Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s gjafabréf Heilsudrekinn er þitt val Besta jólagjöfin er góð heilsa jafnvægi fyrir líkama og sál • heilsugjafavörur Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞEGAR bankakerfi Noregs hrundi að stórum hluta á árunum 1992-1993 var það vegna útlánataps, í kjölfar sprunginnar fasteignabólu og verð- falls á hlutabréfum. Norska ríkið kom bönkunum til bjargar með því að dæla í þá nýju hlutafé og færa eldra hlutafé niður um allt að 70%. Lyk- ilmenn í þeim opinberu aðgerðum voru Tormod Hermansen, Gudmund Knudsen og Torbjørn Gladsø, sem í fyrradag og í gær voru hér á landi í boði forsætisráðuneytisins. Almennt þykja björgunaraðgerðir í Noregi á þeim tíma hafa tekist mjög vel en kreppan hér og nú er mun alvarlegri. Þeir munu vinna að ráðgjöf eftir Ís- landsheimsóknina. Rétt að kljúfa það innlenda frá „Í Noregi á sínum tíma gekk vel að endurreisa traust. Þess vegna tókst að opna lánalínur til norskra banka fljótt og vel,“ segir Tormod. „Hinn al- þjóðlegi hluti íslensku bankanna hef- ur hins vegar verið svo ofboðslega stór, að allir skilja að íslenska hag- kerfið er allt of lítið til að bjarga þess- um bönkum á sama hátt og gert var í Noregi. Ég held þess vegna að sú að- gerð að aðskilja algerlega innlendan og erlendan hluta þeirra hafi verið mjög sterk nálgun.“ Hann segir það líka mikla áskorun að fjármagna hina nýju ríkisbanka almennilega og sjá um samskipti þeirra og hinna gömlu. „Þegar nýju bankarnir kaupa eignir út úr þeim gömlu eiga sér stað við- skipti með bréf sem líklega er mjög erfitt að verðmeta í dag.“ Tormod segir það forgangsmál að semja í Icesave-málinu og segir ómögulegt að marka þar harðlínuaf- stöðu og enda fyrir dómstólum. „Til langtíma litið er verð þess að finna ekki ásættanlega lausn miklu hærra en að semja um afborganir af þessum innstæðum með viðráðanlegum kjör- um.“ Torbjørn bætir því við að Evr- ópuríki skilji stöðu Íslendinga og vilji semja. Ljósin hljóta að hafa blikkað Þeir félagar segja erfitt að meta hvort einhver augljós mistök hafi ver- ið gerð hér á síðustu vikum, sem hefði mátt forðast. „Engar tvær kreppur eru nákvæmlega eins. Það sem ein- kennir þessa er hin alþjóðlega láns- fjárkreppa. En það mun taka langan tíma að gera upp gömlu bankana og minnka umsvif bankakerfisins svo það passi efnahag landsins. Við höf- um reynslu af þessu frá Noregi. Þeg- ar við tókum bankana í gegn á sínum tíma tók allt að 10 ár að gera þá upp og loka bókunum. Þið verðið að búast við því að þetta ferli taki langan tíma,“ segir Tormod. Og Torbjørn sér ekki bara svart. „Í mesta samdrættinum í Noregi á sín- um tíma voru 7-10% af útlánum bank- anna í vanskilum. Nokkrum árum síðar, í Taílandi í asísku fjár- málakreppunni, var þetta sama hlut- fall á milli 30 og 40%. Ég hef ekki hugmynd um hvert þetta hlutfall er á Íslandi en þegar við lítum til baka hefur Taíland komist nokkuð vel út úr þeirri kreppu. Það er því mögulegt fyrir Ísland líka.“ Aðspurðir hvort ekki blasi við að eftirlit hér á landi hafi verið í molum segja þeir auðvelt að vera vitur eftir á. „En það hljóta einhver viðvör- unarljós að hafa blikkað hér á síðustu árum,“ segir Tormod. Norsk kreppuráð  Voru hér í gær og fyrradag í boði forsætisráðuneytisins  Lykilmenn í endurreisn norskra banka á 10. áratugnum ÞREMENNINGARNIR Tormod Hermansen, Gudmund Knudsen og Tor- bjørn Gladsø voru lykilmenn í endurreisn norska bankakerfisins, eftir erf- iða fjármálakreppu 1992 til 1993. Tormod var þá forstjóri Telenor og fyrr- verandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Noregs. Hann var skipaður stjórnarformaður í sérstökum opinberum björgunarsjóði, sem hafði það hlutverk að dæla nýju fé inn í bankana, strika út eign annarra hluthafa og endurreisa traust á kerfinu. Gudmund Knudsen var helsti ráðgjafi sjóðsins í lögfræðilegum málefnum. Hann var m.a. höfundur sérstakra neyðarlaga um yfirtöku bankanna. Torbjørn Gladsø var helsti ráðgjafinn í banka- rekstri og hagfræðilegum málefnum. Þetta var helsta starf þeirra þriggja í þrjú og hálft ár, frá árslokum 1990 til 1993, en undirbúningur björgunar hófst nokkuð löngu fyrir hið eiginlega hrun. Almennt þykir norska hag- kerfið hafa náð sér fljótt og vel eftir kreppuna. Menn með reynslu Morgunblaðið/Ómar Ráðgjafar Torbjørn Gladsø, Tormod Hermansen og Gudmund Knudsen öfluðu sér upplýsinga í stuttri Íslandsferð. Þeir hittu m.a. forsætisráðherra, fulltrúa Verslunarráðs og fleiri en munu huga að ráðgjöf í framhaldinu. Í HNOTSKURN »Stærð norskra banka vartæp ein landsframleiðsla Noregs árið 1992. »Um það leyti sem norskukreppunni lauk var upp- gangur víða á Vest- urlöndum. Torbjørn segir umhverfið munu ráða miklu um stöðu Íslands á næstu ár- um. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is SAMANLAGÐAR skuldir nýju rík- isbankanna eru rúmlega 2.500 millj- arðar króna. Eignir á móti skuldum eru nærri 2.900 milljarðar, sam- kvæmt nýjum stofnefnahagsreikn- ingum bankanna sem Fjármálaeft- irlitið (FME) kynnti í gær. Landsbankinn stærstur Um er að ræða bráðabirgðatölur sem miðast við 14. nóvember og eru reikningarnir birtir með fyrirvara um að fjárhæðir kunni að breytast. Annars vegar vegna niðurstöðu mats sem beðið er eftir og hins vegar vegna breytinga sem FME kann að gera síðar. Eins og sést í töflunni hér fyrir neðan er Landsbankinn (NBI hf.) stærstur bankanna með samanlagt eigið fé og skuldir upp á 1.300 millj- arða. Kaupþing er hins vegar minnstur hinna nýju ríkisbanka með efnahagsreikning upp á 624 millj- arða. Það er eðlileg skýring á því þar sem Landsbankinn var ávallt stærsti innlendi bankinn fyrir útrásina. Stærstur hluti eigna Kaupþings var erlendis. Athygli vekur að meðal bókfærðra eigna hjá bönkunum eru „óefnisleg- ar eignir“ upp á tæpa 7 milljarða samanlagt. „Þetta er mjög líklega viðskiptavildin,“ segir Gylfi Magnús- son, dósent við viðskipta- og hag- fræðideild HÍ. Hann segir einnig að líklega hafi útlán bankanna, sem eru bókfærð sem eignir, verið afskrifuð að einhverju leyti, en reikningarnir líti nokkuð eðlilega út. „Það er samt óhjákvæmilegt að óháðir, erlendir fagaðilar fari yfir reikningana eins og lagt var út með vegna þess að kröfuhafarnir eiga hagsmuna að gæta að matið sé eðli- legt, að eignirnar séu ekki vanmetn- ar,“ segir Gylfi. Nýju bankarnir skulda 2.500 milljarða króna Viðskiptavildin tæpir sjö milljarðar Í HNOTSKURN »Landsbankinn er meðlangmest af innlendum innlánum, 478 milljarða kr. »Eiginfjárhlutfall bankannasamkvæmt reikningunum er vel yfir lágmörkum. Kaup- þing er lægst, með 10,7 %, Landsbankinn 15,4% og Glitn- ir 12,4%. »Lögum samkvæmt má eig-infjárhlutfallið ekki vera lægra en 8%. Reikningarnir eru birtir með fyrirvara.              ! "#     $   %   & ' ($ )*  )'+ * , )# ,'- ).  ,      ,   ,,) )  /0 )  123. 4 ' ,    *  ,123  ,, )   5  4  , + ',    ! )   , 4) 6     ,"    7 ) 1   * ,  8 0  4 ' 0 0)-  9) ,   :, ) 1, )   , 4  ,, , ) & 3 ,  ,   )) )* + 4 ,       ,"   5 0-); )      &, 0 5 0,  , 8 )- 3 )-,  , 3 )-4 , 0,  ,                                                            Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is LÓÐAREIGANDI við Heiðmörk og Þórsmörk, í miðbæ Hveragerðis, íhugar nú möguleika sína á landnýt- ingu á meðan þrengingar eru í fram- kvæmdum og fasteignaviðskiptum. Fyrir skipulagsfulltrúa bæjarins liggur beiðni frá SS-verktökum um að fá að hreinsa lóðirnar alfarið, en þar eru í dag gömul gróðurhús sem ekki eru í notkun. Matjurtagarður í miðbænum Að sögn Sveinbjörns Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra er tilgang- urinn sá að losna við greiðslu fast- eignagjalda. Á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag sagði Aldís Hafsteins- dóttir bæjarstjóri frá því að sú hug- mynd hefði komið upp að landeig- andinn leigði bæjarbúum reiti á þessum lóðum til að rækta kartöflur og annað grænmeti, á meðan ekki yrði hreyfing á framkvæmdum. Því gæti svo farið að miðbærinn yrði stór matjurtagarður á næsta ári. Þetta nefndi hún sem dæmi um frumlegar hugmyndir og nýjan hugsunarhátt sem kemur upp í kreppunni. Nú þegar gerir aðalskipulag bæj- arins ráð fyrir landbúnaðarstarfsemi á fyrrgreindum lóðum. Sveinbjörn Sigurðsson tók fram í samtali við Morgunblaðið að ekkert hefði verið ákveðið um þetta, fyrirtækið myndi ekki leggja í sérstakan kostnað til að hefja ræktun sjálft. Hins vegar úti- lokar hann ekki að bæjarbúar geti fengið aðgang að reitum í mið- bænum vilji þeir stunda þar ræktun. Yfirstandandi er samkeppni um miðbæjarskipulag Hveragerðis. Miðbær Hveragerðis gæti orðið iðjagrænn af káli Morgunblaðið/Kristján Kartöflur Lífrænt miðbæjarlífið yrði óvenjulegt en skemmtilegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.