Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is „EF ÞETTA er niðurstaðan verður uppreisn,“ segir Ómar Sigurðsson sem átti 60 milljónir króna í pen- ingabréfum. Reikna má með að hann fái rúma 41 milljón af ævisparnaði sínum til fjörutíu ára greidda frá bankanum. Tilkynnt var í gær að 68,8 prósent af innlendum pen- ingabréfum hjá Landsbankanum yrðu greidd út til eigenda í dag. Féð fer inn á tryggðan hávaxtainnláns- reikning. Peningabréfaeigendur fá á næstu dögum bréf þar sem reikn- ingsnúmerið og upphæðin á nýja reikningnum verður gefið upp. Hlutfallið er misjafnt eftir því hvort bréfin voru í innlendri eða er- lendri mynt. 67,6 prósent af pen- ingabréfum í evrum verða greidd út, 60 prósent af bréfum í dollurum, 74,1 prósent bréfa í pundum og 70,1 pró- sent bréfa í dönskum krónum. Barátta fyrir sparnaðinum Glitnir og Kaupþing hafa enn ekki gefið upp hve hátt hlutfall bréfa í sjóðum þeirra verður greitt út, en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins verður hlutfallið hærra en hjá Landsbankanum. Mjög líklegt er tal- ið að bankarnir tilkynni um hlutfallið í dag. Glitnir fyrst í sjóði 9, en síðar hlutfall annarra sjóða. Kristín Helga Káradóttir lagði sparnað sinn í peningabréf fyrr á árinu. Hún er heldur ekki sátt, langt í frá, þó tapið sé minna en hún hafði heyrt spáð. „Ég hef verið í sambandi við fólk í sömu stöðu og við höfum unnið að því að koma málstað okkar á framfæri, en þetta mál hefur fengið allt of litla athygli í fjölmiðlum miðað við alvar- leika þess. Við viljum fá sparnað okk- ar bættan að fullu. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga,“ segir hún. Upp hafi komið hugmyndir um hvernig bæta mætti tjónið. „Til dæmis mætti lækka lán eða skatta þeirra sem töpuðu; já eða jafnvel gefa land eða kvóta í hlutfalli við tap- ið,“ segir hún. Kristín Helga gæti hugsað sér að fara fyrir hópi fólks sem átti í pen- ingamarkaðssjóðum. Hún hafi heyrt í fólki sem íhugar málsókn. „Ég hef samúð með öllum sem áttu pen- ingabréf og skil hvað er í húfi fyrir fólk og fyrirtæki. Ég vona að fólk þoli öll áföllin en ég er ekki ánægð með niðurstöðuna. Við sem höfðum sparað peninga og létum krónur okk- ar, margar eða fáar, í sjóðina töpum vegna óstjórnar og vafasamra við- skipta ríkra manna í bönkum og stjórnmálum.“ Hirða spariféð en rukka lánin Ómar er reiður. „Mér finnst þetta skandall og fyrir neðan allar hellur. Ég sætti mig engan veginn við þessa niðurstöðu. Ríkið hirðir bankann. Það heldur áfram að rukka það sem við skuldum bankanum en það borg- ar okkur ekki innistæðuna,“ segir hann og bætir við. „Þau loforð sem Björgvin Sigurðsson viðskiptaráð- herra gaf eru einskis virði. Fram- koma hans er skammarleg. Ég skil ekki vegferð Samfylkingarinnar í þessu máli,“ segir Ómar. „Þúsundir áttu ævisparnað í bréf- unum. Sjálfur hefur ég lagt til hliðar mánaðarlega í fjörutíu ár til að ráð- stafa í ellinni. Mér finnst til skammar að ekki sé komið til móts við okkur að fullu. Við áttum þennan pening. Mér finnst það ekki ganga að ríkið hrifsi til sín peningana mína,“ segir Ómar. Ekki náðist í Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra, sem er í Pét- ursborg í Rússlandi. Varaformaður Samfylkingarinnar vísaði einnig á ráðherrann og aðstoðarmenn utan- ríkisráðherra og félagsmálaráðherra svöruðu ekki í símann. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu átti íslenskur almenn- ingur, heimilin í landinu, 63 milljarða króna í peningabréfum bankanna. Alls voru 232 milljarðar króna inni á reikningunum. Morgunblaðið/Kristinn Kristín Helga Káradóttir Kristín, hér með syn- inum Guðmanni Brimari, íhugar aðgerðir. „Við áttum peninginn“  Landsbankinn gerir upp peningabréfin  Ósátt við rýrnun sparnaðar vegna óstjórnar auð- og stjórnmálamanna  Búist við meiru af Glitni og Kaupþingi                         !  "  ! Hvernig er greitt úr sjóðunum? Það sem eftir er af inneign bréfanna verður lagt inn á tryggða innláns- reikninga hjá Landsbankanum í dag. Allir eigendur fá sent bréf þar sem fram kemur upphæð og númer reikningsins. Af hverju er upphæðin svona lág? Bankinn er gjaldþrota og með neyð- arlögunum 6. október urðu innlánin ein af forgangskröfum og þannig rétthærri en skuldabréf á viðskipta- bankana, sem skaðaði Peningabréfa- sjóðina. Hvað með Kaupþing og Glitni? Búist er við því að þeir tilkynni jafn- vel um greiðsluhlutfallið strax í dag, Glitnir þó aðeins úr sjóði 9. S&S LJÓST er að tap sveitarfélagsins Árborgar vegna peningabréfa í Landsbankanum nemur um 110 milljónum króna. Ragnheiður Her- geirsdóttir bæj- arstjóri útilokar ekki málsókn þar sem bankinn greiðir aðeins 68,8 pró- sent af inneign þess fyrir gjaldþrotið út. „Við vorum að fá þessar upplýs- ingar og skoðum málið í heild sinni. Við hljótum að ganga eins langt við getum við að gæta hagsmuna sveitar- félagsins. Það er okkar skylda.“ Henni er þó létt að tap sveitarfé- lagsins verður ekki meira. „Við keyptum peningabréf fyrir 730 millj- ónir króna. Við höfum nýtt af bréf- unum til framkvæmda og áttum 350 þegar reikningunum var lokað. Tapið er minna en ávöxtunin. Við töpuðum því ekki höfuðstólnum,“ segir hún. Ragnheiður bendir á að pen- ingabréfin hafi verið kynnt sem örugg ávöxtunarleið. „Sveitarfélögin hafa ekki haft aðra tryggingu en bankanna. Þau hafa ekki tryggingu Seðlabankans eins og ríkið. Áður en forsætisráðherra sagði að innlánin yrðu tryggð að fullu gat sveitarfélag- ið ekki búist við að meira en þrjár milljónir af innlánum þess væru tryggðar í bönkum landsins, hefði upphæðin verið á innlánsreikningi.“ Árborg tapar 110 milljónum króna Ragnheiður Hergeirsdóttir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ráðherrar og bankastóri Eigendur peninga- bréfa gagnrýna að þau verði ekki fullbætt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ómar Sigurðsson Sættir sig ekki við að ríkið taki nær 20 milljónir af sparnaði hans. Á fyrsta vetrardag, 25. október, var í ellefta sinn úthlutað styrkjum úr Ferðasjóði Vildarbarna Icelandair. Að þessu sinni hlutu 23 börn og fjölskyldur þeirra styrk úr sjóðnum. Styrkurinn gerir þeim kleift að ferðast til hvaða áfangastaðar sem er af áfangastöðum Icelandair og taka fjölskyldu sína með. Allur kostnaður er greiddur, flug, gisting, bílaleigubíll, dagpeningar og aðgangseyrir að viðburðum sem barnið kýs. LANGVEIK BÖRN FRÁ BOSTON NJÓTA ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU Þau voru hér í heimsókn í síðustu viku ásamt foreldrum og starfsfólki frá Boston í boði Vildarbarna Icelandair. 205 BÖRN HAFA FERÐAST Á VEGUM VILDARBARNA Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 til þess að veita langveikum börnum og börnum, sem búa við sérstakar aðstæður, og fjölskyldum þeirra tækifæri til að ferðast til annarra landa. Á þeim fimm árum sem liðin eru hafa 205 börn og samtals fleiri en eitt þúsund manns ferðast á vegum sjóðsins. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og formaður stjórnar er Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair. 23 BÖRN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA NJÓTA FERÐASTYRKS FRÁ VILDARBÖRNUM VIÐ ÓSKUM VILDARBÖRNUM 2008 OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA TIL HAMINGJU. „ÉG ER alls ekki sáttur,“ segir Hörður Hilm- arsson, fram- kvæmdastjóri ÍT ferða, um 68,8 prósenta út- greiðsluhlutfall peningabréfa Landsbankans. „Ég trúði og treysti ráðleggingum míns við- skiptabanka sem staðhæfði í tölvu- pósti að peningabréfin væru lang- vinsælasti sparireikningur bankans. Þar stóð að hann bæri góða vexti, enga áhættu og væri alltaf laus.“ Hörður hefur nú reiknað út að fyr- irtækið hafi tapað rúmlega sex millj- ónum króna. Enn sé óljóst hverjar afleiðingar tapsins verða en hann leggi nú áherslur á ferðir erlendra hingað til lands. Hann hafi einnig lækkað starfshlutfall starfsfólks til að mæta samdrættinum. Pening- arnir í bréfunum hafi átt að greiða rekstrarkostnað ferðaskrifstofunnar yfir vetrarmánuðina. „Stjórnvöld verða með einum eða öðrum hætti að tryggja fulla endurgreiðslu sparnað- ar í peningabréfum og peninga- markaðssjóðum eins og annan sparnað.“ Ferðaskrifstofan tapaði 6 milljónum Hörður Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.