Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Seðlabanki Ís-lands til-kynnti í gær sex prósentustiga hækkun stýri- vaxta. Vextirnir hækka úr 12% í 18% og nemur hækkunin því 50%. Eins og fram kom í frétt- um í gær er þessi ákvörðun tekin að undirlagi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, en fyr- irhuguðu láni frá honum er ætlað að styðja við krónuna. Staða efnahagsmála er þannig um þessar mundir að alls staðar svíður undan. Í raun er sama hvað gert er, ekki verður hjá því komist að ein- hvers staðar kreppi enn meira að. Þegar teknar eru ákvarð- anir þarf að vega og meta hvaða hagsmuni er nauðsyn- legt að verja og hverju þurfi að fórna til þess að það sé hægt. Grundvallaratriði er að á leiðinni út úr yfirstandandi efnahagsþrengingum verði hagsmunir almennings fyrst og síðast hafðir að leiðarljósi. Margir hafa þegar misst sparifé sitt, lánabyrðin hefur þyngst og sýnt er að kaup- máttur muni rýrna. Eigi að ná tökum á efnahagsmálunum að nýju skiptir meginmáli að koma jafnvægi á gengi krón- unnar og gæta þess að hún haldi ekki áfram að falla gagn- vart helstu gjaldmiðlum heimsins. Ein forsenda þess að undir- byggja myntina er að eiga gjaldeyr- isvaraforða. Stýri- vextirnir eru síðan tækið, sem nú á að nota til þess að koma í veg fyrir að þeir, sem eiga peninga, flýi með þá úr landi með þeim af- leiðingum að krónan fari í frjálst fall. Ef það gerist er hætt við því að verðbólgan fari úr böndum og það sem eftir er af sparnaði landsmanna brenni á báli hennar. Það má jafnvel velta því fyr- ir sér hvort hækkun stýrivaxta dugi til, hvort ekki verði jafn- framt að setja tímabundið reglur um gjaldeyrisviðskipti, þótt það stríði gegn hug- myndum um frjálst flæði fjár- magns. Til langs tíma er hins vegar eina leiðin til þess að styrkja krónuna að koma í veg fyrir fjármagnsflótta og jafnvel laða fé inn í landið að skapa traust á íslenskum efnahag og gjald- miðli á nýjan leik. Fyrsta skrefið í þá átt er að koma gjaldeyrisviðskiptum í gang á nýjan leik og stöðugleika á gengi krónunnar. Takist það þannig að sýnt verði að ekki sé tjaldað til einnar nætur geta vonir vaknað á ný um að hér sé að skapast eðlilegt ástand á ný – eðlilegt á forsendum íslensks efnahagslífs eftir bankahrunið. Mikilvægast fyrir hag almennings er að koma stöðugleika á gengi krónunnar.} Ráð í þröngri stöðu Þorgerður Katr-ín Gunnars- dóttir, mennta- málaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í Morg- unblaðinu í gær að innan nokkurra mánaða yrði að taka afstöðu til gjaldmiðils- ins og þar með til umsóknar um aðild að Evrópusamband- inu. Þetta er önnur afstaða til þessara mikilvægu mála en fram hefur komið í máli ann- arra forystumanna flokksins, sem segja Evrópumálin ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar og enn eigi að slá ákvörðun á frest. Menntamálaráðherra dreg- ur þá réttu ályktun að taka þurfi á málinu mun fyrr en menn hafi talið fyrir ári, vegna þeirra efnahagshamfara sem nú hafi riðið yfir landið. Í landsfundarályktun Sjálfstæð- isflokksins frá 2007 segi að hagsmunum þjóðarinnar sé ekki betur borgið innan ESB eins og málum sé háttað en nú sé staðan allt önnur. Varaformaður Sjálfstæð- isflokksins segir að aðalatriðið sé að ná tökum á verðbólgunni og stöðugleika í gjaldmið- ilsmálum; í kjölfarið verði að fara yfir það hvernig hags- munum þjóð- arinnar sé bezt borgið. „Hluti af því er að endur- skoða peninga- málastefnuna, taka afstöðu í gjaldmið- ilsmálum til framtíðar og þar með til hugsanlegrar aðild- arumsóknar að ESB. Við eig- um að gera það með hagsmuni Íslands til lengri tíma litið og þora að gera það,“ sagði Þor- gerður Katrín. Líklega væri nær að segja að taka þurfi Evrópumálin upp innan Sjálfstæðisflokksins innan nokkurra vikna en nokkurra mánaða. Svo brýnt er að leita allra leiða til að skapa á ný trú á íslenzku efnahagslífi og finna trúverð- ugt framhald á björgunar- aðgerðum í þágu krónunnar, sem fram munu fara á næstu misserum með aðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og nokk- urra vinaríkja okkar. Varaformaður Sjálfstæð- isflokksins hefur hins vegar með þessum ummælum sínum sett ákvörðunina um ESB á dagskrá innan flokksins. Og nú er orðið væntanlega laust hjá sjálfstæðismönnum. Varaformaður Sjálf- stæðisflokksins hef- ur sett ákvörðunina um ESB á dagskrá innan flokksins.} Orðið er laust Þ eir sem gagnrýnt hafa krútt- kynslóðina svokölluðu hafa sakað hana um að vera skoðanalaus. Þeir sem hafa komið henni til varnar hafa haldið því fram að á meðal krúttanna séu þvert á móti listamenn sem hafa tekið hvað harðasta og skýrasta afstöðu til þjóðfélagsmála í landinu á undanförnum árum, hún hafi til dæmis verið í framvarðarsveit þeirra sem andæft hafi neysluæðinu, efn- ishyggjunni og virkjanastefnu stjórnvalda. Ég held að hið síðarnefnda sé réttara en það vekur mann til umhugsunar að helstu and- ófsmennirnir í röðum listamanna skuli teljast krúttlegir. Kannski bendir þetta til þess að íslenskir listamenn eigi í ímyndarkreppu. Og það kann einnig að eiga við um hugvísindamenn. Hvað segir það til að mynda um íslenska heimspeki að þekktur íþróttamaður sem kemur fram í fjölmiðlum og tjáir sig með samheng- islitlum og nánast óskiljanlegum setningum um hugð- arefni sín skuli ítrekað vera kallaður heimspekingur? Þessi ímyndarkreppa er ein birtingarmynd mikillar gjár sem virðist hafa myndast á milli þeirra sem sann- arlega hafa skoðanir á því sem er að gerast í þessu sam- félagi en ráða litlu ef nokkru og hinna sem valdið hafa. Á undanförnum vikum hefur reyndar komið í ljós að listamenn og hugvísindamenn eru bara lítill hluti þess hóps sem stóð á bakka hinna valdalausu. Þar voru einnig stjórnmála- og embættismenn sem áttu að setja lög og reglur og sjá til þess að eftir þeim væri farið. Þetta er nógu slæmt, en verra er þó að nú þegar völdin eru að stórum hluta komin úr höndum viðskiptalífsins og upp í fangið á stjórnmálamönnum skuli fátt ætla að breytast. Enn virðist nefnilega lítið um eðlileg skipti á skoðunum og upplýsingum á milli valdhafa og hinna sem eiga að veita þeim aðhald, okkar kjósenda. Á undanförnum árum véluðu banka- og kaupsýslumenn um fjöregg þjóðarinnar án þess að nokkur annar virðist hafa haft hugmynd um hvað væri á seyði. Undanfarnar vikur hafa stjórnmálamenn og embættismenn tekið ákvarðanir sem varða framtíð okkar allra. Þær hafa verið harðlega gagnrýndar, án þess að ráðamenn hafi séð ástæðu til þess að svara með fullnægjandi hætti. Íslenskur almenningur á heimtingu á því að vita hvað fór fram í aðdraganda að yfirtöku ríkisins á Glitni. Hann á að fá rökstuðning fyrir því að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Hann á einnig kröfu til þess að allar upplýs- ingar um svokallað IceSave-mál séu lagðar á borðið. Nú stendur orð gegn orði sem er ekki viðunandi þegar ríkið er annar deiluaðilinn. Stjórnsýslan á að geta lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Ef ekki vakna spurningar um traust. Við munum ekki kvaka krúttlega og samhengislaust í eyru íslenskra stjórnmála- og embættismanna ef þeir brúa ekki gjána yfir til okkar í snatri. throstur@mbl.is Þröstur Helgason Pistill Gjáin óbrúaða FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is V innumálastofnun var í gær með rúmlega 3.600 manns skráða á atvinnu- leysisskrá og þar af ríf- lega 2.200 á höfuðborg- arsvæðinu. Til samanburðar voru 2.520 manns á skrá 30. september sl. þar af 1.527 á höfuðborgarsvæðinu. Alls fjölgar því atvinnulausum um tæplega 1.300 milli mánaða. Að sögn Karls Sigurðssonar, for- stöðumanns vinnumálasviðs Vinnu- málastofnunar, hyggst stofnunin framvegis uppfæra atvinnuleys- istölur daglega, en í tölunum verður hægt að greina atvinnuleysi eftir kyni, aldri, búsetu, ríkisfangi, at- vinnugrein, starfsstétt og menntun. Segir Karl mikla eftirspurn eftir þessum upplýsingum, ekki síst hjá þeim sem séu að vinna að úrræðum fyrir atvinnulausa, s.s. stéttar- félögum, félagsmálaráðuneyti og sí- menntunarmiðstöðvum. Alls voru ríf- lega 3.000 íslenskir ríkisborgarar skráðir án atvinnu, en rúmlega 600 erlendir ríkisborgarar. Starfstengt nám öruggast Séu tölurnar skoðaðar má sjá að stærstur hluti þeirra sem eru á at- vinnuleysisskrá er fólk sem er aðeins með grunnskólapróf eða rúmlega 2.000 manns og hefur þeim fjölgað um 600 milli mánaða. „Aukningin í októbermánuði er hins vegar mikil líka meðal iðnmenntaðra, fólks með stúdentspróf og fólks með háskóla- próf,“ segir Karl og tekur fram að eini hópurinn sem skeri sig úr sé fólk með framhaldsstarfsmenntun í sér- hæfðari störfum á borð við lög- reglumenn og vélstjóra. Bendir hann á að starfstengd framhaldsmenntun hafi, í öllum atvinnugreiningum Vinnumálastofnunar, sýnt sig að vera öruggasta menntunin með tilliti til atvinnuöryggis. Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar eru fleiri karlar en konur skráðir atvinnulausir nú í október eða tæplega 2.000 karla og í kringum 1.700 konur. Að sögn Karls er þetta nokkur viðsnúningur, því síðustu misseri hafa konur yfirleitt verið í meirihluta skráðra á atvinnuleys- isskrá. Þannig má sem dæmi nefna að í október 2007 voru 600 karlar og 850 konur á atvinnuleysisskrá og í apríl sl. voru 850 karlar og 1.000 kon- ur á skrá. Í september var hlutfall kynja á atvinnuleysisskrá hins vegar nánast jafnt og síðan hefur fjölgað meira í hópi karla. Aðspurður segir Karl sennilegt að þessa breytingu megi að miklu leyti rekja til tvenns. „Annars vegar fjölda uppsagna í byggingaiðnaðnum og þjónustugeir- anum við flug þar sem karlar hafa verið í meirihluta starfsmanna. Hins vegar hefur verið nokkur eftirspurn eftir starfsfólki í gæslu- og umönn- unarstörfum, sem hafa kannski frek- ar staðið konum til boða,“ segir Karl. Karllægt atvinnuleysi? „Það segir sig sjálft að þyngsta höggið núna er í byggingageiranum og verktakabransanum þar sem flest störfin eru hefðbundin karlastörf. Kvennastörfin eru meira hjá hinu op- inbera, bæði hjá ríki og sveitar- félögum, í umönnunargeiranum. Það er ekkert farið að draga saman í þeim geira og verður að teljast ólík- legt að svo verði á næstu vikum og misserum því hjól samfélagsins halda áfram að snúast þrátt fyrir þessa tímabundnu skelli,“ segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands (SGS), þegar nýjustu atvinnuleys- istölur eru bornar undir hann og hann spurður hvort líkur séu til þess að hérlendis verði karllægt atvinnu- leysi á næstunni. 2 &% $   & , - $  -       C/21DE.FE.  ) "? B  B % C/210.G67H )  "$ B  B % 7).F0.G67H C/21.6  %  B  B % 7).F0.G67H /;21.6 * )  B  B % 60210.G67H    B  B % 20F0.G67H    " B  B % 20F0.7/2 *  $ B  B % #=D0F:).96.2CIFEF   )  B  B % G67HEF 6GG1  )  %  # B  B % Atvinnulausum fjölg- ar um tæplega 1.300 RÝNT Í ATVINNU- LEYSISTÖLUR ATVINNULEYSI er mest í aldurshópi þeirra sem eru 30-49 ára eða rúm- lega 1.500 manns. Þetta kemur fram í samantektartölum frá Vinnu- málastofnun frá því í gær. Næstmest er atvinnuleysið í ald- urshópnum 18-29 ára eða rúmlega 1.400 manns. Í hópi þeirra sem eru 50 ára og eldri eru hátt í 900 án at- vinnu. ATVINNULAUSUM hefur milli sept- ember- og októbermánaða fjölgað mest í hópi stjórnenda véla eða tæp 60%. Næstmest er fjölgunin í hópi iðnaðarmanna eða 59%, hjá verka- fólki hefur fjölgunin verið 42%, í þjónustu- og afgreiðslustörfum 38% og í hópi stjórnenda 30%. SÉ rýnt í bráðabirgðatölur Vinnu- málastofnunar fyrir október má sjá að það hefur orðið 85% aukning meðal atvinnulausra í flutnings- starfsemi milli mánaða, 82% aukn- ing í mannvirkjagerð, 40% aukning í landbúnaði og 39% aukning í heil- brigðis- og félagsþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.