Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 37
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞAÐ kemur til mín margt fólk og óskar mér til hamingju með disk- inn,“ segir Ellen við blaðamann og hlær. „Það er eins og það sé ekki hægt að halda tónleika án þess að því fylgi plata.“ Að vísu er tilefni tónleikanna plata, safnplata Ellenar frá því fyrir síðustu jól, Einhvers staðar ein- hvern tímann … aftur. „Mig langaði svo mikið til að vera með almennilega tónleika í kringum þá plötu en það vannst aldrei tími. Þannig að þetta eru svona síðbúnir útgáfutónleikar.“ Listamannstaugin Ellen segir að sú plata hafi gengið vel og hafi meira að segja skriðið upp fyrir kostnað fyrir stuttu. „Ég fór vísvitandi dulítið flóknar leiðir á þeirri plötu, öll lögin voru útsett upp á nýtt af Chris Cameron, en hann vann með Mezzoforte í ár- daga og er einn helsti samstarfs- maður George Michael. Hann gaf okkur ríflegan afslátt en var engu að síður rándýr! (hlær).“ Ellen segist hafa verið spennt fyrir því að fara nýjar leiðir í stað þess að gefa út hefðbundna safn- plötu. „Ég var alls ekki að reyna að toppa upprunalegu útgáfurnar, það bara kitlaði listamannstaugina að prófa eitthvað nýtt og jafnvel að hrinda í framkvæmd einhverjum hugmyndum sem ég hafði alltaf haft um ákveðin lög. Svo var líka gott að smala þessu saman á einn stað, fólk var oft að spyrja um ákveðin lög og þá voru lögin á hinum og þessum Mannakorns- og KK-plötum.“ Sálmar og kántrí Ellen hitaði á dögunum upp fyrir Eric Clapton með einvalaliði tónlist- armanna og sú sveit leikur undir hjá henni í kvöld. Hana skipa Eyþór Gunnarsson (píanó), Óskar Guð- jónsson (saxófónn), Magnús Tryggvason (trommur), Pétur Ben (gítar og bassi) og Ómar Guð- jónsson (gítar og bassi). Þrjár dæt- ur Ellenar og Eyþórs, þær Elín, Sigríður og Elísabet, sjá þá um bak- raddir. „Við höfum reynt að benda þeim á aðra kosti en tónlistina,“ segir Ell- en og dæsir. „En það virðist ekkert þýða. Þetta liggur svona vel fyrir þeim greinilega.“ Nýtt efni verður þá flutt á tón- leikunum, allt frá sálmakenndum lögum út í bullandi kántrí. Ellen er svo að fara að vinna nýja plötu með þeim Ómari og Pétri Ben í janúar og febrúar á næsta ári. „Það er gott að semja með strák- unum. Við erum öll frekar ólík og það virkar með tónlistinni,“ segir hún. Dúettinn Picknick hitar upp. Hann samanstendur af Sigríði, dótt- ur Ellenar og manni hennar, Steina, kenndum við Hjálma. Von er á plötu frá þeim hjúum og einnig er plata með Elínu Eyþórsdóttur, sem hitaði upp fyrir Tindersticks á dögunum, í burðarliðnum. „Ég saknaði þín …“  Ellen Kristjánsdóttir syngur öll sín þekktustu lög á tónleikum í Íslensku óperunni í kvöld  Dætur hennar syngja bakraddir  Tekur upp nýja plötu með Pétri Ben og Ómari Guðjóns Morgunblaðið/Brynjar Gauti Náttúrubörn Ellen Kristjáns ásamt hluta af því hljómlistarfólki sem kemur fram með henni í Íslensku óperunni í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Miða má nálgast á www.midi.is. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 „VIÐBJÓÐSLEGA FYNDIN OG SKEMMTILEG GRÍNMYND. KLÁRLEGA EIN AF ÓVÆNTARI RÆMUM ÁRSINS. TÉKKIÐ Á HENNI!” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN, Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA! EAGLE EYE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára WOMAN kl. 8 LEYFÐ SEX DRIVE kl. 10:20 B.i. 12 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK THE HOUSE BUNNY kl. 8 LEYFÐ PINEAPPLE EXPRESS kl. 10:10 B.i. 16 ára NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 LEYFÐ BURN AFTER READING kl. 10:10 B.i. 16 ára / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI EINHVER HROTTALEGASTA SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA, Í ANDA HINNA MÖGNUÐU FLATLINERS EAGLE EYE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára CHARLIE BARTLETT kl. 8 B.i. 12 ára RIGHTEOUS KILL kl. 10:10 B.i. 16 ára ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. FRÁ HÖFUNDI THE NOTEBOOK KEMUR NIGHTS IN RODANTHE SÝND Á AKUREYRI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Á SELFOSSI MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE SÝND Á SELFOSSI TOPP GRÍNMYND SEX DRIVE FER FRAM ÚR AMERICAN PIE Á 100 KM HRAÐA! OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA RICHARD GERE ÁSAMT DIANE LANE FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI FALLEGU ÁSTARSÖGU. OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA ÍSLENSKU sjónvarpsþættirnir um Latabæ eru tilefndir til Bafta- verðlauna bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar í flokki barnaefnis sem bestu alþjóðlegu barnaþættirnir. Verðlaunin verða veitt í Lund- únum 30. nóvember og gæti Lati- bær þá fengið önnur Bafta- verðlaunin sín en þættirnir unnu í þessum sama flokki árið 2006. Ásamt Latabæ eru þættirnir iCARLY, Phineas & Fern og Yo Gabba Gabba tilnefndir í al- þjóðaflokki. Latibær Magnús Scheving og Juli- anna Rose Mauriello, sem leikur Sollu stirðu, á Bafta-hátíðinni 2006. Tilnefndur SÓST er eftir því að leikarinn Christian Bale taki að sér hlut- verk einnar ofur- hetju í viðbót. En Bale fer með hlut- verk Leðurblöku- mannsins í mynd- unum Batman Begins og The Dark Knight. Sagt er að hann sé val númer eitt í hlutverk dr. Strange í kvikmynd sem verður gerð eftir samnefndum teikni- myndasögum sem komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963. „Christian er mjög heitur um þess- ar mundir, þökk sé Batman. Doktor Strange er allt öðruvísi ofurhetja en Batman og framleiðendurnir eru vissir um að Christian sé þannig leik- ari að hann geti fært hlutverkið full- komlega á hvíta tjaldið. Því er haldið fram að hann muni skrifa undir samning um hlutverkið á næstu vik- um,“ var haft eftir einum sem kemur að gerð myndarinnar. Dr. Strange er fyrrverandi skurð- læknir sem verður öflugur galdra- maður eftir að bílslys gerir honum ókleift að sinna starfi sínu. Bale leikur hetjuna John Connor í væntanlegri mynd, Terminator Salvation, og hefur skrifað undir samninga um að leika í tveimur öðr- um fantasíukvikmyndum. Hann hef- ur einnig lýst áhuga á að fara aftur með hlutverk Leðurblökumannsins ef þriðja myndin um hann verður gerð. Eftirsóttur Christian Bale FÓTBOLTAKAPPINN David Beckham hefur í hyggju að fjárfesta í sjö milljóna punda einkaþotu svo hann geti ferðast fljótt og örugglega á milli Evrópu og Ameríku. En í bígerð er að bandaríska fótboltaliðið Los Angeles Galaxy láni ítalska liðinu AC Milan Beckham. Meðan hann dvelur á Ítalíu ætlar kona hans, Victoria, og synir þeirra þrír að búa áfram í Los Angeles. „Hann mun fórna miklu er hann flytur aft- ur til Evrópu í janúar. Svo eina lausnin er að kaupa eða leigja einkaþotu í nokkra mánuði svo hann geti ferðast til Los Angeles á milli leikja á Ítalíu og hitt fjölskyldu sína. Það mun kosta sitt en það er ekki hægt að setja verð- miða á tíma með börnunum sínum,“ sagði heimildarmaður dagblaðsins Daily Star. Beckham ætlar að gera stuttan samning við ítalska liðið vegna þess að fótbolta- tímabilið í Bandaríkjunum er búið og hann vill halda sér í formi til að geta leikið með Englandi í undankeppninni fyrir heimsmeist- aramótið. Eiginkonan hefur stutt þessa ákvörðun hans þó fjarbúðin geti sett pressu á níu ára hjónaband þeirra. „Hvar sem ég leik og hvað sem ég geri á ferli mínum þá styður hún mig. Þótt ég leiki í Evrópu þýðir það ekki að fjöl- skyldan þurfi að rífa sig upp með rótum og fylgja mér,“ segir Beckham um málið. Talið er að Victoria Beckham kjósi samt frekar að hann gangi til liðs við enska liðið Tottenham Hotspur svo þau geti verið nær heimahögunum og fjölskyldunni í Englandi. David Beckham mun þegar hafa fundið glæsilegt íbúðarhús á Ítalíu með aðstoð fyr- irliða AC Milan, Paolo Maldini, og vonar inni- lega að liðaskiptin gangi í gegn. Beckham á ferð og flugi Beckham David spilar fótbolta á meðan... Victoria ... frúin gengur rauða dregilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.