Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Tvær Ástur Alþingi er mislíflegt þessa dagana og eins og ákveðin deyfð ríki í þingsal, nema þá sjaldan að efnahagsmálin eru rædd. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mátti sætta sig við að
halda ræðu yfir tómum sal um sóknargjaldafrumvarp sitt í gær og ekki þurfti nafna hennar í forsetastóli, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, að hafa mikið fyrir fundarstjórninni rétt á meðan.
Kristinn
STJÓRNVÖLD sviku þjóðina. Þau báru ábyrgð á bönk-
um, fjármálastofnunum, eftirlitsstofnunum, einkavæð-
ingum, þeim var treyst fyrir velferð íslenskra heimila,
framtíð barnanna okkar, en í stað þess að sinna starfi sínu
dorguðu þeir í rólegheitum með snekkjueigendum,
dorguðu og sváfu meðan þjóðin brann.
Stjórnvöld studdu auðmenn af heilum hug, blésu út af-
rek þeirra, þáðu boð þeirra, sleiktu diska þeirra, en nú eftir
hrunið kenna þau þjóðinni um, þjóðin hafði verið á neyslu-
fylliríi.
Forsætisráðherra varð að biðja guð um að blessa þjóð-
ina.
Útrásarvíkingar koma hver á eftir öðrum í viðtöl við fjöl-
miðla, lýsa yfir sakleysi sínu, undrun sinni á því sem gerst
hefur, sjálfir komu þeir hvergi nærri, vissu ekki einu sinni
af þessu.
Prestar og aðrir vitringar sem tóku ekki þátt í neyslu-
fylliríi þjóðarinnar en aka samt um á margra milljóna
króna jeppum minna þjóðina á að nú sé tími sannleikans
runninn upp, nú höfum við foreldrar loks tækifæri til að
sinna fjölskyldum okkar, hugsa um börnin okkar, sýna um-
hyggjusemi og kærleika, spara eins og við lifandi getum.
Stjórnvöld og fjölmiðlar taka undir orð þeirra.
Hvern fjandann halda þau að við höfum verið að gera
undanfarin ár?
Þorri þjóðarinnar er almenningur sem hefur aldrei tekið
þátt í neyslufylliríi stjórnvalda og auðmanna. Almenningur
er fólk sem hefur unnið hörðum höndum við að koma þaki
yfir höfuðið, borga skuldir sínar, mennta börnin sín, svo út-
keyrt af vinnu að það hefur aldrei haft tíma til að detta í
það með stjórnvöldum og ríkri hirð þeirra. Enda aldrei
verið boðið í þau partí.
Því frábið ég mér öll blessunarorð, áminningar, kjaftæði.
Stjórnvöld og auðmenn hafa ekki einungis sett heila þjóð
á vonarvöl, gert hana að skuldugum vesalingum, fyr-
irlitnum af öðrum þjóðum, þau hafa líka með háttsemi sinni
og græðgi undanfarinn áratug hunsað og eyðilagt gildin
sem gerðu Íslendinga að sjálfstæðri þjóð. Virtu að vettugi
hugsjónir um jafnrétti og stéttlaust þjóðfélag, gáfu skít í
mannauðinn og náttúruna.
Ég bið því stjórnvöld um að hlífa mér við afsökunum og
innihaldslausu bulli. Ég bið auðmenn líka um að láta það
vera að væla um stöðu sína í fjölmiðlum í von um að fá sam-
úð þjóðarinnar.
Ég hef enga samúð með ofangreindum. Mæður hafa
aldrei samúð með þeim sem fremja glæpi gagnvart börn-
um þeirra.
Kristín Marja Baldursdóttir
Hungurvaka
ÍSLENSKA þjóðin
heyr nú sína fyrstu eld-
raun í efnahagsmálum
eftir að hafa einkavætt
mikilvæg fyrirtæki og
fjármálastofnanir og
skipulagt hagkerfi sitt
sem nútíma markaðs-
hagkerfi. Á slíkum stund-
um hlýtur fólk að velta
því fyrir sér hvort þessi
tilraun hafi heppnast,
hvort hið gamla hagkerfi ríkisreksturs
og tilskipana stjórnmálamanna hafi
kannski þegar öllu er á botninn hvolft
verið betra. Sumum finnst ef til vill að
gamli tíminn hafi verið öruggari í ein-
hverjum skilningi þótt velmegun hafi
ekki verið jafnmikil.
Þegar þjóð velur sér hagkerfi hlýtur
hún fyrst og fremst að velta því fyrir
sér hvernig lífi hún vilji lifa. Hér geta
auðvitað skoðanir verið skiptar en
mikilvægt er að sérhver einstaklingur
velti þessari spurningu fyrir sér.
Trúarbragðaforinginn Kalvin hélt
því fram á 16. öld að eftirsóknarvert
líf fælist í vinnuhörku og sparnaði.
Þeir Friedrich Hayek og Milton
Friedman voru ekki alveg sammála
Kalvin, héldu því þess í stað fram að
það sem væri eftirsóknarvert í lífinu
væri frelsi til athafna. En þótt segja
megi að í vinnu og frelsi felist for-
sendur hamingjuríks lífs þá er ekki
þar með sagt að í þeim felist kjarni
eða innihald þess lífs sem við viljum
lifa.
Ég hef oft haldið því fram að kjarni
þess lífs sem gefur okkur hvað mesta
hamingju felist í tækifærum til þess að
ná árangri; takast á við ögranir og
sigrast á þeim; að læra af reynslunni
og þroskast sem manneskjur í lífi og
starfi. Þessa hugmynd hef ég frá Evr-
ópu. Í Grikklandi hinu forna hélt Ari-
stóteles því fram að allt
fólk ætti það sameig-
inlegt að vilja útvíkka
sjóndeildarhringinn og
uppgötva hæfileika sína.
Í Evrópu endurreisn-
artímans lýsti Cellini
gleðinni sem fólst í því
að skapa. Á barokk-
tímanum lýstu þeir
Cervantes og Shake-
speare innri þörf fólks
til þess að leita í stað
þess að vera. Þessa
hugsun má finna hjá
Thomas Jefferson og Voltaire og
einnig öðrum hugsuðum upplýsing-
arinnar í Evrópu. Heimspekingarnir
William James og Henri Bergson
skrifuðu um mikilvægi viljans til þess
að breyta í stað þess að vera til í
þjóðfélagi óumbreytileikans. Ind-
verski hagfræðingurinn Amartia Sen
hefur á svipaðan hátt lagt áherslu á
mikilvægi þess að „gera“ í stað þess
að „vera.“
Ef gott líf gefur tækifæri til þess
að læra, þroskast og uppgötva hæfi-
leika sína, láta frjálsan vilja stjórna
athöfnum sínum og takast á við ögr-
anir, þá er ljóst að gott hagkerfi er
það hagkerfi sem gefur einstakling-
unum tækifæri til slíks. Gott hagkerfi
hvetur þá einstaklinga áfram, ögrar
þeim, gefur þeim tækifæri til þess að
læra og þroskast, til þess að uppgötva
og takast á við hin ýmsu verkefni. En
til þess að svo megi verða þurfa fram-
farir að verða, nýjar vörur að verða
til og ný þekking og tækni að koma
til sögu. Slíkar breytingar verða í
markaðshagkerfum þegar uppgötv-
anir eru gerðar og framþróun verður
á markaði þar sem einstaklingar og
fyrirtæki eiga samskipti.
Drifkraftur markaðshagkerfis er
meiri en nokkurs annars hagkerfis
vegna þess að þekking hvers ein-
staklings nýtist samfélaginu til heilla.
Friedrich Hayek lýsti því á fjórða ára-
tug síðustu aldar hvernig sérhver ein-
staklingur nýtir reynslu sína og þekk-
ingu; frumkvöðlar hafa tilfinningu fyrir
því hvers konar vörur og þjónustu er
unnt að selja á markaði og í bönkum
og öðrum fjármálastofnunum er starfs-
fólk sem hefur reynslu af því að velja
úr bestu viðskiptahugmyndirnar.
Stjórnendur fyrirtækja hafa einnig
sína sértæku og persónulegu reynslu
og þekkingu og það gera neytendur
líka. Allir þessir aðilar koma við sögu
við markaðssetningu nýrra vöruteg-
unda og nýrrar tækni. Afskipti ríkisins
eru með öllu óþörf.
Markaðshagkerfi gefa okkur á þenn-
an hátt ekki einungis betri lífskjör;
meiri framleiðni og hærri laun, heldur
einnig betra líf. Vinnustaðurinn verður
skemmtilegri vegna þess að hann býð-
ur upp á fjölda óleystra verkefna sem
gefa okkur tækifæri á að læra og
þroskast.
Þótt ýmsir Íslendingar kunni að líta
til aukinna ríkisafskipta í formi op-
inbers reksturs banka og annarra fyr-
irtækja um þessar mundir þá verður
að hafa í huga að slíkt fyrirkomulag
mundi fækka þeim tækifærum sem
komandi kynslóðum stendur til boða og
væntanlega einnig minnka lífshamingju
þeirra.
Eftir Edmund S.
Phelps »Drifkraftur markaðs-
hagkerfis er meiri en
nokkurs annars hagkerfis
vegna þess að þekking
hvers einstaklings nýtist
samfélaginu til heilla.
Edmund S. Phelps
Höfundur er prófessor í hagfræði við
Columbia-háskóla í New York. Phelps
hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2006.
Hann hefur oft heimsótt Ísland.
Hvers konar hagkerfi?