Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 ✝ MarteinnSverrisson fæddist í Reykjavík 15. mars 1947. Hann lést á Land- spítalanum 21. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sverrir Magn- ússon og Guðrún Jónsdóttir, bæði látin. Systir Mar- teins er Sigrún. Hún er búsett í Sví- þjóð og býr með Tomas Lindhagen. Marteinn giftist Hrefnu Kjart- ansdóttur árið 1971 og eiga þau þrjú börn. Sigrún gift Jakobi Sig- urðssyni, Bryndís trúlofuð Hauki Páli Guðmundssyni og Kjartan. Marteinn tók MS- próf í rafmagns- verkfræði í Lundi í Svíþjóð árið 1973. Vann hann allan sinn starfsaldur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Útför Marteins fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Í dag kveðjum við mætan mann, Martein Sverrisson. Ég hitti Matta fyrst í barnaskóla en við vorum jafn- aldrar og bjuggum í sama hverfinu. Við vorum svo saman í stórum strákabekk í Réttarholtsskólanum, en það var síðan hinn samstillti R- bekkur í Menntaskólanum í Reykja- vík sem lagði grunninn að ævarandi vinskap okkar. Nú þegar Matti er lát- inn er mér sérstaklega ljúft að rifja upp andrúmsloftið á æskuheimili hans í Hlíðargerðinu. Þar vorum við vinir hans alltaf aufúsugestir. For- eldrar Matta voru einstaklega hlý- legir og tóku okkur opnum örmum; þar var kynslóðabilið brúað og þar setti Sverrir okkur lífsreglurnar. Stærstu gæfusporin í lífi sínu steig Matti þegar honum tókst að krækja í einstaklega ljúfa og heillandi skóla- systur okkar úr Menntaskólanum. Betri lífsförunaut en Hrefnu gat hann ekki fundið. Við vinirnir úr R-bekknum hitt- umst reglulega, ýmist einir eða með konum okkar. Þar var Matti ávallt mættur. Einn úr okkar hópi, Hilmar, var náinn vinur Matta. Traustari vin hefði Matti ekki getað eignast. Í erf- iðum veikindum hans mætti Hilmar upp á spítala nánast hvern einasta dag til að létta honum lundina og stappa í hann stálinu. Elsku Hrefna. Við Ásdís vottum þér og fjölskyldu þinni innilega samúð okkar. Ég færi ykkur auk þess kveðju frá R-bekk- ingunum. Við söknum öll Matta. Minningin lifir um góðan dreng. Jón Sigurðsson. Fyrir rúmum fimmtíu árum bjuggu tveir ungir piltar hvor í sinni götunni í nýbyggðu Smáíbúðahverf- inu í Reykjavík. Báðir léku sér í bolta- og hlaupaleikjum eins og þá tíðkaðist en hrifust þó enn meira af ýmsum tækniundrum, smíðuðu flug- módel, voru farnir að fikta við lóð- bolta og gægjast í töfraheim raf- eindatækninnar. Hvorugur vissi af hinum fyrr en einhver sagði mér frá snillingnum í næstu götu, sem kynni allt um raf- magn og setti saman alls kyns undra- tæki. Skömmu síðar bar fundum okk- ar Matta saman og úr varð ævilöng vinátta. Við brölluðum ýmislegt sam- an, grúskuðum og smíðuðum enn fleiri undratæki og byggðum þannig upp reynslubrunn sem báðum reynd- ist ómetanlegur síðar á ævinni. Ekki spillti fyrir að Sverrir, pabbi Matta, var einnig mikill grúskari og átti mik- ið safn verkfæra og alls kyns spenn- andi tækja í bílskúrnum sínum. Oft aðstoðaði hann okkur í grúskinu og tók sjálfur þátt í því af lífi og sál. Ávallt tóku Sverrir og Gunna í Hlíð- argerðinu, foreldrar Matta, mér opn- um örmum og átti ég nánast annað heimili hjá þeim. Þótt við værum ekki í sama ár- gangi í skóla hélst vináttan og sam- band okkar efldist eftir því sem ár- unum fjölgaði. Menntaskólinn tók við og átti ég margar ánægjulegar stundir með Matta og hinum hressu bekkjarbræðrum hans í R-bekknum. Á þeim árum öfluðum við okkur rétt- inda til að starfrækja amatörsendi- stöðvar og víkkuðum sjóndeildar- hringinn með samböndum við aðra radíóamatöra í öllum heimsálfum. Þar fyrir utan stunduðum við sil- ungsveiði saman, hlustuðum á Roll- ing Stones og ástunduðum ýmsa aðra dægradvöl sem gjarna fylgir þessu aldursskeiði. Eftir að menntaskóla lauk skildi leiðir tímabundið, en að loknu há- skólanámi fluttu Matti og Hrefna aft- ur til Íslands. Hófst þá nýr kafli í vin- áttuferli okkar þar sem eftirminni- legust eru fjölmörg ferðalög innan lands og utan. Við keyptum í félagi gamlan Willysjeppa sem þarfnaðist uppgerðar og ferðuðumst á honum vítt og breitt um landið. Þó ber hæst þriggja vikna ferð á smárútu, sem við ókum frá Lúxemborg suður til Mið- jarðarhafs, fjögur fullorðin, einn ung- lingur og fjögur yngri börn. Það var yndisleg ferð og frá henni eru marg- ar skemmtilegar minningar. Ekki minnkaði vinátta okkar Matta við það að festa ráð okkar og stofna fjölskyldur því að fyrir und- arlega tilhögun forlaganna kvænt- umst við stúlkum, sem voru bekkj- arsystur í menntaskóla, lærðu báðar til meinatæknis og hafa unnið hlið við hlið alla tíð frá því að námsárunum lauk. Ekki veit ég hvort Matti leiddi leiðir okkar Erlu saman af ráðnum hug eða það gerðist bara óvart þar sem Erla var bekkjarsystir Hrefnu, kærustunnar hans. Hvort sem tilgát- an er rétt eða ekki þá small allt sam- an með okkur og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Andlát Matta hefur haft nokkuð langan aðdraganda en við söknum hans sárt og munum vafalaust gera það um ókomin ár. Við samhryggj- umst Hrefnu og börnunum og óskum þeim alls hins besta. Hafðu ástarþakkir fyrir samfylgd- ina, Matti minn. Ágúst og Erla. Fallinn er, eftir langa og stranga baráttu, hetjan Marteinn Sverrisson. Hann var einn í hópi vaskra drengja er luku stúdentsprófi úr 6. R í MR árið 1967. Í þeim hópi kenndi margra grasa og kannski er það ein- mitt ástæða þess að við höfum haldið hópinn svona vel öll þessi ár, hve ólík- ir og misjafnir við erum í raun. Það sem einkenndi Matta m.a. var hve „fundvís“ hann var. En kannski eru slíkir menn ekkert fundvísari en við hinir, þeir bara vita að hverju þeir eru að leita, vita hvað þeir vilja. Þetta kom ekki einungis fram hjá Matta í veraldlegum hlutum eins og vali á starfsvettvangi og slíku heldur ekki síður í þeim hlutum sem skipta máli eins og val á lífsförunaut. Þar brást ekki eðlisávísun hans og fá hjón höf- um við þekkt sem voru eins samrýnd og samstillt og Matti og Hrefna. Aldrei voru þau hamingjusamari eða glaðari en í návist hvort annars. Fyrir u.þ.b. átta árum vorum við Matti við sjóbirtingsveiðar á veiði- svæði sem ég þekki mjög vel en Matti var þar í fyrsta sinn. Þar horfði ég á Matta finna og taka sjóbirting á uppáhaldsfluguna sína, Flæðarmús, á stað sem ég hafði aldrei reynt. Síð- an hef ég aldrei farið framhjá staðn- um án þess að reyna en ekki haft er- indi sem erfiði. Nýlega nefndi ég þetta við Matta og hann glotti bara sposkur og sagði: Hann hefur bara flutt sig! Nú er Matti fluttur á annan stað, í annan heim. Þar munum við mætast á ný síðar. Elsku Hrefna, við sendum þér, Kjartani, Sigrúnu, Bryndísi og tengdasonum hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum þess að algóður Guð styrki ykkur. Minningin um góð- an dreng verði ykkur ljós í myrkrinu. Gísli og Eva María. Þegar ég kynntist Marteini fyrst, fyrir nær fjórum áratugum, vann hann á rafeindaverkstæði Raunvís- indastofnunar Háskólans við hlið Jóns Sveinssonar rafmagnstækni- fræðings. Þeir félagar leystu úr mörgum vanda mínum og annarra sem til þeirra leituðu, auk þess sem þeir smíðuðu gagnmerk rannsókna- tæki. Ég kynntist Marteini betur eft- ir að við fluttum báðir í Tæknigarð þar sem við hittumst flesta daga og drukkum saman te. Var þá spjallað um margt fleira en það sem að starf- inu laut. Marteinn var einstaklega geðfelld- ur maður, viðræðugóður og gaman- samur. Hann var ætíð hjálplegur þegar til hans var leitað um tæknileg efni og veitti mér margsinnis aðstoð í sambandi við tölvumál og lagfæring- ar á tækjabúnaði í segulmælingastöð Háskólans. Marteinn var áhugasam- ur um göngur og útivist, hraustur og í góðri þjálfun, uns hann kenndi sér þess meins sem að lokum dró hann til dauða. Okkur vinum hans þótti hryggilegt að sjá hve þungt veikindin lögðust á hann og drógu smám sam- an úr þreki hans. Marteins verður sárt saknað af öllum sem kynntust honum. Ég votta aðstandendum hans einlæga samúð mína. Þorsteinn Sæmundsson. „Mínir vinir fara fjöld“. Marteinn Sverrisson rafmagnsverkfræðingur er horfinn eftir frækilega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Í fyrra lést annar brautryðjendanna, Jón Sveinsson rafmagnstæknifræðingur, einnig langt um aldur fram. Eftir stöndum við hinir félagarnir með klofinn hjálm og rofinn skjöld. „Þú verður að fá okkar besta mann í þetta verkefni,“ sagði Þorbjörn Sig- urgeirsson, forstöðumaður eðlis- fræðistofu Raunvísindastofnunar, við mig fyrir rúmum þremur áratugum þegar ljóst var að fyrstu tilraunir til íssjármælinga höfðu tekist vel. Mar- teinn Sverrisson kom í jöklahópinn og hannaði og smíðaði móttökutækin, Ævar Jóhannesson þúsundþjala- smiður gerði sendinn og síðar kom Jón Sveinsson og úr varð búnaður sem gerbreytti jöklarannsóknum hér á landi. Marteinn var nýlega kominn heim frá námi í Svíþjóð og reyndist vera mikill galdramaður. „Það ætlast enginn til þess að þú getir þetta“ sagði Þorbjörn og þungu fargi var af mér létt og verkefninu var borgið: smíði íssjár og staðsetningartækja með lórantækni og gervitunglum. Þrautseigja þessara félaga var óbil- andi, bjartsýnin án takmarka, og úr- ræðin virtust endalaus, þótt við vær- um einir í auðninni. Við vorum uppi á ísöld, bjuggum í tjöldum á Vatnajökli, vöktum oft sólarhringum saman og börðumst fyrir lífi okkar í ofsaveðrum sem kaffærðu allan búnað okkar; en við urðum að berja stöðugt af tjöld- unum. Þegar veðrinu slotaði voru teknar fram skóflurnar og dáðst að því hve fagurt væri á jöklum. Allir hafa þessir félagar mínir síðar þurft að sýna sömu skapfestuna í baráttu við erfiða sjúkdóma. Fáir hefðu leikið það eftir, en feigðin heimtar köld. Framlags Marteins Sverrissonar til vísindarannsókna mun lengi minnst. Hann var traustur félagi, hjálpsamur, örlátur og ósérhlífinn. Það er mikið lán að hafa átt slíkan samstarfsmann. Hrefnu konu hans og börnum þeirra votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Marteins Sverrissonar. Helgi Björnsson. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Í dag kveðjum við góðan vin sem við höfum þekkt drjúgan hluta ævinn- ar. Við kynntumst á uppvaxtarárun- um, Hilmar og Matti í barnæsku, þá nágrannar í Smáíbúðahverfinu, en Benedikt bættist í hópinn á unglings- árunum, þegar við lærðum til lands- prófs í Gaggó Von. Síðar kom svo í ljós að Matti og Hilmar voru fjór- menningar í móðurætt. Við fylgd- umst að í gegnum menntaskóla og vorum þar í bekk sem úr varð mjög samheldinn hópur, sem útskrifaðist frá MR vorið 1967 sem stofnaði það ár bekkjarfélagið Bergelmi, sem enn er í fullu fjöri. Á háskólaárunum tvístraðist hópurinn á ýmsa háskóla um víða veröld. Við héldum þó alltaf sambandi og hittumst hvenær sem kostur var. Þegar menn skiluðu sér úr námi varð samgangurinn auðveld- ari og sérstaklega hjá okkur félögun- um þremur, þegar við fluttumst í Mosfellsbæinn fyrir um þrjátíu árum. Síðan höfum við hist eða talað saman svo að segja daglega. Matti var mikill grúskari strax í æsku. Hann var radíóamatör, þeirra tíma tölvunörd, kunni mors og talaði við kollega sína um allan heim og gat setið við það tímunum saman. Radíó- áhugann fékk hann frá pabba sínum og Ágústi, vini sínum. Matti átti því auðvelt með að tileinka sér eðlisfræð- ina og var gott að leita til hans í verk- legum æfingum í eðlisfræðinni í MR. Það lá síðan beint við hjá honum að taka rafmagnsverkfræðina við HÍ og háskólann í Lundi. Að námi loknu hóf Matti störf á Raunvísindastofnum Háskólans við smíði á rannsóknar- tækjum, t.d. íssjánni, eðlisfræði- kennslu og seinni ár við rekstur tölvu- kerfa stofnunarinnar. Margs er að minnast eftir áratuga kynni. Við frændurnir minnumst veiðitúranna og gönguferðanna þeg- ar gengið var á fjöllin í Mosfellssveit- inni og Álafosshringinn. Við spiluðum innanhússfótbolta árum saman, stofnuðum bridsklúbb fyrir tæplega þrjátíu árum með Bolla og Pétri Birni. Þá verður að minnast á að við höfum haldið með Manchester Unit- ed eins lengi og elstu menn muna og hist reglulega og horft á beinar út- sendingar. Minnisstæð er ferðin sem við fór- um fern hjón saman fyrir rúmu ári og sigldum um Karíbahafið í sjö daga og vorum síðan fimm daga í Fort Lau- derdale. Þetta er ógleymanleg ferð. Matti var tiltölulega hress þá og tók þátt í öllum uppátækjum okkar. Matti var hæglátur húmoristi en nokkuð dulur. Hann var hjálpsamur og gott að leita til hans. Hann var traustur vinur. „Sælir meistarar.“ Þannig heilsaði Matti gjarnan okkur frændunum þegar við komum í heimsókn eða hitt- umst á förnum vegi. Nú kveðjum við okkar góða vin og þökkum honum vináttuna. Vertu sæll, meistari. Við frændur, konur okkar Júlla og Lauga og börnin okkar sendum Hrefnu, börnunum og tengdabörnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Hilmar og Benedikt. Ég kynntist Marteini Sverrissyni fyrst árið 1974 þegar ég var sumar- stúdent á Raunvísindastofnun hjá Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor, en Marteinn vann hjá honum. Þeir unnu þá að þróun og smíði móttöku- tækis fyrir sendingar siglingatungla til staðarákvarðana. Nýttist tækið meðal annars til staðsetninga í flug- segulmælingum Þorbjarnar og í jöklamælingum. Menn sögðu mér að Marteinn þætti í allra fremstu röð í sínu fagi og leit væri að betri raf- magnsverkfræðingi á þessu sviði. Ég var á leið til Lundar til að ljúka námi mínu eftir fyrrihlutapróf hér heima og ekki sérstaklega áfjáður að hleypa heimdraganum. Þá hitti ég Martein af tilviljun þar sem við bið- um eftir sama strætisvagni í úrhell- isrigningu og í ljós kom að hann hafði sjálfur verið við nám í Lundi. Hann sagði mér frá staðnum á sinn ljúfa hátt þannig að ég fór strax að hlakka til ferðarinnar. Löngu síðar er ég kom til starfa við Raunvísindastofn- un voru breyttir tímar og ekki lengur sama áhersla á tækjasmíð. Hins veg- ar voru flest ný mælitæki orðin tölvu- stýrð og þetta varð fljótlega mikil sérgrein Marteins. Hann stjórnaði árum saman tölvuvæðingu mælinga á Eðlisfræðistofu og hélt utan um vinnu ófárra sumarstúdenta sem unnu verkin, en höfðu eðli málsins samkvæmt skamma viðdvöl. Síðustu árin eftir að heilsu Mar- teins hrakaði sá hann síðan alfarið um rekstur hústölvu Raunvísinda- stofnunar. Matti var einstakt ljúf- menni, bóngóður og hjálpsamur. Hans er sárt saknað af samstarfs- mönnum. Fyrir hönd félaga á Eðl- isfræðistofu þakka ég Marteini Sverrissyni langa samferð og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Hafliði Pétur Gíslason. Í dag kveð ég Martein Sverrisson, Matta eins og hann var ávallt nefnd- ur innan fjölskyldunnar. Ég man fyrst eftir honum í Drápuhlíð sjö, þá tveggja til þriggja ára gamlan gull- mola foreldra sinna Sverris og Gunnu. Þá bjuggu þau á jarðhæð en foreldrar mínir á efri hæð og allt frá þessum tíma höfum við átt gott sam- band. Síðar átti hann eftir að eiga heima í Hlíðargerði og ég í Langa- gerði til margra ára og hélst sam- gangurinn mikill á milli fjölskyldn- anna. Mér er minnisstæð ræktarsemi Matta við foreldra mína og hvort sem hann var við nám í Svíþjóð eða hér heima á Fróni þá hafði Matti alltaf tíma til að koma í kaffisopa. Þetta mátu gömlu hjónin mikils. Fljótlega kom í ljós áhugi Matta á veiði og útivist, enda ekki langt í veiðigenin – afi hans úr Langabotni, faðir hans og frændur annálaðir veiðimenn til skot- og stangaveiða. Ekki held ég að Matti hafi alltaf gert miklar kröfur til afla, fyrst og síðast vildi hann njóta stundarinnar með fjölskyldunni og félögunum hverju sinni. Ég held að Matti hafi haft orð Tomas Wilsons að leiðarljósi: „Vin- átta verður ekki keypt nema með vin- áttu. Maður getur haft áhrif á aðra, en aldrei unnið hjarta þeirra nema gefa sitt.“ Þannig þekkti ég Matta. Matti minn, hvort við hittumst í öræfasal og hlustum á skógarsöng eða við vatnið með stöng í hendi kem- ur í ljós, kæri vinur. Hrefnu, Sigrúnu og fjölskyldum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hilmar Ólafsson. Marteinn Sverrisson                                           Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.