Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Ein er sú tónlist sem fer ekki hátt ífjölmiðlum, kannski vegna þess aðhún flokkast illa, er ekki í útrás
eða þykir sveitó. Það er tónlist sem má
kalla gáskafullt þjóðlagaskotið dreif-
býlisrokk, eða gáskarokk eins og sam-
starfsmaður blaðamanns vildi kalla það, og
er mjög vinsælt hjá stórum hópi Íslend-
inga.
Fremstir í flokki hljómsveita sem spila
gáskarokk eru Hvanndalsbræður, Helgi og
hljóðfæraleikararnir og Ljótu hálfvitarnir.
Í sama flokk má kannski líka setja Hund í
óskilum, Sniglabandið og Baggalút.
Þessi bönd eru skipuð karlmönnum, og
karlmönnum eingöngu, lögin eru létt og
skemmtileg í þjóðlagastíl og textarnir
fyndnir, oft pólitískir, galgopalegir og
meinhæðnir. Það mætti jafnvel kalla þá nú-
tíma sagnamenn, textarnir segja sögur og
á tónleikum er farið með gamanmál og
sögur af bandinu á milli laga.
Hljómsveitarmeðlimir eru nánastundantekningarlaust náskyldir, bestu
vinir, eru úr sama bæjarfélagi eða sveit-
ungar. Tónlistarsköpunin er þeirra áhuga-
mál, í staðinn fyrir að fara í golf eða fót-
bolta skemmta þeir sér saman með laga og
textasmíð sem endar á plötu sem þeir gefa
oftast út sjálfir. Ásamt hefðbundum hljóð-
færum er leikið á fiðlu, harmónikku, banjó,
flautu og önnur hljóðfæri sem flokkast sem
nokkuð óhefðbundin.
Þeir eru ekki undir neinni pressu, taka
sjálfa sig ekki of hátíðlega og snýst þetta
allt um að skemmta sér og öðrum.
Á heimasíðu Hvanndalsbræðra segir:
„Hljómsveitin er léleg en strákunum finnst
samt gaman að þessu, enda skiptir fátt
annað máli.“ Lýsir þessi setning anda þess-
ara banda vel.
Meðlimir sveitanna gera út á strákapör,
koma jafnvel fram í búningum og ýkja
sveitamanninn, klæðast lopapeysum og
öðrum þjóðlegum fatnaði, sumir skarta
myndarlegu skeggi og hárvöxtur er yfir
meðallagi.
Ljótu hálfvitarnir hefja lýsingu á sjálfum
sér, í laginu „Ljótir hálfvitar“ á þessa
lund:
Sjáið nú til, hér er söfnuður manna,
sérlega ljótra á flestalla lund.
Ef þig langar að fræðast og kappana kanna
þá kannski þú ættir að hlusta um stund.
Öflug plötuútgáfa er líka þeirra aðals-merki. Hvanndalsbræður hafa spilað
saman síðan 2002 og á þeim tíma hafa þeir
gefið út fimm plötur: Út úr kú, Hrútleið-
inlegir, Ríða feitum hesti, Skást of og
Knúsumstumstund sem kom út á þessu ári.
Almennileg afköst það.
Helgi og hljóðfæraleikararnir eru elstir
af þessum böndum, það hefur verið starf-
rækt í um tuttugu ár og gefur sig út fyrir
að spila pönkskotna þjóðlagatónlist. Á
þessum tuttugu árum hefur sveitin sent frá
sér tíu plötur, sú síðasta hét Meira helvíti
og kom út 2004.
Ljótu hálfvitarnir, sem er skipuð níu
karlmönnum, voru á allra vörum í fyrra-
sumar eftir að þeir unnu Sjólagakeppni
Rásar 2 með laginu „Sonur hafsins“. Þeir
byrjuðu að spila saman árið 2006 og sam-
kvæmt upplýsingum á Myspace síðu
sveitarinnar var hún sett saman í þeim til-
gangi að spila tækifærislög og drykkjuvís-
ur sem meðlimir höfðu sett saman í gegn-
um tíðina. Þeir segja sig spila hressa,
þjóðlagaskotna tónlist með áherslu á
smellna texta. Í fyrra kom út fyrsta plata
þeirra sem er samnefnd sveitinni.
Hundur í óskilum er aðeins öðruvísi en
hinar þrjár sveitirnar, skipuð tveimur
kennaramenntuðum mönnum sem leika á
fjölda óvenjulegra hljóðfæra og spila eink-
um lög annarra tónlistarmanna í spaugi-
legum útsetningum. Þeir hafa gefið út
tvær plötur, Hundur í óskilum (2002) og
Hundur í óskilum snýr aftur (2007). Hund-
ur í óskilum er eina bandið af ofantöldum
sem blaðamaður hefur farið á tónleika með
og var það hin besta kvöldskemmtun,
salurinn hló a.m.k mikið og klappaði og er
þá tilgangnum ekki náð?
Eitt eiga þessar helstu gáskarokksveitirsameiginlegt, þær eru allar af norður-
hluta Íslands; Hvanndalsbræður og Helgi
og hljóðfæraleikararnir úr Eyjafirði, Ljótu
hálfvitarnir frá Húsavík og Hundur í óskil-
um úr Svarfaðardal. Erfitt er að segja til
um hvað það er í vatninu fyrir norðan sem
gerir þetta að verkum. Reyndar hafa norð-
anmenn alla tíð þótt skemmtanaglaðari en
aðrir landsmenn, verið kenndir við söng,
glaum og gleði, á meðan Sunnlendingar
eru sagðir meira inn í sig, alltaf svolítið
hræddir við að þykja hallærislegir, en sá
ótti hrjáir ekki fólk á harðbýlari stöðum.
Er þetta aðeins ágiskun blaðamanns.
Lengi lifi gáskarokkið!
ingveldur@mbl.is
Þjóðlagaskotið gáskarokk
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
» Þessi bönd eru skipuð karl-mönnum, og karlmönnum
eingöngu, lögin eru létt og
skemmtileg í þjóðlagastíl og
textarnir fyndnir, oft pólitískir,
galgopalegir og meinhæðnir.
Fjör Hvanndalsbræður skörtuðu þessum búningum á nýjustu plötu sinni, Knúsumstumstund.
ÞÆR eru ekki margar, sveitirnar sem ná því
að gefa út heilar átta hljóðversplötur eða
halda saman í tuttugu ár. Því hefur Nýdönsk
hins vegar náð með Turninum, fyrstu „venju-
legu“ plötu sinni frá því 2001 – og fyrstu plötu
Daníels Ágústs með sveitinni í fimmtán ár.
Það er því um eins konar „kommbakk“ að
ræða þótt Nýdönsk hafi vissulega aldrei farið
langt og haldið fólki
við með safnplötum
og stökum lögum.
Jafnvel þótt Ný-
dönsk hafi alltaf
fyrst og síðast verið
hreinræktuð popp-
sveit þá er Turninn
með hefðbundnari
skífum sveitarinnar;
lögin stutt og hnit-
miðuð, textarnir fjalla um ástina, og versin
eru brotin upp annað slagið með stuttum gít-
ar- eða hammondsólóum. Hins vegar skortir
mörg laganna það sem öll góð popplög þurfa
að hafa: góðan krók.
Hér á ég helst við lög á síðari helming skíf-
unnar, sem er áberandi lakari en sá fyrri.
Þetta er synd því Turninn fer vel af stað þar
sem hann hringar sig til himna lag fyrir lag í
sex lög, þótt ég verði reyndar að játa að
„Ströndin“ höfði ekki sérstaklega til mín. Í
miðri plötunni situr ballaðan gullfallega
„Tvær krákur“ sem lokar fyrri hlutanum og
eftir hana nær platan ekki aftur flugi ef frá er
skilinn slagarinn „Náttúran“ og viðlagið í
„Eðlilegri“ sem er næstum óhuggulega ný-
danskt.
Hljómur og lagasmíðar eru heldur rokkaðri
en gengur og gerist hjá Nýdanskri. Upphafs-
lagið, „Leiðinlegasta lag í heimi“, gefur tóninn
ágætlega og minnir stundum – þótt ótrúlegt
sé – á Radiohead á sínum fyrstu plötum (ann-
að dæmi væri „Lykillinn“). Gott lag. Oft er
hins vegar valin blúsaðri leið við útsetningar
og fer sveitin þá að minna á sjálfa sig þegar
vel lætur, en þúsund aðrar sveitir þegar verr
gengur.
Textarnir eru þó vissulega á öðru plani en
gengur og gerist í íslensku poppi. Ég nefni
sérstaklega „Biðina“ þar sem Birni Jörundi
tekst það sem hann er einmitt svo góður í – að
láta margtuggnar klisjur ganga fullkomlega
upp, hér er lífinu lýst sem „leikinni litmynd“
þar sem ekkert þarf að gerast svo lengi sem
„þú leikur þig“.
Einhvers staðar sagði Nýdönsk að Turninn
væri u.þ.b. fjórða besta plata sveitarinnar,
sem verður að teljast hreinskilið í meira lagi
þegar krafan er að listamenn telji nýjasta
verkið alltaf best. Því miður er það ekki alveg
satt; hún er nær því að vera svona sjötta eða
sjöunda besta platan. En það er engu að síður
gott að vita að í heimi sem getur breyst á
einni nóttu er Nýdönsk söm við sig; hún eltist
ekki við trend hingað og þangað heldur gerir
bara sitt popp.
Söm við sig
TÓNLIST
Geisladiskur
Nýdönsk – Turninn
bbmnn
Atli Bollason
SÝND Í KRINGLUNNI
/ ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
/ KRINGLUNNI
SÝND Í KRINGLUNNI
JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ
-BBC
-HJ.,MBL
SÝND Á SELFOSSI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HÖRKUSPENNANDI MYND
FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ
SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI.
ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA!
FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR SHREK
ÍSLENSKT TAL
SÝND Í ÁLFABAKKA
EAGLE EYE kl. 5:40D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL
EAGLE EYE kl. 5:40 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP
SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
MAX PAYNE kl. 6 - 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára
NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
PATHOLOGY SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 10:30 B.i. 16 ára
WILD CHILD kl. 8 LEYFÐ
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI!
SÝND Í ÁLFABAKKA
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
EAGLE EYE kl. 6:30D - 9D - 10D B.i. 12 ára DIGITAL
SEX DRIVE kl. 8 B.i. 12 ára
HAPPY GO LUCKY kl. 10:10 SÍÐASTA SÝNING B.i. 12 ára
JOURNEY TO THE C... kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL
WILD CHILD kl. 6 LEYFÐ