Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 59

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 59
Krossgáta 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 LÁRÉTT 5.Einar af stærstu útrýmingarbúðum nasista, stað- settar í Þýskalandi, nálægt Weimar. (10) 8. Samheiti um nokkrar tegundir plastefna sem eiga það sameiginlegt að hafa svipað útlit en mismunandi eiginleika, m.a. akrýlplast, pólýkarbon, pólýstýren, og pólýetýlentereftalat. (9) 9. Framanvert höfuð ofan augna. (4) 10. Ein algengasta holufyllingin í íslensku bergi sem er oftast ljós eða hvítleit en getur litast af aðkomuefn- um. (8) 12. Dýr í flokki liðdýra í undirfylkingu klóskera sem inniheldur m.a. sporðdreka og mítla. (8) 13. Þarmar. (6) 15. Fínir hefilspænir notaðir til einangrunar. (6) 16. Tónverk í mörgum köflum fyrir stóra hljómsveit. (8) 17. Buster _____, bandarísk kvikmyndastjarna þöglu myndanna. (6) 20. Einhúða tromma á stærð við ask sem leikið er á með fingrum, oftast fest við aðra slíka trommu af annarri stærð. (11) 21. Tvö gagnstæð horn sem koma fram við skurð tveggja lína kallast _______. (8) 23. Stór sjóönd og nytjafugl sem er útbreiddur norðan megin á strandlengju Evrópu, Norður-Ameríku og Síberíu. (8) 25. Lyf sem Alexander Flemming uppgötvaði. (9) 26. Pípukragi borinn við hempu. (11) 28. Með tvö eintök af hverjum litningi (8) 31. Klútur til að þurrka diska. (11) 35. Eiturgas sem er ekki lífshættulegt en veldur sviða og táraflóði ef það berst í augu. (7) 36. Djúp og kröpp lægð sem myndast yfir hafi í hitabelt- inu og veldur oft miklu tjóni þegar hún gengur á land. (10) 38. Kvikmyndastúdíó í Hollywood sem gerði m.a.Titanic, Forrest Gump, og Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. (9) 39. Kristileg meðferðar-, forvarna- og hjálparsamtök sem tengjast Hvítasunnukirkjunni (8) 40. Sníkill í vöðvum og innyflum fiska. (10) LÓÐRÉTT 1. Sveiflustökk í bjargvað. (6) 2. Tunnusmiður. (6) 3. Bráðin tólg. (4) 4. Höfuðborg Síerra Leóne. (8) 5. Vísa úr samfélagi kirkjunnar. (8) 6. _____-Lárens, fræg kvikmynd. (6) 7. Djass-afbrigði sem á uppruna sinn í New Orleans. Þekktasta lag er „When the Saints Go Marching In“. (9) 11. Litunartækni á klæði þar sem vax er notað til að hylja þau svæði sem ekki á að lita. (5) 14. Grein innan stærðfræðinnar sem er nefnd eftir bók- inni Kitab al-mukhtasar fi Hisab Al-Jabr wa-al- Moghabalah (Bók samantektar varðandi útreikning með hjálp tilfærslu og einföldunar) sem var oft nefnd Al-Jabr (einföldun eða smækkun) til einföldunar. (7) 16. Þunn húð milli tánna á sumum fuglum. (7) 18. Höfuðborg Írans. (6) 19. „Vík frá mér, _____“ (5) 22. Sögur um helga menn. (11) 24. _____ og span. (5) 27. Franska _____ kallast á frönsku Côte d’Azur. (8) 29. Safnheiti yfir ýmis lífræn stjórnefni sem eru lífverum nauðsynleg til að halda heilsu en lífverurnar geta ekki myndað sjálfar eða geta ekki myndað nóg af en nær ekki yfir þörf á steinefnum, fitu eða am- ínósýrum. (7) 30. Dvalarstaður eða fast heimili. (7) 32. Myndmót í blýprenti. (6) 33. Að flytja inn eða úr landi fram hjá yfirvöldum. (6) 34. Nafn sem oft er notað um Korpúlfsstaðavöll. (5) 37. Hestur sem er hvítur er sagður vera ____ .(4) ÍSLENSKA kvennaliðið vann slaka japanska sveit, 3 ½ : ½ í fyrstu um- ferð Ólymíumótsins sem fram fór í Dresden í Þýskalandi á fimmtudag- inn. Tvær stúlkur, Hallgerður Þor- steinsdóttir og Elsa María Krist- ínardóttir, tefldu þarna sína fyrstu skák á Ólympíumóti en með þeim í sveitinni voru Lenka Ptacnikova og Sigurlaug Friðþjófsdóttir. Guðlaug Þorsteinsdóttir hvíldi. Sú nýbreytni er tekin upp í kvennaflokknum að þar er nú teflt á fjórum borðum eins og í opna flokknum sem yfirleitt er kallaður karlaflokkur. Fimm skákmenn í hverri sveit í stað sex áður. Alls tefla 146 sveitir í opna flokknum og 112 í kvennaflokknum en aðeins fara fram ellefu umferðir. Íslenska karlaliðið tapaði 1 ½ : 2 ½ fyrir því bandaríska. Íslendingum hefur yfirleitt ekki gengið vel gegn Bandaríkjamönum á Ólympíumóti og hygg ég að besti árangurinn sé 2:2 jafntefli í Novi Sad 1990. Það er tímanna tákn að bandaríska liðið er eingöngu skipað liðsmönnum sem ólu aldur sinn í Sovétríkjunum. Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli við Gata Kamsky á 1. borði í litlausri skák. Héðinn Steingríms- son og Stefán Kristjánsson töpuðu á 2 og 4. borði. Héðinn lenti í tækni- lega erfiðri stöðu gegn hinum öfluga Onischuk, gaf peð sem var misráðið og tapaði. Stefán renndi upp all- langri teóríu í Benony-byrjun en hafði svo ekkert fram að færa og tapaði án mikillar mótspyrnu. Ljósi punkturinn var sigur Henriks Dani- elsen á 3. borði. Henrik lýsti sér einhverju sinni sem „system-skák- manni“ en það þýðir m.a. að hann teflir upp á uppstillingar með hvítu sem eru vel þekktar með svörtu. Hvítt er svart í ákveðnum skilningi. Birds-byrjunin 1. f4 er þannig hol- lensk vörn með tempói yfir. Í skák- inni sem hér fer á eftir kemur upp kunnugleg staða úr Benony-byrjun og ef grannt er skoðað notast Hen- rik við hugmynd sem fyrst sást í hinni frægu 3. einvígisskák Spasski og Fischer í borðtennisherbergi Laugardalshallar 1972. 20. Rh4 tón- ar ágætlega við hinn fræga 11. leik Fischer – Rh5. Vendipunktur þess- arar skákar kemur eftir 24. Rf3. Það er erfitt að skilja af hverju svartur lék 24. … Hf8 þegar hann átti kost á 24. … Df6 t.d. 25. Rg5 He7. Hvítur getur að vísu þvingað fram jafntefli með 26. Rf7+ Kh7 27. Rg5+ o.s.frv. en það hefðu líka ver- ið góð úrslit fyrir Shulman: Ólympíumótið í Dresden; 1. um- ferð: Henrik Danielsen – Jurí Shulm- an Vængtafl 1. g3 d5 2. Bg2 e5 3. d3 c5 4. Rf3 Rc6 5. O-O Rf6 6. c4 d4 7. e3 Be7 8. exd4 cxd4 9. a3 a5 10. Bg5 O-O 11. He1 h6 12. Bxf6 Bxf6 13. Rbd2 Bf5 14. Re4 Be7 15. Da4 He8 16. Hac1 Bd7 17. c5 Hb8 18. Red2 b5 19. Dd1 Dc7 20. Rh4 Bxh4 21. gxh4 Dd8 22. Dh5 f5 23. Bd5+ Kh8 24. Rf3 24. … Hf8 25. Rxe5 Rxe5 26. Hxe5 Be8 27. Df3 Dxh4 28. Hxf5 Hxf5 29. Dxf5 Bd7 30. De5 He8 31. Dg3 Df6 32. c6 Bc8 33. Be4 He5 34. f4 He6 35. Hc5 b4 36. axb4 axb4 37. He5 De7 38. Hxe6 Be6 39. f5 Bc8 40. Dg6 Kg8 41. f6 Df8 42. c7 b3 43. Kg2 Df7 44. Dh7+ Kf8 45. Dh8+ - og svartur gafst upp. Hrafn og Davíð efstir á Haustmóti TR Davíð Kjartansson og Hrafn Loftsson voru efstir og jafnir fyrir níundu og síðustu umferð í a-riðli Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur. Lokaumferð mótsins fór fram í gærkvöldi en fyrir hana voru báðir með 5 ½ vinning af átta mögu- legum. Bjarni Jens Kristinsson er efstur í b-flokki með 6 ½ vinning og með árangur upp á 2223 stig. Í c- flokki er Ólafur Gísli Jónsson efstur með 6 vinninga. Hörður Aron Hauksson og Barði Einarsson eru efstir í d-flokki með 5 ½ vinning af átta. Í e-flokki er Páll Andrason efstur með 7 vinninga. Í umfjöllun um Haustmót TR í síðasta pistli misrit- aðist nafn hins ágæta formanns TR sem er Óttar Felix Hauksson. Stórsigur og naumt tap í fyrstu umferð Morgunblaðið/Gunnar Finnlaugsson Ólympíulið kvenna Lenka Ptacnikova, Omar Salama liðsstjóri, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Elsa María Kristínardóttir SKÁK Dresden, Þýskalandi 12. – 25. nóvember 2008 Ólympíuskákmótið helol@simnet.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Hraðsveitakeppnin fyrir norðan æsispennandi Nú þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið í Hraðsveitakeppni Byrs hjá Bridsfélagi Akureyrar, má vart greina á milli efstu sveita. Það er ljóst að spennan verður mikil síð- asta kvöldið. Þátt taka 7 sveitir og meðalskor eftir 2 kvöld er 432 stig en þessar sveitir leiða hópinn: Sveit Gylfa Pálssonar 469 Sveit Ragnheiðar Haraldsd. 468 Sveit Unu Sveinsdóttur 466 Sveit Frímanns Stefánssonar 444 Hraðsveitakeppni hjá BR Fjórtán sveitir mættu til leiks í hraðsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur og er lokið tveimur kvöldum af þremur. Spiluð eru 30 spil á kvöldi og er meðalskorin 540 Staða efstu sveita: Eykt 1061 Páll Valdimarsson 1059 Grant Thornton 1046 Breki Jarðverk 1039 Guðmundur Baldursson 1011 Páll Þórsson 981 Spilað er á þriðjudögum kl. 19 í Síðumúla 37 Sveitakeppnin í Gullsmára Eftir 6 umferðir af 9 í sveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Sveit Þorsteins Laufdal 123 Sveit Jóns Jóhannssonar 120 Sveit Eysteins Einarssonar 107 Sveit Leifs Kr. Jóhannessonar 93

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.