Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
GUÐNI Ágústsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, var harðorður í garð
Össurar Skarphéðinssonar á Alþingi í
gær og þótti iðnaðarráðherrann hafa
niðurlægt þingið með útúrsnúningum í
svörum. Guðni vildi vita hvort Össuri
hefði verið kunnugt um stýrivaxta-
hækkunina sem tilkynnt var í gær og
sagði hana koma á óvart í ljósi þess að
efnahags- og skattanefnd hefði fengið þær upplýsingar á
opnum fundi að engin skilyrði væru sett um vaxtahækkun
af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Menn bjuggust við að
hér yrði til einhver heildarpakki um það hvernig bjarga
ætti fólki og fyrirtækjum. Þetta er leið til þess að dauð-
rota,“ sagði Guðni.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði Guðna
vera í betra sambandi við Davíð Odds-
son, seðlabankastjóra, en nokkurn
annan þingmann og hann ætti því bara
að taka upp símann og fá skýringar frá
bankanum. „Það er Seðlabankinn sem
tekur þessa ákvörðun,“ sagði Össur en
áréttaði jafnframt að fjölmargir, bæði
innlendir og erlendir, sérfræðingar
hefðu ráðlagt að grípa til ráðstafana til
að styrkja gengið, m.a. með vaxta-
hækkun.
Ómerkileg og marklaus ræða
Guðni sagðist hins vegar ekki hafa verið kallaður á fund
í Seðlabankanum síðan Glitnir var þjóðnýttur og þótti lít-
ið til svaranna koma. „Þetta er ómerkilegasta ræða sem
flutt hefur verið í þinginu, hún er marklaus og dónaskap-
ur við þingið,“ sagði Guðni og bætti við að væri ríkis-
stjórnin í þessum farvegi óskaði hann henni frá völdum.
Þingið niðurlægt af ráðherra
Í HNOTSKURN
» Stýrivextir voru hækkaðirí 18% í gær og á vefsíðu
Seðlabankans segir að það
hafi verið hluti af sam-
komulaginu við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn.
» Tilgangurinn er aðstyrkja gengi krónunnar
en sérfræðingar eru ekki sam-
mála um þá leið.
» Telja sumir vaxtahækkundýpka kreppur en aðrir
telja hana til góðs.
Guðni Ágústsson var harðorður í garð iðnaðarráðherra á Alþingi í gær og þótti
hann snúa út úr spurningum sínum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans
Össur
Skarphéðinsson
Guðni
Ágústsson
ALÞINGISMENN hafa verið takmarkaðir þátttak-
endur í því að bregðast við efnahagskreppunni.
Þeir samþykktu neyðarlögin sem heimiluðu Fjár-
málaeftirlitinu að taka bankana yfir og forsætis-
ráðherra hefur flutt þinginu skýrslu um stöðu
mála. Að öðru leyti hafa efnahagsmálin lítið verið
rædd í sölum Alþingis og það er eins og ákveðið
vonleysi liggi í loftinu í þinghúsinu. Þar voru fáir á
ferli í gær, enda margir á Norðurlandaráðsþingi í
Helsinki.
Ljósmyndari Morgunblaðsins leitaði hins vegar út
fyrir kassann að kyrrðinni og fann hana þegar hon-
um varð litið út um suðurglugga á Alþingishúsinu
og yfir Tjörnina. halla@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn.
Litið til suðurs út um gluggann á Alþingishúsinu
Kyrrðin býr fyrir utan
SVO virðist sem álagið í samfélag-
inu vegna efnahagsvandans hafi
ekki skilað sér út í heilbrigðiskerfið
enn sem komið er. Þetta segir Ásta
Möller, formaður heilbrigðis-
nefndar Alþingis, en nefndin
fundaði um viðbrögð við ástandinu
í gær. Landlæknir kom fyrir nefnd-
ina ásamt fulltrúum frá geðdeild og
Rauða krossinum, sem rekur hjálp-
arsímann 1717. „Viðbragðskerfin
eru komin í gang en búist er við
mesta þunganum eftir áramót,“
segir Ásta og leggur áherslu á að
fólk fái upplýsingar um hvað gerð-
ist og hvað sé framundan. Ungt fólk
og börn þurfi ekki síst á því að
halda. Annars skapist hætta á upp-
gjöf og að unga kynslóðin líti ekki á
Ísland sem sinn framtíðarvettvang.
halla@mbl.is
Þunginn eftir
áramótin
NÝLEGUR dómur Hæstaréttar
varðandi áfengisauglýsingar í
Blaðinu markar þáttaskil og tekur
af allan vafa um lagatúlkun, að því
er fram kom í máli Björns Bjarna-
sonar, dómsmálaráðherra, á Al-
þingi í gær. Bæði Guðbjartur Hann-
esson, Samfylkingu, og Kristinn H.
Gunnarsson, Frjálslyndum, spurðu
Björn út í áfengisauglýsingar og
töldu hið opinbera hafa sýnt alltof
mikið umburðarlyndi í þeim efnum.
Björn sagði dóminn skýran og það
myndi hafa fordæmisgildi.
Áfengisdóm-
urinn fordæmi
LISTASAFN Íslands á að hafa for-
ræði yfir listaverkum sem bankarnir
áttu en eru nú í eigu ríkisins svo að
tryggt verði að verkin tilheyri ís-
lensku þjóðinni. Þetta kemur bæði
fram í þingsályktunartillögu Álf-
heiðar Ingadóttur og Kolbrúnar
Halldórsdóttur og í frumvarpi sem
Kristinn H. Gunnarsson, Bjarni
Harðarson og Ásta R. Jóhann-
esdóttir hafa lagt fram. Þremenn-
ingarnir leggja til að listaverkin
verði áfram til sýnis í viðskiptabönk-
unum en í tillögu Álfheiðar og Kol-
brúnar er gert ráð fyrir að Lista-
safnið varðveiti verkin.
halla@mbl.is
Listaverkin
til þjóðarinnar
Morgunblaðið/Júlíus
List Hvert fara bankalistaverkin?
Þingfundir að nýju
Alþingi kom saman að nýju í gær að
loknum kjördæma- og nefnda-
dögum. Þingfundur hófst með óund-
irbúnum fyrirspurnum og í framhald-
inu var samþykkt, að lokinni mjög
stuttri þriðju umræðu, að fresta gild-
istöku vatnalaga á meðan sérstök
nefnd endurskoðar ákvæði laganna.
Síðan voru mestmegnis þingmanna-
mál á dagskrá og ekki var margt um
manninn í þinghúsinu.
Verðmæt trú
Ásta Möller,
Sjálfstæðisflokki,
mælti í gær fyrir
frumvarpi sem
miðar að því að
jafna stöðu safn-
aða innan þjóð-
kirkjunnar ann-
ars vegar og
skráðra trúfélaga
hins vegar. Sagði
Ásta mikið fjárhagslegt ójafnræði
vera þar á milli og að þeir fyrrnefndu
fengju tvöfalt hærra framlag á ein-
stakling. Ekki stæði til að hrófla við
samkomulagi þjóðkirkjunnar og rík-
isins heldur að styðja við önnur
skráð trúfélög.
Ríkið kærir sjálft sig
Jón Bjarnason, þingmaður VG, hefur
lagt fram fyrirspurn til viðskiptaráð-
herra um hvort núverandi eigandi
bankanna, íslenska ríkið, ætli að
draga til baka kæru á hendur Íbúða-
lánasjóði sem bankarnir lögðu fram
hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag
með umræðum um störf þingsins.
halla@mbl.is
ÞETTA HELST …
Ásta Möller
ÆVINTÝRIN GERAST ENN
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
4
40
55
10
/0
8