Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 Foreldrasamtök gegn áfengisaug- lýsingum fagna dómi hæsta- réttar þar sem ritstjóri Blaðsins var dæmdur til greiðslu einnar milljónar króna sektar vegna brota á lögum um bann við áfengis- auglýsingum. Samtökin vekja einnig athygli á því að samkvæmt séráliti Jóns Steinars Gunnlaugssonar benti ákærði á 999 sambærileg brot frá 1. maí 2005 til 1. júní 2006. Foreldrasamtökin hvetja stjórn- völd til að gæta jafnræðis með þeim sem brjóta með markvissum og ein- beittum brotavilja gegn lögum þessum. Fagna dómi yfir ritstjóra KÓPAVOGSBÆR hefur opnað vef- síðuna Hönd í hönd til að vekja at- hygli á margþættri þjónustu fyrir Kópavogsbúa í tengslum við ráð- gjafaver sem sett var á laggirnar vegna hruns á fjármálamarkaði. Ráðgjafaverið veitir þeim stuðning sem glíma við vanlíðan og erfið- leika. Sími þess er 800-5500. Hönd í hönd AÐSTANDENDUR síðunnar Inde- fence, þar sem undirskriftum er safnað til að mótmæla ósanngjarnri meðferð breskra stjórnvalda á ís- lenskum almenningi, ætla að opna símaver í gamla Morgunblaðshús- inu að Aðalstræti 6 í dag þar sem fólk getur komið til að hringja frítt í vini og kunningja erlendis. Tíu símar verða opnir til úthring- inga um allan heim, kl. 15-20. Hringt frítt í vini erlendis FEGURÐARSAMKEPPNI gimbra verður haldin nk. laugardag kl. 14 í fjárhúsunum í Svalbarði í Þistil- firði. Allir nemendur á barnaskóla- aldri geta komið með eina gimbur og tekið þátt eða fengið lánaða gimbur ef þeir eiga enga. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir annað kvöld. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir full- orðna og ókeypis fyrir börn. Morgunblaðið/Kristján Gimbur Ein fallega flekkótt. Fegurðarsýn- ing gimbra ELDING – Hvalaskoðun í Reykja- vík hlaut fyrr í mánuðinum vottun frá Green Globe-umhverfissamtök- unum. „Þetta er mikill sigur fyrir okk- ur, en fyrirtækið hefur unnið að þessu markmiði síðastliðin tvö ár. Green Globe setur viðmið um um- hverfis- og samfélagslega frammi- stöðu fyrirtækjanna í þeim tilgangi að þau fái vottun og bæti sig sífellt á því sviði,“ segir í tilkynningu. Elding fær vottun OLÍUVERÐ hefur lækkað stöðugt undanfarið en íslenskir neytendur hafa ekki notið lækkunarinnar í sama mæli og fólk í nágrannalönd- unum, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þetta sé vegna þess að álagning seljenda hafi hækkað. Olíufélögin virðist nota fall krónunn- ar sem skálkaskjól. Hjá FÍB hafa menn fylgst með þróun heimsmarkaðsverðs á olíu og uppreiknað það til verðlags í íslensk- um krónum miðað við gengi Seðla- bankans. Til viðmiðunar er útsölu- verð til neytenda hér á landi og þeir skattar sem á bensín og díselolíu leggjast. „Miðað við forsendur álagningar hefðum við viljað sjá að bensínverð væri um það bil 10 krónum lægra [á lítra] til neytenda í dag en það er,“ segir Runólfur. Sé kostnaður neyt- enda við álagningu olíufélaganna frá 1.-27. október skoðaður komi í ljós að hann sé að meðaltali um það bil 10 krónum meiri á hvern lítra en að meðaltali í fyrra. Þetta gildi bæði um bensín og díselolíu. elva@mbl.is Fall krónu skálkaskjól FÍB segir álagningu eldsneytis hafa hækkað og lækkun á olíu skili sér ekki             !     % 34  %    34  % *      ) %    ) %   *   5 6 . 7 . 5 5 8 + 9 : 5 6 . 7 . 5 5 8 + 9 :  ,      #   2   ;     ! " #$<<< 2 ! " #$=   ! PÁLL Jökull Pétursson sigraði í ljósmynda- samkeppninni „Haustlitir í skóginum“ sem Skóg- rækt ríkisins stóð fyrir. Mynd Páls Jökuls er af haustlitum við Hraunfossa í Hvítá í Borgarfirði. Tæplega 300 myndir bárust í keppnina og seg- ir Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hjá Skógræktinni, að dómnefnd hafi átt í vand- ræðum með að velja því margar góðar myndir hafi borist. Ljósmyndasamkeppnin er m.a. haldin í tilefni af evrópsku skógarvikunni en hún var haldin til að vekja athygli á fjölbreyttu hlutverki skóga. Jóhannes Frank Jóhannesson átti mynd sem fékk önnur verðlaun, en hún er af asparblaði í Laugardalnum. Mynd Óskars Kristinssonar úr beykiskógi í Danmörku hlaut þriðju verðlaun. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á skogur.is. Ljósmynd/Páll Jökull Pétursson Myndin af Hraunfossum sigraði PÓLSKU feðgarnir Lukasz og Stanislaw eru á förum frá Íslandi eftir að hafa starfað á Selfossi um þriggja ára skeið. Þeir lögðu af stað til Seyðis- fjarðar í gær til að ná síðustu ferð Norrænu í kvöld. Samkvæmt upplýs- ingum frá Norrænu ferðaskrifstofunni í gær höfðu margir bókað far með ferjunni og var lítið pláss eftir fyrir bíla. Sigurður Grímsson kvikmyndagerðarmaður og kona hans Angelika eru að gera fréttainnslag um landflutninga Pólverja héðan fyrir þýsku sjón- varpsstöðina ZDF. Þau ætla að fylgja þeim um borð í ferjuna. Sigurður sagði að mikill áhugi væri í Þýskalandi á því sem er að gerast hér og að fjallað hefði verið um það í þýskum fjölmiðlum. „Ég veit ekki hve margir Pólverjar eru á förum héðan en þeir eru gífurlega margir,“ sagði Sig- urður. Hann sagði að margir Pólverjanna hefðu ekki getað fengið yf- irfærða peninga sem þeir ættu hér. Sumir þeirra, líkt og fyrrnefndir feðg- ar, hefðu því gripið til þess ráðs að kaupa sér bíl sem þeir tækju með sér. Hugmyndin er svo að selja farkostinn heima. gudni@mbl.is Tilbúnir Feðgarnir Lukas og Stanislaw leggja af stað til Seyðisfjarðar. Vel pakkað Bíll þeirra feðga var vel lestaður fyrir heimferðina. Morgunblaðið/ RAX Bless, bless Pavel, Lukas og Stanislav yfirgefa heimkynni sín á Selfossi. Pólverjar flykkjast heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.