom-
ics. Hann segir að auk Tyrklands
verði lönd eins og Rúmenía, Eist-
land, Lettland og Búlgaría líkleg til
að þurfa á aðstoð sjóðsins að halda.
Evrópuleiðangur IMF
Óttast er að sífellt fleiri austurevrópsk ríki þurfi aðstoð frá IMF
„Vinnan rétt að hefjast,“ segir hagfræðingur Capital Economics
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR landa Evrópusambandsins samþykktu í
fyrradag að gera ráðstafanir til þess að bjarga ýmsum framandi djúpsjáv-
arfiskum, m.a búrfiski, sem getur lifað í allt að 150 ár. Búrfiskveiðarnar
verða minnkaðar um 10% á næsta ári og a.m.k. 90% á næstu tveimur árum.
A 7 + * ) 81 -
= 00 7 * 00 7+17 -0 *
008 0 * 9 ! "# $% & ! ! '$
(#)*# $% +$$ $%
% + % ! &,$ %
- #.! / &, $,
0$$1
2!&
#
321 2!&
"$"
4$1
5(!(&
"#?#
3$1
2!&
"O
6$ ,
"?""
2$$1 1
2!&
#?
#&
0&
"$#
#
/2:5 (
$
'>%
?-@A
#
'$
%B( %
'
?-@A
"&&"!
"&"*
$
" "!
" "
"&"
""
&" "&
&"! "&
!""&
!"&!"!
!"! "
"!"
""&
" "!
7+
8)
/+?
9(+
:& !
5('+
;*
5(!(
<)!(
=+!(
3$
> ! **"#
4+%
?!(
0$$17'
#
?-@A
/+?D #
> !(
6$ !.(
Djúpsjávarfiskum bjargað
Hvers vegna eru A-Evrópa og
Tyrkland í slíkum vanda?
Öll efnahagskerfi svæðisins eru háð
lánum frá alþjóðamörkuðum í mikl-
um mæli. Skv. bjartsýnustu spám Al-
þjóðafjármálastofnunarinnar mun
lánsflæði og einkafjármögnun til
A-Evrópu minnka um 138 milljarða
dollara á næsta ári frá árinu 2007.
Fær Ungverjaland stuðning
frá ESB?
Já, framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur tilkynnt að Ungverja-
land fái aðstoð. Enn er ósamið um
upphæð en samkvæmt reglum ESB
geta sambandsríki utan myntbanda-
lagsins fengið 15 milljóna dollara há-
markslán.
S&S
INNANRÍKISRÁÐHERRA Bret-
lands kynnti í gær nýjar reglur þar
sem erlendum „hatursprédikurum“
eða öðrum ofbeldissinnuðum öfga-
mönnum verða sett skilyrði fyrir að
koma inn í landið.
Samkvæmt nýju reglunum ber
þeim sem lúta ofangreindum skil-
greiningum að sanna að þeir hafi op-
inberlega afneitað skoðunum sínum,
að öðrum kosti verði þeim ekki
hleypt inn í landið. Að sögn Jacqui
Smith, innanríkisráðherra Bret-
lands, er það nú undir hverjum og
einum komið að sanna að þeir muni
ekki valda spennu í landinu. „Með
nýjum hertum reglum mun ég
stöðva þá sem
vilja koma hingað
og breiða út öfga-
hyggju, hatur og
ofbeldisfull skila-
boð,“ hefur BBC
eftir Smith.
Breytingarnar
krefjast ekki
lagabreytingar
og er þeim ætlað
að ná til þeirra
sem stuðli að „öfgahyggju eða
hatri.“ Þar er einna helst átt við og
nýnasista, öfgasinnaða íslamista eða
ofbeldishneigða dýraverndunar-
sinna.
Vill hefta öfgamenn
með nýjum reglum
Jacqui
Smith
ERLENT