Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
BENNIE Ford, Bandaríkjamaður á
miðjum aldrei, fyrrverandi skáld, fyrr-
verandi fyllibytta og
núverandi þýðandi í til-
vistarkreppu, situr
fastur á flugvelli í Chi-
cago þegar flugferð
hans til Los Angeles er
blásin af vegna veðurs.
Hann var á leiðinni í
giftingu dóttur sinnar
sem hann hefur ekki
séð í tuttugu ár, reynd-
ar hvorki séð hana né heyrt.
Uppfullur af reiði yfir töfinni, sem
virðist ætla að koma í veg fyrir að hann
komist í brúðkaupið, sest hann niður og
skrifar bréf til flugfélagsins til að krefj-
ast endurgreiðslu á miðanum. Smám
saman kemur þó í ljós að hann er ekki
bara reiður yfir því að vera svo hart leik-
inn af flugfélaginu, heldur er hann fyrst
og fremst reiður sjálfum sér, reiður yfir
því hve mikill gallagripur hann er, reiður
því hvernig hann hefur sóað ævinni í fá-
nýti, týnt skáldgáfunni, drukkið frá sér
vini og ástvini og ekkert situr eftir nema
uppsöfnuð beiskja.
Smám saman fáum við betri mynd af
ævi Bennies, kynnumst foreldrum hans,
föðurnum, sem var pólskur flóttamaður,
og móðurinni, sem er geðhvarfasjúkur
listamaður, fyrstu eiginkonunni, barns-
móðurinni, og líka seinni eiginkonunni,
en það hjónaband er blessunarlega stutt;
ekkert er dregið undan.
Bennie fer víða, sífellt að reyna að
byrja nýtt líf en tekur aðalvandamálið
alltaf með sér – sjálfan sig. Listilega
skrifuð bók með einkar lifandi og
skemmtilegum sprettum.
Fastur á
flugvelli
Dear American Airlines, skáldsaga eftir Jonathan
Miles. Houghton Mifflin gefur út. 180 síður innb.
Árni Matthíasson
1. The Brass Verdict
- Michael Connelly
2. The Lucky One
- Nicholas Sparks
3. The Story of Edgar
Sawtelle - David Wroblewski
4. A Lion Among Men
- Gregory Maguire
5. A Most Wanted Man
- John le Carré
6. One Fifth Avenue
- Candace Bushnell
7. Heat Lightning - John Sandford
8. The Pirate King - R. A. Salvatore
9. A Wallflower Christmas - Lisa
Kleypas
10. The Other Queen
- Philippa Gregory.
New York Times
1. The White Tiger - Aravind
Adiga
2. The Gift - Cecelia Ahern
3. Nineteen Eighty-four - George
Orwell
4. Crime and Punishment - F.M.
Dostoevsky
5. Azincourt - Bernard Cornwell
6. A Thousand Splendid Suns -
Khaled Hosseini
7. World without End - Ken Follett
8. A Most Wanted Man - John Le
Carre
9. The Business - Martina Cole
10. The Almost Moon - Alice Se-
bold
Waterstone’s
1. World Without End - Ken Follett
2. Compulsion - Jonathan Kell-
erman
3. Remember Me - Sophie Kinsella
4. Bleeding Kansas - Sara Paretsky
5. Damnation Falls - Edward
Wright
6. Thread of Fear - Laura Griffin
7. Amazing Grace - Danielle Steel
8. Exit Ghost - Philip Roth
9. Girl With the Dragon Tattoo -
Stieg Larsson
10. Whole Truth - David Baldacci
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
FYRIR stuttu var fjallað hér í
blaðinu um Stieg Larsson sem
lést skömmu áður en fyrsta bókin
í þúsaldarþríleik hans kom út og
gerði hann að alþjóðlegri stjörnu.
Hann er ekki eini sænski rithöf-
undurinn sem náð hefur góðum
tökum á spennusagnaforminu;
það er eitthvað við sósíal-
demókratískan gráma sem gerir
að verkum að Svíar eru svo sleipir
á því sviði.
Jens Lapidus er einn þeirra
sem miklar vonir eru bundnar við
nú um stundir, en hann hefur sent
frá sér tvær bækur; Snabba cash
kom út 2006 og vakti gríðarlega
athygli. Lapidus var þá (og er
enn) lögmaður á einni helstu lög-
mannsstofu Stokkhólms og þekkti
því vel til þeirra undirheima sem
hann lýsti svo vel í bókinni, þótt
ekki hafi allir verið sáttir við það
að í Stokkhólmi þrifist annað eins.
Áhrif frá Ellroy
Þeir sem eru vel að sér í glæpa-
sagnafræðum þekktu þegar sterk
áhrif frá James Ellroy og Lapidus
hefur ekki farið leynt með dálæti
sitt á Ellroy og segist vilja draga
upp áþekka mynd af Stokkhólmi
og Ellroy af Los Angeles
Lapidus kallar bækur sínar
„Stockholm Noir“ og segir að
borgin sé klofinn persónuleiki,
annars vegar hlýleg og örugg nor-
ræn stórborg, en hún eigi sér
skuggahliðar sem fáir hafi kynnst
af eigin raun en margir vilji ekki
kannast við. Í viðtali á vefsetri
sínu segist hann hafa viljað draga
skítinn fram í dagsljósið til þess
að fólk átti sig á að hann sé raun-
verulegur.
Fyrr á árinu kom út önnur bók
Lapidus, Aldrig fucka upp, sem
fellur undir „Stockholm Noir“. Sá
stimpill gagnast vel til að gefa til
kynna fyrir væntanlega lesendur
að það er samhengi í bókunum og
sumar persónur skarast þó ekki
sé nýja bókin framhald Snabba
cash. Að sögn Lapidus hyggst
hann skrifa þrjár bækur um þá
undirheima Stokkhólms sem hann
hefur skapað, en vel megi vera að
bækurnar verði fleiri.
Hann segist hafa tekið til við
skriftir án þess að hafa ætlað sér
að verða rithöfundur; einn daginn
er hann kom heim úr rétt-
arsalnum settist hann niður og
byrjaði að skrifa, lýsa því sem
hann hafði upplifað, og smám
saman tók frásögnin á sig mynd
skáldsögu um skuggalegan heim
glæpaforingja, hjaðningavíga og
botnlausrar græðgi og siðspill-
ingar.
Forvitnilegar bækur: Rökkur Stokkhólms
Hjaðningavíg
og botnlaus græðgi
Myrkur Sænski lögmaðurinn og rithöfundurinn Jens Lapidus.
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
My Best Friend´s... kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
The Women kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Burn after Reading kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára
Mamma Mia kl. 5:30 LEYFÐ
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Max Payne kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
Bankok Danger kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
House Bunny kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Burn after reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE
650k
r.
HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN
PLAYBOY KANÍNA HEFUR
UPPLIFAÐ ÁÐUR ...
... HÁSKÓLA!
650k
r.
GÁFUR ERU OFMETNAR
- S.V., MBL
- Þ.Þ., DV
650k
r.
HÖRKUSPENNA FRÁ
UPPHAFI TIL ENDA
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
650k
r.
SÝND Í SMÁRABÍÓI
ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA!
HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG
MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI.
Brjálæðislega fyndin mynd
í anda American Pie!
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRARBÍÓI
HUGLJÚF OG SKEMMTILEG
MYND UPPFULL AF
FRÁBÆRUM LEIKKONUM
MYND SEM
ALLAR KONUR
VERÐA AÐ SJÁ
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE 650 kr. fyrir fullorðna
- 550 kr. fyrir börn
SÝND SMÁRABÍÓI
My Best Friend´s Girl kl. 8 - 10 B.i.12 ára
Max Payne SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 8 - 10 B.i.16 ára
Reykjavík Rotterdam kl. 6 B.i.14 ára
Skjaldbakan og Hérinn 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn kl. 6 LEYFÐ