Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 30
30 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er órætt sviðsverk sem
er líka hægt að sýna í galleríum –
það er algjörlega óháð staðsetn-
ingu eða leik-
húsinu sem
slíku,“ segir
Margrét Sara
Guðjónsdóttir,
einn af höf-
undum og flytj-
endum Private
Dancer, dans-
verks sem Panic
Productions
frumsýnir í
Borgarleikhúsinu annað kvöld.
Þótt um sé að ræða dansverk
koma margar listgreinar fyrir í
verkinu, til dæmis tónlist, mynd-
list og leiklist.
„Við erum alltaf að vinna í því
að má út mörkin á milli þessara
listgreina, og í rauninni erum við
partur af hópi sem er að reyna að
byggja upp nýjan kassa, sem
verður þó vonandi ekki kassi.
Þannig að við erum ekki að fást
við skref, rullur eða reglur sem
eru kennd sem partur af þessum
formum, heldur erum við frekar
að brjóta þau,“ útskýrir Margrét,
en hinir höfundar og flytjendur
verksins eru þau Sveinbjörg Þór-
hallsdóttir og Jared Gradinger.
„Tvist“ á Tinu Turner
Aðspurð segir Margrét að ekki
sé um eiginlegan söguþráð að
ræða í verkinu.
„Ég myndi frekar segja að við
værum með mjög sterkar tilfinn-
ingar, og það er litið á alls konar
hræðslu og ótta á tilfinningalegan
hátt eins og maður upplifir í mar-
tröðum.
Þessi sýning er svona martraða-
safn. Þannig að áhorfendur koma
inn í ákveðið andrúmsloft og svo
gerast alls konar hlutir þangað til
þeir sleppa út í raunveruleikann
aftur.“
En hvað með nafnið – hvaðan
kemur það eiginlega?
„Private Dancer er svona smá
„tvist“ á samnefnt lag með Tinu
Turner sem við notum svolítið í
sýningunni. En við erum annars
að vinna með hugtakið einkadans,
hvað það er, og hvernig maður
getur litið á það sem svo að maður
sé að dansa fyrir sjálfan sig, því
þannig lifir maður lífinu,“ útskýrir
Margrét.
Verkið verður frumsýnt í Borg-
arleikhúsinu annað kvöld, en svo
verða sýningar á laugardag og
sunnudag.
Í kjölfarið fer hópurinn svo til
Frakklands og Þýskalands og set-
ur verkið upp þar.
Martraðarkenndur einkadans
Morgunblaðið/Golli
Engin mörk „Við erum alltaf að vinna í því að má út mörkin á milli þessara listgreina, og í rauninni erum við partur
af hópi sem er að reyna að byggja upp nýjan kassa, sem verður þó vonandi ekki kassi,“ segir Margrét.
Margrét Sara
Guðjónsdóttir
Panic Productions frumsýnir Private Dancer í Borgarleikhúsinu annað kvöld
Í verkinu er komið inn á dans, leiklist, tónlist, myndlist og fleiri listgreinar
íslenzkra kirkjuverka með pantaðri
aðkomu 20 hérlendra tónskálda, enda
hefur að jafnaði verið frumflutt a.m.k.
eitt nýtt íslenzkt verk á hátíð hverri.
Svo var einnig að þessu sinni, því á
umræddu kvöldi frumflutti Dómkór-
inn nýja tónsmíð eftir Huga Guð-
mundsson, Aeterna lux divinitas [7’].
Skv. tónleikaskrá við hymna frá mið-
öldum, þó að skyndileit á netinu benti
frekar til texta frá 18. öld. Allt um það
bar hið hægferðugt kliðfagra hómó-
fóníska a cappella-kórverk Huga
áhrifaríkan andblæ bljúgrar and-
aktar í tímalausu samblandi sögulegs
uppruna og postrómantískulegrar
ÁRVISSIR Tónlistardagar Dóm-
kirkjunnar hófust með setningartón-
leikum sl. laugardag; í 27. skipti að
því er fram kom undir lokin af ávarpi
kórformannsins ónefnda (Eiríks
Hjálmarssonar skv. eftirgrennslan).
Hafa dagarnir lagt drjúgan skerf til
framsækni. Það var sungið af viðeig-
andi trúarinnlifun á latnesku frum-
máli, og hefði því að ósekju mátt birta
frumtextann í tónleikaskrá við hlið
ugglaust óaðfinnanlegrar þýðingar
hins dygga latínista Þórðar Arnar
Sigurðssonar.
Sami vandskiljanlegi annmarki var
á prentfrágangi seinni söngtexta –
fyrst á rytmísku AC-kórverki Tékk-
ans Petrs Eben, Salve Regina, í fal-
legri túlkun Dómkórsins, síðan á
Brúðkaupssöngnum úr Rutarbók
Gamla testamentisins (1, 16 & 17) í
engu lakari meðferð Önnu Sigríðar
Helgadóttur við lipran orgelundirleik
Marteins H. Friðrikssonar. Sungnum
frumtextum var með öllu sleppt í tón-
leikaskrá, og raunar öllum und-
irstöðuupplýsingum um uppruna
þeirra og tónverkanna. Má því segja
að Tónlistardagar Dómkirkjunnar
hafi að þessu sinni gert sér furðulít-
inn mat úr forvitnilegu ítarefni handa
hlustendum. Hvað þá úr bráð-
skemmtilegu orgelverki Ebens í lok-
in, Hommage à Dietrich Buxtehude,
þar sem smellandi lunkin útfærsla
dómkirkjuorganistans beinlínis hróp-
aði á nánari fróðleik um þessa sérlega
litríku hljómpípufantasíu.
Ljómandi túlkun en litlar upplýsingar
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Dómkirkjan
Verk eftir Huga Guðmundsson (frumfl.)
og Petr Eben. Anna Sigríður Helgadóttir
MS, Dómkórinn og Marteinn H. Frið-
riksson stjórnandi/orgel. Laugardaginn
25. október kl. 17.
Tónlistardagar Dómkirkjunnarbbbmn
„Ég punkta allt niður
jafnóðum, en það er
engin bók að koma út“ 32
»
STÓRFYRIRTÆKIÐ Google hefur
samþykkt að greiða 125 milljónir
Bandaríkjadala til þess að ná sáttum
í langdregnum málaferlum sem það
hefur staðið í við rithöfunda og bóka-
útgefendur. Ástæða þeirra var sú
hugmynd Google að færa bækur á
bandarískum háskólabókasöfnum á
tölvutækt form og bjóða án endur-
gjalds á netinu án leyfis rétthafa
þeirra.
Ófáanlegar bækur í boði
Samkvæmt samkomulagi sem
málsaðilar gerðu með sér munu les-
endur geta lesið ókeypis á netinu
fimmtung af efni bóka sem ekki eru
lengur í sölu, en bækur sem enn eru
fáanlegar í verslunum verða ekki í
boði, nema að rétthafar þeirra geri
sérstakt samkomulag um það við
Google.
Roy Blount yngri, formaður
bandaríska rithöfundasambandsins
sagði samninginn sanngjarnan. „Við
rithöfundar kunnum vel að meta það
að fólk borgi fyrir að nota afrakstur
vinnu okkar. Það er erfiðisverk að
skrifa bók og enn meira erfiði að fá
greitt fyrir hana.“
Google
semur við
forlögin
Google Laust við málaferlin.
FJÖGURRA
alda gömlu ein-
taki af verkum
Shakespeares
hefur nú verið
skilað til bóka-
safnsins í Dur-
ham-háskóla í
Bretlandi áratug
eftir að því var
stolið þaðan. Bók-
in er úr fyrstu
heildarútgáfunni á leikritum skálds-
ins frá árinu 1623 og er metin á 15
milljónir punda.
Bókin kom í ljós í júní þegar mað-
ur kom með hana á Folger Shake-
speare bókasafnið í borginni Wash-
ington í Bandaríkjunum til þess að
láta meta hana. Starfsmenn safnsins
uppgötvuðu fljótlega að hún var stol-
in og höfðu samband við lögreglu og
breska sendiráðið.
Heldur fram sakleysi sínu
Vel gekk að hafa upp á manninum
sem hafði kynnt sig sem alþjóðlegan
viðskiptajöfur, en reyndist vera
Raymond Scott, 51 árs gamall for-
gripasali í Washington sem býr með
móður sinni í rólegu úthverfi borg-
arinnar.
Hann heldur þó fram sakleysi sínu
og segist ekki hafa haft nokkurn
áhuga á fornbókum fyrir tíu árum og
„ekki þekkja muninn á Shakespeare
frumútgáfu og kilju eftir Jackie
Collins,“ eftir því sem haft var eftir
honum í breska blaðinu The
Independent. Scott kemur fyrir
dómara um miðjan nóvember.
Skólayfirvöld í Durham voru að
vonum ánægð með að endurheimta
dýrgripinn sem nú verður komið fyr-
ir í hitastýrðri öryggisgeymslu.
Skilað eftir
áratug
William
Shakespeare
NÝTT verk fyrir kontrabassa
eftir Áskel Másson verður
frumflutt á háskólatónleikum í
Norræna húsinu í dag. Verkið
heitir Ymur og var samið í
fyrra. Borgar Magnason
kontrabassaleikari leikur verk
Áskels, svo og verk eftir Hans
Fryba á tónleikunum. Borgar
lauk einleikaraprófi frá Mann-
es College of Music árið 2000
og hefur síðasta áratug leikið
með hljómsveitum og kammerhópum víðs vegar
um Bandaríkin og Evrópu.
Aðgangseyrir er 1000 kr., 500 kr. fyrir eldri
borgara og öryrkja en ókeypis fyrir nemendur
Háskóla Íslands. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30.
Tónlist
Verk eftir Áskel
Másson frumflutt
Borgar
Magnason
HAFLIÐI Arngrímsson fjallar
um þýðingar sínar á leikrit-
unum Verkið (þýs. Das Werk)
og Frá öðrum heimi (þýs. Aus
der Fremde) eftir austurrísku
skáldin Elfriede Jelinek og
Ernst Jandl klukkan 16:30 í
dag í fyrirlestrasal Þjóðminja-
safns Íslands.
Hafliði stundaði nám í leik-
listarfræðum í Vínarborg og
Stokkhólmi. Hann hefur komið
að leikhússtarfinu með ýmsum hætti auk þýðinga
sinna og hefur til dæmis starfað sem leiklist-
arráðgjafi, aðstoðarleikstjóri, kennari, sviðs-
maður, sýningarstjóri o.fl. við Þjóðleikhúsið,
Leikfélag Reykjavíkur og Ríkisútvarpið.
Hugvísindi
Hafliði fjallar um
leikritaþýðingar
Hafliði
Arngrímsson
ÚT er komin bókin Allt fyrir
andann, saga Bandalags ís-
lenskra leikfélaga frá 1950 til
2000.
Bókin er skráð af Bjarna
Guðmarssyni sagnfræðingi og
áhugaleikara. Hún greinir frá
aðdraganda og stofnun
Bandalagsins, upphafsárum
þess og fyrstu verkefnum.
Með tilkomu félagsins breytt-
ust aðstæður leikfélaganna í
landinu, aðdrættir urðu léttari og meira samstarf
komst á þeirra á milli. Þráðurinn er rakinn í
gegnum áratugina og sýnt hvernig hreyfingin
þróaðist með tímanum en sú þróun var hreint
ekki alltaf átakalaus.
Bókmenntir
Samstarf íslenskra
leikfélaga rakið
Allt fyrir
andann
MARGRÉT og Jared hafa á síðustu
árum verið meðlimir í dansleikhús-
inu Dorky Park í Berlín. Þá hefur
Margrét undanfarið unnið með
Ernu Ómarsdóttur og voru þær
m.a. tilnefndar til Grímunnar árið
2007 sem bestu danshöfundar og
dansarar fyrir verkið Mysteries Of
Love. Þær vinna nú að annarri sýn-
ingu, Mysteries Of Love II.
Sveinbjörg er reyndur danshöf-
undur og dansari og hefur verið
kóríógrafer í mörgum sviðs-
uppfærslum hérlendis. Hennar
nýjustu verk eru Skekkja, sem sýnt
er í Borgarleikhúsinu í samstarfi
við ÍD, og jólasýning Þjóðleikhúss-
ins, Sumarljós.
Jared er bandarískur leikari en
hefur búið og starfað í Berlín um
árabil og hefur fylgt Dorky Park
frá upphafi og ferðast með hópn-
um með sýningar um allan heim.
Hann er einnig listrænn stjórnandi
How Do You Are Festival Les
Grandes Traversees í Bordeaux.
Nánari upplýsingar má finna á
borgarleikhus.is.
Hafa komið víða við