Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 19
Íflestum matvöruverslunum ognær öllum sjoppum landsinser mikið framboð af sælgæti. Þar eru alla jafna stórir sælgæt- isbarir sem fanga athyglina og börnin sem þangað koma horfa löngunaraugum á litadýrðina. Margir foreldrar reyna að stemma stigu við sælgætisneyslu barnanna með því að hafa ákveðið skipulag á sætindaáti, t.d. sérstakan nammi- dag aðeins einu sinni í viku. Ef ákveðið er að hafa sælgæti í boði einu sinni í viku er nauðsyn- legt að skammta sælgæti þann dag- inn svo sælgætisneyslan fari ekki úr böndunum. Ákveðnir stórmark- aðir hafa tekið upp þann leiða sið að veita 50% afslátt af sælgæti á laugardögum en samkvæmt mark- aðslögmálum hvetur það til meiri neyslu, sem var ef til vill alveg meiri en nóg fyrir. Lítil næring í sykri Sykurneysla íslenskra barna er mikil en næringargildi sykurs er nánast ekkert. Mikið sykurátgetur valdið skorti á nauðsynlegum nær- ingarefnum, þ.e. þegar sykraðar matvörur koma í stað annarra holl- ari matvara.Meðalorkuþörf 9-10 ára barna er um 2000 kcal á dag. Sam- kvæmt ráðleggingum Lýð- heilsustöðvar um mataræði og nær- ingarefni1 er miðað við að viðbættur sykur sé innan við 10% af hitaeiningaþörf en það sam- svarar að hámarki um 50 g af sykri á dag. Könn- un á mataræði barna sem Manneldisráð vann fyrir nokkrum árum síðan sýndi að þau börn sem borðuðu mestan viðbættan sykur fengu minna af kalki, járni, pró- teinum og vítam- ínum en önnur börn: sykurinn kemur einfald- lega í staðinn fyrir hollan mat. Því meira sem börnin fá af viðbættum sykri, því minna er af grænmeti, ávöxtum, trefja- ríkum kornmat, mjólkurvörum, fiski og kjöti, matvörum sem gefa holla næringu. Heimildir Ráðleggingar um mataræði og næring- arefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Lýðheilsustöð, 2006. Steingrimsdottir L, Þorgeirsdóttir H, Ægisdóttir S. Hvað borðar íslensk æska. Könnun á mataræði ungs skólafólks 1992- 1993. Rannsóknir manneldisráðs Íslands IV. 1993. McCann A, et al. Food additives and hyperactive behaviour in 3-year-old and 8/9- year-old children in the community: a ran- domised, double-blinded, placebo-controlled trial . The Lancet. 2007;370(9598):1560-67. Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 Ef ákveðið er að hafa einn nammi- dag í viku ætti sælgæti ekkiað vera í boði hina dagana, að öðrum kosti verður nammidagur að hreinni við- bót. Veltum fyrir okkursykurmagn- inu í 100 grömmum af sælgæti: Sælgætismagnið á myndinni er 100 g af ,,blandi í poka sem veitir um 50 g af viðbættum sykri.Hámarks sykurneysludagsins fyrir barn á aldrinum 9-10 ára er þar með náð. Ef hálfur lítri af gosdrykk er drukk- inn með bætist annað eins magn af sykri við. Niðurstöður nýlegrar breskrar rannsóknarLancet3gefa til kynna að hugsanlega finnist tengsl milli of- virkni hjá börnum og ákveðinna lit- ar- og rotvarnarefnasem notuð eru í matvælaiðnaði. Þessi efnifá börn að- allega úr gos- og svaladrykkjum auk sælgætis.Þekkt tengsl eru á milli sykurneyslu og tannskemmda. Að drekka gos- og svaladrykki, að með- töldum íþrótta- og orkudrykkjum, oftar en þrisvar sinnum í viku eykur hættu á glerungseyðingu. Þessar staðreyndirgefa enn frekar tilefni til þess að takmarka neyslu barna á umræddum vörum. Sykurmagn í sælgæti hollráð um heilsuna – Lýðheilsustöð Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is F ósturvísaflutningur hjá hrossum hefur verið framkvæmdur um nokkurra ára skeið á Íslandi en í litlum mæli. Aðferðin þykir ekki gallalaus enda árangurinn ekki borðleggjandi og meðferðin kostnaðarsöm. Á Landsmóti hestamanna sem fór fram á Hellu í sumar voru sýndar tvær hryssur sammæðra í fjögurra vetra flokki kynbóta- hryssna, úr ræktun Hóla- skóla í Hjaltadal. Þrift og Þokka frá Hólum eru báðar undan Þrennu frá Hól- um og gerði þannig afrakst- ur tilrauna skólans til fósturvísa- flutninga það Hólamönnum kleift að mæta á landsmót með hálfsystur fæddar á sama ári. Það þykir auðvit- að ekkert tiltökumál að jafngömul hálfsystkin samfeðra keppi en hitt, að sammæðra hálfsystkin komi fram, er fátítt. Enn fátíðara yrði það ef jafngömul alsystkin kæmu fram einn daginn en það hefði getað farið svo hjá Kirkjubæjarbúinu sf. sem vænti alsystkina á næsta ári. „Því miður gekk það ekki,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún- aðarháskóla Íslands, en hann er einn ræktenda Kirkjubæjarhrossa. Í vor gerði búið í fyrsta sinn tilraun með að koma fósturvísum fyrir í leigu- mæðrum, úr tveimur hryssum, Fjólu frá Kirkjubæ og Þyrnirós frá Kirkjubæ. Fjóla varð önnur í flokki 6 vetra hryssna á landsmótinu í sumar og Þyrnirós fjórða í sama flokki. Að sögn Ágústs var Fjólu haldið undir hinn kunna stóðhest Eldjárn frá Tjaldhólum og fóst- urvísum sömu gripa komið í leigu- móður en nýlega kom í ljós að leigu- móðirin hefur látið fóstrinu. Hins vegar er von á folaldi undan Þyrni- rós og Stormi frá Leirulæk þar sem leigumóðir sér um „erfiðið“ á meðan Þyrnirós verður keppnishross sonar Ágústs. Með margar fóstrur reiðubúnar „Báðar eru mjög góðar hryssur,“ segir Ágúst, „og þetta heppnaðist í báðum tilfellum en síðan lét önnur leigumóðirin,“ segir hann en lætur liggja á milli hluta hvort fósturlátið hafi verið af eðlilegum orsökum eða hvort aðferðin hafi skipt máli. „Þetta er auðvitað mikil vinna við þetta en við fórum þá leið að hafa lyfjanotkun ekki mikla heldur vor- um við með fullt af fóstrum og reyndum svo að finna þá hryssu sem var á réttum tíma í staðinn fyrir að þurfa að samstilla allt. Þetta gekk ótrúlega vel og það fæðist allavega eitt folald úr fósturmóður,“ segir Ágúst. Dýralæknamiðstöðin á Hellu framkvæmdi fósturvísaflutningana og að sögn Ellerts Þórs Benedikts- sonar dýralæknis var reynt að taka fósturvísa úr átta hryssum í sumar en þar af hafi verið fóstur í sex hryssum sem hafi síðan verið flutt í leigumæður. Fyl var staðfest í fjór- um þeirra en leigumóðir Fjólu frá Kirkjubæ hafi síðan látið. „Það hefði auðvitað verið gaman að sjá alsystkin undan þeim Eldjárni frá Tjaldhólum á næsta ári, muninn á þeim og geta fylgst með þeim í þroska. En ég er mjög sáttur við þennan árangur og allavega fyrir kreppu fundum við fyrir miklum áhuga á þessu fyrir næsta sumar,“ segir Ellert. Vissulega sé fóst- urvísaflutningur ekki ódýr, heild- arpakkinn hafi kostað 150-200 þús- und kr. á þessu ári. Margir þættir þurfi einnig að ganga upp svo út- koman verði jákvæð. „Í fyrsta lagi þarf móðirin að fylj- ast, svo þarf að skola úr henni fóstr- ið og flytja það í leigumóður en þá er krítískt hvort hún haldi fóstrinu. Í þessu gildir að hafa nógu margar fóstrur til að velja úr,“ segir Ellert Þór Benediktsson. Forvitnilegt verði að sjá hverju fram vindur í þessum efnum. Vænti alsystkina en þó ekki tvíbura Ágúst Sigurðsson Ljósmynd/Jens Einarsson Tæknilega rautt? Þessar Kirkjubæjarhryssur eignast báðar afkvæmi á næsta ári en bara önnur þeirra kastar folaldi sínu. Fjóla (hryssan til vinstri), setin af Evu Dyröy, og Þyrnirós, sem er setin af Guðmundi Björgvinssyni, eru auk þess hálfsystur, undan Hróðri frá Refsstöðum.  Fósturvísum úr sex hryssum var komið fyrir í leigumæðrum hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu í sumar  Þrift og Þokka frá Hólum eru sammæðra, fæddar á sama ári, og voru sýndar á Landsmóti hestamanna Taka, meðhöndlun og innlögn fósturvísa skal vera undir umsjón dýra- læknis samkvæmt reglugerð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um búfjársæðingar og flutning fósturvísa. Þar segir m.a. að fósturmæður skuli vera heilbrigðar og hraustar og svo stórar að tryggt sé að þær geti borið fósturafkvæmum sínum eðlilega. Jafnframt segir: „Óheimilt er að leggja inn í leg kvendýra fósturvísa sem hafa verið frjóvgaðir í tilraunaglasi („in vitro“), kyngreindir, skipt eða einræktaðir. Þó er yfirdýralækni heimilt að leyfa slíkar aðgerðir í afmörkuðum til- raunum sem sótt er um leyfi fyrir í hverju tilviki.“ Fósturmæður séu hraustar Hreiðar Karlsson heyrði af því aðskrímslasetur risi á Bíldudal og einnig af draugasetri á Stokkseyri: Þjóðtrúin forna með þegnunum lifir, þrátt fyrir kaupthing og bauga. Nú er hún búin að byggja yfir bæði skrímsli og drauga. Auðvitað höfum við öldum saman óttast skrímsli og drauga. Ekki finnst heldur öllum gaman að eiga við kaupthing og bauga. Símon Jón Jóhannsson vekur máls á „sannleiksnefnd“, svokallaðri hvítbók og segir að sannleikurinn hafi lengi þvælst fyrir mönnum. „Guðbergur Bergsson samdi á sínum tíma smásögu sem birtist í Hinsegin sögum og fjallar um tvo homma sem unnu í Kassagerðinni. Þeir voru ekki einungis hommar heldur líka tvítóla og höfðu bæði tólin á bringunni ... Í lok sögunnar kemst Guðbergur svo að þeirri niðurstöðu að það sé eins með sannleikann – hann sé nefnilega í rauninni öfugur (hommi) og ekki nóg með það því hann sé líka tvítóla.“ Út frá þessum hugleiðingum datt Símoni Jón í hug: „Lífið er lítri af rommi!“ Sagði lífsglaður baráttukommi. Ég sé það og finn að sannleikurinn er síkátur, tvítóla hommi. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Skrímsli og draugar Elva Gísladóttir verkefnisstjóri næringar. Nammidagur – hugum að sykrinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.