Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 LSS150224 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem nú eru tekin til viðskipta er 4.500.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer IS0000018869. Taka til viðskipta: NASDAQ OMX Iceland hf. mun taka skuldabréfin til viðskipta þann 29. október 2008. Umsjónaraðili sölu skuldabréfanna og töku til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. er Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík. Grunnlýsing og endanlegir skil- málar, vegna töku skuldabréfanna til viðskipta, hafa verið birt. Grunnlýsinguna, endanlega skilmála og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á heimasíðu Lánasjóðs sveitar- félaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréf- anna. Reykjavík, 28. október 2008. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. TEKIN TIL VIÐSKIPTA Á NASDAQ OMX ICELAND HF. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VIÐ yfirtökuna á bönkunum þrem- ur fékk ríkið umráð yfir nokkrum verðmætum lóðum á höfuðborg- arsvæðinu. Þar á meðal eru lóðir sem voru í eigu Landsbankans og Glitnis og til stóð að bankarnir reistu á nýjar höfuðstöðvar. Lóð Landsbankans er við Geirs- götu, á besta stað í miðbænum. Landsbankinn keypti lóðina fyrri hluta árs 2006. Ekki fengust upp- lýsingar um kaupverð. Í fyrra var efnt til samkeppni um hönnun og framkvæmd nýbyggingar fyrir höf- uðstöðvar bankans á lóðinni. Dóm- nefnd valdi 21 arkitektateymi til þátttöku í samkeppninni, þar af voru 13 teymi sem innihéldu ís- lenska arkitekta. Til stóð að kynna úrslit í samkeppninni um miðjan þennan mánuð, en ekkert varð af því, af alkunnum ástæðum. Glitnir keypti lóð á Kirkjusandi af borginni í mars 2006 og greiddi fyrir hana 972 milljónir króna. Á umræddri lóð voru áður höf- uðstöðvar Strætó. Efnt var til sam- keppni um skipulag á lóðinni og varð arkitektastofan Monarken í Stokkhólmi hlutskörpust. Sam- kvæmt henni áttu nýjar höf- uðstöðvar Glitnis að vera 14 þús- und fermetrar að stærð. Á lóðinni var einnig gert ráð fyrir mörgum stórum skrifstofubyggingum. Þessi áform eru að sjálfsögu í uppnámi vegna þeirra atburða, sem orðið hafa í fjármálalífinu. Júlíus Vífill Ingvarsson, formað- ur skipulagsráðs Reykjavíkur, var spurður að því hvort til greina kæmi að skipuleggja íbúðabyggð á Kirkjusandi, ef hætt yrði við bygg- ingaáform Glitnis. Júlíus sagði að þetta væri vissulega á mörgu leyti álitlegt svæði fyrir íbúðabyggð, með frábæru útsýni, góðum sam- göngutengingum og þjónustu í ná- grenninu. Hins vegar ætti lóðareig- andinn rétt á að skipuleggja og byggja þar í samræmi við það sem að hefur verið stefnt. Ef beiðni kæmi frá honum um að breyta skipulaginu í íbúðarbyggð yrði það að sjálfsögðu skoðað. Nú væru hins vegar miklir óvissutímar og þessi mál myndu væntanlega ekki skýr- ast alveg á næstunni. Júlíus sagði að nú væri í forgangi hjá borginni að byggja á svæðum þar sem stoðkerfi væru fyrir hendi, svo sem skólar og leikskólar. Upp- bygging á slíkum svæðum kallaði ekki á mikil útgjöld af hálfu borg- arinnar en fælu í sér mikil gæði fyrir þá sem þar vildu byggja. Hann sagði að minni áhugi væri nú á uppbyggingu í nýjum úthverfum. Júlíus sagði að borgaryfirvöld vildu m.a. koma af stað úthlutun og uppbyggingu á Mýrargötusvæðinu, þegar tækifæri gæfist, vonandi fljótlega á næsta ári. Nýleg skýrsla hefði leitt í ljós að jarðgöng undir svæðið væru besta lausnin, og yrði sú lausn valin, mundi það flýta fyrir uppbyggingu á svæðinu. Hann sagði að Mýrargötusvæðið hefði góða tengingu við miðbæinn og öll þjónusta væri fyrir hendi, sem nýtt borgarhverfi þyrfti á að halda. Morgunblaðið/RAX Landsbankalóðin Höfuðstöðvar Landsbankans áttu að rísa við Geirsgötu, þar sem nú eru bílastæði, fyrir framan Bæjarins bestu. Verðmætar ríkislóðir  Ríkið ræður nú yfir lóðum þar sem til stóð að reisa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og Glitnis  Verður íbúðabyggð reist á Kirkjusandi? Morgunblaðið/ÞÖK Glitnislóðin Nýjar höfuðstöðvar Glitnis áttu að rísa á lóð við hlið núver- andi höfuðstöðva bankans við Kirkjusand. Strætó átti áður þessa lóð. SJÓÐIR, sem ávaxta séreignarlífeyr- issparnað landsmanna, hafa fengið mikinn fjölda fyrirspurna að undan- förnu frá sjóðsfélögum. Fólk vill ekki síst fá að vita, hvort það eigi að halda áfram að greiða inn á reikninga sína. Mánaðamót eru á næsta leiti og því eðlilegt að þessi spurning vakni. Forsvarsmenn þeirra lífeyrissjóða, sem Morgunblaðið hefur rætt við, hafa hvatt fólk til að halda áfram að spara. Að öðrum kosti missi það 2% greiðsluna, sem atvinnuveitandinn greiðir til viðbótar 4% sparnaði launa- manna. Stjórnir sjóðanna hafa til- kynnt, að greiðslur sem borist hafa í þessum mánuði og berist á næstu vik- um, verði lagðar inn á innlánsreikn- inga í bönkunum, sem ríkissjóður hafi tryggt. Lífeyrissjóðirnir vinna að því að meta stöðu séreignarsparnaðarins í kjölfar falls bankanna þriggja. Ljóst er að sjóðirnir hafa orðið fyrir ein- hverjum skakkaföllum. sisi@mbl.is Sjóðir fá fjölda fyr- irspurna Hvetja fólk til að halda áfram að spara MARKAÐSLEYFI fyrir megr- unarlyfið Acomplia hefur verið aft- urkallað tímabundið. Sérfræðingar Evrópsku lyfjastofnunarinnar hafa staðfest að hættan á geðrænum aukaverkunum sé tvöfalt meiri hjá þeim sem nota megrunarlyfið Acomplia en hjá viðmiðunarhópi sem fékk lyfleysu. Ný gögn gefa til kynna að alvar- legar aukaverkanir geti verið mun algengari en klínískar rannsóknir gáfu til kynna þegar lyfið var sett á markað. Mælst er til þess að læknar ávísi ekki lyfinu og að þeir endur- skoði meðferðina hjá sjúklingum sem taka lyfið inn. Sjúklingum er ráðlagt að hafa samband við lækninn sem ávísaði lyfinu til þess að ræða önnur meðferðarúrræði. Megrunarlyf afturkallað ÚTLIT er fyrir að nota verði núverandi Herjólf til bráðabirgða, þegar siglingar hefjast milli nýrrar Land- eyjahafnar og Vestmannaeyja eftir tæp tvö ár. Búast má við að frátafir verði tvöfalt meiri en þegar nýja ferjan kemur. Óvissa er með smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju vegna efnahagsástandsins. Þýska skipasmíðastöðin Fassmer sem ákveðið var að semja við eftir útboð treyst- ir sér ekki til að hefja smíði svo sérhæfðs skips nema greiðslur frá Íslandi séu tryggar. Undirbúningsframkvæmdir við Landeyjahöfn eru hafnar og á höfnin að vera tilbúin í ágúst 2010. Vegna dráttar sem orðið hefur á útboði á nýrri ferju og samn- ingum er þegar ljóst að sérsmíðuð Vestmannaeyjaferja mun ekki hefja siglingar á því ári. Fulltrúar Ríkiskaupa og Siglingastofnunar eru í sam- bandi við þýsku skipasmíðastöðina. Framlengdur frestur til að taka tilboðinu rennur út um miðja næstu viku. Beð- ið er ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um hvað hægt sé að gera. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að nota gamla Herjólf áfram, ef ný ferja yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Eldra skipið er nærri því 90 senti- metrum djúpristara en það nýja og á þess vegna erfiðara með að sigla inn í nýju höfnina í öldugangi en það nýja. Gert er ráð fyrir því að helmingi fleiri ferðir falli úr hjá gamla Herjólfi en ferjunni sem fyrirhugað er að smíða. helgi@mbl.is Gamli Herjólfur not- aður til bráðabirgða  Óvissa er með smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju vegna efnahagsástandsins  Skipasmíðastöð vill tryggar greiðslur Morgunblaðið/Sigurgeir Óvissa Útlit er fyrir að nota þurfi gamla Herjólf áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.