Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 ÞETTA HELST ... ● Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í gær námu rúmlega 18,5 milljónum króna. Velta með skulda- bréf nam rúmlega 2,5 milljörðum króna. Bréf í Marel voru þau einu sem hækkuðu eftir viðskipti dagsins en þau hækkuðu um 1,29%. Bréf í Atorku lækkuðu mest, eða um 9,09% og bréf í Bakkavör lækkuðu um 1,96%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,02% og stóð í 641 í lok dags. thorbjorn@mbl.is Bréf í Atorku lækka ● Tvö bindandi tilboð hafa borist í danska lág- gjaldaflugfélagið Sterling. Í frétt á danska vefnum Take Off kemur fram að reiknað sé með að gengið verði frá sölu fé- lagsins fyrir vikulok. „Mikil alvara er á bak við bæði tilboðin og kaupend- urnir geta reitt fram kaupverð. Nú fara lögmenn félagsins og stjórn þess yfir þau og ákvörðunar er að vænta í kjölfarið,“ er haft eftir Mich- ael T. Hansen, markaðsstjóra Sterl- ing. Hann vildi ekki gefa upp nöfn hugsanlegra kaupenda. thorbjorn@mbl.is Tvö bindandi tilboð hafa borist í Sterling Sterling Tvö tilboð hafa borist. ● Rússnesk stjórnvöld segja, að eins og staðan sé nú væri afar áhættusamt að verða við óskum Ís- lands um gjaldeyrislán. Rússneska fréttastofan Prime-Tass hefur eftir Dmitrí Pankin, aðstoðarfjármálaráð- herra, að beðið sé niðurstöðu við- ræðna Íslands við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og aðra hugsanlega lánveit- endur áður en endanleg ákvörðun verður tekin um lánið. Þegar við- ræður hófust við Rússa snemma í október var rætt um 4 milljarða evra lán. Pankin segir, að í ljósi þess að bankakerfið á Íslandi sé hrunið, sé frekar erfitt að samþykkja lán. Afar áhættusamt að lána Íslendingum Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VERKFRÆÐISTOFAN Hnit var meðal fyrstu íslensku fyrirtækjanna til að fara í útrás. Árið 1993 stofnaði Hnit dótturfélagið Hnit-Baltic í Litháen á sviði landupp- lýsinga og árið 2005 almenna arkitekta- og verkfræði- stofu, ARSO, ásamt fleirum. Nú starfa hjá Hnit-Baltic og dótturfélögum þess í Lettlandi og Eistlandi yfir 110 manns og um 30 starfsmenn eru hjá ARSO í Vilníus. Skipt upp í tvö félög Um síðustu áramót var verkfræðistofunni Hnit skipt upp í tvö félög, Hnit – verkfræðistofu, sem almenn verk- fræðiþjónusta hér á landi heyrir undir, og eignarhalds- félagið Hnit, en undir það heyrir erlenda starfsemin. Starfsmenn hér á landi eru um 55 talsins. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu fimm ár- um. Harald B. Alfreðsson, fram- kvæmdastjóri Hnits – verkfræðistofu segir að fyrirtækið hafi haft ýmis um- svifamikil verkefni á sinni könnu fyrir opinbera aðila, svo sem sveitarfélög, auk þess sem fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hafi vegið þungt. „Enn sem komið er höfum við ekki þurft að grípa til fækkunar starfsfólks. Við erum að leita allra leiða til að geta haldið áfram að veita okkar þjónustu á sem flestum sviðum verklegra framkvæmda eins og hingað til,“ segir Harald. Guðmundur Björnsson, annar af stofnendum Hnits og framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Hnits, segir að starfsemin í útlöndum hafi gengið tiltölulega vel. „Við er- um með góða verkefnastöðu hjá Hnit-Baltic en sjáum hins vegar fram á erfiða tíma hjá ARSO en vonumst til að halda sjó á meðan það versta gengur yfir,“ segir hann. lenskum ráðamönnum um lausn á Icesave-deilunni í lok síðustu viku án þess að niðurstaða fengist. Pearson sagði á fundinum á mánudag að það væri stefna breskra stjórnvalda að lána Íslendingum þá upphæð sem þeir þyrftu til að standa við skuld- bindingar sínar en áður en það yrði gert þyrfti að fá tryggingar fyrir því að þeir fjármunir yrðu endurgreidd- ir. Það lægi enn ekki fyrir. Að lokum fagnaði Pearson því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefði ákveðið að veita Íslandi lán upp á 2,1 milljarð dala og sagðist vonast til þess að IMF myndi setja það sem skilyrði fyrir lánveitingunni að Ísland kæmi fram við alla kröfuhafa á sama hátt, óháð því hvert þjóðerni þeirra væri. Ísland þarf að borga 440 milljarða króna  Breskur ráðherra fjallaði um Icesave á þingnefndarfundi Morgunblaðið/Kristinn Fundað Sendinefnd var hérlendis nýverið til að funda vegna Icesave. FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is HINN íslenski tryggingasjóður inni- stæðueigenda þarf að greiða 2,3 millj- arða punda, eða um 440 milljarða króna, vegna ábyrgðar á innistæðum Icesave í Bretlandi. Þetta kom fram í máli Ian Pearsons, ráðherra efna- hagsmála í breska fjármálaráðuneyt- inu, á þingnefndarfundi síðastliðinn mánudag. Íslendingar eru ábyrgir fyrir því að greiða hverjum og einum innistæðueiganda allt að 20.887 evr- ur. Í tryggingasjóðnum eru um 19 milljarðar króna. Morgunblaðið hef- ur undir höndum afrit af því sem fram fór á fundinum. Heildarupphæðin sem þarf að greiða út er um 4,5 milljarðar punda, eða rúmlega 860 milljarðar króna. Bretar greiða yfir 400 milljarða Breski tryggingasjóðurinn mun síðan greiða mismuninn að 50 þúsund pundum á hvern innistæðueiganda og er sú upphæð talin vera um 1,4 milljarðar punda, eða um 268 millj- arðar króna. Það sem þá vantar upp á er áætlað um 800 milljónir punda, eða um 153 milljarðar króna, og verður greitt af ríkissjóði Bretlands gegn því að hann eigi síðan kröfu í þrotabú gamla Landsbankans fyrir þeirri upphæð. Pearson sagði að það væri hans skilningur á málinu að ríkissjóður Bretlands myndi standa jafnhliða tryggingasjóðum Íslands og Bret- lands í kröfuröðinni og að hann vænti þess að eitthvað myndi fást til baka af því sem ríkissjóður Bretlands myndi reiða fram með sölu eigna Lands- bankans. Bresk sendinefnd fundaði með ís- Í HNOTSKURN » Að sögn Pearson áttu allsum 200 þúsund manns um 300 þúsund Icesave reikninga í Bretlandi. »Stefnt er að því að þeir fáiallir greitt fyrir nóvem- berlok. »Heildarupphæðin semgreidd verður út er um 860 milljarðar króna. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ höfum átt stífar viðræður við fjármálaráðu- neytið og Seðlabankann. Þeir hvöttu okkur til þess að setja okkur í samband við erlenda lánardrottna og kanna hvað væri hægt að semja við þá um. Þeir hafa sýnt okkur mikinn vilja og eru reiðubúnir að leggja það til við minni aðila sem eru inni í þessum lánapökkum sem hafa verið afgreiddir til okkar að menn sætti sig við einhverja skerðingu,“ segir Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans (SPB, áður Icebank). Nokkur smærri fjármálafyrirtæki gerðu út á veðlánaviðskipti við Seðlabankann. Þannig gátu fyrirtækin aflað tekna í samstarfi við stóru við- skiptabankana án þess að binda of mikið af eigin fjármunum. Í síðustu viku kall- aði Seðlabankinn [SÍ] eftir frekari tryggingum hjá þessum fyrirtækjum þar sem verðmæti trygginganna hafði fallið í kjöl- far bankahrunsins. Krafðist SÍ að SPB leggði fram rúma 60 milljarða króna. Frestur rennur út í dag Saga Capital, SPRON, Straumur og VBS fjárfesting- arbanki tilkynntu í síðustu viku að fyrirtækin mundu geta orðið við þessum kröfum. Hins vegar var óvissa með Sparisjóðabankann. Fresturinn til að skila inn tryggingum var lengdur um viku og á að renna út í dag. „Ég skildi fulltrúa fjármálaráðu- neytisins þannig að ef samningar við lánardrottna myndu heppnast þá væri ráðuneytið tilbúið að koma til móts við okkur. Ég hef fulla trú á því að fjármálaráðherra muni styðja við þau fyrirheit sem okkur hafa verið gefin og að við fáum [lengri] frest. Ég fékk þær upplýsingar frá SÍ að ef ráðu- neytið lýsir yfir stuðningi við þessar aðgerðir þá mundum við fá frest. Ég er upp á náð og miskunn fjármálaráðherra kominn, hvort hann beiti sér í okkar þágu eða hvort hann ætli að láta fleiri banka fara [á hliðina],“ segir Agnar. Hann segir að allir geri sér grein fyrir því að tryggingarnar sem lagðar hafi verið fram séu í eðli sínu tapaðar og verði ekki innheimtar nema í þrotabú gömlu bankanna. „Fyrirmælunum sem ég fékk frá ráðuneytinu hefur verið fylgt eftir, núna er bara að sjá til hvort þeir spila ekki með.“ SPB vill fá lengri frest  Sparisjóðabankinn „upp á náð og miskunn“ ráðherra kominn  Hafa átt viðræður við erlenda lánardrottna  Hinir bankarnir leggja fram tryggingar Agnar Hansson TÆPLEGA tvö hundruð starfs- menn gamla Kaupþings fá ekki starf hjá Nýja Kaupþingi. Þar af eru 160 í fullu starfi og 35 á tímavinnu- kaupi. Starfs- menn nýja bank- ans verða rúm- lega þúsund. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs bankans, segir að staðið verði við umsamda uppsagnarfresti. Þar með er tala þeirra starfs- manna bankanna þriggja, Glitnis, Landsbanka og Kaupþings, sem ekki var boðið starf í nýju bönk- unum, komin upp í 600. Þrjár vik- ur eru liðnar síðan ríkið tók rekstur þeirra yfir. Þá eru ekki taldir með um 250 starfsmenn Glitnis sem sagt hafði verið upp á árinu. Áður hefur komið fram að starfsfólki fjármálafyrirtækja hér á landi fækkaði um 650 fyrstu níu mánuði ársins, þar af um nærri 500 hjá bönkum og sparisjóðum og öðrum fyrirtækjum sem hafa félagsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, innan sinna raða. Eru þá ótaldir starfs- menn íslensku bankanna erlendis sem hafa hætt á árinu eða verið sagt upp. Lætur því nærri að um það bil ellefu hundruð banka- starfsmenn hafi misst vinnuna á árinu. camilla@mbl.is Uppsagnir í bönkunum sex hundruð Kaupþing Um tvö hundruð sagt upp. %    # $ %$ %  &%  '(& )*+ & , - $ - '()*+  ) 7  1 7 >  ? >  /0 ! / "   @ # A1 # >  B ? . +C=9: + " D?  , 6, 4 E  ,   (-%  7  17 <F 7  1C  "C;6 / ? 6G F? :H2 I      '  . !  J F7 " "J !?> # !"  /01 &   &   ! & && '    &   & & !  !  ' '                     I    #  K 4  # $ B+     *  D * % D D % *  D D  ** )*) D D D *)) %    D  * D D D & *& D & & D  & D D %*& & D D  & D D  & D D *& D D D D &* D  &) D D %& D  & D &* D D *&  & D 6 #     D * % D  D D  D D  D D D   D  D D L           % %   % %   %    % %   %    % D %   %    %    % %   %    %    % *   % %   % %   %    % %   %    %    % 7K 7K 7K 7K 7K  7K 7K 9.M 9.M !  & ( (! ( ( 9.M 5?M " ! (! ( ( ( L<5 : # " "  ( ( ( ( 6K+/ L7M &"! "!& ( (& ( ( 9.M6* 9.M.   ! ( ) ( ( ● Stoðtækjaframleiðandinn Össur birti uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórð- ung í gærmorgun og af uppgjörinu að dæma virðist sem rekstur félagsins hafi sjaldan gengið jafn vel og nú. Sala nam 87,3 milljónum dollara og jókst um 6% frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður tímabilsins nam 13,7 milljónum dollara samanborið við 2,2 milljónir í fyrra. Sjóðstreymi var vel viðunandi og nam veltufé frá rekstri um 17,4 milljónum dollara samanborið við útstreymi veltufjár upp á 2,2 milljónir í fyrra. Eiginfjár- hlutfall í lok september var 43%. thorbjorn@mbl.is Gott uppgjör Össurar Verkfræðistofa í sókn Vonast til að halda sjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.