Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 ÍSLENSK stúlka, sem nemur við Lýðháskólann í Testrup á Jótlandi, hefur mætt miklum skilningi og stuðningi skólastjórans vegna efna- hagsástandsins hér. Valdemar Pálsson, faðir stúlkunnar, sagði að saga dóttur hans væri glöggt dæmi um að Íslendingar hefðu ekki bara mætt neikvæðu viðmóti, heldur einnig jákvæðu, í útlöndum. Dóttir Valdemars hóf nám í Test- rup Højskole í ágúst og líkar skóla- vistin vel. „Þegar hún borgaði fyrstu greiðsluna þann 1. september voru þetta tæplega 98 þúsund krónur. Þann 1. október var upphæðin kom- in í 127 þúsund krónur,“ sagði Valdemar. Stúlkan hafði sparað fyrir skólagjöldunum en þessi hækkun var meiri en hún hafði gert ráð fyrir. Því skrifaði Valdemar skólastjóranum vegna næstu greiðslu. „Ég spurði hvort það væri í lagi að fresta næstu greiðslu og sjá hvernig gengið þróaðist vegna þess hve óvissan var mikil,“ sagði Valdemar. „Hann svaraði og sagði að við gætum borgað síðustu greiðsluna innan sex mánaða. Hann ætlaði þar að auki að veita henni 25% afslátt af skólagjöldunum.“ Valdemar kvaðst hafa skrifað um hæl og spurt nánar um hvernig hann ætti að standa að greiðslunni og frádrætti afsláttarins. „Skólastjórinn sagði að ég skyldi bara draga afsláttinn frá. Ef gengi íslensku krónunnar skyldi falla enn meira þá stæði tilboðið og þeir myndu dekka allan gengismun. Svo bætti hann við: Þó að við hjálpum nú frændum okkar!“ gudni@mbl.is „Þó að við hjálpum nú!“ Íslenskur nemandi í Testrup Højskole mætti miklum skilningi skólayfirvalda Skólinn Í lýðháskólanum í Testrup eru um 100 nemendur. Þar er m.a. lögð áhersla á kennslu í ýmsum listgreinum og heimspeki. Gardínustangir Stærð 71-122 cm og 112-274 cm t r c c Feim - Lene Bjerre - Bæjarlind 6 - www.feim.is opið virka daga 10 - 18, laugardaga 10 -16 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 15-20% afsláttur dagar • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN Lækningastofa Snorra Ingimarssonar sérgrein geðlækningar/krabbameinslækningar er flutt í Lífstein, Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík Tímapantanir í síma 530 83 00 Sendum í póstkröfu Hinir frábæru Care þægindabrjóstahaldara, bæði smelltir og heilir Tilboð í Sjúkravörum ehf. í bláu húsi v. Faxafen, sími 553 6511 Opið 11-18 virka daga M bl . 10 60 45 8 10% afsláttur 15% afsláttur Allir stuðnings- og sjúkrasokkar bæði dömu og herra Í tilefni af 100 ára afmæli Hvolsskóla á Hvolsvelli bjóða nemendur, starfsfólk og foreldrar til afmælishátíðar föstudaginn 31. október. Dagskrá hátíðarinnar: 14:00 Hvolsskóli í 100 ár. Opnuð sýning á verkum sem unnin voru á þemadögum nemenda. 15:00 Grænfáninn dreginn að húni við Hvolsskóla. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir gott starf á sviði umhverfismála í skólum. 16:00 Afmælisveisla í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Fyrrum nemendur Hvolsskóla segja frá uppvexti sínum í skólanum og flytja tónlistaratriði. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á afmæliskaffi. Allir fyrrum nemendur og aðrir velunnarar skólans velkomnir. Nemendur og starfsfólk Hvolsskóla. Afmælishátíð Hvolsskóla Hvolsskóli er handhafi Íslensku menntaverðlaunanna 2008 Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Stuttar og síðar úlpur með og án hettu Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar og Samfylkingarfélagið í Reykjavík bjóða þér að taka þátt í að móta svör við spurningum morgundagsins. Hugmyndasmiðjan fer fram miðvikudaginn 29. október kl. 20:30-22 á Hallveigarstíg 1. Húsið verður opnað kl. 20:00. Umræðum stýra borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Atvinna, menntun, velferð og lífsgæði - úr vörn í sókn í Reykjavík Allir velkomnir Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VIÐSKIPTARÁÐ Íslands tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra og vill að peninga- málastefnan verði endurskoð- uð þegar í stað. Í því sambandi sé nauðsynlegt að sem fyrst náist niðurstaða um stefnu í Evrópu- málum. Finnur Odds- son, fram- kvæmdastjóri VÍ, segir að stjórn VÍ hafi ekki tekið afstöðu til þess, hvort sækja eigi um aðild að Evr- ópusambandinu og taka upp evru eða ekki, en vilji hafa allar mögu- legar leiðir uppi á borðum og strika ekki eina leið út frekar en aðra. Viðskiptaþing verður í febrúar. Finnur segir að fyrir atburði nýlið- inna vikna hafi verið gert ráð fyrir að viðfangsefni þingsins yrði hugs- anlega aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Nú væri hinsvegar líklegt að viðfangsefnið yrði skil- greint víðar, en auk þess að ákveða skýra stefnu í alþjóðasamskiptum væri nauðsynlegt að huga að end- uruppbyggingu á orðspori Íslands, hvernig styrkja mætti grunnstoðir efnahagslífsins, umhverfi nýsköp- unar, fjármögnun fyrirtækja og fleira. Pólitísk ákvörðun Finnur bendir á að í þeim efna- hagslegu hamförum, sem þjóðin gangi nú í gegnum, sé nauðsynlegt að leita leiða til þess að lina sárs- aukann sem er og verði á næstunni, bæði hjá fyrirtækjum og heimilum. Liggi fyrir afstaða eða ákvörðun um að sækja um aðild að ESB í kjölfar aðkomu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins yrðu fleiri kostir í stöðunni og hugsanlega yrði efnahagsleg að- lögun kvalaminni. „En þegar á öllu er á botninn hvolft þá er þetta póli- tísk ákvörðun,“ segir hann. Peningamála- stefnan verði end- urskoðuð strax Viðskiptaráðið segir nauðsynlegt að ná niðurstöðu um stefnu í Evrópumálum Finnur Oddsson @mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.