Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 ÞRAUTAGÖNGU minni til að fá upp- reista æru mína vegna ákæru um þjófnað lauk síðsumars. Fjölmiðlar hafa engan áhuga sýnt á afreki lögmanns míns, Ragnars Að- alsteinssonar hrl., sem braut blað í sögu rétt- arfars á Íslandi með því að fá mig, saklausan, sýknan af óréttmætum dómi. Fáir höfðu trú á þessu, meðal annars vegna meintrar misskilinnar íhaldssemi dómara við Hæstarétt. Samkvæmt þeirra afstöðu skal rang- ur dómur standa hvað sem líður stjórnarskrárbundnum rétti ein- staklingsins til réttlátrar máls- meðferðar fyrir dómi. Eftir að Hæstiréttur hafði orðið við beiðni Ragnars lögmanns míns um endurupptöku fyrir Hæstarétti varð leiðin greiðari. Honum hafði tekist að víkja aðaldómurum Hæsta- réttar frá vegna vanhæfis þeirra, en þeir höfðu margdæmt mig fyrir þjófnað. Hæstiréttur skipaði síðan fimm dómara, þar af fjóra dómara utan réttarins, en enginn þeirra fimm hafði áður komið að þessu máli. Eftir tíu ára þrotlausa baráttu ber mér að þakka fjórum dómurum af fimm fyrir hugrekki og viðurkenna sannleikann í málinu og sýkna mig að fullu. Mér er hins vegar til alvarlegrar íhugunar afstaða eins dómarans, Símonar Sigvaldasonar. Hann virðist sjá í mér mikinn bófa og skilaði sér- áliti. Skal það ekki orðlengjast en vitnað í sérálit hans: „Þegar öll framrituð atriði eru virt í heild er það mitt álit að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að dómfelldi hafi framið það brot sem honum er gefið að sök í ákæru. Ber því að sakfella hann samanber ákæru og dæma hann í sömu refsingu og gert var í fyrrverandi hæstaréttardómi.“ Það skal tekið fram að ákæru- atriðin á hendur mér voru þrjú í upp- hafi, tvö þeirra reyndust vera með þeim hætti að lögregla féll á prófinu í báðum tilfellum með sorglegum hætti og ruglaði meðal annars saman plús og mínus. Þrátt fyrir að sýknað hafi verið af þessum tveim fölsku ákæruatriðum dugar það ekki Símoni til íhugunar um að sama gæti gilt um hið þriðja. Með vísan til dómsorðsins hefur Símon annaðhvort ekki lesið gögn málsins eða ekki skilið það sem þar stóð. Það er alvara málsins og þetta veit ég sem sannleikann sjálfan. Það er þó eins víst og það er sagt að röksemd Símonar um hinn skyn- samlega vafa hittir þó fyrir hina dómarana fjóra sem komust að öndverðri niðurstöðu. Símon dregur skynsemi þeirra í efa. Fyrir mér hefur Símon hins vegar fallið á prófinu og það er hafið yfir skynsamlegan vafa. Vert er að geta þess að hæstaréttardóm- urinn var kveðinn upp hinn 18. september síð- astliðinn. Þá er og vert að geta þess að Sím- on Sigvaldason kvað upp dóm gegn mér hinn 18. desember 2007 í öðru máli. Hann var því í góðri aðstöðu gegn mér hinn 18. september síðast- liðinn og taldi sig fullkomlega tilbú- inn að dæma í mínu máli. Rauði þráðurinn í máli mínu er að um var að ræða bókhaldsmál og það skildu engir nema með því að kryfja málið. Það veit aðeins sá sem reynir hve brött er sú brekka sem fara þarf upp til þess eins að ná eyrum hinna háæruverðugu dómara. Þegar þeim eyrum er náð verður að ætlast til að þau séu notuð til hlustunar og mál íhuguð. Í máli mínu má glöggt sjá að ekki var allt sem sýndist en það virt- ist ekki trufla samvisku Símonar. Ég tel sjálfur að ég, dæmdur mað- urinn, hafi ekki á seinni stigum fengið réttláta málsmeðferð hjá dómstólum vegna fyrri sakfellingar. Hafi Símon fellt rangan dóm yfir mér 18. desem- ber 2007 þá var það honum í hag að ég yrði áfram dæmdur skógarmaður. Ég veit að hlutir fóru úr lagi í oddvitatíð minni, á því ber ég ábyrgð, en ég stofnaði ekki til þeirra vand- ræða. Ég er ekki þjófur og hef aldrei verið. Það ættu líka þeir að vita sem þekkja mig þótt sumum þyki jafnvel notalegt að ég sé stimplaður sem slík- ur. Það sem ég velti fyrir mér þessa dagana er hvort rangur dómur hafi að einhverju leyti, leynt og ljóst, fellt borgaraleg réttindi mín úr gildi. Svo virðist mér vera en ég vona að það verði tímabundið og dómarar þessa lands treystist til að fella efnislega dóma í mínum málefnum. Gildir þá einu hvort það er mér í vil eða ekki, aðeins að viðfangsefnið fái heiðarlega umfjöllum. Í því liggur minn efi. Skynsemi dómara Eggert Haukdal skrifar um ákærur á hendur sér og dómsúrskurð Eggert Haukdal »Það sem ég velti fyrir mér þessa dagana er hvort rangur dómur hafi að einhverju leyti, leynt og ljóst, fellt borgaraleg réttindi mín úr gildi. Höfundur er fv. alþingismaður. UNDARLEGT er hvað skilaboð komast seint til skila á gervi- hnattaöld. Fyrir tæp- um tveimur árum deildum við Árni Mat- hiesen um finnsku leið- ina, þ.e.a.s. þann hluta hennar sem snýr að nýtingu orku og mannauðs. Fé- lagslegi þátturinn var hins vegar víti til varnaðar. Hún fólst í því að Finn- ar hættu við stóra vatnsaflsvirkjun fyrir stóriðju og lögðu allt sitt í efl- ingu hugvits- og hátækniðnaðar sem skapaði mun fleiri og betri störf og verðmætari útflutning. Nókía varð flaggskipið og talað var um „finnska efnahagsundrið“. En rökin fyrir finnsku leiðinni fóru inn um annað eyrað og út um hitt hér heima fyrir tveimur árum og stóriðjuhraðlestin brunaði áfram. Í bókinni „Kára- hnjúkar – með og á móti“ líkti ég upphafi stóriðjuþensl- unnar við stórt efna- hagslegt fíkniefnapartí sem enda myndi með ósköpum. Partíið átti eftir að færast í aukana eftir það og enda með enn meiri ósköpum en nokkur sá fyrir. Fyrir kosningar 2007 marg- endurtók ég þá stað- reynd í rökræðum við formenn þáverandi stjórnarflokka, að jafn- vel þótt reist yrðu sex risaálver sem þurfa myndu alla orku Íslands með ómældum spjöllum á því dýrmætasta sem þjóðin á, nátt- úrugersemum landsins, myndu að- eins 2% vinnuafls þjóðarinnar fá þar vinnu. Um meirihluta starfanna myndi gilda það sem auglýst hefur verið ítrekað í auglýsingum Alcoa Fjarðaáls: „Engrar sérstakrar menntunar er krafist.“ Þetta sýndi hve fánýtt það væri að láta stóriðj- una fá alla orkuna á útsöluprís og eyðileggja möguleika á betri nýtingu hennar með minni náttúruspjöllum. Þetta fór þá og hefur hingað til farið inn um annað eyrað og út um hitt. Margsinnis kom fram í málflutningi Íslandshreyfingarinnar að virð- isauki stóriðjunnar fyrir þjóð- arbúskapinn er næstum þrefalt minni en til dæmis í sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þegar gumað er af aukningu útflutningstekna vegna ál- veranna er sleppt aukningu innflutn- ings í formi báxítsins sem flutt er til landsins um þveran hnöttinn. Í sjáv- arútveginum kemur hráefnið beint upp úr landhelginni sem er í inn- lendri eigu. Þar að auki renna út- flutningstekjur af áli í vasa útlend- inga en samsvarandi tekjur í sjávarútvegi til innlendra fyr- irtækja. En það er eins og þetta allt, sem eru óhrekjandi staðreyndir, fari inn um annað eyrað og út um hitt. Minnir mann á gamlar vísur sem hljóðuðu svona: „Svona gengur það, – svona er það, – allir vita það – en enginn sér það.“ Nú stendur þjóðin frammi fyrir því að missa unga fólk- ið úr landi á sama tíma og fjölmenn- ustu kynslóðir Íslandsssögunnar fara að bætast í hóp aldraðra. Hér á landi, eins og í Finnlandi og í jað- arbyggðum norðlægra landa, sækist unga fólkið eftir störfum og um- hverfi sem byggist á fjölbreyttri menntun þess og hugviti og skapar verðmætar afurðir í fjölmenning- arsamfélagi. Unga fólkið mun ekki sækjast eftir að eiga heima á útskeri sem byggist á einhæfri framleiðslu hráefna í verksmiðjum þar sem að- eins 2% vinnuaflsins fá vinnu. Hún- vetningar muna þá tíð þegar Blönduvirkjun átti að tryggja fólks- fjölgun þar til frambúðar. Nið- urstaðan varð sú að virkjanafram- kvæmdirnar skópu atvinnutækifæri í fá ár en síðan færðist allt á verri veg en áður hafði verið vegna þess að framkvæmdirnar ruddu öðru í burtu meðan á þeim stóð. Nú er býr þessi landshluti ásamt Vestfjörðum við mestu fólksfækkun á Íslandi. Eftir fáa áratugi getur Ísland orðið besta land í heimi og eina landið sem þarf enga útlenda eða mengandi orkugjafa til að knýja samgöngu- tæki og skip. Við verðum að horfa fram en ekki alltaf til næstu mánaða og missera. Nú er hættan sú að í bráðræði missum við það sem við þurfum mest, fólkið og nátt- úrugersemarnar og þar að auki auð- lindirnar til lands og sjávar í hendur örfáum erlendum auðhringum. Hve lengi þurfa þessi skilaboð að hljóma til að þau fari ekki inn um annað eyr- að og út um hitt? Hve lengi fer inn um annað eyrað og út um hitt sú staðreynd að 600 megavatta orka sem kreista á út úr jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga er ekki endurnýj- anleg auðlind heldur verður uppurin eftir nokkra áratugi? Hvar eiga af- komendur okkar þá að taka orku í staðinn? Finnska leiðin – inn um annað eyrað og út um hitt Ómar Ragnarsson skrifar um unga fólkið, auðlindir landsins, álver og orkunotkun »Unga fólkið mun ekki sækjast eftir að eiga heima á útskeri sem byggist á einhæfri framleiðslu hráefna í verksmiðjum þar sem aðeins 2% vinnuaflsins fá vinnu. Ómar Ragnarsson Höfundur er formaður Íslandshreyf- ingarinnar – lifandi lands. SÁ EFNAHAGS- VANDI sem þjóðin glímir nú við krefst margvíslegra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Meðal margra brýnna verkefna eru ráðstaf- anir til að verja heimilin í landinu vegna ört vaxandi greiðslubyrði lána samhliða lækkandi kaupmætti og versnandi atvinnuástandi. Þetta er eitt af stærstu verkefnum félags- og tryggingamálaráðuneytisins þessa dagana og er kappkostað að hrinda aðgerðum í framkvæmd eins hratt og kostur er. Ýmsu hefur þegar verið hrint í framkvæmd með reglugerðarbreyt- ingum og breytingum á vinnulagi en annað krefst lagabreytinga frá Al- þingi sem unnið er að. Úrræðum Íbúðalánasjóðs fjölgað Íbúðalánasjóður hefur á síðustu vikum fengið auknar heimildir fyrir úrræðum til að koma til móts við lán- takendur sjóðsins sem eiga í greiðslu- erfiðleikum og eru þau eftirtalin: Íbúðalánasjóður getur nú boðið viðskiptavinum sínum að greiða ein- ungis vexti og verðbætur lána í tiltek- inn tíma þyki það líklegt til að leysa úr greiðsluerfiðleikum lántakenda. Lántakandi getur nú komist hjá nauðungarsölu með greiðslu þriðj- ungs af vanskilum í stað helmings áð- ur. Lántakandi sem hef- ur keypt nýtt húsnæði en ekki tekist að selja eldra húsnæði sitt vegna sölutregðu á fast- eignamarkaði getur að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið frest á greiðslu afborgana lána. Íbúðalánasjóður hef- ur breytt verklagi við innheimtu vangoldinna skulda og bíður nú með sendingu greiðslu- áskorunar í fjóra og hálfan mánuð frá gjalddaga í stað tveggja og hálfs mánaðar áður. Tími sem fólk hefur til að flytja úr íbúð sem það missir á nauðungarsölu hefur verið lengdur úr einum mánuði í þrjá. Framantaldar heimildir koma til viðbótar eldri úrræðum sem Íbúða- lánasjóður hefur yfir að ráða og geta meðal annars falist í skuldbreytingu vanskila, lengingu lána og frystingu afborgana í allt að þrjú ár. Í vikunni var lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um húsnæðismál og miða breytingarnar að tvennu: Í fyrsta lagi að lengja lán vegna greiðsluerfiðleika. Annars vegar verður heimilaður lánstími skuld- breytingalána vegna tímabundinna greiðsluerfiðleika lengdur úr 15 árum í 30 ár. Hins vegar verður Íbúðalána- sjóði heimilt að lengja upphaflegan lánstíma sjóðsins vegna greiðsluerf- iðleika um allt að 30 ár í stað 15 ára eins og nú er. Í öðru lagi tekur frumvarpið til að- gerða vegna fólks sem ekki getur staðið undir afborgunum af húsnæð- islánum og mun ekki geta staðið und- ir þeim þrátt fyrir úrræði eins og skuldbreytingu, lengingu lána, fryst- ingu afborgana eða greiðslufrest. Í þessu skyni er lagt til að Íbúðalána- sjóði verði heimilt að leigja eða fela öðrum með samningi að annast leigu- miðlun með íbúðarhúsnæði sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín. Meginmarkmiðið með þessu er að gera eigendum íbúða sem hafa misst þær vegna greiðsluerfiðleika eða leigjendum íbúða sem sjóðurinn hef- ur eignast á nauðungaruppboði vegna greiðsluerfiðleika leigufélaga kleift að búa áfram í íbúðarhúsnæð- inu í tiltekinn tíma gegn leigu. Með þessu er hægt að forða fólki frá því að þurfa að hrekjast úr húsnæði sínu með litlum fyrirvara, jafnvel án þess að eiga í önnur hús að venda. Um miðjan október voru nýju rík- isbönkunum send tilmæli um að frysta afborganir myntkörfulána tímabundið væri þess óskað og bjóða viðskiptavinum sínum sem eru í greiðsluvanda vegna húsnæðislána sömu úrræði og Íbúðalánasjóður. Þá hef ég á Alþingi sagt frá frum- varpi sem hefur verið í smíðum í fé- lags- og tryggingamálaráðuneytinu síðustu daga vegna verðtryggðra fasteignaveðlána. Markmið frum- varpsins er að koma í veg fyrir að misgengi sem nú er að verða milli launa og lána leiði til aukinnar greiðslubyrði vegna fasteignaveð- lána. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi og verði það fljótt að lögum mun greiðslubyrði vegna verðtryggðra fasteignaveðlána minnka frá því sem ella hefði orðið, þegar um næstu mánaðamót. Spornað við atvinnuleysi og fjárhagsvanda Síðastliðinn fimmtudag voru sam- þykkt á Alþingi lög sem ætlað er að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Lög- unum er ætlað að ýta undir að at- vinnurekendur semji um lægra starfshlutfall við starfsfólk sitt í stað þess að grípa til hópuppsagna en vegna þeirra er nú unnt að greiða at- vinnuleysisbætur á móti lægra starfshlutfalli í mun lengri tíma en áður og skerðing bóta vegna launa- greiðslna fyrir hlutastarf verður felld niður. Að lokum má nefna að Ráðgjaf- arstofa um fjármál heimilanna hefur verið efld verulega með fjölgun stöðugilda, en mikil og vaxandi eft- irspurn er eftir ráðgjöf sem þar er í boði. Ég hvet fólk til þess að kynna sér tiltæk úrræði sem mögulega geta nýst því í greiðsluerfiðleikum og sömuleiðis að fylgjast vel með frétt- um vegna margvíslegra annarra að- gerða sem enn er unnið að á vett- vangi ríkisstjórnarinnar. Nánari upplýsingar má nálgast á slóðinni: www.felagsmalaraduneyti.is/ upplysingar. Jóhanna Sigurð- ardóttir segir frá aðgerðum rík- isstjórnarinnar til að koma til móts við fólk í fjárhagsörð- ugleikum. » Þetta er eitt af stærstu verkefnum félags- og trygginga- málaráðuneytisins. Kappkostað er að hrinda aðgerðum í fram- kvæmd eins hratt og kostur er. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er félags- og trygginga- málaráðherra. Aðgerðir vegna vaxandi greiðsluerfiðleika $%&'()*+,*( -./ 0 1)-(+2.3/4* 56 7%89 :66 ;<=< 0 >>>?)9&'()*+,*(?92        
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.