Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
KARL Garðarsson, fyrrverandi rit-
stjóri Blaðsins, bættist fyrir helgi í
fámennan flokk manna sem eiga það
sammerkt að hafa verið dæmdir af
Hæstarétti fyrir að birta áfengis-
auglýsingar.
Sér til varnar vísaði Karl m.a. til
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar
um að allir skuli vera jafnir fyrir
lögum og benti á að áfengisauglýs-
ingar mætti, skv. lögum, birta í er-
lendum ritum sem hér væru seld og
að refsa honum væri þar af leiðandi
brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár-
innar.
Þá hefðu aðrir í mörgum tilvikum
birt áfengisauglýsingar án þess að
ákæruvaldið hefði brugðist við.
Meirihluti Hæstaréttar hafnaði
þessari málsvörn og komst að þeirri
niðurstöðu að undantekningarreglan
um auglýsingar í erlendum ritum
yrði að teljast eðlileg, enda mætti
ætla að rit á erlendum tungum ættu
ekki jafn greiða leið að börnum og
unglingum og efni á íslensku en
megintilgangur auglýsingabannsins
væri að sporna gegn því að áfengi
væri haldið að börnum og ungmenn-
um. Að aðrir hefðu komist upp með
brot gegn banni við auglýsingum á
áfengi þýddi heldur ekki að Karl
gæti sloppið við refsingu.
Bann svo gott sem marklaust
Einn dómari, Jón Steinar Gunn-
laugsson, skilaði sératkvæði og vildi
sýkna Karl. Jón Steinar taldi að sú
undantekningarregla að erlend rit
eru undanþegin banni við áfeng-
isauglýsingum bryti í bága við jafn-
ræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Reglan hefði verið rökstudd með því
að næsta vonlaust væri að banna
innflutning á erlendum ritum sem
innihalda áfengisauglýsingar eða
láta fjarlægja auglýsingarnar. Í
þessu fælist rökvilla. Ekki væri með
nokkru móti hægt að nota röksemd-
ina um erfiðleika við að láta borgara
njóta jafnræðis til að réttlæta mis-
rétti.
Þá sagði Jón Steinar að þótt fall-
ast mætti á að það gæti ekki, að öll-
um jafnaði, verið málsvörn í refsi-
máli að aðrir hefðu brotið af sér og
komist upp með það, þá væru að-
stæður í þessu máli afar sérstakar.
Yrði ekki betur séð en bann áfeng-
islaga við birtingu áfengisauglýsinga
væri svo gott sem marklaust þar
sem svo margir brytu gegn því, að
því er virtist daglega, án þess að
brugðist væri við því. Meðal þeirra
sem brytu gegn banninu væri sjálft
íslenska ríkið með einkasölu á áfengi
í ÁTVR. Mönnum væri í reynd mis-
munað á grófan hátt og því yrði refs-
ingu ekki við komið.
Nokkrir dæmdir
Á undanförnum árum hafa þó
nokkrir verið dæmdir fyrir að aug-
lýsa áfengi. Í þeim hópi eru tveir
framkvæmdastjórar, annars vegar
hjá heildsölu og hins vegar hjá öl-
gerð. Í júní á þessu ári voru tveir rit-
stjórar dæmdir fyrir að birta áfeng-
isauglýsingar; ritstjóri Fótbolta-
sumarsins 2008 og ritstjóri Mannlífs
hlutu þá þessi örlög.
Dæmdur fyrir auglýsingar
Fyrrverandi ritstjóri Blaðsins þarf að greiða milljón í sekt fyrir að auglýsa bjór og áfengisblandað gos
Einn af fimm hæstaréttardómurum skilaði sératkvæði og sagði að um grófa mismunun væri að ræða
Morgunblaðið/Júlíus
Leyft Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu mega kráareigendur setja upp vörumerki
sem þessi að því gefnu að þeir selji eitthvað frá viðkomandi framleiðanda sem ekki er áfengt, t.d. léttöl eða boli.
KARL Garðarsson, fyrrverandi ritstjóri Blaðsins (sem seinna varð 24
stundir), var dæmdur fyrir að birta fjórar auglýsingar, tvær um bjór, eina
um áfengisblandað gos og eina um léttvín. Í þessum auglýsingum var ekki
farið í neinar grafgötur um að verið væri að auglýsa áfengi.
Það er alkunna að þeir sem auglýsa bjór hér á landi gera það yfirleitt
undir því yfirskini að þeir séu í raun að auglýsa léttöl.
Í bjórauglýsingunum í Blaðinu voru engin slík undanbrögð en þar stóð
m.a.: „Nú eru Carlsberg 33 cl dósir fáanlegar í skemmtilegum 10 dósa
kössum […] Kassinn kostar aðeins 1.350 kr. í næstu vínbúð.“
Í auglýsingu um Woody’s sagði að varan væri gerð úr vodka og fleiru og
var verðið tilgreint. Meirihluti Hæstaréttar, fjórir dómarar af fimm, taldi
að Karl hefði brotið gegn 20. grein áfengislaga sem segir að hvers konar
auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar. Sektin
var ein milljón króna.
Bjórinn sem Blaðið auglýsti
var ekki dulbúinn sem léttöl
VÍNBLAÐ ÁTVR er ekki einungis verð- og vöruskrá heldur er töluverðu
plássi varið í almenna umfjöllun um vín.
Í Vínblaðinu í desember sl. mátti t.a.m. lesa þessi ráð um vín og villibráð:
„Heppileg vín með sjófuglum eru ávaxtarík hvítvín með góðri sýru og sítr-
usbragði. Í því sambandi mætti nefna Riesling-vínin frá Nýja-Sjálandi.
Einnig eru Pino Grigio frá Ítalíu ljómandi góð með sjófuglum. Ef um
bragðmiklar sósur er að ræða eða ef kjötið hefur verið glóðarsteikt henta
rauðvín betur. Heppilegt rauðvín gæti verið bandarískur Zinfandel, Merlot
frá Suður-Frakklandi, Languedoc Roussillon.“
Upplýsingar um verðið aftar í Vínblaðinu
Í Vínblaðinu í febrúar var m.a. fjallað um sætindi og sæt vín með þessum
hætti: „Vin Santo frá Ítalíu og Vin de Paille frá Frakklandi eru vín gerð úr
þurrkuðum þrúgum. Þessi vín einkennast oft af rúsínutónum, karamellu,
þurrkuðum ávöxtum og eikarkeimi. Með þessum vínum væri ég alveg til í
að fá mér súkkulaði með hnetum og rúsínum eða jafnvel hvítt súkkulaði.“
Í dæmunum hér að ofan eru heiti vína eða vínframleiðenda ekki nefnd
heldur eiga upplýsingarnar við um tegundir, þ.e. það geta verið fleiri en
einn framleiðandi að Vin Santo. Síðar í ofannefndum Vínblöðum koma
fram upplýsingar um hversu mikið vínin kosta.
Einar Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær að ÁTVR hefði leitað lögfræðilegs álits og
fyrirtækið teldi sig starfa innan ramma laganna. Vínblaðið væri verðskrá
ÁTVR og slík verðskrá hefði verið gefin út áratugum saman. Hann sér
ekki hvernig sú útgáfa gæti stangast á við lög. Aðspurður hvort kokteila-
og bollublaðið stæðist lögin vísaði Einar til fyrra svars um að ÁTVR starf-
aði innan ramma laganna, en hann kvaðst ekki, að svo komnu, hafa tök á að
rökstyðja mál sitt frekar. Málið væri flókið.
Alveg til í súkkulaði með hnet-
um og rúsínum með Vin Santo
Þau leiðu mistök urðu við birtingu
greinar Elísabetar V. Ingvarsdóttur
í síðustu Lesbók að blaðið birti
mynd af fyrrverandi forstöðumanni
Hönnunarsafns Íslands en ekki nú-
verandi, Hörpu Þórsdóttur. Sömu-
leiðis féll myndatexti með mynd af
stól Valdimars Harðarsonar, Sól-
eyju, niður og er því birtur hér um
leið og beðist er velvirðingar á mis-
tökunum: „Stólinn Sóley eftir Valdi-
mar Harðarson sáu íslensk fyrirtæki
sér ekki hag í að framleiða. Stóllinn
var árum saman metsölustóll hjá
þýska fyrirtækinu Kusch +Co og
malaði þeim gull.“
Engin viðskipti
Þau mistök voru gerð í Morg-
unblaðinu í gær að efnahags- og
skattanefnd Alþingis var rangnefnd
efnahags- og viðskiptanefnd. Við-
skiptanefnd Alþingis er aðskilin
nefnd. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
LEIÐRÉTT
Myndabrengl í Lesbók
smáauglýsingar
mbl.is