Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 ✝ Úrsúla ElfriedeÓskarsdóttir, fædd Häfner, fædd- ist í Eisenach í Thür- ingen-héraði í Þýskalandi 30. apríl 1922. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 21. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Emma Margarete Ella Häfner hús- móðir, fædd Mes- serschmidt, f. 1894, d. 1993 og Karl Julius Oscar Häf- ner útibússtjóri Deutsche Reichs- bank í Eisenach, f. 1890, d. 1981. Auk Úrsúlu áttu þau dótturina Ingeborg, f. 1927, gift Günter Schaus og eru synir þeirra Ekkeh- art og Detlev. Hinn 5. ágúst 1953 giftist Úrsúla Gunnlaugi Björnssyni, bóndasyni frá Litla-Ósi í Miðfirði, f. 18.5. 1922. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún Emma fóstra, f. 25.8. 1954, maki Sverrir Andrésson, stýrimaður, f. 1955, börn þeirra: a) Gunnlaugur Reynir f. 1979, börn hans Emilía Björk f. 2004 og Benedikt Einar, f. 2007, b) Sigrún, f. 1981, sonur hennar Ívar Atli, f. 2008, og c) Elf- ar Smári, f. 1988. 2) Ingibjörg Jó- hanna framkvæmdastjóri, f. 11.5. 1956, maki Brynjólfur Jónsson skógfræðingur, f. 1957, börn þeirra eru Birkir Þór, f. 1989, Birta Rós, f. 1992, Úlfar Freyr, f. 1982, sonur Ingibjargar, og Eiríkur, f. 1983, sonur Brynjólfs. 3) Karl Óskar bifvéla- virkjameistari, f. 12.9. 1960. Dætur hans og Lilju Guðna- dóttur, f. 1952, eru Sandra, f. 1989 og Karen Sif, f. 1992. Úrsúla stundaði hefðbundið tónlist- ar- og myndlist- arnám frá unga aldri og lék á ýmis hljóðfæri, m.a. á píanó, gítar og harmóniku. Hún var lærð fóstra og starfaði við það í Þýskalandi en hóf auk þess nám í gullsmíði. Árið 1950 réð Úrsúla sig til starfa á Íslandi, sem barn- fóstra á Blönduósi. Hún var hús- móðir á Útibleiksstöðum í Miðfirði áður en hjónin fluttust til Hvera- gerðis árið 1955. Úrsúla stofnaði tvisvar einkarekið dagheimili í Hveragerði og rak þau um nokk- urra ára skeið. Lengst af, eða á annan áratug, starfaði Úrsúla á Heilsuhælinu NLFÍ í Hveragerði. Árið 2001 fluttu þau hjónin á dval- ar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði, en síðasta árið dvaldi Úrsúla á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Úrsúla verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Úrsúla ólst upp á góðu heimili í borginni Eisenach í Þýskalandi. Borgin er þekktust fyrir fræg tón- skáld og Wartborgarkastala. For- eldrar Úrsúlu voru í góðum efnum og í móðurætt voru margir mennta- og embættismenn. Úrsúla hlaut hefðbundið uppeldi og mennt- un. Hún lauk þriggja ára námi sem leikskólakennari. Skammt frá borg- inni eru Thüringen-fjöll með skóg- um og fallegum dölum en þar dvaldi Úrsúla löngum á bændasetri móðursystur sinnar þar sem hún undi sér við leik og störf. Stríðsárin ræddi hún ekki að fyrra bragði en eftir því sem næst verður komist missti hún unnusta í þeim hildarleik. Í stríðslok steðjaði önnur ógn að en það voru Rússar sem létu greipar sópa. Henni tókst að flýja yfir í vesturhlutann en for- eldrar hennar urðu eftir í austur- hlutanum. Þau fengu síðar leyfi, þegar þau voru orðin öldruð, til að flytja vestur um. Það hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt hlutskipti, að koma til Ís- lands, fyrir konu sem hafði alist upp í hjarta Evrópu, þar sem menning og listir voru í hávegum. En tilviljanir lífsins geta verið margvíslegar. Eftir stríð kynntist Úrsúla íslenskri hjúkrunarkonu, Önnu Reiners, sem var gift þýskum manni. Anna útvegaði Úrsúlu starf hjá Snorra Arnfinnssyni, hótel- stjóra á Blönduósi, og Þóru konu hans. Til Reykjavíkur kom Úrsúla á Dettifossi árið 1950 og hélt í kjöl- farið norður á Blönduós. Þar var henni tekið opnum örmum. Upphaflega átti þetta að vera stutt ferð, kannski eitt til tvö ár, en um leið tækifæri til að afla tekna og komast um hríð burt úr eymd eftirstríðsáranna. En svo gerðist það sem oft hefur ráðið örlögum; unga konan varð ástfangin af glæsilegum bóndasyni í Miðfirði. Unga parið gekk í það heilaga árið 1953. Þau hófu búskap á Útibleiks- stöðum í Miðfirði en undu hvorugt hag sínum. Í kjölfarið fluttu þau til Hvera- gerðis, þar sem Hildur, systir Gunnlaugs, var búsett. Mágur Hildar, Georg Michaelsen, rak þar bakarí og starfaði Gunnlaugur þar fyrstu árin. Í Hveragerði festu þau kaup á húsi í Hverahlíð 2 sem var heimili þeirra lengst af. Heimilið var ekki dæmigert ís- lenskt heimili því straumar þýskrar matargerðar og nýtni voru sterkir. Reynsla, þekking og sjálfsbjargar- viðleitni Úrsúlu kom sér vel þar sem efni og fjárráð voru oft af skornum skammti. Úrsúla var handlagin og ávallt ráðdeildarsöm. Þrátt fyrir að hafa skapað fallegt heimili á Íslandi ræktaði hún æv- inlega tengsl við fjölskyldu og ætt- ingja í Þýskalandi. Hún fór þangað að jafnaði annað hvert ár og var þá oft með eitt barna sinna með í för. Á þessum tíma voru samgöngur erfiðar og stóðu ferðirnar stundum einhverja mánuði. Ferðum þessum fylgdi andblær að utan sem end- urnýjaði og veitti gleði og nýjum straumum í Hverahlíðina. Það er rétt að taka fram að á þessum fyrstu árum, upp úr 1960, voru ferðalög af þessu tagi ekki algeng. Hér hefur í stuttu máli verið rak- ið lífshlaup tengdamóður minnar sem var að mörgu leyti óvenjuleg kona. Þolinmæði og einlægni gagnvart börnum sem og öllu öðru var ein- stök og einkenndi hennar viðmót í alla staði. Sverrir Andrésson. Það skilur enginn lífsins lög til hlítar, það lesa fáir sína skaparún. En það, sem gjörir hverja hendur nýtar, er hugsjón mannsins, ekkert nema hún. (Guðmundur Ingi Kristjánsson.) Það er margt sem rifjast upp, þegar maður hugsar til þeirra ára þegar hjónin Úrsúla og Gunnlaug- ur voru frísk og hress. Barnabörn- in ung að árum fóru í ævintýraferð- ir í rútu austur til Hveragerðis til afa og ömmu. Þar voru þau vafin umhyggju og ástúð. Úlli og síðar Birkir og Birta, Gulli og Sigrún og síðar Elvar voru þar tíðir gestir. Styttra fyrir Söndru og Karen sem hafa alltaf búið í Hveragerði og voru hálf- gerðir heimagangar. Garðurinn var stór í Hverahlíðinni, vettvangur ærsla og ævintýra. „Látalæti“ var lítill kofi í garðinum, heimur út af fyrir sig, þar sem hægt var að drekka kókó úr litlum bollum við lítið borð. Þegar þannig viðraði tók amma upp spilin og þá var farið í Olsen Olsen, Orrustu, Othello eða Kínaskák. Svo má nú minnast á afmælin því þau voru aldrei haldin í hefðbundn- um stíl. Þar fór Úrsúla amma fremst í flokki með harmónikuna og marseraði með barnaskarann í halarófu á eftir. Um páska var allt- af farið í Hverahlíðina, því að þar þurfti að leita að páskaeggjum sem þá höfðu verið falin á ólíklegustu stöðum í garðinum. Stundum gat það tekið á litlar taugar og eft- irvæntingin var þanin til hins ýtr- asta, en alltaf endaði það nú þannig að allir fengu sitt. Á þennan hátt og við ótal önnur tilefni skapaði Úrsúla töfraheim sem bæði er hennar börnum og barnabörnum ógleymanlegur. Minningu um góða og umhyggju- sama móður, ömmu og langömmu munu niðjar hennar geyma um langa framtíð. Brynjólfur Jónsson. Elsku amma mín, Úrsúla, eða amma Ú eins og við köllum hana oft, hefur kvatt okkur og haldið á næsta áfangastað. Undanfarna daga er ég búin að rifja upp marg- ar yndislegar minningar um ömmu. Það var alltaf jafn gaman að fara til Hveragerðis og gista hjá ömmu og afa nokkrar nætur. Við brölluðum margt saman og var alltaf nóg að gera, bæði innandyra og utan. Garðurinn í Hverahlíðinni var al- gjör ævintýraheimur þar sem var að finna góð klifurtré, falleg blóm, grænmeti og jurtir og síðast en ekki síst Látalæti sem var lítill kofi sem við krakkarnir höfðum til að leika í. Þar gat ég gleymt mér tím- unum saman og oftar en ekki kíktu amma og afi í heimsókn til að fá kaffisopa og sneið af blóma- skreyttri köku. Amma var alltaf mjög dugleg að sinna garðinum, enda var garðurinn virkilega fal- legur. Stundum þegar við afi vor- um að hjálpa ömmu að setja niður blómin sungum við „Amma vissi það og amma sagði það að blómin ættu að vera á þessum stað.“ Því hún amma vissi best hvar blómin áttu að vera. Amma var mikill meistarakokkur og var allur matur sem hún eldaði góður og voru súp- urnar hennar í algjörum sérflokki svo ekki sé minnst á rabbabara- grautinn góða. Það var allt svo sér- stakt hjá ömmu og afa að jafnvel brauð með osti var miklu betra þar en nokkurstaðar annarstaðar. Það var alltaf mikið spilað í Hverahlíð- inni og sátum við amma oft heilu kvöldin og spiluðum Orustu og fleiri spil. Amma átti það nú til að sofna í miðju spili en við náðum þó yfirleitt að klára spilin að lokum. Amma hafði alltaf svo gaman af því að gleðja okkur krakkana, hún lagði oft mikið á sig til að gera eitt- hvað fyrir okkur. Við fengum oft skemmtilegan páskaglaðning sem yfirleitt voru faldir út í garði. Eitt árið var amma búin að klippa út litlar páskahérakörfur úr mjólkur- fernum, lita þær og mála og fylla síðan af allskonar góðgæti. Það var líka alltaf mikil spenna í desember því þá mætti þýski jólasveinninn í Hverahlíðina. Hann mætti bara einu sinni í viku og var alltaf mjög rausnarlegur og var því mikið sport að koma í heimsókn. Amma og afi unnu lengi á Heilsuhælinu og oft fór ég út úr rútunni þar og fékk að aðstoða ömmu í vinnunni. Mér fannst alltaf rosalega gaman að fá að hjálpa ömmu og lét hún mig finnast ég vera alveg ómissandi að- stoðarmaður enda var hún mjög dugleg að hrósa og hvetja mann áfram. Það var alltaf svo gaman að koma á Heilsuhælið og margt hægt að bralla og vorum við amma líka duglegar að kíkja við í kaffiteríunni og fá okkur söl. Ívar Atli hitti lang- ömmu sína einu sinni áður en hún kvaddi og er ég afar þakklát fyrir það. Voru þau mjög glöð með hvort annað og fékk snáðinn að kúra í ömmufangi í góða stund. Minning- arnar eru margar um yndislega ömmu en læt ég hér staðar numið. Þegar drengurinn minn verður eldri fær hann að heyra allar sög- urnar um langömmu sína sem á svo stóran stað í hjarta móður hans. Elsku amma mín, þakka þér fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir mig og nú kveð ég þig með fingurkossi eins og við vorum svo vanar að gera. Hvíldu í friði. Þín Sigrún. Úrsúla Óskarsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRODDI BJÖRNSSON, Norðurbyggð 27, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 31. október kl. 13.30. Kristín Pétursdóttir, Pétur G. Broddason, Birna Ágústsdóttir, Björn K. Broddason, Steinunn Geirsdóttir, Dagný Broddadóttir, Sigvaldi Stefánsson, Ása Broddadóttir, Jakob Jörundsson, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, REGÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR, lést að hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 26. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Guðjón Magnússon, Margrét Pálsdóttir, Andrés Magnússon, Marta Sigurgeirsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Magnús Andrésson, Elín Rita Sveinbjörnsdóttir, Sigurgeir Andrésson, Kristján Andrésson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Rafnhildur Rósa Atladóttir, Andrés Þór Magnússon, Birgir Björn Magnússon. ✝ Okkar ástkæra INDÍANA SIGFÚSDÓTTIR, Sunnuhlíð, Vatnsdal, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi laugardaginn 18. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýjar kveðjur og auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi fyrir góða umönnun. Bragi Haraldsson, börn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURLÍN HELGADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 17. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 30. október kl. 13.00. Birgir Hjaltason, Bjarndís Sumarliðadóttir, Helgi Hjaltason, Guðrún Stefánsdóttir, Björn Hjaltason, Kolbrún Hjaltadóttir Lovell, John Lovell, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.