Morgunblaðið - 29.10.2008, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2008
✝ Vilborg KatrínÞórðardóttir Pe-
tit fæddist á Hellis-
sandi 5. maí 1933.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 20. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Margrét
Jónsdóttir ljósmóðir,
f. 5. apríl 1907, d. 21.
apríl 2001 og Þórður
Elísson útgerð-
armaður, f. 25. febr-
úar 1906, d. 23. sept-
ember 2002. Systkin Vilborgar
Katrínar eru 1) Ölver Hilmar Sig-
urðsson, f. 4. september 1928, lést í
Svíþjóð, 2) Kristín Dagbjört Þórð-
ardóttir, f. 18. júlí 1931, 3) Jón Sig-
mundur Þórðarson, f. 20. maí 1934,
4) Steinþór Breiðfjörð Þórðarson, f.
29. ágúst 1937 og 5) Margrét Þór-
unn Þórðardóttir, f. 19. júní 1947.
Vilborg Katrín ólst upp á Hellis-
og Bandaríkjanna meðan á námi
hans stóð. Leiðir þeirra skildust.
Þriðji eiginmaður Vilborgar
Katrínar var Raymond Petit, sendi-
herra Frakka, f. í Víetnam 31. nóv-
ember 1935, d. 15. desember 1995.
Þau gengu í hjónaband árið 1969 og
voru gift þar til Raymond lést. Þau
bjuggu víða sökum starfs Ray-
monds, meðal annars í Afganistan,
Brasilíu, Kamerún, Frakklandi,
Ghana, Guatemala, Japan, Möltu,
Trinidad og Tobago, og síðast í
Brasilíu. Eftir andlát Raymonds
fluttist hún að nýju til Íslands og bjó
fyrst í Reykjavík og síðar í Njarð-
vík.
Vilborg Katrín átti fimm ömmu-
börn, 1) Katrínu Ösp Gústafsdóttur,
f. 26. apríl 1978, 2) Kristínu Eik
Gústafsdóttur, f. 16. nóvember
1980, 3) Rakel Rut Reynisdóttur, f.
2. desember 1989, 4) Sebastian Ara
Reynisson, f. 17. október 1997, og 5)
Lucas Frey Reynisson, f. 15. febr-
úar 2002 og þrjú langömmubörn, 1)
Ágúst Frey Axelsson, f. 31. mars
2004, 2) Freyju Ósk Axelsdóttur, f.
27. mars 2007 og 3) Thelmu Katrínu
Grétarsdóttur, f. 28. janúar 2008.
Útför Vilborgar Katrínar fer
fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 13.
sandi til ársins 1944 en
þá fluttist hún með
fjölskyldu sinni til
Njarðvíkur.
Vilborg Katrín gift-
ist árið 1949 William
Warren Cray, banda-
rískum járnsmið, og
fylgdi honum út til
Bandaríkjanna. Þau
eignuðust börnin Lee
Thor Cray, f. 20. mars
1950 og Björgu Hauks
Cray, f. 15. ágúst
1952. Hún flutti aftur
til Íslands frá Banda-
ríkjunum árið 1952 þegar leiðir
þeirra Williams skildu. Hún lærði til
ljósmóður og lauk ljósmóðurprófi
árið 1955.
Vilborg Katrín giftist árið 1956
Hauki Jónassyni lækni í Reykjavík.
Hann ættleiddi Björgu og einnig
ættleiddu þau kjörsoninn Reyni
Hauksson, f. 1. október 1964. Hún
fylgdi Hauki m.a. út til Danmerkur
Það mun hafa verið um 1987, þegar
talibanar voru að hrekja Sovétmenn
frá Afganistan, að fréttamaður í er-
lendum fréttum á Morgunblaðinu
kom að mínu borði með þau tíðindi að
alþjóðafréttastofur væru uppfullar af
því að allt erlent sendiráðsfólk væri
nú farið frá Kabúl – nema einn, að-
alræðismaður Frakka, Raymond Pe-
tit. Og það sem meira væri, að með
honum væri um kyrrt íslensk eigin-
kona hans. Hver gæti þetta verið? Það
var auðleyst: Nú, þetta er hún Vilborg
Katrín Þórðardóttir ljósmóðir! Í ljós
kom síðar að þau voru þarna að venju
að reyna í skjóli forstöðuembættis í
franska sendiráðinu að veita hröktum
einstaklingum það lið sem þau máttu.
Af öryggisástæðum var komu
þeirra þá til Parísar haldið leyndri, en
læknirinn Erik, sonur Raymonds í
París, hnippti í mig, svo að ég með
næstu flugferð náði viðtali um leið og
alþjóðapressan. – Ég er hreykinn af
því að hún vildi vera um kyrrt með
mér í Kabúl. Hún er mín hjálp hvar
sem er. Er alltaf uppörvandi. Góð
kona fyrir mig og góður fulltrúi ís-
lenskra kvenna, sagði Raymond. Allt-
af hugrökk, starfsöm, jákvæð og ást-
úðleg. Katrín bætti við að alltaf væri
svo mikið um að vera í kring um hann
– hann hleypur alltaf til hvar sem
hann getur orðið að liði.
Raymond hafði ég kynnst þegar
hann 1967 til 1970 var sendiráðsritari í
franska sendiráðinu í Reykjavík. Og
eftir að Katrín fór á eftir honum utan,
þá fyrir nokkru fráskilin, hitti ég þau
af og til og fylgdist af aðdáun með
störfum þeirra, sem voru langt um-
fram hefðbundin embættisstörf. Ray-
mond Petit og Vilborg Katrín giftu sig
í Accra í Ghana, að viðstöddum ætt-
arhöfðingjanum Ailrah og ambassdor
Frakka. Þar var næsti starfsvettvang-
ur hans, enda varð ein stjórnarbylt-
ingin meðan þau voru þar. Í grein í
franska stórblaðinu Figaro las ég dag
einn að þau hjón hafi jafnan drepið
niður fæti á heitustu stöðum á jarð-
kringlunni. Katrín neitaði því að hún
væri hrædd um Raymond, enda
forlagatrúar. Bætti svo við: – Þegar
ég get ekki fengið að fara með honum,
þá skrepp ég bara til Íslands eða í
íbúðina okkar rétt sunnan við París.
Og svo ræð ég krossgátur til að halda
við íslenskunni, með blýanti svo hægt
sé að endurnýta þær. Eftir Japan
voru þau staðsett í Port au Prince með
umboð fyrir Karabísku eyjarnar. Síð-
an á Möltu og í Guatemala, þar sem
Frakklandsstjórn sæmdi hann sér-
stakri orðu fyrir störf í uppreisn í Pa-
nama og öðrum S-Ameríkulöndum.
Þau bjuggu yfirleitt um þrjú ár á
hverjum stað.
Þegar þau eru nú bæði horfin sé ég
Katrínu fyrir mér þar sem hún situr,
há, ljóshærð og tíguleg við borðsend-
ann í sendiráðsbústaðnum í Douala í
Afríkuríkinu Kamerún. Þar var upp-
reisnarástand og mótmælaalda þegar
ég kom þar 1991. Verkföll, mótmæla-
göngur og verið að brenna skóla og
bíla á götunum. Falleg ung Kamer-
únkona, eiginkona formanns stjórnar-
andstöðuflokksins, átti ekki nógu stór
orð til að lofa það hvernig Katrín hefði
tekið við henni og hreinsað höglin úr
alblóðugu andliti hennar þegar her-
inn skaut framan í hana í mótmæla-
göngu og þau hjón flúðu alblóðug til
þessara vina sinna. Í boði annars
staðar varð ég vitni að því að fólk var
að þakka Raymond fyrir að hafa feng-
ið það laust úr pyntingum öryggislög-
reglunnar, fimm forustumenn stjórn-
arandstöðunnar, m.a.
mannréttindamanninn Charles Tcho-
ungang, lamaðan upp að mitti. Þegar
hann kvaðst ekki hafa átt þar einn
hlut að máli og vísaði þakklætinu til
Frakklandsforseta, sögðu þeir: Það
varst þú sem brást skjótt við og
gekkst persónulega í málið við forset-
ann.
Elín Pálmadóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Mín kærasta vinkona hefur kvatt
þennan heim eftir erfið veikindi, en
það uppgötvaðist í vor, að hún var
með ólæknandi krabbamein. Hún var
heima hjá sér eins lengi og mögulegt
var, en í byrjun ágústmánaðar var
hún lögð inn á Sjúkrahús Keflavíkur,
þar sem henni var sinnt af alúð og
umhyggju, sem hún var mjög þakklát
fyrir.
Kynni okkar hófust 1. október árið
1954, báðar rúmlega tvítugar að hefja
nám í Ljósmæðraskóla Íslands. Þar
urðum við herbergissystur og það
varð fljótt gagnkvæm vinátta, sem
aldrei hefur borið skugga á, þótt vík
hafi verið á milli vina. Bréf gengu á
milli og stundum hringdi Bogga ein-
hvers staðar utan úr heimi. Þegar hún
kom til Íslands heimsótti hún mig
alltaf og tvisvar heimsótti ég hana, til
Möltu og Parísar. Bogga eignaðist
þrjú börn. Dóttirin er búsett á Íslandi
og á tvær yndislegar dætur, en syn-
irnir búa í Bandaríkjunum.
Um tíma var lítið samband við dótt-
urdæturnar, en það breyttist á þessu
ári og hafa þær reynst ömmu sinni
ákaflega vel í veikindum hennar. Hún
var bæði glöð og þakklát fyrir það og
alla þá umhyggju, sem henni var
sýnd. Reynir, yngri sonurinn, var að-
eins sex ára, er hún flutti af landi
brott árið 1969 og sagði hún, að það
eina sem hún sæi eftir í lífinu væri að
hafa skilið við hann. Þau náðu þó að
kynnast aftur á seinni árum og var
hún mjög hamingjusöm yfir því og
annarri sameiningu fjölskyldunnar.
„Og kannske þurfti þessi veikindi mín
til að svo yrði. Og nú er ég sátt,“ sagði
hún.
Í skólanum eignuðumst við sameig-
inlega vini, sem ennþá teljast í þeim
hópi. Fjölskyldu Boggu kynntist ég
líka, heimsótti foreldra hennar með
henni og hitti systkini hennar. Hún
sagði stundum við mig þegar hún var
að koma til Íslands: „Ég þekki systk-
ini mín svo lítið.“ „Já, Bogga mín,“
sagði ég. „En þú veist, að þú átt góð
systkini og þú átt eftir að kynnast
þeim aftur.“ Enda hafa þau sannar-
lega reynst henni vel eftir heimkom-
una til Íslands. Kristín systir hennar
bjó í nágrenni hennar í Ytri-Njarðvík
og mörgum stundum er hún ásamt
yngri systur sinni, Margréti, búin að
eyða hjá Boggu í veikindum hennar.
Þær systur tóku hana með sér vestur
í Stykkishólm í sumar og var það
henni mikið gleðiefni.
Bogga var einstaklega gjafmild,
vildi alltaf vera að gefa. Hún hafði líka
mikla ánægju af því að eiga dýra og
fallega hluti og vera vel til höfð og það
var bara svo skemmtilegt, hvernig
hún var samansett. Hún sagði mér
allt og leitaði oft ráða hjá mér. Hlust-
aði á þau og reyndi stundum að fara
eftir þeim. Eins og þegar hún sagði
við mig: „Það er alveg rétt hjá þér, ég
á góð systkini.“
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Vertu Guði falin, elsku Bogga mín.
Með þessum orðum kveðjum við
Máni vinkonu okkar og sendum fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Kristín Ingibjörg Tómasdóttir.
Vilborg Katrín
Þórðardóttir Petit
Takk fyrir okkur, elsku
langamma, sjáumst í
draumalandi
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Minning þín er ljós í lífi
okkar, ástarkveðja
Ágúst Freyr, Freyja
Ósk, Thelma Katrín,
Rakel Rut, Sebastian
Ari og Lucas Freyr.
Elsku Vilborg systir.
Nú ertu farin lífsins amstri frá
við fyllumst djúpri sorg og eftirsjá.
Það verður fátt um svör við dauðans dyr
er döpur sál í örvæntingu spyr.
Þú áttir óbilandi þrek og trú
þú lagðir yfir ófærurnar brú.
Þú gast af ljúfu hjarta huggun veitt
og hugarkvöl með gleðibrosi eytt.
Því skal okkar hjartans þakkir tjá
þú hvarfst of fljótt í burtu okkur frá.
Ó, góður guð þig leiði sér við hönd
og geymi þig á bjartri himnaströnd.
(Höf. ók.)
„I love you.“
Þín litla systir
Margrét Þórunn (Doddý).
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SIGURÐUR HJALTASON,
Víkurbraut 28,
Höfn,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn
31. október kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningar-
sjóð Skjólgarðs hjá Bæjarskrifstofum Hornafjarðar.
Aðalheiður Geirsdóttir,
Margrét Sigurðardóttir, Sigurjón Arason,
Anna Sigurðardóttir, Gunnar Þór Árnason,
Halldóra Sigríður Sigurðardóttir, Jóhannes Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Bugðulæk 5,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 22. október.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn
31. október kl. 11.00.
Þorkell R. Ingimundarson, Helga Geirmundsdóttir,
Þráinn Ingimundarson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Móðir okkar, amma og langamma,
SVAVA JÓNSDÓTTIR
frá Minni Reykjum,
Skagafirði,
lést mánudaginn 20. október.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey mánudaginn
27. október að ósk hinnar látnu.
Þökkum sýnda samúð.
Inga Herdís Harðardóttir,
Guðni Karl Harðarson,
Heiðrún Elsa Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær systir okkar, mágkona, föðursystir,
móðursystir og frænka,
BRYNJA RAGNARSDÓTTIR
sjúkraliði,
Vesturvallagötu 1,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 22. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
31. október kl. 15.00.
Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir, Gísli Guðjónsson,
Ragna Kristín Ragnarsdóttir, Jan S. Christiansen,
Auður Halldórsdóttir, Birna Bergsdóttir,
Kristín Jóhanna Mikaelsdóttir, Birgir Mikaelsson,
Kristín Emilsdóttir, Sólveig Berg Emilsdóttir,
Ragnar Þór Emilsson, Bergur Már Emilsson,
Eva María Emilsdóttir, Guðjón Emil Gíslason,
Ragnar Mikael Gíslason, Bjarki þór Qvarfot,
Bryndís Emilía Qvarfot
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR K. BERGSTEINSSON
fyrrverandi forstjóri,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 31. október kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en
þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög.
Brynja Þórarinsdóttir,
Þórarinn Gunnarsson,
Ragnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Magnússon,
Bergsteinn Gunnarsson, Anna S. Björnsdóttir,
Theódóra Gunnarsdóttir, Garðar Þ. Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.