Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 55
Messur 55Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Félagslíf
Sálarrannsóknarfélag
Íslands,
stofnað 1918,
sími 551 8130,
Garðastræti 8, Reykjavík.
Við viljum minna á ,,Opið hús“
sunnudaginn 16. nóvember
kl. 15:00 í húsakynnum félagsins
að Garðastræti 8.
Á dagskrá verður:
Miðlun, heilun, lestur í bolla,
tarotlestur, kynning á OPJ o.fl.
Verð kr. 2000,- 1500,- fyrir
félagsmenn.
Sálarrannsóknarfélag Íslands.
I.O.O.F. Rb.415711151.0
HELGAFELL 6008111511 VI kl.
11.00
28. - 30.11. Aðventuferð -
Kjörin fjölskylduferð.
Brottför frá BSÍ kl. 20:00.
V. 16100/13700 kr.
0811HF01
Í Básum á Goðalandi er gott að
slaka á og undirbúa sig fyrir
komu jólanna. Þar er notaleg
aðventu- og jólastemming og
jafnvel má búast við glitrandi
jólasnjó. Gönguferðir, jóla-
hlaðborð og kvöldvaka.
Fararstj., Emilía Magnúsdóttir
og Marrit Meintema
6. - 7.12. Aðventuferð í Bása -
jeppaferð.
Brottför: kl. 10:00 frá Hvolsvelli
0812JF01
Aðventuferð jeppadeildar í Bása
hefur yfir sér hátíðarblæ enda er
ferðin nokkurs konar litlu-jól
jeppafólks.
Skráning á utivist@utivist.is eða
í síma 562 1000.
Sjá nánar www.utivist.is
AÐVENTKIRKJAN Í REYKJAVÍK | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11 í Ingólfs-
stræti 19, hefst með biblíufræðslu fyrir
börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boð-
ið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjón-
usta kl. 12. Guðmundur Erlendsson pré-
dikar.
AÐVENTKIRKJAN Í VESTMANNAEYJUM |
Samkoma í dag, laugardag, kl. 10.30 á
Brekastíg 17, hefst með biblíufræðslu.
Guðsþjónusta kl. 11.30. Halldór Eng-
ilbertsson prédikar.
AÐVENTSÖFNUÐURINN Á SUÐ-
URNESJUM | Samkoma í dag, laugardag,
kl. 11 á Brekkubraut 2, Reykjanesbæ.
Guðsþjónusta kl. 12. Björgvin Snorrason
prédikar. Súpa og brauð á eftir.
AÐVENTSÖFNUÐURINN Í ÁRNESI | Sam-
koma á Eyravegi 67, Selfossi í dag, laug-
ardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu.
Guðsþjónusta kl. 10.45. Jóhann Þorvalds-
son prédikar.
AÐVENTSÖFNUÐURINN Í HAFNARFIRÐI |
Samkoma í Loftsalnum, Hólshrauni 3,
Hafnarfirði í dag, laugardag, hefst með fjöl-
skyldusamkomu kl. 11. Jeffrey Bogans
prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn og full-
orðna kl. 11.50.
AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11 í safnaðarheimilinu. Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 14. Dr. Einar Sigurbjörnsson pre-
dikar, kór Akureyrarkirkju og stúlknakór Ak-
ureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs
Inga Jónssonar. Einsöngvarar eru Björg
Þórhallsdóttir og Elvý Hreinsdóttir. Minnst
verður 40 ára vígsluafmælis sr. Þórhalls
heitins Höskuldssonar. Í tilefni þess verð-
ur kirkjunni afhent gjöf, veggteppi, sem
Þóra Steinunn Gísladóttir, ekkja sr. Þór-
halls, gerði. Teppið er saumað eftir
ábreiðu frá Hólum í Hjaltadal. Hún er frá
17. öld og er varðveitt á Þjóðminjasafni Ís-
lands. Teppið verður hengt upp í kapellu
Akureyrarkirkju. Einnig verður stofnaður
líknarsjóður í minningu sr. Þórhalls. Kaffi-
hlaðborð og lukkupakkasala Kvenfélags
Akureyrarkirkju í safnaðarheimilinu að
messu lokinni.
ÁRBÆJARKIRKJA | Ljóðamessa í sam-
starfi við Borgarbókasafnið/Ársafn kl. 11.
Ljóðalestur. Einsöngvari Jóhanna Halldórs-
dóttir alt. Organisti Krizstina K. Szklenár,
kirkjukórinn leiðir almennan safn-
aðarsöng, fyrir altari þjónar sr. Þór Hauks-
son og prédikar. Sunnnudagaskólinn á
sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar.
Kaffiveitingar á eftir.
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli barnanna kl.
11. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, org-
anisti Magnús Ragnarsson. Ferming-
arbörnin sjá um gómsætt meðlæti með
kirkjukaffinu eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Bára Friðriksdóttir, tónlistarstjóri
Helga Þórdís Guðmundsdóttir og kór
Ástjarnarkirkju styður sönginn. Ferming-
arbörn aðstoða.
BESSASTAÐAKIRKJA | Kvöldvaka kl. 20 í
umsjón sr. Friðriks og sr. Hans Guðbergs.
Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir
stjórn Maríu Magnúsdóttur. Söngur og
upplestur í tilefni dags íslenskrar tungu.
Molasopi í lok samveru.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
sal Álftanesskóla kl. 11 í umsjón sr. Hans
Guðbergs og leiðtoga sunnudagaskólans.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, kór
Breiðholtskirkju syngur, organisti Julian E.
Isaacs. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Hressing í safnaðarheimili eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Foreldrar hvattir til þátttöku með börn-
unum. Hljómsveit ungmenna leikur undir
stjórn Renötu Ivan. Guðsþjónusta kl. 14.
Kór Bústaðakirkju syngur, organisti Re-
nata Ivan. Heitt á könnunni eftir messu.
Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Guð-
spjallið fjallar um hinar 10 meyjar.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjartan
Sigurjónsson, kór Digraneskirkju B-hópur.
Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma.
Veitingar í safnaðarsal eftir messu. Sjá
digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Þorvald-
ur Víðisson prédikar, Dómkórinn syngur,
organisti er Marteinn Friðriksson. Barna-
starf á kirkjuloftinu meðan á messu stend-
ur. Æðruleysismessa kl. 20, sr. Anna Sig-
ríður Pálsdóttir prédikar, sr. Hjálmar
Jónsson og sr. Karl Matthíasson þjóna fyrir
altari. Bræðrabandið og Anna Sigríður
Helgadóttir sjá um tónlistina.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Messa kl. 14. Kyrrðarstund kl. 18
mánudaginn 17. nóvember.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, org-
anisti Hilmar Örn Agnarsson, kór Fella- og
Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng
undir stjórn Ásdísar Arnalds. Gídeon-
félagar kynna starf Gídeonfélagsins.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Ár-
nýjar Jóhannsdóttur og Þóreyjar D. Jóns-
dóttur. Meðhjálpari Jóhanna F. Björns-
dóttir.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl.
11, brúðuleikrit o.fl. Almenn samkoma kl.
14 þar sem Bryndís Svavarsdóttir prédik-
ar, lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Að
samkomu lokinni verður kaffi og samfélag
og verslun kirkjunnar opin.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 14. Hjörtur Magni predikar
og þjónar fyrir altari. Barnastarfið hefst í
kirkjunni og fer síðan í safnaðarheimilið og
fjársjóðsleitinni haldið áfram. Anna Hulda
sér um barnastarfið. Tónlistarstjórarnir
Anna Sigga og Carl Möller leiða tónlistina
ásamt kór Fríkirkjunnar.
FÆREYSKA sjómannaheimilið | Möti kl.
17. Erny Tosar. Eftir mötið verða kaffiveit-
ingar.
GRAFARHOLTSSÓKN | Messa kl. 14 í
Þórðarsveig 3. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson, tónlistarstjóri Þorvaldur Hall-
dórsson. Kirkjukaffi. Kirkjuskóli í dag,
laugardaginn 15. nóvember, umsjá Laufey
Brá.
GRAFARVOGSKIRKJA | Dagur Orðsins.
Dagskrá tileinkuð sr. Friðriki Friðrikssyni í
tilefni af því að 140 ár eru liðin frá fæðingu
hans. Minningarstund verður í Hólavalla-
garði kl. 9 f.h., þar sem lagður verður
blómsveigur á leiði hans. Karlakórinn Fóst-
bræður, Valur, Haukar, KFUM/KFUK og
Bandalag íslenskra skáta taka þátt í at-
höfninni en þetta eru félög sem sr. Friðrik
stofnaði. Þrjú erindi verða flutt í Graf-
arvogskirkju kl. 10-10.40. Þórarinn Björns-
son guðfræðingur fjallar um elstu varð-
veittu ræðu sr. Friðriks. Hilmar Foss
skjalaþýðandi og dómtúlkur minnist dvalar
sinnar í Vatnaskógi með sr. Friðriki um
1930. Sigmundur Ernir Rúnarsson frétta-
stjóri og skáld les texta dr. Þóris Kr. Þórð-
arsonar er birtist í bókinni um sr. Friðrik ár-
ið 1968. Messa verður kl. 11. Sr. Kristján
Búason fyrrv. dósent prédikar, prestar
Grafarvogskirkju þjóna fyrir altari. Þrír kór-
ar syngja: Karlakórinn Fóstbræður undir
stjórn Árna Harðarsonar, Valskórinn undir
stjórn Báru Grímsdóttur og Kór Grafarvogs-
kirkju undir stjórn Hákonar Leifssonar org-
anista. Fulltrúar Skáta, Hauka, Vals og
KFUM/KFUK taka þátt í athöfninni. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma á neðri hæð kirkj-
unnar. Kaffiveitingar að lokinni messu.
GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholtsskóli
| Gospelguðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún
Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Gospelkór syngur og hljóðfæraleikarar
leika. Undirleikari og kórstjóri er Guðlaugur
Viktorsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í
umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfinu.
Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til
langveikra barna. Messuhópur þjónar,
kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, org-
anisti er Árni Arinbjarnarson og prestur sr.
Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu.
Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12. Hvers-
dagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á
fimmtudag kl. 18.10.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 14. Kór
Grindavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn
Tómasar Guðna Eggertssonar organista.
Kaffisopi eftir messu. Helgistund verður í
Víðihlíð kl. 11. Barnastarf alla sunnudaga
kl. 11. Sr. Elínborg Gísladóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Gísli H. Kolbeins
messar, einsöngur Guðlaug Pétursdóttir
og organisti er Kjartan Ólafsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason,
kantor Guðmundur Sigurðsson og félagar í
Barbörukórnum í Hafnarfirði syngja.
Sunnudagaskóli á sama tíma í Strand-
bergi.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl.
10. Illugi Gunnarsson alþingismaður flytur
fyrirlestur: „Trú og kirkja í hringiðu stjórn-
málanna“. Messa og barnastarf kl. 11. Sr.
Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni
og hópi messuþjóna. Drengjakór Reykja-
víkur í Hallgrímskirkju syngur undir stjórn
Friðriks S. Kristinssonar, organisti Hörður
Áskelsson. Umsjón barnastarfs Rósa
Árnadóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Barna-
starf í umsjá Erlu Guðrúnar og Páls
Ágústs. Léttur hádegismatur að messu
lokinni. Organisti Douglas Brotchie, prest-
ur sr. María Ágústsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Lofgjörðarguð-
sþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir
þjónar, Þorvaldur Halldórsson leikur undir
léttan sálmasöng. Barn borið til skírnar.
Sunnudagaskóli kl. 13. Bæna- og kyrrð-
arstund á þriðjudag kl. 18 og opið hús á
fimmtudag kl. 12. Sjá hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sam-
koma kl. 17. Fjalar Freyr Einarsson og
Dögg Harðardóttir sjá um samkomuna.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 20. Umsjón hefur Anne Marie
Reinholdtsen. Heimilasamband fyrir konur
mánudag kl. 15. Bæn þriðjudag kl. 20.
Biblíufræðsla „að taka stöðu sína“ mið-
vikudag kl. 19. Samkoma fimmtudag kl.
20 með gestum frá Noregi.
HÓLADÓMKIRKJA | Minningardagur um
sr. Bolla Gústavsson vígslubiskup. Guðs-
þjónusta kl. 14. Jón Aðalsteinn Baldvins-
son Hólabiskup þjónar fyrir altari, sr. Bolli
Pétur Bollason prédikar, kór kirkjunnar
syngur, organisti er Jóhann Bjarnason.
Samkoma kl. 16.30. Sr. Hjörtur Pálsson
flytur erindi um sr. Bolla. Gerður Bolladóttir
sópran flytur m.a. nýtt tónverk Önnu Þor-
valdsdóttur við ljóð eftir Bolla. Með henni
leika Sophie Marie Schoonjans hörpuleik-
ari og Pamela de Sensi flautuleikari.
HREPPHÓLAKIRKJA | Messa kl. 14.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Brauðs-
brotning kl. 11. Ræðumaður er Jón Þór Eyj-
ólfsson.
International church at 13PM in the fel-
lowship hall, speaker is Ester Jacobsen.
Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður
er Hafliði Kristinsson. Barnastarf fyrir börn
frá eins árs aldri. Matsala til styrktar trú-
boðsferð MCI eftir samkomuna. Verslunin
Jata er opin eftir samkomuna.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl.
11. Kennsla á sama tíma fyrir fullorðna.
Kristleifur Kristjánsson kennir. Samkoma
kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir, Kristín Olga
Gunnarsdóttir og Harpa Vilborg Schram
syngja tvísöng og Ólafur H. Knútsson pre-
dikar.
Sjá kristur.is
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. |
Messa kl. 11.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30.
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30
og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl.
18. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
er messa á latínu kl. 8.10. Laugardaga er
barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán-
uði kl. 16.
Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í
mánuði kl. 16.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga
er messa á ensku kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðvikudaga
kl. 20.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Æðruleys-
ismessa kl. 20. Stund sem höfðar til allra
sem þekkja til einhvers konar fíknar ann-
aðhvort á eigin skinni eða í nærsamfélagi
sínu. Létt tónlist undir stjórn Franks Herluf-
sens, AA-félagar gefa vitnisburð, sr. Bára
Friðriksdóttir flytur hugvekju. Kaffi og spjall
á eftir í þjónustuhúsinu.
KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Sunnu-
dagaskóli kl. 13. Umsjón hefur Lilja Dögg
Bjarnadóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í
safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríð-
ur Stefánsdóttir. Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, Gerðu-
bergskórinn kemur í heimsókn og syngur
undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti
Lenka Mátéová, kantor kirkjunnar. Kaffi-
sopi eftir messu.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Jón Björnsson, rithöfundur og
sálfræðingur, flytur ræðu í tilefni af degi ís-
lenskrar tungu. Harpa Harðardóttir syngur
einsöng. Prestur sr Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið
hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með
Rut, Steinunni og Aroni í safnaðarheimilið.
Kaffisopi.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og barna-
leikrit í sunnudagaskólanum kl. 11. Stopp-
leikhópurinn sýnir leikritið Ósýnilega vin-
inn. Kór Laugarneskirkju syngur við stjórn
Gunnars Gunnarssonar organista. Sr. Irma
sjöfn Óskarsdóttir þjónar, Sigurbjörn Þor-
kelsson meðhjálpari flytur stólræðu dags-
ins. Fulltrúar lesarahóps flytja texta.
Messukaffi.
LÁGAFELLSKIRKJA |
Guðsþjóunusta kl. 11.
Í tilefni af degi íslenskrar tungu verður
þjóðkunnur íslenskufræðingur og þýðandi,
Guðni Kolbeinsson, ræðumaður.
Fermingarbörn taka virkan þátt í athöfn-
inni. Arndís B. Linn annast bænagjörð.
Kór Lágafellskirkju. Organisti Jónas Þórir.
Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Sunnu-
dagaskóli kl. 13 í umsjá Hreiðars Arnar og
Jónasar Þóris. Minnum á bænastundir á
mánudagskvöldum og kristna íhugun á
miðvikudögum. Sjá: www.lagafells-
kirkja.is.
LINDASÓKN í Kópavogi | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Kór
Lindakirkju leiðir safnaðarsönginn undir
stjórn Keiths Reeds. Í tilefni af degi ís-
lenskrar tungu les Stefán Máni rithöfundur
bæði frumort ljóð og annarra við undirleik
Matthíasar Baldurssonar saxófónleikara.
Prestar safnaðarins þjóna.
MÖÐRUVALLAKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11, á degi íslenskrar tungu.
Börn úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á
hljóðfæri. Söngur fyrir alla fjölskylduna.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Háskólakórinn syngur og leiðir safn-
aðarsöng, stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson
og organisti er Steingrímur Þórhallsson.
Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma, messu-
þjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en
fara síðan í safnaðarheimilið, umsjón Sig-
urvin, María, Andrea og Ari. Súpa, brauð,
kaffi og samfélag á torginu eftir messu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Organisti Dag-
mar Kunakova leiðir söng, prestur er sr.
Baldur R. Sigurðsson. Meðhjálpari Gyða
Minný Sigfúsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11.
Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, prestur er
sr. Baldur R. Sigurðsson.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17.
„Endurnýjuð sjálfsmynd“. Ræðumaður er
Margrét Jóhannesdóttir. Lofgjörð, fyrirbæn
og barnastarf.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Gísli Gunnarsson
prédikar og þjónar fyrir altari, kirkjukórinn
leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Val-
bergssonar organista. Kaffi eftir messu í
safnaðarheimilinu.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Guð-
björg Jóhannesdóttir þjónar, kór kirkjunnar
leiðir söng undir stjórn Jörgs Sonder-
manns organista. Sunnudagaskóli á sama
tíma. Herdís Styrkársdóttir æskulýðs-
fulltrúi og Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni
leiða stundina. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili að messu lokinni á vegum
kvenfélags kirkjunnar.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann
Borgþórsson prédikar, kirkjukórinn leiðir
söng, organisti er Jón Bjarnason. Guðs-
þjónusta með altarisgöngu kl. 20. Sr. Ólaf-
ur Jóhann Borgþórsson prédikar og tónlist
er í umsjá Þorvaldar Halldórssonar. Sjá
seljakirkja.is.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Eftir stundina mun Gunnar Her-
sveinn rithöfundur flytja erindi í safn-
aðarheimili kirkjunnar og ræða um ham-
ingjuna og hin verðmætu gildi í samfélagi
okkar. Boðið er upp á kaffi og umræður
eftir erindi hans. Lesarar eru Guðrún Jóns-
dóttir og Jón Hákon Magnússon, bæna-
hópur Erla Jónsdóttir. Eygló Rúnarsdóttir
syngur einsöng. Kammerkór kirkjunnar
leiðir tónlistarflutning undir stjórn Friðriks
Vignis organista. Sunnudagaskólinn er á
sama tíma. Æskulýðsfélagið kl. 20.
SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjuskóli Mosfells-
prestakalls og Sólheima er kl. 13 í Sól-
heimakirkju. Fjársjóðsleit o.fl., hressing
eftir stundina. Prestarnir og Erla. Guðs-
þjónusta kl. 14. Prédikari er Albert Alberts-
son, aðst.forstj. Hitaveitu Suðurnesja.
Organisti er Ester Ólafsdóttir, fiðluleikur
Ana Liuzzi og Elísa Elíasdóttir. Ritning-
arlestra lesa Guðmundur Karl Friðjónsson
og bandarískir háskólanemar. Almennur
safnaðarsöngur.
STAFHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11.30.
TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
14. Sóknarprestur.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Helguð altarismynd og opnuð
sýning listanefndar á verkum Þuríðar Sig-
urðardóttur listakonu. Kór Vídalínskirkju
og Jóhann Baldvinsson organisti flytja tón-
list frá Norðurlöndunum. Sr. Friðrik J. Hjart-
ar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Boðið
upp á súpu í safnaðarheimili eftir messu í
umsjón Lionsklúbbanna í Garðabæ. Sjá
gardasokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl-
skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og
fjölskylduguðsþjónustan saman í stórri
fjölskylduhátíð. Stúlknakór kirkjunnar
syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteins-
dóttur. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir.
VÍKURPRESTAKALL í Mýrdal | Samvera
Kirkjuskólans í Mýrdal er alla laugardaga
kl. 11.15 í grunnskóla Mýrdalshrepps.
Fjölbreytt dagskrá og námsefni.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli
kl. 11. Umsjón hafa Ástríður Helga Sigurð-
ardóttir, Hanna Vilhjálmsdóttir og María
Rut Baldursdóttir, prestur er sr. Baldur R.
Sigurðsson.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Sigríður, Hafdís og Hannes sjá um
stundina. Messa, söngmessa kl. 20.
Kirkjukór Þorlákskirkju syngur undir stjórn
Hannesar Baldurssonar. Vænst er þátt-
töku fermingarbarna og foreldra þeirra.
Boðið upp á kakó og piparkökur. Munið for-
eldramorgna á þriðjudögum.
Orð dagsins:
Tíu meyjar.
(Matt. 25)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kollafjarðarneskirkja
Rúmgóð 2ja herbergja sérhæð með öllu sér. Stærð 66,7 fm. Sérþvottahús.
Suður verönd. Fallegur garður. Frábær staðsetning. Sérbílastæði við húsið.
Laus strax. Verð 18,9 millj.
ÁLFAHEIÐI - KÓPAVOGUR
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson
hdl., lögg. fasteignasali. s. 896-4013 sölustjóri s. 896-4090
jöreign ehf