Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 2

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ... eru betri en aðrar Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið margháttaðar aðgerðir til að létta undir með fjölskyldunum og heimilunum vegna erfiðleika sem fjármálakrepp- an veldur. Þær voru kynntar á blaðamannafundi sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra héldu í gær. Aðgerðirnar eru misjafnlega langt á veg komnar. Í fréttatilkynningu sem send var út eftir fundinn sagði m.a.: „Lækkun gengis og aukin verðbólga sem leiddi þar af, hafa þegar haft alvarleg áhrif á hag heimila og fyrirtækja vegna þess að stór hluti skulda þeirra er gengisbundinn eða vísitölutryggður. Samdráttur í atvinnulífinu og uppsagnir starfs- fólks hafa líka orðið til þess að margir sjá fram á verulega skertar tekjur og er aðgerðunum eink- um ætlað að hjálpa almenningi að standa við skuldbindingar sínar við erfiðar aðstæður.“ Greiðslubyrði lána minnkuð Lagt verður fram frumvarp á Alþingi um að létta greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán með sérstakri greiðslujöfnunarvísitölu. Það verður launavísitala sem vegin verður með at- vinnustigi. Þetta gæti minnkað greiðslubyrði af lánum um allt að 10% hinn 1. desember nk. og allt að 20% eftir eitt ár frá því sem annars hefði orðið. Með þessu móti frestast hluti af verðbótum þar til síðar á lánstímanum. Geir sagði að þessi aðgerð væri nátengd því sem áður var búið að tilkynna varðandi myntkörfulánin. Því hefur verið beint til Íbúðalánasjóðs að koma til móts við fólk sem á í greiðsluvanda. Þar er rætt um lengingu lána, umbreytingu vanskila, frestun afborgana og rýmri heimildir varðandi inn- heimtuaðgerðir. Geir sagði að lögfestar hefðu ver- ið heimildir til Íbúðalánasjóðs að leigja út húsnæði í hans eigu. Þannig getur fólk leigt húsnæði sem það kann að missa í hendur sjóðsins. Þak á innheimtukostnað Vilji er til að endurskoða lög um dráttarvexti með það fyrir augum að þeir lækki a.m.k. tíma- bundið. Sett verður þak á innheimtukostnað með því að breyta reglugerð um hámarksfjárhæðir innheimtukostnaðar. Geir sagði að það gæti tekið gildi 1. janúar nk. Þá hefur verið flutt frumvarp um niðurfellingu stimpilgjalda í tengslum við skuldbreytingar og fleiri aðgerðir sem þessu tengjast. Geir sagði ætlunina að fella þau niður sem og þinglýsingargjöld sem þessu tengdust. Ingibjörg Sólrún sagði að ákveðið hefði verið að fella tímabundið úr gildi heimild til að skuldajafna barnabótum á móti opinberum gjöldum foreldra. Barnabætur verða framvegis greiddar út mán- aðarlega en ekki á þriggja mánaða fresti eins og hingað til. Einnig verður felld úr gildi heimild til að skuldajafna vaxtabótum á móti afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði. Vilji er til að liðka fyrir því að fólk geti samið um skattaskuldir sínar. Lög- festa á tímabundið heimildir til innheimtumanna ríkissjóðs um möguleika á niðurfellingu drátt- arvaxta, kostnaðar og gjalda í afmörkuðum til- fellum. Einnig verður þeim tilmælum beint til ráðuneyta og stofnana ríkisins að milda sem kost- ur er innheimtuaðgerðir gegn almenningi. Þar með talið að takmarka það hlutfall launa sem ríkið getur nýtt til skuldajöfnunar. Ingibjörg sagði að nú væri heimilt að nýta allt að 75% launa til skuldajöfnunar. Farið er fram á að þetta hlutfall verði lækkað. Í þingflokkunum hefur verið til meðferðar frumvarp um að heimilt verði að endurgreiða vörugjöld og virðisaukaskatt af notuðum ökutækj- um sem seld eru úr landi. Settar verða ákveðnar fyrningarreglur um þessi gjöld. Upphæðin verður endurgreidd eiganda ökutækisins. Ingibjörg sagði að þessar tillögur hefðu verið unnar af vinnuhópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Hann væri enn að störfum. Hún sagði gert ráð fyrir því að í næsta pakka frá stýrihópnum yrði hugað að aðgerðum sem lytu að fyrirtækjunum. Auk frumvarps dómsmálaráðherra um sér- stakan saksóknara til að rannsaka mál tengd hruni bankakerfisins er einnig unnið að frumvarpi um sérstaka rannsóknarnefnd. Sú vinna er á veg- um forseta Alþingis og í samvinnu við formenn stjórnmálaflokkanna. Fólki komið til bjargar Stjórnvöld koma til móts við einstaklinga í fjár- hagserfiðleikum Morgunblaðið/Ómar Aðgerðir Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynna aðgerðir stjórnvalda fyrir innlendum og erlendum blaðamönnum í Ráðherrabústaðnum í gær. GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagði að Ice- save-deilan þokaðist í átt til lausnar, en að lausnin væri ekki komin. Hann gerir ráð fyrir því að einhvers konar bráðabirgðasamkomulag ná- ist um að leysa þetta mál með samningi. „Við eigum von á því að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn muni taka okkar mál fyrir nú strax eft- ir helgina og að við fáum þá afgreiðslu sem við eigum rétt á eins og hvert annað aðildarríki,“ sagði Geir. Hann sagði að fjármögnun frá öðrum á því sem á vantaði hefði tafið málið. Nú væri það komið svo langt að það ætti ekki að tefja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði að í upphafi hefði þess verið krafist að Ís- land ábyrgðist öll innlán á Icesave-reikningum, jafnt einstaklinga og annarra. Nú væri rætt um lágmarkstrygginguna upp á 20.887 evrur. Ekki væri fallist á að gefa hana eftir því hún væri kjarninn í reglugerð ESB sem gilti innan EES. Menn vildu ekki skapa réttaróvissu með því að sættast á að fara með hana fyrir dómstóla. Geir sagði það rangt að samkomulag við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn þýddi að innistæður yrðu ekki lengur tryggðar hér. Yfirlýsingar hans og ríkisstjórnarinnar allrar um að ábyrgjast allar innistæður í bönkunum hér stæðu. „Ég vara fólk við að taka peninga í stórum stíl heim til sín,“ sagði Geir. „Þegar við göngum frá samningunum við þessi lönd munum við ekki skrifa undir eitthvað sem við fáum ekki undir risið. Það er aðalmálið,“ sagði Geir. Búist við samkomulagi um að semja „VIÐ fögnum þessu skrefi sem er mikilvægt og mun leiða til þess að heimilin geti betur tekist á við þann vanda sem er framundan,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórn- arinnar til þess að létta undir með fjölskyldum og heimilum. Gylfi bendir á að ASÍ hafi tekið þátt í mótun ýmissa þeirra breytinga sem boðaðar séu. Sambandið taki einnig þátt í þeirri miklu vinnu sem hann segir vera í gangi nú varðandi frekari úrræði. „Það eru aðgerðir varðandi menntunarúrræði eða virkar vinnumarkaðsaðgerðir sem við leggjum gríðarlega mikla áherslu á. Við finnum fyrir vilja stjórnvalda til þess að koma að slíkri vinnu.“ Ákvarðanir varðandi afkomu fyr- irtækja segir Gylfi einnig skipta ASÍ miklu máli. „Það er í gangi alveg hrikaleg bylgja uppsagna fé- lagsmanna okk- ar. Við leggjum mikla áherslu á að fyrirtæki kom- ist í gegnum þær þrengingar sem þau eru í svo að hægt sé að draga úr uppsögnum og vonandi afturkalla eitthvað af þeim. Vaxtahækkunin upp í 18 prósent leysti úr læðingi at- burðarás sem var hreint út sagt skelfileg. Það er ákaflega mikilvægt að fundnar verði leiðir út úr því.“ Að sögn Gylfa er ASÍ ennfremur tilbúið í viðræður um stóru efna- hagsmálin, eins og hann orðar það. ingibjorg@mbl.is Mikilvægt skref út úr vandanum Gylfi Arnbjörnsson INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir utanríkisráð- herra sagði á blaðamanna- fundinum í gær að hætt hefði verið við loft- rýmisgæslu Breta sem þeir áttu að sinna í desember n.k. „Þessi ákvörðun er tekin á vettvangi NATO,“ sagði Ingibjörg. Geir H. Haarde kvaðst telja það vera það heppilegasta í stöðunni, úr því sem komið væri, að slá æfingum Breta hér á frest. Hann sagði Ís- lendinga virða þá ákvörðun sem NATO tók, Bretar kæmu ekki, en hann taldi ekki hægt að tengja hana við deiluna um Icesave-reikningana í Bretlandi. Hann sagði að þetta þýddi ekki að hætt væri við loft- rýmisgæsluáætlunina í heild, held- ur aðeins gæslu Breta í desember. Ingibjörg Sólrún sagði að NATO hefði verið upplýst um umræður sem hér hefðu farið fram, bæði á Alþingi og í forsætisnefnd þingsins, um áhyggjur fólks vegna fyrirhug- aðra æfinga hér í desember. Þá sagði hún að mönnum dyldust ekki viðhorf almennings í þessu máli. Geir bætti því við að einnig hefði verið óskað eftir lægri kostnaðar- hlutdeild af hálfu Íslendinga vegna eftirlitsins. gudni@mbl.is Bretarnir koma ekki Geir H. Haarde TILGANGUR nýrra laga um sér- staka greiðslujöfnunarvísitölu, sem greint var frá í gær, er að ekki verði misgengi á milli launa og greiðslubyrði lána. Til sambæri- legra aðgerða var gripið hérlendis árið 1985 og aftur 1991. Um verður að ræða öll verð- tryggð fasteignalán, ekki bara lán Íbúðalánasjóðs. Fólk verður að sækja um til lána- stofnunar hyggist það nýta sér ákvæði hinna nýju laga. Sú upphæð sem það frestar að greiða fer inn á sérstakan biðreikning og greiðist síðar, þegar launavísitalan verður orðin hagstæðari neysluvísitölunni. „Þetta getur munað verulega í greiðslubyrði heimilanna,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra í gær. Hún lagði áherslu á að það sem kynnt var í gær væri ekki lokaaðgerðir varð- andi heimilin. Eitt af því sem er í skoðun er hvort heimila eigi fólki, sem er í miklum erfiðleikum vegna húsnæðislána, að taka út viðbótar- lífeyrissparnað sinn. skapti@mbl.is Afborganir fylgi þróun launa TVEIR menn björguðust af sjálfsdáðum úr bíl sem fór nið- ur fyrir veg í Álftafirði í Ísa- fjarðardjúpi í gærkvöld og lenti í sjónum. Tilkynnt var um slysið um hálfníuleytið. Mennirnir voru fluttir með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkra- húsið á Ísafirði og lagðir þar inn. Að sögn læknis voru mennirnir kaldir. Þeir höfðu gleypt sjó en voru ekki slas- aðir. Bíll niður fyrir veg og í sjóinn FRAMVEGIS mun Morg- unblaðið á netinu birtast áskrifendum kl. fjögur að morgni. Til þessa hefur blað- ið birst kl sex. Þessi breyt- ing er m.a. gerð vegna óska áskrifenda erlendis. Morgunblaðið fyrr á netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.