Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Orð dagsins: Kærleikurinn er lang-
lyndur, hann er góðviljaður. Kærleik-
urinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.)
Ákvörðun Seðlabankans um aðhækka stýrivexti var fyrsta
frétt á vefsíðu BBC í gær. Aðrar
fréttir þóttu léttvægari, hvort sem
það voru átök við uppreisnarmenn í
Kongó, handtaka tveggja manna,
sem hugðust sýna Barack Obama til-
ræði, eða árás Bandaríkjamanna í
Sýrlandi. Hækkunin ýtti líka til hlið-
ar frétt um að breski seðlabankinn
mæti það svo að fjármálafyrirtæki í
heiminum hefðu glatað 1,8 þúsund
milljörðum punda (sennilega þjónar
engum tilgangi að þýða þessa upp-
hæð yfir í íslenskar krónur, en sam-
kvæmt gengi sem skráð var á hádegi
í gær samsvarar það 345 þúsund
milljörðum króna) í yfirstandandi
heimskreppu. Hvernig ber að túlka
þennan áhuga á Íslandi?
x x x
Hrap á olíuverði veldur mörgumfurðu. Ekki er langt síðan talið
var að verðið á olíufatinu myndi fara
upp í 200 dollara. Hæst fór það upp í
147 dollara, en er nú komið niður í 65
dollara og segja sérfræðingar að
ekki kæmi á óvart þótt það færi nið-
ur í 50 dollara. Þessari lækkun veld-
ur samdráttur í olíunotkun. Því er
nú spáð að í ár muni olíunotkun í
fyrsta skipti dragast saman í heim-
inum milli ára síðan 1983. Notkunin
muni líklega minnka um 5% í Banda-
ríkjunum, 12% í Japan og 10% í
Frakklandi. Spáð er að hagvöxtur í
heiminum verði 0,5% á næsta ári.
Það þýðir að eftirspurn eftir olíu
mun að líkindum standa í stað, ef
ekki halda áfram að dragast saman.
x x x
Samdráttur í olíunotkun er vissu-lega merki um kreppu, en
minna hefur verið fjallað um aðra
hliðarverkun. Minni notkun fylgir
minni útblástur. Ugglaust verður að
gera betur ef duga skal, en það var
eftir öðru að kreppa en ekki skyn-
semi yrði til þess að skref yrði stigið
í rétta átt í olíunotkun. víkverji@m-
bl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skyggnist til
veðurs, 4 farmur, 7 lag-
vopns, 8 loðskinns, 9
tónn, 11 skelin, 13 friða,
14 gubbaðir, 15 durgur,
17 dimmviðrið, 20 bölv-
ættur, 22 sundfuglinn,
23 málms, 24 fiskar, 25
ræktuð lönd.
Lóðrétt | 1 fen, 2 handa,
3 glufa, 4 sjávar, 5 kján-
ar, 6 púði, 10 fuglar, 12
þegar, 13 leyfi, 15 rifja,
16 umræða, 18 molar, 19
þefar, 20 aular, 21 blóð-
suga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 spjátrung, 8 laxar, 9 fruma, 10 afl, 11 tórum,
13 attir, 15 basla, 18 smári, 21 fót, 22 gjall, 23 árann, 24
slóðaskap.
Lórétt: 2 pexar, 3 áfram, 4 ræfla, 5 naumt, 6 flot, 7 saur,
12 uml, 14 tóm, 15 bága, 16 skafl, 17 aflið, 18 stáss, 19
ábata, 20 inna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Duldar hættur.
Norður
♠9875
♥753
♦Á653
♣Á7
Vestur Austur
♠K4 ♠D32
♥ÁKD2 ♥G109864
♦92 ♦84
♣KG932 ♣64
Suður
♠ÁG106
♥–
♦KDG107
♣D1085
Suður spilar 4♠.
Á yfirborðinu er þetta traustur
samningur en á bak við fagra framhlið
leynast duldar hættur. Spilið er frá
Deildakeppni BSÍ um helgina og
margir sagnhafar fóru niður eftir ♥Á
út.
Vestur hafði sagt frá laufinu á flest-
um borðum og því hlýtur að vera rétt
að svína fyrst til hans í trompi. Ná-
kvæmast er að trompa útspilið með tíu,
taka tvo slagi á tígul og spila spaða á
gosann. Vestur drepur og spilar hjarta.
Nú eru krossgötur. Segjum að sagn-
hafi trompi smátt og taki ♠Á. Ekki
kemur drottningin og austur bíður með
að trompa tígul þar til í fjórðu umferð
og tryggir makker sínum þannig slag á
lauf. Snúum þá til baka. Hjartað verð-
ur að trompa með ás. Spaðasexan er
síðan yfirtekin og drottningin sótt ef
austur dúkkar. Þá verður hægt að
henda laufi í fimmta tígulinn.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Væntingar hrútsins hafa kröftug
áhrif á sambönd þessa dagana. Besta nið-
urstaðan fæst með gleði og þeirri von að
allt muni fara vel á endanum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Sagt er að fallegur hlutur gleðji
mann að eilífu. En ef það varir bara einn
dag er það í lagi. Á morgun finnur þú eitt-
hvað annað til þess að ylja þér við.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Áhrifarík augnablik koma upp í
samskiptum við almenning. Einstaklingar
rísa upp úr mannhafinu og mæla af visku
sem virðist hafa verið ætluð þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Í dag dreymir þig um fjarlæga
staði. Það er mikið af fallegum stöðum í
veröldinni sem þú hefur ekki upplifað.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Ljónið skoðar sjálft sig í spegli á
hverjum degi til þess að sjá hvernig það
mætir heiminum. Það er líka við hæfi að
skoða tilfinningarnar í sínum innra spegli.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú hefur reynt að slíta tengslin við
ótilgreinda manneskju. En hún er aftur
sest að í hjarta þínu og líklega er góð
ástæða fyrir því.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Hugsanir vogarinnar eru eins og
takkar á fjarstýringu. Þeir geta breytt
rás umhverfisins. Í dag ætlarðu að hoppa
á milli stöðva.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Sporðdrekinn lætur berast
með undiröldu ástarinnar. Að læra að
þekkja einhvern og kenna honum eitthvað
um sjálfan sig er hvetjandi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú hefur eytt nógum tíma í
framandi umhverfi. Nú viltu vera með
þeim sem þú þekkir – tala sama tungu-
mál, hlæja að sömu bröndurunum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Maður getur ekki elskað neinn
meira en sjálfan sig. Þess vegna er það
besta sem þú getur gert fyrir sambönd
þín að verða fram úr hófi sjálfselsk.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Skrepptu í könnunarleiðangur í
hugarheimi ástvinar. Eruð þið sammála
um hvað telst kynörvandi? Líkamsímynd?
Lítið spjall getur sagt mikið.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Næmi fisksins fer vaxandi og gerir
honum kleift að þefa uppi sannleikann í
næstum hvaða aðstæðum sem er. Þú elsk-
ar fólk sem ýtir undir vellíðan þína.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
29. október 1919
Alþýðublaðið kom út í fyrsta
sinn, undir ritstjórn Ólafs
Friðrikssonar. Lengst af gaf
Alþýðuflokkurinn blaðið út en
útgáfunni var hætt 1997.
29. október 1925
Íslenskir einnar og tveggja
krónu peningar voru settir í
umferð. „Þessir nýju peningar
eru víst úr nikkel og kopar,“
sagði Morgunblaðið. Tíeyr-
ingar og tuttuguogfimmeyr-
ingar voru komnir þremur ár-
um áður.
29. október 1968
Tilkynnt var að „kaþólskur
biskupsdómur“ hefði verið
endurreistur á Íslandi og að
Páll páfi sjötti hefði skipað
Hinrik Frehen biskup í
Reykjavíkurbiskupsdæmi,
sem nær yfir land allt. Jafn-
framt var ákveðið að Landa-
kotskirkja yrði dómkirkja.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Kristín Magn-
úsdóttir frá Rétt-
arholti í Garði er
níræð í dag, 29.
október. Hún
býður þeim sem
vilja gleðjast með
henni á þessum
tímamótum til
kaffisamsætis í Samkomuhúsinu í
Garði laugardaginn 1. nóvember
næstkomandi frá kl. 15 til 19. Gjafir
og blóm eru vinsamlega afþökkuð.
90 ára
Gróa Hafdís
Ágústsdóttir er
fimmtug í dag,
29. október. Hún
fagnar þessum
tímamótum á
heimili sínu á
Englandi.
50 ára
GUÐBRANDUR Einarsson, formaður Versl-
unarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi í
Reykjanesbæ, ætlar að verja afmælisdeginum með
fjölskyldunni. Hann segir að hún sé það dýrmæt-
asta í lífinu. „Það eru börnin mín fimm og konan
mín sem hafa staðið við hliðina á mér í einu og
öllu,“ segir Guðbrandur. „Það var mikil hamingja
að eignast þessi börn og fá að njóta samvista við
þau.“ Honum finnst það vera merkilegur áfangi að
færast á sextugsaldurinn.
„Maður fer að velta fyrir sér æviskeiðinu. Ég
held að ég sé bara nokkuð sáttur þegar ég horfi á
mína vegferð,“ segir Guðbrandur. Hann kveðst hafa stigið það gæfu-
spor ungur maður að ákveða að ganga allsgáður í gegnum lífið. Þá
breyttist gildismatið og augun opnuðust fyrir því sem skipti máli.
Nú þegar þrengir að í þjóðfélaginu segir Guðbrandur að eðlilega
séu margir viðkvæmir fyrir stöðunni og velti fyrir sér afkomuörygg-
inu. Þörfin sé að sjá sér og sínum farborða, en það megi ekki ganga út
í öfgar. „Kapphlaup um gullkálfinn getur aldrei verið hin eina sanna
vegferð,“ segir Guðbrandur. gudni@mbl.is
Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi 50 ára
Fjölskyldan er dýrmætust
Reykjavík Karenu Ósk
Sampsted og Ívari Hauks-
syni fæddist stúlka 14.
september kl. 12.36. Hún
vó 2.700 g og var 47 sm
löng.
Danmörk María Rán
fæddist 26. ágúst kl. 3.25.
Hún vó 3.150 g og var 50
sm löng. Foreldrar henn-
ar eru Aðalheiður Konst-
antínsdóttir og Jón Dags-
son.
Horsens Ida Mathilda
fæddist 23. júlí kl. 12.30 í
Danmörku. Hún vó 3.804
g og var 55 sm löng. For-
eldrar hennar eru Eva
Björg Einarsdóttir og
Anders Holmegaard.
Sudoku
Frumstig
7
3 4 2 1 9 7
6 3 7 2
2 9
1 4 6 8
2 8
7 5 3 8
5 2 6 7 4 1
5
5 3 4
4 6 2 7
2 8 6 3
3 2 7
2 9 5
7 1 8
6 4 2 5
1 4 9 6
7 5 6
1 2 4
7 8
4 7 6
3 4 7 8 9
9 5 4 6
8 3 6 4 7
4 9 3
7 3
6 8 2
9 5 4 7 3 6 8 1 2
3 1 2 9 8 5 4 7 6
6 8 7 1 2 4 5 9 3
5 7 8 4 1 2 6 3 9
2 3 6 5 9 7 1 8 4
4 9 1 3 6 8 7 2 5
1 2 5 8 4 9 3 6 7
8 4 9 6 7 3 2 5 1
7 6 3 2 5 1 9 4 8
7 6 8 1 9 3 5 4 2
5 3 9 6 2 4 7 1 8
1 4 2 8 5 7 9 6 3
8 2 5 9 3 1 6 7 4
4 9 6 7 8 2 1 3 5
3 7 1 5 4 6 8 2 9
2 5 7 4 6 9 3 8 1
9 1 3 2 7 8 4 5 6
6 8 4 3 1 5 2 9 7
4 8 5 1 9 7 6 2 3
1 3 7 2 6 5 9 4 8
9 2 6 4 3 8 1 5 7
8 7 9 5 4 1 3 6 2
6 1 2 3 8 9 4 7 5
3 5 4 7 2 6 8 9 1
2 6 1 8 7 4 5 3 9
7 9 8 6 5 3 2 1 4
5 4 3 9 1 2 7 8 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist töl-
urnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 29. október,
303. dagur ársins 2008
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. h4 d6 5.
Be3 Rd7 6. h5 e5 7. h6 Bf6 8. Rf3 Be7 9.
dxe5 dxe5 10. Bc4 Rgf6 11. Rg5 0-0 12.
f3 Rh5 13. Dd2 Rf4
Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl-
félaga sem lauk fyrir skömmu í Haldi-
kiki í Grikklandi. Sigurbjörn Björnsson
(2.323) tefldi fyrir Taflfélagið Helli og
hafði hér hvítt gegn Christof Jansen
(2.263) frá Lúxemborg. 14. Rxf7! Hxf7
15. 0-0-0 hvítur stendur nú betur að vígi
vegna sterkrar liðskipanar sinnar. Í
framhaldinu gerði svartur nokkur mis-
tök sem auðvelduðu hvítum að vinna
skákina. 15. … Kf8 16. Bxf7 Kxf7 17.
Bxf4 exf4 18. e5 Dc7 19. Dxf4+ Ke8 20.
Dc4! Rc5 21. Hd6 Bxd6 22. exd6 Dxd6
23. Dg8+ Df8 24. Dxh7 Bf5 25. g4 Df7
26. Dh8+ Df8 27. De5+ De7 28. h7! Kf7
29. h8=D Hxh8 30. Dxh8 De3+ 31. Kb1
Bxc2+ 32. Kxc2 Dd3+ 33. Kc1 De3+
34. Kb1 Dd3+ 35. Ka1 og svartur gafst
upp.
Hvítur á leik.
Nýirborgarar