Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
ÞETTA HELST»
Miklir hagsmunir í húfi
Verðfall á hrávöru undanfarna
mánuði hefur áhrif á tekjur Lands-
virkjunar vegna þess að í flestum
stóriðjusamningum við álfyrirtækin
er tekið mið af verði áls. Hinsvegar
vega lækkun vaxta og gengi dollars
upp á móti tekjutapinu. » Forsíða
Kröfu hafnað
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu
Valtýs Sigurðssonar ríkissaksókn-
ara um að Jón Steinar Gunnlaugs-
son hæstaréttardómari víki sæti
þegar mál gegn manni sem sakaður
er um nauðgun á salerni á Hótel
Sögu verður tekið fyrir í Hæstarétti.
» 6
Málsókn og uppreisn
Mikil óánægja ríkir með út-
greiðsluhlutfall peningabréfa
Landsbankans. Sveitarfélagið Ár-
borg tapar um 110 milljónum króna
og útilokar ekki málsókn. Ómar Sig-
urðsson tapar 19 milljónum og boðar
uppreisn. » Forsíða og 15
Vextir allt að 29%
Vextir á skammtímalánum, yfir-
drætti í bönkum og kortaskuldum
hækka á allra næstu dögum í kjölfar
stýrivaxtahækkunar Seðlabankans.
Vextir á dýrustu yfirdráttarlánum
hækka úr 21-22,65% í allt að 29%.
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans úr
12 í 18% miðar að því að koma gjald-
eyrismálum í lag. » 16
SKOÐANIR»
Stakst.: Höfðingsskapur Færeyinga
Forystugreinar: Ráð í þröngri stöðu
Orðið er laust
Ljósvaki: Aldrei of mikið af Mozart
UMRÆÐAN»
Hvers konar hagkerfi?
Hungurvaka
Varnaðarorð – vegvísir
Opinn aðgangur að vísindagreinum
4
4
4 4
4 4
4
4
4
4
5 $ ,6'/ +
,
7
" %/
4
4
4 4 4 4
4
4 . 8#2 ' 4
4
4 4 4 4
4
4
4
4
9:;;<=>
'?@=;>A7'BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA'88=EA<
A:='88=EA<
'FA'88=EA<
'3>''AG=<A8>
H<B<A'8?H@A
'9=
@3=<
7@A7>'3+'>?<;<
Heitast 4 °C | Kaldast -2 °C
Hæg norðlæg eða
breytileg átt. Skýjað
með köflum og stöku él
fyrir vestan, bjart að
mestu norðaustanlands. »10
Sænski glæpasagna-
höfundurinn Jens
Lapidus segir
Stokkhólm klofna
borg og skrifar um
myrkur hennar. » 34
BÓKMENNTIR»
Rökkur
Stokkhólms
TÓNLIST»
Ellen Kristjánsdóttir í
óperunni. » 37
Gáskafullir þjóð-
laga- og dreif-
býlisrokkarar
skemmta sér og
öðrum með gáska-
rokki. » 36
AF LISTUM»
Skemmta
sér saman
FÓLK»
Beckham hyggst kaupa
eina einkaþotu. » 37
DÓMUR»
Turn Nýdanskrar fer vel
af stað. » 36
Menning
VEÐUR»
1. Lokagreiðsla v. Ellu Dísar týnd
2. Kynlíf á strönd vindur upp á sig
3. Vaxtahækkun að kröfu IMF
4. Landsbankinn greiðir upp …
Íslenska krónan veiktist um 0,6%
Gral
1 manns
saknað
„VIÐ höfum rætt
það við systur-
samtök okkar er-
lendis að ef við
fáum ekki alla
þessa peninga til
baka, sem við
vonumst auðvitað
til að gera, munu
erlendu rétthaf-
arnir taka á sig
sama tap og hinir
innlendu,“ segir Eiríkur Tómasson,
framkvæmdastjóri STEFs, og vísar
til þess að hluti þeirra tekna sem
STEF hafði innheimt í ár fyrir flutn-
ing á höfundarréttarvörðu efni var
lagður inn á peningamarkaðssjóð
Landsbankans. Eftir að Landsbank-
inn sleit sjóðunum í gær er allt útlit
fyrir að STEF verði af 30% þeirrar
upphæðar sem lögð var í sjóðinn.
„Ef við skoðum lagalegu hliðina á
þessu, þá er það staðreynd að fram
að því að þessi neyðarlög voru sett
þá voru þessi fjármunir betur
tryggðir en flest annað eða áttu að
vera það. Þeir menn sem stýrðu
þessum sjóði hafa að mínum dómi
brotið lög. Við erum, eins og svo
margir Íslendingar, fórnarlömb
þess.“ | 32
Rétthafar tapa
á fjárfestingum
STEFs
STEF Sprengjuhöll-
in á að fá gjöldin.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ÍSLENSKUR lopi selst betur en
nokkurn tíma fyrr innanlands á sama
tíma og betra verð fæst nú fyrir hann
í útlöndum, eftir að gengi krónunnar
féll. Búið er að semja um 24% hækk-
un á ullarverði til bænda á næsta ári.
„Það er líflegt hjá okkur þessa
dagana,“ segir Guðjón Kristinsson,
framkvæmdastjóri ullarvinnslufyrir-
tækisins Ístex í Mosfellsbæ. „Við er-
um að selja mun meira af lopa en ver-
ið hefur, sérstaklega innanlands.“
Íslenskar lopapeysur hafa raunar
notið mikilla vinsælda undanfarin
misseri og segir Guðjón ekkert lát
hafa orðið á því í kreppunni nema síð-
ur sé. Þannig virðist ástandið fremur
hvetja til þess að fólk taki upp prjón-
ana, eða hvað?
„Já, það gæti verið skýring en ég
held að fyrst og fremst sé þetta að
þakka þeirri vinnu sem við höfum
lagt í hönnun og útgáfu á prjónabók-
um undanfarin ár. Það hefur skilað
mikilli aukningu í sölu. T.d. kom ný-
lega út prjónabók frá okkur eftir Vé-
dísi Jónsdóttur hönnuð og hún er að
slá öll met í sölu því fyrstu þrjár vik-
urnar seldust um 3.000 eintök.
Kreppuástandið skýrir þó ekki sölu-
aukninguna að öllu leyti því það ferli
var hafið áður en kreppan dundi
yfir.“
Ístex selur einnig ull út um allan
heim og segir Guðjón eftirspurnina
erlendis svipaða og áður. „Hins vegar
fáum við allt annað verð fyrir lopann
núna en áður þegar krónan var sterk.
Skilyrði fyrir framleiðslu hér innan-
lands og útflutningsiðnað hafa ger-
breyst frá því að krónan féll.“
Þetta skilar sér einnig til bænda.
„Við vorum að semja um ullarverð til
bænda fyrir næsta ár og það verður
24% hækkun á því. Með svona mikilli
gengisbreytingu fæst hærra verð
fyrir vöruna í útflutningi og það skýr-
ir að hluta til þessa hækkun. Þannig
að ég vona bara að í stöðunni séu
tækifæri fyrir innlenda framleiðslu.“
Rífandi sala í lopa
Metsala á nýrri prjónabók Meira fæst fyrir útflutning
Afurðaverð til bænda hækkar um 24 prósent á næsta ári
Í HNOTSKURN
» Ístex tók við starfsemiÁlafoss árið 1991.
» Fyrirtækið kaupir ullinabeint frá íslenskum bænd-
um.
» Lopi og annað band erspunnið úr ullinni í verk-
smiðju Ístex í Mosfellsbæ.
„ÍSLAND hafði náttúrlega aldrei náð þessum
árangri fyrir síðasta Evrópumót og hann er
rosalega góður, en við vitum alveg fyrir hvað
þessar stelpur standa. Gerpla er orðin mjög
þekkt stærð í hópfimleikaheiminum,“ sagði
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri fimleikafélagsins Gerplu, í gær, en þá
heiðraði félagið kvennalið sitt sem vann til
silfurverðlauna á Evrópumóti í hópfimleikum í
Belgíu um síðustu helgi. Hópfimleikar eru í
mikilli sókn um allan heim og ljóst að lið
Gerplu skipar sér þar í fremstu röð. Gerpla er
ríkjandi Norðurlandameistari og vann einnig
til silfurverðlauna á EM fyrir tveimur árum, en
það var í fyrsta skipti sem íslenskt lið hlýtur
verðlaun á því móti. „Þessi árangur núna hefur
ekki komið okkur á óvart því við vitum hvað
við erum með í höndunum,“ sagði Auður Inga,
og Ásdís Guðmundsdóttir, einn silfurverð-
launahafanna, tekur í svipaðan streng.
„Við vonuðum auðvitað að við myndum ná í
verðlaun en okkar mottó er alltaf að hafa ótrú-
lega gaman af þessu, skemmta okkur eins vel
og við getum, og hvað sem kemur út úr því er í
raun bara bónus. Sænsku stelpurnar voru ein-
faldlega betri en við á þessum degi, en á góðum
degi erum við bestar í Evrópu,“ sagði Ásdís.
Gerplustúlkur heiðraðar fyrir silfurverðlaun á EM
Morgunblaðið/Golli
„Erum bestar í Evrópu á góðum degi“