Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 32
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG punkta allt niður jafnóðum, en það er engin bók að koma út,
hvorki um þessi jól né næstu,“ segir Stuðmaðurinn Jakob Frí-
mann Magnússon þegar hann er spurður hvort orðrómur þess
efnis að hann sé með ævisögu sína í bígerð eigi við rök að
styðjast.
„Ég held því til haga sem máli skiptir, því þetta eru
orðin ansi mörg líf, þessa kattar sem hér talar,“ segir
Jakob um dagbókarfærslurnar.
Aðspurður segir hann líklegt að orðrómurinn hafi
farið af stað í kjölfar þess að óskað var eftir því að
gefa endurminningarnar út. „Útgáfufyrirtæki hér í
bæ óskaði eftir því fyrir nokkru að gefa þetta út, en
það vantar bara síðustu og mest spennandi kaflana.
Það er það sem er framundan, síðari hálfleikur,“ útskýrir Jak-
ob.
En eru þá hvað – 25 ár í bókina? „Ætli það sé ekki nær 50 ár-
um,“ svarar Jakob og hlær.
Tvær bækur hafa nú þegar komið út um Stuðmenn, önnur ár-
ið 1983 og hin árið 2000. Punktarnir sem Jakob skrifar niður
eru þó langt frá því að vera eingöngu um Stuðmenn, heldur
ná þeir yfir margt fleira sem drifið hefur á daga Jakobs.
„Ég punkta hjá mér allt sem mér finnst þess virði að
halda til haga. En það hefur sem sagt ekkert verið
ákveðið í þessu, en ég hef þetta bak við eyrað. En ef
ég met það svo á ævikvöldinu að það sé best að halda
þessu í læstu skattholi, þá verður það bara þannig.“
Víðförull Jakob Frimann Magnússon hefur komið
víða við. Hann segist þó vera rétt að byrja.
32 MENNINGFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Bræðrabylta heldur áfram að
gera það gott á kvikmyndahátíðum
samkynhneigðra. Um helgina var
hún valin besta stuttmyndin á
Copenhagen Gay & Lesbian Film
Festival og besta stuttmyndin á
Barcelona International Gay &
Lesbian Film Festival. Verðlauna-
féð á báðum hátíðum er 1.000 evr-
ur. Þetta eru 19. verðlaun mynd-
arinnar frá ágúst 2007.
Vinsæl meðal
homma og lesbía
Fólk
Undankeppni GBOB, Global
Battle of the Bands, hefst hér á
landi 18. nóvember. Keppnin fer
fram á nýjum stað, Dillon Sportbar
í Hafnarfirði (áður Áttan) og tekur
yfir nokkur kvöld. Öllum sveitum
er frjálst að taka þátt og verður
þeim gert að flytja tvö frumsamin
lög. Dómnefnd velur sigurvegara
ásamt áhorfendum.
Sigurvegarinn fer svo til Lund-
úna um miðjan desember og keppir
í aðalkeppninni, en verðlaun þar
eru 100.000 dollarar. Það var fær-
eyska sveitin Boys in a Band sem
vann þá keppni í fyrra. Nánari upp-
lýsingar á gbob@x977.is.
GBOB hefst 18. nóv.
Valur Gunnarsson blaðamaður
og óvinur krúttanna nr. 1 sendi á
dögunum frá sér plötuna Vodka
Songs. Á plötunni leggja margir
tónlistarmenn hönd á plóg og
þ.á m. Megas. Það væri svo sem
ekki í frásögur færandi ef Valur
hefði ekki verið einn þeirra sem
gagnrýndu harðlega sölu Megasar
á lagi til Toyota fyrr á þessu ári.
Vinur er sá er til
vamms segir
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞEIR skipta hundruðum, íslensku
tónlistarmennirnir sem lúra á
myspace með hágæða efni sem
aldrei kemst út fyrir þá stafrænu
gróðrarstöð. Þungarokksveitin
Darknote hefur hingað til verið í
þessari stöðu; tæknilegt, ofsaþungt
og dúndur vel hljómandi öfgarokk
sveitarinnar hefur setið prútt í fasi
á myspacesetri sveitarinnar. Allt
þar til nú. Lag með sveitinni, „The
Sacrifice“, kemur nefnilega út á
geisladiski sem fylgir bandaríska
þungarokksritinu Metal Edge, en
það er elsta blað sinnar tegundar í
Bandaríkjunum með dreifingu upp
á 100.000 eintök. Segir Jón Dal, gít-
arleikari sveitarinnar:
„Já, þetta kom nú þannig til að
við „fundumst“ á myspace. Það er
útgáfufyrirtækið Zenbu Media sem
er með blaðið og fleira á sínum
snærum og innanbúðarmenn þar
vildu ólmir fá lag með okkur í des-
emberhefti blaðsins.“
Diskurinn sem um ræðir inni-
heldur fimmtán lög með óþekktum
upp í meðalþekktar sveitir. Til-
gangurinn er að kynna efni sem er
„líklegt til vinsælda“ og þannig átti
hin mikilhæfa sænska sveit In
Flames lag á slíkum disk fyrir
löngu.
En hlutirnir áttu eftir að vinda
upp á sig. Ritstjóra blaðsins leist
það vel á framlag Darknote að með
blaðinu fylgir umfjöllun um sveitina
auk þess sem lag þeirra er númer
þrjú á diskinum.
„Já, Lordi er víst þarna líka og
svo var okkur skutlað fram fyrir
eitthvert verkefni sem Dave Grohl
og Lemmy eru með. Það er ekki
slæm tilfinning að vera tekinn fram
fyrir sjálfan rokkguðinn Lemmy!“
Darknotemenn eru nú að ganga
frá stuttskífu sem koma á út eftir
áramót. Jón vonar eðlilega að þessi
góða kynning eigi eftir að valda því
að það hlaupi á níðþungt snærið.
„Við erum vanir að híma öllum
stundum inni í æfingahúsnæði.
Þannig að þetta er staða sem við
könnumst engan veginn við!“
Fram fyrir Lemmy!
Ameríka kallar Liðsmenn Darknote túra bráðum um heiminn og slá á létta
strengi með Lemmy að loknum tónleikum … ef fer sem horfir þ.e.a.s.
Lag íslenskrar sveitar fær góða dreifingu í Bandaríkjunum
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
ALLT lítur út fyrir að úthlutanir til listamanna
frá STEFi verði fyrir einhverri skerðingu í ár.
Ástæðan er að hluti þeirra tekna er STEF (Sam-
band tónskálda og eigenda flutningsréttar)
hafði innheimt í ár, með löggildingu hins op-
inbera, var lagður inn á peningamarkaðssjóði í
Landsbankanum sem nú eru frystir. Samkvæmt
lögum úthlutar STEF höfundarlaununum aftur
til tónlistarmanna að frádregnum kostnaði við
innheimtu og rekstur.
„Það ættu allir að fá sín STEF-gjöld að fullu
greidd skilvíslega og stundvíslega,“ fullyrðir
Jakob Frímann Magnússon, formaður STEFs.
„Þetta var bara lítið brot af því sem innheimt
hafði verið, en ég held að það liggi fyrir að það
komi allt til greiðslu. Þetta er í traustum hönd-
um Eiríks Tómassonar.“
Eiríkur Tómasson, lögfræðingur samtakanna,
viðurkennir að hafa orðið fyrir áfalli þegar
hann sá í hvað stefndi. Hann segir að pen-
ingamarkaðssjóðirnir hafi átt að vera tryggðir
af ríkinu, en það hafi hins vegar breyst þegar
neyðarlöggjöfin var tekin í gildi í byrjun októ-
ber.
„Ég varð hálflamaður þegar ég uppgötvaði
þetta,“ segir Eiríkur. „Þetta er eins og að vera
búinn að fá peningana í peningakassann og svo
sé þessu stolið. Þetta leit mjög vel út. Sem betur
fer höfum við verið íhaldssamir og náð að safna
sjóðum sem koma sér vel nú.“
Eiríkur hefur unnið hörðum höndum frá því
að peningarnir voru frystir í sjóðnum til þess að
tryggja að tapið bitni sem minnst á listamönn-
unum er eiga fá greiðslur sína í byrjun desem-
ber. Það hafi STEFi tekist með því að semja við
erlend systurfélög sín og að leita til varasjóðsins
er hefur safnast í gegnum árin.
Lög voru brotin
„Við höfum rætt það við systursamtök okkar
erlendis að ef við fáum ekki alla þessa peninga
til baka, sem við vonumst auðvitað til að gera,
muni erlendu rétthafarnir taka á sig sama tap
og hinir innlendu. Þetta tap lendir því mest á
þeim því við erum að greiða þeim mun hærri
fjárhæð en þeim innlendu þegar allt er talið.
Mér sýnist því að það verði ekki nein veruleg
skerðing á greiðslum.“
Eiríkur segir að iðulega hafi höfundarlaunin
verið lögð inn á reikninga er hafa verið tryggðir
af ríkinu og að engin leið hafi verið að sjá þetta
fyrir. „Við höfum verið íhaldssöm og hér áður
ávöxtuðum við þetta alltaf með ríkisbréfum en
þau hafa ekki verið fáanleg, þess vegna fylgdum
við sömu stefnum og sveitarfélögin í landinu. Ef
við skoðum lagalegu hliðina á þessu er það stað-
reynd að fram að því að þessi neyðarlög voru
sett voru þessi fjármunir betur tryggðir en flest
annað, eða áttu að vera það. Þeir menn sem
stýrðu þessum sjóði hafa að mínum dómi brotið
lög. Við erum, eins og svo margir Íslendingar,
fórnarlömb þess. Við vorum ekki að leggja fé í
áhættusama sjóði,“ segir Eiríkur að lokum.
Í gærdag sleit svo Landsbankinn pen-
ingamarkaðssjóðum sínum og því lofað að þeir
yrðu greiddir út að hluta til viðskiptavina. Það
er því ljóst að STEF ætti að endurheimta tæp
70% af þeirri upphæð er lögð hafði verið inn á
sjóðinn.
STEF-gjöld skerðast
Hluti STEF-gjalda var lagður í peningamarkaðssjóði Landsbankans
„Vorum ekki að leggja fé í áhættusaman sjóð,“ segir Eiríkur Tómasson
Morgunblaðið/Ómar
Heitir Dægurlagasveitin Sprengjuhöllin var með vinsælli hljómsveitum síðasta árs. Hvort hún fær öll
sín gjöld frá STEFi á eftir að koma í ljós en STEF-gjöldin eru föst í peningamarkaðssjóði.
PENINGAMARKAÐSSJÓÐUR er skamm-
tímasjóður sem fjárfestir í ýmsum mark-
aðsbréfum, svo sem ríkistryggðum skulda-
bréfum eða víxlum, skuldabréfum eða
víxlum fjármálafyrirtækja og skuldabréf-
um eða víxlum traustra sveitarfélaga og
fyrirtækja. Undanfarin ár hefur ávöxtun
peningamarkaðssjóðs almennt verið hærri
en ávöxtun hefðbundinna sparireikninga
hjá bönkum, jafnvel 10-15%. Sjóðirnir þóttu
henta þeim vel sem ávaxta vildu fé í
skamman tíma án mikillar áhættu. Lands-
bankinn tilkynnti í gær að uppgreiðsluhlut-
fall þeirra sem áttu peningabréf í íslensk-
um krónum væri 68,8 prósent.
Peninga… hvað?
Jakob Frímann neitaði útgefanda um ævisögu