Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
JAAP Krager skrif-
ar grein í Mbl 26. októ-
ber sl. sem er svo upp-
full af rangfærslum og
staðreyndavillum að
ekki verður hjá því
komist að leiðrétta.
Greinin er undir fyr-
irsögninni „Fleiri álver
og virkjanir leiða af sér
óstöðugan efnahag“.
Þar reynir hann í aðalatriðum að
færa rök fyrir því að bygging Kára-
hnjúkavirkjunar og álvers á Reyð-
arfirði hafi verið upphaf að þenslu
hagkerfisins og óstöðugum efnahag.
Hann gleymir lánum banka og
Íbúðalánasjóðs á suðvesturhorninu
sem voru a.m.k. tvöfalt hærri en fjár-
festingin austanlands.
Svo segir hann: „Allur
iðnaður, t.d. öll fisk-
vinnsla á Reyðarfirði,
hefur drepist niður
vegna ómögulegrar
samkeppni við álverið.“
Jaap Krager sést ekki
fyrir í gagnrýni sinni á
álverið og tínir einfald-
lega til ósannindi. Flest-
ir vita að löngu áður en
farið var að ráða í álver-
ið keypti Skinney-
Þinganes á Hornafirði
fiskvinnsluna á Reyð-
arfirði og það var þeirra ákvörðun að
hagræða og leggja hana niður. Það
hafði ekkert með samkeppni við ál-
verið um vinnuafl að gera. Sama
marki er brennd sú gagnrýni sem
kom fram á sínum tíma að fiskurinn í
Reyðarfirði hefði horfið vegna meng-
unar frá álverinu áður en það var tek-
ið í notkun! Og enn heldur hann
áfram að draga rangar ályktanir af
réttum forsendum sér í hag og sínum
málstað: „Á árunum 2002 – 2008
fluttu 78 fleiri frá Austfjörðum en öf-
ugt.“
Árið 2002 voru 4049 íbúar í núver-
andi Fjarðabyggð en í dag (1. októ-
ber) eru þeir 5017 en það er 24%
fjölgun! Það hefur fækkað nyrst og
syðst á Austfjörðum og það var vitað
fyrir að áhrif álversins næðu ekki
þangað.
Enn heldur bullið áfram sem þjón-
ar málstað Japp Krager og þeirra
misvitru útlendinga sem eru að hafa
vit fyrir sjálfsbjargarviðleitni Aust-
firðinga. Af hverju greiðir Alcoa
meira fyrir orku í USA en hér á
landi? Vegna þess að orkufyrirtækin
í USA geta selt á almennum markaði
líka og jafnvel flutt út til Kanada.
Það er ekki mögulegt hér. Þetta eru
markaðsaðstæður en ekki vegna
þess að Alcoa sé að níðast á lítilli
þjóð.
Hvenær ætlar Saving Iceland að
hætta að halda því fram að Dettifoss
í Jökulsá á Fjöllum hafi farið undir
Hálslón sem er í Jökulsá á Brú? Hve-
nær ætla þeir að hætta að halda því
fram að Jökulsá á Fjöllum verði vikj-
uð sem engin áform eru um? Hvenær
ætla þeir að hætta að halda því fram
að hreindýr, sem til er mynd af, hafi
drukknað í Hálslóni? Halda þeir að
við séum svo vitlaus (og hreindýrin
líka) að halda að það hafi vaðið út í
lónið og drukknað? Eða sofnað á
lónsbakkanum og flætt þar? Því var
einfaldlega plantað í vatnsborðið til
að þjóna málstaðnum.
Björn Sigurður
Lárusson er ósáttur
við skrif Jaap
Krager
» Grein Jaap Krager
er uppfull af
rangfærslum og
staðreyndavillum
Björn Sigurður
Lárusson
Höfundur er almannatengill.
IAN Watson, lektor í
Háskólanum í Bifröst,
skrifar í Morgunblaðið
15.10. 2008 um opinn að-
gang að fræðigreinum á
netinu. Auðvelt er að
vera dr.Watson sam-
mála í flestu eða lang-
flestu sem hann skrifar.
Ég hnaut samt um eft-
irfarandi fullyrðingar: „Þar sem eru
engir áskrifendur þarf grunn-
fjármagn tímaritsins vitaskuld að
koma annars staðar frá – en vegna
þess að um frekar lágar upphæðir er
að ræða ráða flestir háskólar eða
deildir innan þeirra við að gefa út raf-
ræn tímarit og greiða fyrir ritstjórn
þess.“ – Vegna þessara fullyrðinga vil
ég taka fram af eigin reynslu:
1. Ásamt félögum mínum birti ég
seint á árinu 2006 grein í velþekktu
tímariti, sem hefur gott birtingargildi
(„impact factor“) og var
þá að taka upp opinn að-
gang („free access“) að
birtum greinum á netinu.
Við greiddum 30–40 þús-
und kr. fyrir birtinguna
og var það vissulega ekki
óhóflegt að okkar dómi.
2. Í júní síðastliðnum
birtum við aðra grein í
sama tímariti. Birting-
argjaldið var þá orðið
950 sterlingspund, enda
var hið nýja ritstjórn-
arkerfi sagt orðið full-
burða. Þótti okkur þetta verð úr hófi
mikið, enda komið yfir 100 þúsund kr.
Af ýmsum ástæðum létum við þetta
þó gott heita og yfir okkur ganga og
klufum þennan kostnað.
3. Í síðustu viku komu skilaboð frá
tímaritinu þess efnis að við sendum
þeim þriðju greinina um hliðstætt efni
þar eð hinar tvær hefðu verið svo mik-
ið heimsóttar á netinu. Þótt slík til-
mæli séu venjulega mest kurteis-
ishjal, kom þetta samt við kveik í
okkur.
4. Efnið í þriðju ritgerðina er nefni-
lega nánast fyrir hendi og þyrfti að
birta fyrr en síðar.Vegna bankaharð-
indanna, sem hófust hér fyrir fáum
vikum, er það hins vegar borin von,
að við gætum varið það að verja af
litlu aflafé nær 1000 sterlings-
pundum, nú jafngildi minnst ca. 200
þúsund kr., til birtingar þriðju grein-
arinnar í þessu tímariti – og fengjum
það jafnvel ekki vegna hafta.
5. Það getur því að fenginni
reynslu líkst leið þrengsla og þrautar
að birta vísindagreinar í góðum tíma-
ritum með opinn aðgang að grein-
unum.
Þorkell Jóhannesson
skrifar um birtingu
fræðigreina í tíma-
ritum og á netinu
» Það getur því líkst
leið þrengsla og
þrautar að birta vís-
indagreinar í góðum
tímaritum með opinn
aðgang að greinunum.
Þorkell Jóhannesson
Höfundur er prófessor úr embætti.
Opinn aðgangur að vísinda-
greinum – erfiðari en sýnist
SKÝJABORGIR og
loftkastalar hafa hrun-
ið á síðustu dögum. Í
rústunum stendur
steini lostin þjóð og
eignir liggja undir
skemmdum, ekki að-
eins skjótfenginn
sýndargróði síðustu
ára, heldur einnig
verðmæti sem tekið hefur áratugi
að byggja upp, þ.m.t. sparifé lands-
manna, orðstír þjóðarinnar og veru-
legur hluti þess fullveldis sem enn
var unnt að tala um að Ísland nyti.
Atburðir síðustu vikna hafa fært
okkur heim sanninn um það að Ís-
land er veikt. Innviðir þessa þjóð-
félags, sjálfar burðarstoðirnar, hafa
reynst fúnir. Það er næsta nöturleg
tilhugsun þegar 90 ára fullveld-
isafmæli Íslands nálgast óðfluga.
Veikleikar löggjafarvaldsins
blasa við. Frá gildistöku EES-
samningsins 1993 hefur reyndar öll-
um mátt vera ljóst að hin klassíska
skilgreining á fullveldishugtakinu
er úrelt. Með aðild að samningnum
framseldu Íslendingar löggjaf-
arvaldið úr landi að mjög miklu
leyti. Með því að leita á náðir Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins höfum við í
raun framselt yfirstjórn og eftirlit
með ríkisfjármálum úr landi. Síð-
ustu daga rifjast óþægilega oft upp
þau orð þjóðskáldsins að nú sé
Snorrabúð stekkur.
Á síðustu árum hefur margt ver-
ið sagt um veika stöðu dómsvalds-
ins, en minna verið hugað að stöðu
löggjafans gagnvart fram-
kvæmdavaldinu. Verður það að telj-
ast einn alvarlegasti galli á stjórn-
skipun okkar hversu einrátt
framkvæmdavaldið hefur verið.
Temprun þess valds hefur í það
minnsta ekki komið frá þinginu,
sem þjónað hefur sem afgreiðslu-
skrifstofa framkvæmdavaldsins allt
of lengi. Lagasetning hér á landi
hefur verið úr takti við það sem
kalla má viðtekin lýðræðisviðhorf.
Efnisleg umræða um mikilvæga
löggjöf hefur sjaldnast farið fram í
aðdraganda þingkosninga. Kosn-
ingabarátta hérlendis minnir á
framboð til nemendafélags og ber
sorglega lítinn keim af hug-
myndafræði. Milli kosninga fara
æðstu handhafar löggjafar- og
framkvæmdavalds sínu fram og
virðast telja sér óskylt að svara til
ábyrgðar gagnvart almenningi.
Virðist oft gleymast að svonefndir
valdhafar starfa í umboði almenn-
ings. Undarleg er sú staðreynd að
menn bjóði sig fram í nafni al-
mannahagsmuna en starfi í þágu
sérhagsmuna. Má þar minna á eft-
irlaunaósómann svokallaða og að-
ferðafræði við framsal almennings-
eigna, svo fátt eitt sé nefnt.
Hvað með fram-
kvæmdavaldið sjálft?
Nærtækast er að
byrja á fjármálunum.
Nýliðnir atburðir hafa
sýnt að hugtakið pen-
ingamálastjórn lýsir
fyrirbæri sem ekki er
til hér á landi. Eft-
irlitsstofnanir hafa
reynst of veikburða.
Lögreglan er í fjár-
svelti og sætir end-
urteknu ofbeldi við
skyldustörf. Það er
áhyggjumál fyrir alla þjóðina, ekki
aðeins lögreglumenn og fjölskyldur
þeirra. Skýrasta dæmið um aumt
framkvæmdavald birtist fyrir ári
þegar fámennur hópur svonefndra
auðmanna var hársbreidd frá því
að fá orkuauðlindir á Suðurnesjum
afhentar á silfurfati vegna þess
sem flokkast verður sem sof-
andaháttur umboðsmanna almenn-
ings, spilling eða bein vanvirðing
fyrir lýðræðinu. Samfélagið snerist
um hagsmuni hinna fáu, sem létu
m.a. hafa eftir sér í þessu sambandi
að „heimurinn“ gæti ekki beðið eft-
ir þrætum stjórnmálamanna. Þökk
sé Morgunblaðinu og grandvörum
borgarfulltrúum sem sýndu póli-
tískt hugrekki og afstýrðu stór-
slysi.
Hið svokallaða fjórða vald,
fjölmiðlar, virðist sökum þröngs
eignarhalds hafa takmarkaða getu
og vilja til að rækja það hlutverk
sitt að veita nauðsynlegt aðhald.
Lýðræðislegt aðhald hefur raunar
einnig skort frá borgurunum.
Að öðru leyti má nefna að ytri
varnir okkar eru litlar sem engar,
sérstaklega meðan þær eru í hönd-
um þjóðar sem kosið hefur að ráð-
ast beinlínis að okkur á al-
þjóðavettvangi. Þá hefur gjaldmiðill
okkar verið gerður að leiksoppi á
alþjóðlegum markaði með graf-
alvarlegum afleiðingum fyrir heim-
ilin og fyrirtækin í landinu.
Allt frá gildistöku stjórnarskrár
Bandaríkjanna hafa vestræn lýð-
ræðisríki byggst m.a. á þeirri
hugmyndafræði Johns Lockes, að
vald ríkisstjórna grundvallist á
getu þeirra til að efla tækifæri til
velsældar og hamingju meðal allra
þeirra sem ríkisvaldinu lúta. Í ljósi
þeirrar stöðu sem upp er komin er
brýnt að hafa þetta í huga. Taka
ber þessa umræðu upp þegar við
erum komin í gegnum mestu boða-
föllin. Endurnýjun á hinum póli-
tíska vettvangi er nauðsynleg
vegna trúverðugleika okkar utan
frá, en þó ekki síður innan frá. Þar
á ég ekki við neitt af því sem áður
var talið, heldur það að stærsta
ógnin sem steðjar að samfélagi
okkar nú um stundir er hættan á
landflótta ungs fólks. Ekkert áfall
yrði okkur þyngra en að missa
mannauðinn úr landi vegna þreng-
inga á vinnumarkaði og myrkrar
framtíðarsýnar. Þetta er brýnasta
og mikilvægasta viðfangsefni okkar
nú.
Við berum öll ábyrgð á end-
urreisn íslensks samfélags. Sú end-
urreisn verður með öðru sniði en
1918, en þó ekki síður söguleg.
Þetta verður ekki gert undir kjör-
orðinu Áfram til ársins 2007.
Við okkur blasir nú sjaldgæft
tækifæri til hugmyndafræðilegrar
endurskilgreiningar, endurnýjunar
og uppbyggingar með almanna-
hagsmuni að leiðarljósi, ekki sér-
hagsmuni. Vonandi ber þjóðin gæfu
til hagnýtingar þeirra möguleika
sem í þessu felast.
Arnar Þór Jónsson
fjallar um vænt-
anlega uppbygg-
ingu lands og þjóðar
» Við okkur blasir nú
sjaldgæft tækifæri
til hugmyndafræðilegr-
ar endurskoðunar, end-
urnýjunar og uppbygg-
ingar með almanna-
hagsmuni að leiðarljósi.
Arnar Þór Jónsson
Endurreisn
Höfundur er lögmaður.
EF ég lýsi þeirri
skoðun, að kanna eigi
til þrautar, hvort unnt
sé að semja við Evr-
ópusambandið um
evruaðild Íslands, án
þess að Ísland gangi í
sambandið, vekur það
reiði höfundar Stak-
steina.
Ef ég lýsi þeirri
skoðun, að nú sé ekki rétti tíminn til
að hefja viðræður um aðild að Evr-
ópusambandinu, – ekki sé unnt að
smella neinum Evrópufingri til að
leysa bráðavanda þjóðarinnar,
hrekkur höfundur Staksteina í kút,
og gefur til kynna, að ég sé veru-
leikafirrtur, 70% þjóðarinnar séu
annarrar skoðunar.
Frá mínum bæjardyrum séð er
nauðsynlegt að vera með vakandi
auga á öllu, sem varðar tengsl okkar
við Evrópusambandið og gæta þar
hagsmuna okkar til hins ýtrasta.
Fyrir ári ritaði ég grein í tímaritið
Þjóðmál um einhliða upptöku evru,
án þess að andmæla þeirri leið. Fyr-
ir fáeinum mánuðum benti ég á þá
staðreynd, að framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins hefði heimild
til að semja við þriðju ríki um sam-
starf í gjaldeyrismálum. Þessi heim-
ild er að sjálfsögðu enn fyrir hendi,
þótt hún hafi eignast mikinn fjölda
úrtölumanna hér og í
Brussel.
Hvers vegna hafði ég
áhuga á að reifa þessi
sjónarmið? Jú, af því að
mér var ljóst, að al-
þjóðaumsvif íslensku
bankanna væru ís-
lensku krónunni hættu-
leg. Það yrði að leita
óvenjulegra úrræða til
að bregðast við þeirri
stöðu.
Óþarft er að fara
mörgum orðum um
gjörbreytta stöðu íslensku bank-
anna, frá því sem var í upphafi þessa
mánaðar. Hin erlendu umsvif þeirra,
sem kölluðu á evru, eru að engu orð-
in. Ívar Jónsson orðar þetta svo í
Fréttablaðinu 28. október: „Útrás-
argeirinn er að mestu horfinn og um
leið þörfin fyrir upptöku evrunnar.
Íslendingar þurfa nú að snúa sér að
því að styrkja útflutningsgreinar at-
vinnulífsins og tryggja að rekstr-
arforsendur þeirra séu ekki of
sveiflukenndar. Íslenska krónan er
nauðsynlegt hagstjórnartæki í þessu
sambandi.“
Ég hef áður fært rök fyrir nauð-
syn þess, að menn komi sér saman
um ákveðinn vegvísi í Evrópu-
umræðunum. Tillögur mínar um það
efni eru skýrar: breyta þarf stjórn-
arskrá og efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu eða þjóðaratkvæða-
greiðslna.
Lýðræðisleg skref af þessu tagi
verða að sjálfsögðu ekki stigin nema
fyrir liggi skýr tillaga á alþingi um,
að breyta eigi stjórnarskránni. Eng-
in slík tillaga hefur verið lögð fram.
Þá þarf á stjórnmálavettvangi að
ákveða, hvort þjóðin á að kjósa fyrst
um, hvort sækja á um aðild, og síðan
að nýju um aðildarskilmála að lokn-
um viðræðum. Er það virkilega
þetta, sem brýnast er að ræða og
deila um við núverandi aðstæður?
Gagnrýni vegna hins liðna byggist
einkum á því, að menn hafi ekki
vandað nægilega hvert skref. Er því
meginlærdómurinn ekki sá, að
hlaupa nú ekki að neinu – eins og
deilum um aðild að Evrópusamband-
inu? Það eru varnaðarorð mín, þegar
ég er spurður um Evrópumál, þau
orð eiga ekkert skylt við veru-
leikafirringu.
Varnaðarorð – vegvísir
Björn Bjarnason
skrifar í tilefni af
Staksteinum
Björn Bjarnason
» Óþarft er að fara
mörgum orðum um
gjörbreytta stöðu ís-
lensku bankanna, frá
því sem var í upphafi
þessa mánaðar. Hin er-
lendu umsvif þeirra,
sem kölluðu á evru, eru
að engu orðin.
Höfundur er dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Endemis rugl er þetta