Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 39
Menning 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 ALLS STAÐAR, í heita pottinum, á vinnustöðum, á barnum og á blogg- síðum er fólk að ausa reiði sinni yfir gráðugu verðbréfaguttana sem veð- settu landið og núa saman höndum af kreppukvíða á milli þess sem það talar um mikilvægi þess að knúsa og kyssa nú alla vel og vandlega. Fólk um þrítugt og yngra veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið því við höfum aldrei upplifað neitt þessu líkt. En þetta hefur allt gerst áður og meira að segja verið skrifaðar um það bækur sem hægt er að ylja sér við í vetur. Allur raunveru- leikaflótti er vel þeginn núna og fátt er hagstæðara í kreppu en bóka- safnskort. Skelfileg fátækt Þó að ekki sé ætlunin að gera lítið úr þrengingum þeirra sem nú eru að missa vinnuna eða spariféð, þá hefur ástandið oft verið verra. Tryggvi Emilsson var barn á Ís- landi fyrir hundrað árum og skrifaði um þau hörmulegu kjör sem íslensk alþýða bjó þá við í bókinni Fátækt fólk. Tryggvi strauk úr vist þar sem hann var nærri því sveltur til dauða, bjó með pabba sínum í rennblautri kjallaraholu á Akureyri og horfði loks upp á litlu systur sína deyja í af- dalakoti þar sem enginn kostur var á lyfjum eða læknishjálp. Þá má ekki gleyma Kreppunni með stóru ká-i, en af fjöldamörgum bókum sem skrifaðar hafa verið um hana eru Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck kannski þekktastar og kaflanum, þar sem unga móðirin sem misst hefur barnið sitt bjargar lífi ókunnugs manns með því að gefa honum brjóst, gleymir enginn sem hefur lesið hann. Aurar og apar Orðið útrásarvíkingur er í dag svipað á bragðið á íslenskri tungu og orðið landráðamaður, en það voru ekki þeir sem fundu fyrstir upp á því að ofmetnast af nýfengnu ríkidæmi. Á þriðja áratug síðustu aldar var mikill uppgangur í Bandaríkjum og þá skrifaði F. Scott Fitzgerald The Great Gatsby. Þar lýsir hann tild- urrófum og nautnaseggjum á Long Island og gagnrýnir siðleysið og efn- ishyggjuna sem réði þar ríkjum. Níundi áratugurinn var sömuleið- is gullöld vatnsgreiddra verð- bréfasala í teinóttum jakkafötum. Bonfire of the vanities eftir Tom Wolfe segir frá einum þeirra, Sherman McCoy og spúsu hans sem lifa hátt, leigja sér til dæmis limós- ínur til þess að bregða sér í næstu götu, enda bara plebbar sem láta sjá sig gangandi á almannafæri. Dramb- ið verður McCoy að falli og áður en sagan er úti er hann fyrirlitinn, einn og yfirgefinn. Illræmdasti verðbréfasali bók- menntanna hlýtur þó að vera Pat- rick Bateman í bókinni American Psycho eftir Brett Easton Ellis. Framan af sögunni gerir hann fátt nema metast við félaga sína um flottustu jakkafötin og sjúga reið- innar býsn af kókaíni upp í nefið á sér, en siðblindan ágerist svo að hann fer að myrða samborgara sína sér til dægrastyttingar. Íslenskir viðskiptaforkólfar komast ekki ná- lægt Bateman í andstyggilegheitum, sama hvað annars er hægt að segja um þá. Að lokum má benda þeim sem vilja útiloka kvíða og reiði og ein- blína á samstöðu og jafnaðargeð á erfiðum tímum á bækurnar um Múmínálfana. Náttúruhamfarir á borð við flóð koma íbúum Múmíndalsins ekki úr jafnvægi og þeir hafa litlar áhyggjur af ver- aldlegum gæðum. gunnhildur@mbl.is Bækur fyrir kreppuvetur Gráðugir viðskiptajöfrar og efnahagsþrengingar eru ekki ný fyrirbæri Siðblindingi Cristian Bale í hlutverki Patrick Bateman í kvikmynd frá árinu 2000, sem kemst þó hvergi nærri því að lýsa hrottaskap verðbréfasalans jafn vel og skáldsagan. Kreppa Jane Darwell, Henry Fonda og John Carradine í kvikmyndinni Þrúgur reiðinnar. Bonfire of the vanities Segir frá verðbréfasala og spúsu sem leigja sér limósínur til þess að bregða sér í næstu götu, enda bara plebbar sem láta sjá sig gangandi á almannafæri. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, föstudaginn 21. nóvember. Jólablað Morgunblaðsins Stórglæsilegt sérblað tileinkað jólunum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. nóvember. Meðal efnis er: • Jólafötin á alla fjölskylduna. • Hátíðarförðun litir og ráðleggingar. • Uppáhalds jólauppskriftirnar. • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. • Smákökur. • Eftirréttir. • Jólakonfekt. • Laufabrauð. • Jól í útlöndum. • Gjafapakkningar. • Jólagjafir. • Kertaskreytingar. • Jólakort. • Jólabækur og jólatónlist. • Jólaundirbúningur með börnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.