Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Hornsófar
Tungusófar
Svefnsófar
Sófasett
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Smíðum sófa eftir þínum þörfum
Yfir 200 teg
undir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
STJÓRN og stjórnendur Almenna
lífeyrissjóðsins efndu til upplýsinga-
fundar fyrir sjóðsfélaga á Hilton-
hótelinu í gærkvöldi. Metaðsókn var
að fundinum og líklega voru þar
300–350 manns. Sjóðurinn var í
vörslu Glitnis, sem nú hefur verið yf-
irtekinn af ríkinu. Fram kom á fund-
inum að síðar í vikunni á að reikna
nýtt gengi á séreignarsparnað og
opna fyrir að sjóðsfélagar geti tekið
út séreignarsparnað og fært á milli
ávöxtunarleiða, hafi þeir heimild til
þess. Hins vegar gerir sjóðurinn ráð
fyrir því að gengið verði í mörgum
tilfellum mun lægra en það var fyrir
bankahrun, enda verður mikil nið-
urfærsla á skuldabréfum í eigu
sjóðsins. Gert er ráð fyrir allt að
20% tjóni á Ævisafni I, 11-18% tjóni
á Ævisafni II, 12-23% tjóni á Ævi-
safni III, 12-19% tjóni á Trygg-
ingadeild, 19% tjóni á Ævisafni IV
sem talið var öruggasta leiðin og 10-
22% tjóni á Lífeyrisdeild.
Lægri tölurnar tákna það sem
telst sannanlega tapað, en efri tölur
miðast við ýtrustu varúðarafskriftir.
Gengið verður fært niður til sam-
ræmis við hærri mörkin.
Versta ár í sögu sjóðsins
Gunnar Baldvinsson fram-
kvæmdastjóri steig í pontu og sagði
bankahrun síðustu vikna hafa breytt
erfiðu ári í versta ár sjóðsins frá
upphafi. Hann lýsti fallandi gengi
krónunnar, innlendra og erlendra
hlutabréfa og áhrifum bankahruns-
ins og setti það í samhengi við fjár-
festingastefnu sjóðsins. Þá tók
Gunnar fram að með neyðarlög-
unum 6. október hefðu kröfur lífeyr-
issjóða á banka vegna skuldabréfa
verið settar aftar í forgangsröð en
innstæður. Þar með hefði ráðgjöf
sjóðsins til fólks um að setja sparnað
sinn í sjóð með dreifðu eignarhaldi
með mörgum undirliggjandi útgef-
endum, verið gerð nánast verðlaus á
einnig nóttu. Skuldabréfin hefðu
heldur ekki flust yfir í nýju bankana,
sem hefði verið áfall. Hins vegar
hefði Almenni lífeyrissjóðurinn í
fyrradag beint því til Landssamtaka
lífeyrissjóða að óska eftir því að rík-
issjóður keypti þessi bankabréf af
sjóðunum til að lágmarka tap þeirra.
Lesið var upp bréf frá Bjarna Ár-
mannssyni, sem hefur sagt sig úr
stjórninni. Hann sat sem fulltrúi
gamla Glitnis.
Gagnrýni á sjóðinn
Umræður sjóðsfélaga og fyrir-
spurnir voru yfirvegaðar og lítill æs-
ingur. Andrés Magnússon læknir
var meðal þeirra sem tóku til máls.
M.a. gagnrýndi hann sjóðinn fyrir að
veðja á íslensku krónuna. Vísaði
hann í gögn frá Seðlabankanum sem
sýna að erlend staða þjóðarbúsins er
sú versta í heimi og áhættusækni
landsins metin næstmest í heimi.
20% tjón á séreign
Metaðsókn að upplýsingafundi hjá Almenna lífeyrissjóðnum
Bjarni Ármannsson hefur sagt sig úr stjórn sjóðsins
PÁLL Ásgeir Pálsson stjórnarformaður kynnti viðbrögð sjóðsins við hruni
bankanna og fyrirhugaðar breytingar á fjárfestingarstefnu. M.a. á að
minnka eign sjóðsins í einstökum félögum eða fyrirtækjasamstæðum í 5%
af eignum sjóðsins að hámarki. Einnig að setja takmarkanir á kaup hluta-
bréfa og skuldabréfa sama fyrirtækis og gera meiri kröfur til fyrirtækja-
skuldabréfa. Að bannað verði að fjárfesta í eignarhaldsfélögum, sem fjár-
festa mikið í sömu félögum og sjóðurinn. Að endurskoða vægi skulda-
bréfaflokka í fjárfestingum sjóðsins, bæta erlendum skuldabréfum við sem
nýjum eignaflokki til að auka áhættudreifingu og að veita meiri upplýs-
ingar um eignasamsetningu en áður. Mikið mun því breytast á næstunni.
Ný fjárfestingarstefna í mótun
Morgunblaðið/hag
Versta árið Páll Ásgeir Pálsson, stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins, las upp bréf frá Bjarna Ármannssyni
sem er hættur í stjórn. Skrefin fyrir framkvæmdastjórann upp í pontu voru þung, enda 2008 versta árið frá upphafi.
Metaðsókn Á fjórða hundrað mætti á fundinn, þann stærsta sem hefur
verið haldinn á vegum Almenna lífeyrissjóðsins, flestir áhyggjufullir.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Láru Ómarsdóttur
lom@mbl.is
ÁGREININGUR ríkir milli stjórn-
valda og Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar um hvort stjórnvöld hafi vitað
af tilboði breska fjármálaeftirlitsins,
FSA, um sérstaka flýtimeðferð á
færslu Icesave-reikninga yfir í
breska lögsögu.
Björgólfur Thor fullyrti í fréttum
Stöðvar 2 á sunnudag að gegn 200
milljóna punda fyrirgreiðslu hefði
FSA verið tilbúið til að færa reikn-
ingana yfir í breska lögsögu á fimm
dögum. Tilboðið hafi verið rætt við
stjórnvöld þann 5. október eða dag-
inn áður en neyðarlögin voru sett.
Seðlabankinn hafi hins vegar ekki
viljað lána fyrir greiðslunni.
Í tilkynningu sem Seðlabankinn
sendi frá sér vegna málsins í fyrra-
dag segir að „Tilefni beiðni Lands-
bankans hafi verið útstreymið af
innlánsreikningum. Ekki hafi verið
minnst á flýtiafgreiðslu breska fjár-
málaeftirlitsins.“ Þessu hefur Björg-
ólfur Thor mótmælt.
Davíð heyrði af tilboði FSA
Á blaðamannafundi Seðlabankans
í gær var Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri spurður hvort honum
hefði verið kunnugt um boð FSA.
Hann svaraði því til að Björgólfur
Thor hefði ekki verið á fundum sem
haldnir voru með stjórnendum
Landsbankans. Davíð sagðist hafa
heyrt af því að Landsbankinn væri
að reyna að flýta flutningi Icesave
en á fundi með forsvarsmönnum
bankanna skömmu fyrir bankafallið
hefðu önnur mál verið rædd.
Hverjir vissu hvað?
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var Jónas Fr. Jónsson, for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, FME, í
símasambandi við FSA sunnudaginn
5. október. Ítrekað var reynt að ná í
Jónas við vinnslu fréttarinnar en án
árangurs. Hins vegar náðist í Jón
Sigurðsson, stjórnarformann FME.
Hann vildi ekki tjá sig um málið.
Össur Skarphéðinsson sagði í
Morgunblaðinu í gær að tilboð FSA
hefði „aldrei komið inn í ráðherra-
hópinn sem sinnti þessum málum“.
Þá sagði Geir H. Haarde, forsætis-
ráðherra, í fjölmiðlum að sér hefði
ekki verið kunnugt um skilyrði FSA
fyrir flýtimeðferð: „Ég þekki þetta
ekki nákvæmlega,“ sagði Geir í sam-
tali við Stöð 2, „með þessi 200 millj-
ón pund, hef ekki upplýsingar um
það.“
Þá hefur því verið haldið fram að
Árni Mathiesen fjármálaráðherra
hafi vitað af tilboðinu og eiga orð
hans í símtali við Alistair Darling að
staðfesta það
Darling: „Ég tek því þá sem svo
að loforðið sem Landsbankinn gaf
okkur um að hann fengi 200 milljónir
punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?“
Árni: „Já, þeir fengu ekki það fé.“
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er
haft eftir Árna að hann hafi aldrei
heyrt af skilyrði FSA og að 200
milljóna punda fyrirgreiðsla hafi
ekki verið nefnd í tengslum við flýti-
meðferð.
Stál í stál milli
stjórnvalda og
Björgólfs Thors
Davíð Oddsson heyrði af flýtimeðferð
Ráðherrar kannast ekki við skilyrði FSA
Morgunblaðið/Frikki
Tilboð Seðlabankastjóri segist hafa
heyrt af tilboði FSA.
Í HNOTSKURN
»Breska fjármálaeftirlitið áað hafa boðist til að flýta
fyrir flutningum Icesave-
reikninga í breska lögsögu
gegn 200 milljóna punda fyrir-
greiðslu.
»Slík breyting hefði að sögnBjörgólfs Thors getað
forðað íslenska ríkinu frá því
að innistæður í Icesave færu á
ábyrgð ríkisins.
„BIRNA hringdi sjálf og sagði
mér fréttirnar,“ segir Ragna Er-
lendsdóttir um lausn Nýja Glitnis
á greiðslu vegna meðferðar dóttur
hennar í Bandaríkjunum.
Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að 50 þúsund dollara ávísun,
sem bankinn sendi, misfórst í
pósti. Bankinn endurgreiddi
Rögnu krónurnar, en upphæðin í
dollurum hefur hækkað um hálfa
milljón og sætti Ragna sig ekki við
að þurfa að greiða mismuninn.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Nýja Glitnis, hafði samband við
Rögnu í gærkvöldi og tjáði henni
að bankinn myndi tryggja að hún
gæti greitt spítalanum lokagreiðsl-
una. „Þetta voru æðislegar frétt-
ir,“ segir hún.
Már Másson, upplýsingafulltrúi
bankans, segir að gott samband
hafi verið við Rögnu og málið leyst
í sátt og samlyndi. „Aðstæður Ellu
Dísar og móður hennar eru afar
erfiðar og í ljósi þeirra aðstæðna
teljum við skylt og sjálfsagt að
tryggja að þær verði ekki fyrir
skaða vegna þessa.“
steinthor@mbl.is
„Birna hringdi sjálf og
sagði mér fréttirnar“
TÍU ökumenn voru teknir fyrir ölv-
unarakstur á höfuðborgarsvæðinu
um liðna helgi.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni var einn ökumaður stöðv-
aður á föstudag grunaður um ölvun
við akstur, fimm á laugardag og
fjórir á sunnudag.
Sex ökumannanna voru teknir í
Reykjavík, tveir í Hafnarfirði, einn
í Garðabæ og annar í Mosfellsbæ.
Um var að ræða fjóra karla á þrí-
tugsaldri, tvo á fimmtugsaldri, einn
á sextugsaldri og einn undir tví-
tugu. Auk þess tvær konur á fer-
tugs- og fimmtugsaldri.
Tíu stútar á
einni helgi