Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
HÆKKUN stýrivaxta Seðlabankans verður
þung byrði á fólk og fyrirtæki, sem eru með lán
með breytilegum vöxtum, skammtímalán, yfir-
dráttarlán og greiðslukortaskuldir. Það líða yfir-
leitt ekki nema 2 til 3 virkir dagar frá því stýri-
vöxtum er breytt, þar til bankar breyta nafn-
vöxtum inn- og útlána í samræmi við ákvörðun
Seðlabankans.
Stutt er síðan Seðlabankinn lækkaði stýri-
vextina um 3,5 prósentur í 12% en það var 15.
október. Bankarnir lækkuðu vexti í sama hlut-
falli 21. okt. Ganga má út frá því gefnu að þeir
muni nú á allra næstu dögum hækka vextina á
nýjan leik til samræmis við ákvörðun Seðlabank-
ans í gær um hækkun stýrivaxta í 18% eða um 6
prósentustig. Nafnvextirnir hækki því um 2,5
prósentustig umfram þá vexti sem í gildi voru í
fyrri hluta mánaðarins. Þetta mun hafa þá þýð-
ingu að vextir á dýrustu yfirdráttarlánum ein-
staklinga og fyrirtækja, sem eru á bilinu 21-
22,65% í bönkunum, hækki frá 27 til 29%. Ein-
staklingur með 500 þúsund kr. yfirdráttarlán í
eitt ár sem ber 22% vexti þarf að greiða tæplega
120 þúsund kr. í vexti. Eftir að vextirnir hafa
verið hækkaðir í 28,65% er vaxtakostnaðurinn
kominn í 143 þúsund á ári og hefur hækkað um
23 þúsund vegna þessarar einu vaxtahækkunar.
Yfirdráttarvextir fara upp undir 29%
Vextir á skammtímalánum, yfirdrætti í bönkum og kortaskuldum hækka á allra næstu dögum í
kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans Hæstu útlánsvextir verða hærri en dráttarvextir
Í HNOTSKURN
»Dráttarvextir haldastóbreyttir 26,5% til 1. jan-
úar nk. þar sem Seðlabank-
inn ákveður þá tvisvar á ári.
»Yfirdráttarlán heimilavoru 75 milljarðar í ágúst
sl. Vaxtakostnaðurinn hækk-
ar um 420 milljónir við 6 pró-
sentustiga vaxtahækkun
þessara lána.
»Fyrirtæki voru með 105milljarða í yfirdráttar-
lánum í ágúst. Vaxtakostn-
aður á einu ári miðað við
28,6% vexti er tæpir 3 millj-
arðar kr.
Morgunblaðið/Kristinn
Bankavextir Hætt er við að vextir banka muni hækka verulega á næstunni, allt að sex prósentustig.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
STÝRIVAXTAHÆKKUN Seðla-
banka Íslands í gær, úr 12% í 18%,
miðar fyrst og fremst að því að
koma gjaldeyrismálum á Íslandi í
lag. Annað skiptir minna máli í dag.
Vonir standa til að krónan veikist
ekki um of þegar fyrirkomulag
gjaldeyrisviðskipta verður aftur
líkari því sem var áður en bank-
arnir hrundu.
Vantraustið á krónuna er þó enn
til staðar. Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri sagði á blaðamanna-
fundi í gær að allt snerist um lítið
orð: traust.
Stýrivaxtahækkunin er gerð að
kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
þurfti að vera gengin í gegn áður
en framkvæmdastjórn sjóðsins
samþykkir að veita Íslendingum
lán til að leggja inn í Seðlabankann.
Davíð sagði þýðingarmikið að allir
drægju í sömu átt. Hins vegar svar-
aði hann því ekki hvort hann væri
sammála þessari kröfu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins.
Stýrivextir voru lækkaðir
Það eru ekki nema tvær vikur í
dag síðan bankastjórn Seðlabank-
ans ákvað að lækka stýrivexti. Þá
kom fram í rökstuðningi bankans að
mikil umskipti hefðu orðið í íslensk-
um þjóðarbúskap. Niðurstaðan væri
því sú að lækka stýrivexti um 3,5%.
Á þessum tíma var ljóst að
gjaldeyrismarkaðurinn væri lamað-
ur. Sama dag hóf Seðlabankinn
nefnilega að tempra gjaldeyris-
útflæði með skömmtun á gjaldeyri.
Nú segir Davíð Oddsson að „í al-
þjóðlegri efnahagsstarfsemi er
gjaldeyrislömun eitt það alvarleg-
asta sem þjóðfélagið getur lent í.
Þá verða menn að grípa til allra
þeirra úrræða sem menn hafa til
þess að bæta þar úr.“
Formaður bankastjórnar var
þarna í því hlutverki að útskýra
hvað vakir fyrir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. Markmiðið með hækkun
stýrivaxta nú er að koma í veg fyr-
ir að fjárfestar selji krónur í
stórum stíl þegar gengi krónunnar
verður sett aftur á flot. Óljóst er þó
hvenær menn treysta sér til þess
samkvæmt svörum á fundinum í
gær.
Freista fjárfesta
Erlendir fjárfestar eiga millj-
arða króna sem geymdar eru í inn-
stæðubréfum og ríkisskuldabréf-
um. Auk þess eiga erlendir aðilar
skuldabréf í krónum sem nýtt voru
í endurhverfum viðskiptum við-
skiptabankanna í Evrópu.
Með hækkun stýrivaxta í 18%
eru minni líkur á að raunvextir
verði neikvæðir. Þá verður fýsi-
legra fyrir þessa erlendu aðila að
halda í krónurnar sínar og ávaxta
þær hér á landi. Hækki gengi
krónunnar aftur verður einnig hag-
stæðara fyrir fjárfestana að skipta
yfir í erlendan gjaldeyri.
Davíð Oddsson sagði að þannig
minnki líkurnar á að stórir aðilar
„hverfi hratt frá krónunni og yfir í
aðra gjaldmiðla“.
Morgunblaðið/Kristinn
Traustsins verður Davíð Oddsson sagði í gær að eftir því sem traust ykist á gjaldeyrismarkaði myndi verða horfið frá hömlum með gjaldeyri.
Freista erlendra fjárfesta
Stýrivaxtahækkun miðar að því að erlendir fjárfestar flýi ekki krónuna
Markmiðið að koma gjaldeyrisviðskiptum í lag án þess að krónan falli
!
"#$
%
%
" # $ ! !" % !
(
* %
„ATVINNULÍFIÐ er að ganga inn í
djúpa kreppu og þetta eykur bara
þjáningarnar,“ segir Hannes G.
Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins og
forstöðumaður hagdeildar SA, um
ákvörðun Seðlabankans um hækk-
un stýrivaxta í gær.
Vaxtahækkunin eykur enn á
erfiðleikana í atvinnulífinu að mati
hans. „Eins og staðan er nú búa
fyrirtækin við mjög erfiðar að-
stæður, þau eru að reyna að draga
úr kostnaði og eiga fyrir brýnustu
útgjöldum. Þetta gengur þvert á
viðleitni fyrirtækja að draga úr
þeim breytilega kostnaði sem völ er
á, fækka starfsfólki og draga úr
vinnutíma,“ segir hann.
Forsvarsmenn SA hafa bent á að
aðgangur að erlendu fjármagni er
takmarkaður og því hafi fyrirtæki
þurft að treysta á innlenda fjár-
mögnun í auknum mæli að undan-
förnu. Þetta gerir þeim því mun
erfiðara fyrir.
Stóra viðfangsefnið framundan
er að koma styrkum stoðum undir
krónuna og byggja upp öflugan
gjaldeyrisforða með þeim lántökum
sem fyrirhugaðar eru.
Það skiptir öllu fyrir atvinnulífið
að menn sjái fram á hækkandi
gengi krónunnar á næstu vikum og
mánuðum, að mati Hannesar.
Ákvörðun Seðlabankans sé fyrst
og fremst tekin sem einhvers konar
viðspyrna gegn því að þeir fjár-
munir sem eru í bönkunum, m.a. í
eigu útlendinga, leiti ekki úr landi
þegar gjaldeyrismarkaðir opnast.
„Það er gríðarlegt áfall fyrir at-
vinnulífið að fá á sig vaxtahækkun
við þessar aðstæður.“
Þetta eykur
bara þján-
ingarnar
BENT er á í Hálffimm-fréttum
Kaupþings að krónan muni eiga
undir högg að sækja fari hún á flot
á ný. „Enn eru stórar stöður er-
lendra fjárfesta í innstæðu- og
ríkisskuldabréfum. Sömuleiðis eiga
erlendir aðilar skuldabréf í krónum
með ábyrgð ríkisins sem voru nýtt
af innlendum bönkum í endur-
hverfum viðskiptum erlendis.“ Lík-
lega sé þar um 200-300 milljarða að
ræða. Brýnt sé að bjóða erlendu að-
ilunum sem vilja taka stöðu með
krónunni upp á fjárfestingarkosti
svo milda megi áhrifin og fyrir-
byggja stórfellt útflæði gjaldeyris
vegna gjalddaga innstæðu- og ríkis-
bréfa.
Krónan á undir
högg að sækja