Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
ÞEIM sem komið hafa í Úra- og skartgripa-
verslun Heide ehf. í Glæsibæ til að reyna að selja
gamla gullhringa og annað skart hefur fjölgað
undanfarnar vikur, að sögn Sævars Kristmunds-
sonar úrsmiðs. Sumir koma með talsvert magn,
að því er hann greinir frá. „Hingað kom kona um
daginn með skartgripi í poka sem hún var búin
að tína upp úr skúffunni. Við höfum hins vegar
ekki keypt brotagull í nokkrar vikur.“
Ástæðuna segir Sævar vera þá að samdráttar
sé farið að gæta í þessum geira eins og öðrum.
„Maður heldur bara að sér höndum um þessar
mundir og það gera viðskiptavinirnir líka. Það
hefur almennt dregið úr því að fólk biðji um ein-
hverja sérsmíði auk þess sem maður finnur að
fólk spáir meira í hvað hlutirnir kosta.“
Sævar segir verðið sem fáist fyrir brotagull
ekki hátt. „Fyrir 1 g af 14 karata gulli sem keypt
er sem brotagull eru greiddar 900 til 1.000 krón-
ur. Fyrir 1 g af 18 karata gulli eru líklega
greiddar í kringum 1.200 krónur.“ Venjulegur
einbaugur gæti verið í kringum 3 g að þyngd, að
því er Sævar greinir frá.
Úr og debetkort í pant
Þeim sem setja úrin sín, síma, debetkort ef
ekkert er inni á þeim, ökuskírteini eða aðra hluti
í pant hjá leigubílstjórum þegar þeir eiga ekki
fyrir farinu hefur ekki fjölgað að undanförnu, að
sögn Ástgeirs Þorsteinssonar, leigubílstjóra og
formanns Bifreiðastjórafélagsins Frama.
„Ég keyri sjálfur og hef ekki orðið var við að
menn setji meira í pant en áður. Ég hef heldur
ekki heyrt um slíkt. Það hefur alltaf verið eitt-
hvað um þetta í gegnum tíðina en bara í algjör-
um neyðartilfellum.“
Að sögn Ástgeirs er meirihluti viðskiptavina
leigubílstjóranna heiðarlegur og gerir upp. „Það
eru hins vegar alltaf einhverjar undantekningar.
Sumt næst aldrei.“
Reyna að selja gamla skartgripi
Þeim fjölgar sem reyna að selja skart sitt úr gulli í kreppunni Úrsmiður segir verð fyrir
brotagull þó ekki hátt Leigubílstjórar taka úr og aðra hluti í pant en ekki í meiri mæli en áður
Í HNOTSKURN
»Verðið sem greitt er fyr-ir brotagull fylgir heims-
markaðsverðinu á gulli.
»Verð fyrir únsu af gullifór upp í 1.000 dollara
fyrir nokkrum mánuðum.
Það var hins vegar komið
niður í 720 dollara nú í vik-
unni.
»Fyrir 1 g af 14 karatagulli sem keypt er sem
brotagull hjá Úra- og skart-
gripaverslun Heide eru
greiddar 900 til 1.000 krón-
ur.
Reuters
Kreppa Gamalt skart er nú tínt fram.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
FIMM unglinganna sem slösuðust í
gassprengingunni í verkfæraskúr
Reykjavíkurborgar í Grundargerð-
isgarðinum svonefnda á mánudag,
voru útskrifaðir af gjörgæsludeild
Landspítalans í gær en einum pilti
úr hópnum var haldið eftir á deild-
inni vegna áverka sinna. Þrátt fyrir
alvarlega brunaáverka var þó ekki
þörf á að hafa hann í öndunarvél að
sögn læknis. Unglingarnir eru á
aldrinum 13-16 ára og fengust þær
upplýsingar í gær að tveir þeirra
væru í Hvassaleitisskóla og tveir í
sínum skólanum hvor, Réttarholts-
skóla og Hagaskóla. Einn er á fram-
haldsskólaaldri og loks mun einn
vera í grunnskóla í Grafarvogi.
Skólastjórar fyrrnefndu skólanna
þriggja funduðu sín á milli um slysið
í gær og fyrradag auk þess sem þeir
tóku málið fyrir með nemendum í
hverjum skóla fyrir sig. Að sögn
Ingibjargar Jósefsdóttur, skóla-
stjóra Hagaskóla, verða teknar
ákvarðanir af skólanna hálfu að lok-
inni rannsókn lögreglu á tildrögum
slyssins. „Grunnskólarnir eru auð-
vitað alltaf með viðbragðsáætlun
vegna slysa á nemendum utan skóla,
en þar að auki hefur fræðslustjóri og
formaður menntaráðs fylgst með
málinu,“ bendir hún á.
Garðyrkjustjóri Reykjavíkur-
borgar þvertekur fyrir að gaskútar
eða annað eldfimt hafi verið í skúrn-
um. Hinsvegar hafi oftar en einu
sinni á liðnum árum verið brotist inn
skúrinn eða slíkt reynt. Síðast um
helgina var gerð tilraun til innbrots
og var húsasmiður því fenginn á
mánudagsmorgni til að laga
skemmdirnar. Enginn hefur fullyrt
að börnin sem um ræddi hafi komið
með gaskút með sér og brotist inn í
skúrinn en kúturinn sem fannst á
vettvangi er af þeirri gerðinni sem
notaður er við gasgrill. Eru slíkir
kútar geymdir undir beru lofti mjög
víða í görðum og hefur slysið gefið
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins til-
efni til að herða á áróðri sínum um
að fólk gangi tryggilega frá gaskút-
um til að forðast að þeir verði teknir
ófrjálsri hendi.
Slysið kallar á eftirmál
Fimm unglingar lausir af gjörgæslu eftir gassprenginguna í Grundargerði
Þrír skólastjórar taka málið sérstaklega fyrir sín á milli og með nemendum
FÆREYSKA landstjórnin mun
veita Íslandi 300 milljóna danskra
króna gjaldeyrislán, um 6,1 millj-
arð íslenskra króna. Allir færeyskir
stjórnmálaflokkar samþykkja ráð-
stöfunina. Upphæðin verður tekin
af innistæðu færeyska landssjóðs-
ins í Landsbankanum. Geir H.
Haarde forsætisráðherra sat fund
með Færeyingum í Helsinki í gær,
þar sem fjallað var um þetta.
Jóhannes Eidesgaard, fjár-
málaráðherra Færeyja, segir það
siðferðislega skyldu Færeyinga að
aðstoða Íslendinga.
„Við erum næstu nágrannar ykk-
ar og það liggur því í augum uppi
að grípa til þessara aðgerða,“ segir
Eidesgaard. Geir Haarde hafi verið
djúpt snortinn vegna þessa í gær.
Hann segir ljóst að upphæðin,
300 milljónir danskra króna, sé
ekki nægilega há til að koma öllu í
lag á Íslandi. Þetta sé hins vegar af-
ar há upphæð sé horft til stærðar
færeyska hagkerfisins. „Ég veit
hins vegar að við munum einhvern
tíma fá féð til baka,“ segir hann.
jonpetur@mbl.is, onundur@mbl.is
Lán siðferð-
isleg skylda
Færeyinga
Í LANDI Landbúnaðarháskólans að
Reykjum í Ölfusi hefur jarðhiti
valdið því að fjöldi sitkagrenitrjáa
hefur misst rótfestuna undanfarið.
Jarðhiti jókst við skólann í kjöl-
far jarðskjálftans í vor og gróður
spilltist og hverir opnuðust á nýjum
stöðum. Í haust kom í ljós að jarð-
vegshiti hefur aukist það mikið í
rúmlega fertugum sitkagrenisskógi
að trén eru að missa rótfestuna.
Skammt undir jarðvegsyfirborð-
inu er hitinn orðinn um 40-50°C eða
nægur til að drepa rætur. Tugir um
10 m hárra trjáa með skemmd róta-
kerfi hafa skekkst eða fallið í hvass-
viðri á undanförnum vikum, segir á
vefnum lbhi.is aij@mbl.is
Jarðhiti drep-
ur grenitré
Ljósmynd/Úlfur Óskarsson
Tjón Tugir trjáa með skemmd róta-
kerfi hafa skekkst eða fallið.
Fjórir íbúar við Melgerði, skammt
frá slysstaðnum, reyndu hvað þeir
gátu að hlúa að unglingunum sem
voru mjög illa haldnir eftir spreng-
inguna í vinnuskúrnum. Halla Arn-
ar var ein þeirra sem heyrðu
sprengignýinn inn til sín og
óhljóðin í hinum slösuðu strax í
kjölfarið.
„Þegar ég leit út um gluggann
sá ég hvers kyns var,“ segir hún.
Fór hún samstundis út til að at-
huga um slasaða og fékk aðstoð
eiginmanns síns sem kom út með
vatnsbala til að kæla brunasár eft-
ir föngum.
Ljóst er að gaskúturinn sem
fannst á staðnum sprakk ekki
sjálfur en hann var tómur þegar
að var komið. Bendir það til þess
að hann hafi verið tæmdur á
staðnum, gasið lekið út innandyra
og sprungið í lokuðu rými með
gífurlega miklu afli.
Íbúar hlúðu að slösuðum unglingunum
GASSPRENGINGIN sem varð í vinnuskúrnum í Grundargerðisgarðinum á
mánudagskvöld var gífurlega öflug og myndaðist vegna leka frá gaskút.
Rannsókn lögreglunnar miðar að því að upplýsa nánari tildrög slyssins en
sex unglingar slösuðust töluvert, þar af einn sýnu mest og er hann á gjör-
gæsludeild. Íbúar í nágrenninu reyndu eftir föngum að hlúa að hinum slös-
uðu strax í kjölfar slyssins uns sjúkralið kom á vettvang.
Morgunblaðið/Júlíus
Gífurlega öflug gassprenging rannsökuð