Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 ✝ Vilhjálmur Fen-ger fæddist í Reykjavík 26. febr- úar 1952. Hann lést þriðjudaginn 21. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Borghildur B. Fenger, f. 20.1. 1929, og Hilmar Fenger, f. 29.9. 1919, d. 23.12. 1995. Eldri bróðir Vil- hjálms er John Fen- ger, kvæntur Rósu Fenger. Vilhjálmur kvæntist 29. júní 1974 Kristínu Fenger Vermunds- dóttur, f. 18.2. 1955. Foreldrar hennar eru Ruth Pálsdóttir, f. 10.12. 1926, og Vermundur Ei- ríksson, f. 14.2. 1925, d. 3.3. 1964, og fósturfaðir Guðmundur H. Þorbjörnsson, f. 28.10. 1922, d. 9.9. 2002. Systkini Kristínar eru Sigurbjörg Ingunn, Páll Ómar og Brynja Vermundsbörn. Vilhjálmur og Kristín hafa ver- ið búsett á Seltjarnarnesi í 26 ár og eignuðust tvö börn. 1) Björgu Fenger, f. 13.8. 1978, maki Jón Sigurðsson og eiga þau tvo syni, Sigurð og Styrmi. 2) Ara Fenger, f. 21.9. 1980, maki Helga Lilja Gunnarsdóttir og eiga þau soninn Vilhjálm Darra. Vilhjálmur var fæddur og upp- alinn í Vesturbæ Reykjavíkur og gekk í Mela- og Hagaskóla. Hann var sannur KR-ingur og keppti fyrir hönd félagsins í ýmsum íþróttagreinum en þó oftast í sundi og körfubolta. Vilhjálmur lagði stund á nám við Verzlunarskóla Ís- lands en þaðan lá leiðin til Danmerk- ur þar sem hann dvaldi í eitt ár. Dan- mörk átti alla tíð stóran hlut í hjarta Vilhjálms og var augljóst að traust og góð vináttubönd mynduðust þar bæði gagnvart dönsku fjölskyldunni hans sem og viðskiptavinum. Vil- hjálmur hóf störf hjá fjölskyldu- fyrirtæki sínu Nathan og Olsen 1. janúar 1975 og starfaði þar fram á síðasta dag. Hann varð fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins árið 1989 og átti afar farsælt og ánægjulegt samstarf með því frá- bæra samferðafólki sem hefur starfað við hlið hans í gegnum tíð- ina. Vilhjálmur var mikill nátt- úruunnandi og útivistarmaður og naut þess að vera hluti af frábær- um hópum vélsleða-, skíða- og veiðimanna ásamt fjölskyldu sinni. Virðing og umhyggja fyrir náttúrunni var honum í blóð borin en einnig bjó hann vel að því sem fyrir honum var haft og kennt á Hallkelshólum í Grímsnesi þar sem hann dvaldi mörg sumur sem barn og unglingur. Vilhjálmur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Vilhjálmur, ég svo á erfitt með að trúa því að nú sértu farinn frá okkur. Sorgin og söknuðurinn er svo mikill. En þessi ótrúlegi kraftur þinn, lífsgleði og létta lund gaf okkur öllum svo mikinn styrk í gegnum veikindin þín. Það var sama hvað kom upp á, það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér þannig að við gátum alltaf hlegið sam- an. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og Kristínu. Þið tókuð svo vel á móti mér og hafið alltaf verið til staðar fyrir okkur Ara, bæði sem fjölskylda og ótrúlega góðir vinir. Við gátum alltaf talað saman sem jafningjar og þau voru ófá kvöldin sem við borðuðum góðan mat og spjölluðum saman langt frameftir. Ég er svo þakklát fyrir allar ótrú- lega góðu minningarnar sem við eig- um um þig því við höfum gert svo margt skemmtilegt saman í gegnum tíðina. Allar veiðiferðirnar þar sem þú kenndir mér að veiða, sleðaferðirnar og ferðalögin innanlands sem utan. Þú varst alltaf svo jákvæður og hafðir svo mikinn húmor fyrir sjálfum þér og það var aldrei neitt vandamál, lífið var til að hafa gaman af því. Þessi lífs- speki þín er nokkuð sem allir ættu að lifa eftir. Það var alltaf svo gaman hjá okkur í Köben því þar varstu alveg í essinu þínu. Þar voru ófáar ferðirnar farnar í Slotskælderen til að fá smörrebröd og öl og snaps, þar sem þú kenndir okkur alla góðu dönsku siðina. Samband þitt og Ara var alveg ein- stakt, það var ótrúlegt hvað þið náðuð vel saman, bæði í leik og starfi. Þið áttuð svo mörg áhugamál saman og mér fannst alltaf svo ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur þegar verið var að undirbúa rauða bílinn fyrir ferða- lög því þið höguðuð ykkur alveg eins. Alltaf allt á fullu hjá ykkur báðum og spennan yfir því sem koma skyldi svo mikil, hvort sem það var skotveiði, laxveiði eða annað ferðalag. Þú naust samverustunda með fjöl- skyldunni og settir fjölskylduna alltaf í fyrsta sætið. Þú hafðir svo gaman af afahlutverkinu og varst alltaf tilbúinn í fíflagang með litlu prinsunum sem öllum þykir svo vænt um þig. Þú varst svo glaður að vita að það væri lítil prinsessa á leiðinni og hefðir svo gjarnan viljað vera hérna þegar hún kemur í heiminn. En ég veit að þú munt fylgjast með henni og strákun- um frá góðum stað. En þú fórst bara alltof fljótt og það er svo leitt að afabörnin þín skuli ekki hafa fengið meiri tíma til að kynnast því hversu yndislegur maður þú varst. Allar góðu minningarnar um þig munu lýsa okkur veginn í gegnum sorgina og við munum passa upp á að minning þín lifi fyrir litlu afabörnin þín. Elsku Vilhjálmur, þú skilur eftir þig stórt skarð í lífi okkar og það er með miklum söknuði sem við kveðj- um þig. Takk fyrir að vera tengdapabbi minn og takk fyrir að vera afi minn. Þín Helga Lilja og Vilhjálmur Darri. Elsku afi, við afastrákarnir þínir þökkum fyrir að hafa átt þig sem afa. Afa sem var svo góður við okkur, en samt dálítið stríðinn, en umfram allt afa sem var alltaf á fullu við að gera ýmsa skemmtilega hluti. Þú fórst oft á vélsleða, í torfæruferðir á stóra bíln- um eða varst að dytta að heima hjá ykkur ömmu á Nesbalanum. Eru ófá- ar stundirnar sem við bræðurnir fengum að fylgja þér og hjálpa til við hin ýmsu verkefni og eigum við t.d. margar góðar minningar um þig í stóra bílnum og af Nesbalanum að skrúfa hluti saman eða vinna í garð- inum. Elsku afi, við bræðurnir munum alltaf minnast þín sem verndarengils- ins okkar og við munum alltaf hugsa til þín þegar við förum með bænina okkar á kvöldin: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Við lofum að hugsa vel um ömmu fyrir þig. Þínir afastrákar, Sigurður og Styrmir. Eins erfitt og það er stöndum við frammi fyrir því að kveðja góðan og yndislegan vin okkar í dag. Mágur og svili er farinn frá okkur. Samferða- maður í rúman aldarþriðjung og svo stór hluti af öllu því sem okkur er kærast í lífinu. Okkur finnst þetta óendanlega óréttlátt, ótímabært og óskiljanlegt. Þau eru svo mörg þessi ó sem koma upp í hugann. Við vonuðum að þessi dagur rynni aldrei upp, þótt við vissum það undir niðri að hann nálgaðist hratt og yrði ekki umflúinn. Við hræddumst þessa stund því við vissum að þá lyki samveru sem hófst þegar við vorum unglingar og aldrei hefur borið skugga á, samveru sem hefur veitt okkur svo mikla ánægju og gleði. En Villi þurfti að láta undan, og veikindin náðu yfirhöndinni. Bar- átta hans var hörð þótt stundum væri eins og það rofaði til og við fylltumst von um að kannski mætti lengja tím- ann okkar saman. Við vildum svo innilega geta gert eitthvað en skynj- uðum þá hvað við erum lítil og gagns- laus þegar við stöndum frammi fyrir veikindum sem þessum. En eftir standa óteljandi minningar og mynd- ir í huga okkar. Við minnumst daganna saman á ferðalögum um heiminn þveran og endilangan. Við minnumst kvöldanna yfir góðum mat og nóttanna yfir glasi og góðu spjalli. Við vorum ekkert allt- af sammála – en Villi var alltaf heið- arlegur og afdráttarlaus. Engar óþarfa vangaveltur, engar óþarfa áhyggjur. Hjá honum voru engin vandamál til, aðeins verkefni sem þurfti að leysa og það gerði hann í öll- um tilfellum. Alltaf svo kurteis og fág- aður í framkomu. Og samverustund- irnar áttu að verða svo miklu fleiri. En fyrst og fremst var Villi fjöl- skyldumaður. Ást hans og umhyggja fyrir Kiddý, börnunum, barnabörn- unum og tengdabörnunum var tak- markalaus og birtist í öllu sem hann gerði og öllu sem hann sagði. Þeirra harmur er mikill. En þau eru sam- rýnd og heilsteypt fjölskylda og sam- an takast þau á við sorgina. Og við hin erum með þeim. Í augum okkar var Villi hetja, vegna þess hvernig hann tókst á við veikindi sín af fullkomnu æðruleysi. „Æðruleysi á sá sem veit að hann hef- ur gert allt sem í hans valdi stendur og treystir því að það sem hann hefur ekki vald á sé í hendi Guðs. Hann veit jafnframt að þrautin líður eins og annar tími og að handan allra þrauta er eilífð Guðs. Þó mennirnir bregðist þá bregst Guð ekki og vissan um það gerir alla þraut bærilega.“ (JÁH) Við trúum því líka að dauðinn sé ekki endalokin, því að í raun hefur hann ekki annað hlutverk gagnvart okkur mönnunum en að færa okkur í faðm Guðs. Við ásamt strákunum okkar og fjölskyldum þeirra sendum Kiddý, Björgu og Ara og fjölskyldum þeirra, Borghildi og John og hans fjölskyldu og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að vaka yfir okkur öllum. Bless- uð sé minning Vilhjálms Fenger. Brynja og Logi. Það er kominn vetur. Það er alveg sama þó að maður viti að hann sé að koma, maður er aldrei undirbúinn undir það þegar hríðin og norðanáttin ber utan gluggann marga daga í röð. Eins vissi maður að það var alltaf von á símtalinu sem segði að baráttunni hjá Villa okkar væri lokið en maður er samt aldrei undirbúinn undir þetta. Villi er búinn að vera hluti af fjöl- skyldunni svo lengi sem maður man. Það er sagt að blóð sé þykkara en vatn en það á alls ekki alltaf við. Stundum tengist fólk svo sterkum böndum að þau eru jafnsterk fjöl- skylduböndunum. Villi var líka einstakur maður. Manni fannst hann einhvern veginn vita allt og redda öllu. Allt var sjálf- sagt, bara redda málunum. Hann var jafnvígur hvort sem var í viðskiptum eða að reka sauðþráar rollurnar upp á bílinn í réttunum. Það var öllu reddað bara ef Villi var til staðar. Jafnvel í haust þegar hann var orðinn svo veik- ur þá kom hann norður og hugurinn var svo stór þó að líkaminn væri illa farinn. En hann naut sín við að segja mér fyrir verkum með sinni enda- lausu stríðni og sjaldan hef ég verið eins glöð eins og að fá að hafa hann með okkur í réttunum í haust enda hefur hann verið órjúfanlegur hluti af þessum degi alla tíð. Ófáar samræðurnar áttum við um pólitík. Hann þessi harði sjálfstæðis- maður og ég bóndinn. Við vorum nú ekki alltaf sammála og fannst Villa óskaplega skemmtilegt að glotta og spyrja mig hvernig gengi hjá Fram- sóknarflokknum núna eða koma af stað umræðum um landbúnaðarkerf- ið. En undir það síðasta var hann ekki orðinn alveg sáttur við stjórnina hjá sjálfstæðismönnum og var það vatn á mína myllu. Minningarnar um þessi samtöl og svo margar góðar stundir ylja manni um ókomna ævi og maður stendur eftir fróðari og vísari enda Villi fyrirmynd sem maður á svo oft eftir að hugsa til og vitna í. Skarðið er stórt og maður verður aðeins reiður innra með sér þegar fólk er tekið svona allt of snemma en maður verður að halda í trúna að það sé einhver tilgangur með þessu öllu og ég trúi því að hann vaki yfir okkur hér eftir sem hingað til. Elsku Kiddý, Björg, Ari og fjöl- skyldur, mikill er ykkar missir. Guð varðveiti ykkur í sorginni. Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa, meðan sólargeislar fela sig bláfjöllin við. Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa. Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið. Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd þýð. Yfir þögulum skógi er næturró blíð. Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt. Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú rótt. (Jónas Tryggvason.) Harpa. Frændi minn Vilhjálmur er farinn á fund feðra sinna. Þótt samskipti okkar hafi ekki verið mikil síðustu ár- in tengdumst við sterkum æsku- og fjölskylduböndum sem hafa alla tíð skipt mig miklu máli. Á þessari stundu rifjast upp margar góðar minningar. Við Vilhjálmur áttum heima á sömu slóðum í Vesturbænum sem krakkar og lágu leiðir okkar oft- ar en ekki saman heima hjá ömmu Kristjönu á Öldugötunni. En það var ekki síst í sumarbústaðarlandinu í Kópavogi sem við upplifðum saman ævintýri æskunnar. Þar var paradís okkar krakkanna þar sem við undum okkur við ýmsa leiki; bófahasar í skóginum þar sem kamarinn var not- aður sem fangelsi, flugum flugdrek- um, fórum í fallin spýta, tíndum ber, stífluðum Kópavogslækinn og óðum eða syntum í honum, borðuðum úti og margt fleira. Alltaf var gott veður í minningunni enda vorum við úti allan daginn og langt fram á kvöld – þetta var hið ljúfa og áhyggjulausa líf. Persónueinkenni Vilhjálms komu í ljós strax í æsku; létt lund, alltaf með bros á vör og blik í augum, hann hafði gaman af góðlátlegum prakkaraskap og hnyttnum tilsvörum. Hann var alla tíð hreinn og beinn – nokkuð sem ég kunni svo vel að meta. Sumarbústað- alífið í Kópavoginum hefur eflaust mótað Vilhjálm, því hann sótti áfram út í náttúruna er hann varð fullorðinn og hafði eignast sína konu og góða vin, hana Kristínu, og börnin þau Björgu og Ara. Vilhjálmur kom snemma inn í fjöl- skyldufyrirtækið sem feður okkar, þeir Hilmar og Garðar, áttu og ráku saman í fjölmörg ár. Hann tók svo við stjórninni þegar þeir létu af störfum og starfaði þar allt til enda sinna ævi- daga. Það var gott að vita af fyrirtæk- inu í hans höndum, fyrirtækinu sem afi okkar og amma höfðu eitt sinn átt ásamt Nathan og Olsen. Ég vil þakka Vilhjálmi samfylgdina og votta Kristínu, Björgu, Ara, Borg- hildi og John, tengdabörnum og barnabörnum samúð mína. Góður maður er genginn. Kristjana Fenger. Vilhjálmur Fenger er fallinn í val- inn langt um aldur fram. Að honum er mikil eftirsjá. Þessum ljúfa dreng og „séntilmanni“, sem var svo lífsglaður og ötull í starfi og leik. Við hjónin eigum eingöngu jákvæð- ar minningar, um Villa og fjölskyldu hans, frá frumbýlingsárunum í Aust- urbergi, á áttunda áratug síðustu ald- ar. Glaðværð og gestrisni þeirra Krist- ínar og daglegur samgangur fjöl- skyldna okkar sitja varanlega í sjóði minninganna. Oft var glatt á hjalla og margt brallað á efstu hæðinni í blokk- inni. Villi var ungur að árum kallaður til vaxandi ábyrgðar í fjölskyldufyrir- tækinu, Natan & Olsen. Þá ábyrgð höndlaði hann af myndugleik. Vegur fyrirtækisins hefur vaxið jafnt og þétt undir hans stjórn. Nú axlar sonurinn, Ari, ábyrgðina með sóma eins og hann á kyn til. þrátt fyrir miklar annir í vinnu gaf Villi sér tíma til innihaldsríkra tóm- stunda. Ungur stundaði hann sund- knattleik og handknattleik. Unni úti- vist og skíðamennsku. Hann var vel að manni og hraust- lega byggður. Samband okkar og fjölskyldunnar að Nesbala varð stopulla með árunum eftir að þau fluttu út á Nes og við í Seljahverfið. Hins vegar rofnaði sam- bandið aldrei og árlega gengu jóla- kort á milli. Fyrir einungis mánuði sátu Villi og Stína með okkur heila kvöldstund yfir léttum málsverði. Gafst þá góður og dýrmætur tími til að rifja upp gamla daga og ræða málefni líðandi stundar. Þrátt fyrir, að vitað væri hvert stefndi í veikindum Villa, var hressleikinn og húmorinn til staðar. Kurteisin og æðruleysið áberandi. Þetta kvöld munum við geyma í hugskoti okkar, á meðal dýrmætra minninga um geng- inn vin og góðan granna. Við kveðjum góðan vin með virð- ingu og þökk fyrir að hafa fengið að vera honum samferða stuttan spöl á lífsleiðinni. Megi góður guð blessa minningu Vilhjálms Fenger og vera eiginkonu hans, Kristínu, börnum þeirra Ara og Björgu, barnabörnum og móður hans Borghildi, sem og fjölskyldunni allri, styrkur í sorg. Erla Valsdóttir og Jón H. Karlsson. Vilhjálmur Fenger  Fleiri minningargreinar um Vilhjálm Fenger bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ INGA DÓRA KARLSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. október kl. 15.00. Arndís Ágústsdóttir, Þórunn Oddsdóttir, Örn Ottesen Hauksson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGI JÓNSSON, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 27. október. Jón Ingi Ingason, Kristín Jónsdóttir, Markús Ingason, Oddný Hólmsteinsdóttir, Sólfríður Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.