Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
Færeyingar hafa alltaf sýnt Íslend-ingum einstaka samstöðu og
vinarþel á erfiðum stundum.
Færeyingar voru þeir, sem hvaðrausnarlegast styrktu Vest-
mannaeyinga í eldgosinu 1973.
Þegar snjóflóðin féllu á Súðavík ogFlateyri 1995
safnaði almenn-
ingur í Færeyjum
tugum milljóna
handa þeim, sem
áttu þá um sárt að
binda. Frá engu
öðru landi barst
eins rausnarlegur
stuðningur.
Nú hafa Fær-eyingar boðið fram sex millj-
arða króna gjaldeyrislán handa Ís-
lendingum til að hjálpa okkur að
vinna okkur út úr fjármálakrepp-
unni.
Þeir vilja ekki einu sinni fá borg-aða vexti af láninu.
Það er afar mikilvægt fyrir okkurað geta rétt Íslendingum
hjálparhönd á þessum erfiðu tímum.
Við erum næstu nágrannar ykkar og
það liggur því í augum uppi að grípa
til þessara aðgerða,“ sagði Jóhannes
Eidesgaard, fjármálaráðherra Fær-
eyja, við mbl.is í gær.
Við Íslendingar getum ekki annaðen verið innilega þakklátir fyrir
þennan höfðinglega stuðning ná-
granna okkar.
En við verðum líka að horfa í eiginbarm.
Höfum við nokkurn tímann staðiðeins þétt við bakið á Fær-
eyingum og þeir á okkur? Getum við
ekki lært ýmislegt af frændum okk-
ar og grönnum?
Jóhannes
Eidesgaard
Höfðingsskapur Færeyinga
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"#$%
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
&
&
&
&
& &
%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
*!
$$B *!
'
( )$
( $
%
#$
*#
<2
<! <2
<! <2
'
%$) +
,
-." # /
CD!-
/
!
"
#
$%
&
'
<7
" ()"(*+
#
&,
-'
<
.& '
/
(
- 0 "
# 11
01 #22
#$ 3#
" #+
,
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
RÓLEGT er í húsakynnum ríkissáttasemjara um
þessar mundir. Ástæðan er fyrst og fremst óviss-
an í efnahagsmálunum. Þá hefur Ásmundur Stef-
ánsson ríkissáttasemjari tekið að sér það hlutverk
að samhæfa starf þeirra hópa, sem vinna að lausn
efnahagsvandans. Hann hefur einbeitt sér að því
starfi undanfarnar vikur.
Að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, skrifstofu-
stjóra hjá ríkissáttasemjara, er kjaradeila sjó-
manna og útvegsmanna stærsta einstaka málið,
sem er til meðferðar hjá embættinu. Til stóð að
halda fund í deilunni í síðustu viku, en honum varð
að fresta vegna ársfundar Alþýðusambands Ís-
lands. Þá verða engin fundahöld í þessari viku
vegna ársfundar Landssambands íslenskra út-
vegsmanna.
Nokkur félög og viðsemjendur þeirra sitja fundi
í húsnæði ríkissáttasemjara, sem ekki hafa vísað
deilu sinni til hans ennþá.
Samningar margra stéttarfélaga renna út á
þessu hausti og um næstu áramót. Um næstu
mánaðamót renna út samningar fjölmargra félaga
við Reykjavíkurborg. Má þar nefna samninga Efl-
ingar, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar,
náttúrufræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, fé-
lagsfræðinga og verkfræðinga. Þá renna samn-
ingar Blaðamannafélags Íslands við viðsemjendur
út um mánaðamótin.
Mjög margir samningar renna út 30. nóvember.
Má þar til nefna samninga rafiðnaðarmanna og
fjölda félaga, eða 74 alls, sem eru með samninga
við launanefnd sveitarfélaganna. Inga Rún Ólafs-
dóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga, hefur látið hafa eftir sér að þetta
verði ekki samningar stóru tækifæranna.
sisi@mbl.is
Rólegt við samningaborðið
Sveitarfélögin í landinu ganga á næstunni til samninga við 74 stéttarfélög
VINNA við gerð nýs námavegar
niður af Seljalandsheiði lýkur um
miðjan næsta mánuð. Þá hefjast
sprengingar í námunni og síðan
flutningur á grjóti niður af fjalli.
Suðurverk tók að sér gerð Land-
eyjahafnar og tilheyrandi vegagerð.
Höfnin er ætluð fyrir nýja Vest-
mannaeyjaferju og á að vera tilbúin
eftir tvö ár. Grjótið í hafnargarðana
er sótt í námu í Seljalandsheiði, í um
500 metra hæð. Gert er ráð fyrir að í
vetur verði flutt um 200 þúsund tonn
af grjóti á millilager og í vor verður
byrjað að flytja grjótið þaðan og í
varnargarða væntanlegrar hafnar á
Bakkafjöru. Að sögn Eysteins Jó-
hanns Dofrasonar, byggingatækni-
fræðings hjá Suðurverki, eru nú um
28 menn við vegagerðina í einu.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Vegagerð Tvöfaldur búkolluvegur verður niður af Seljalandsheiði.
Leggja veg fyrir grjót-
flutninga í Bakkafjöru
Í HNOTSKURN
»Starfsmönnum við bygg-ingu Landeyjahafnar mun
fjölga á næstunni.
»Unnið verður á vöktumallt næsta ár og reiknað
með um 80 manns við verkið
að jafnaði.