Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Í FRAMTÍÐINNI hlýtur að vera stefnt að því að afnema verðtrygg- ingu en varasamt væri að stíga það skref núna. Um þetta voru Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra og Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sam- mála í umræðum á Alþingi í vik- unni. „Þá yrðu innleiddir hér mjög há- ir vextir og ég hygg að aðgangur að lánsfé yrði mjög erfiður ef við afnæmum verðtrygginguna í þess- ari stöðu en það er nokkuð sem við hljótum að stefna að í framtíðinni,“ sagði Jóhanna. Ögmundur talaði á svipuðum nótum og sagðist hafa efasemdir um að afnema ætti verðtryggingu á lánum í óðaverðbólgu. Ávísun á meiri greiðslubyrði „Verðtryggðu lánin eru dýrari þegar upp er staðið þó að greiðslu- byrðin sé minni í núinu. Þess vegna tel ég að það sé ekki ráð að afnema verðtrygginguna í óðaverð- bólgu en hins vegar á það að vera markmið okkar,“ sagði Ögmundur. Benti Ögmundur á að þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir árið 1990 hefði komið fram í markmiðslýsingu frá ríkisstjórn- inni og aðilum vinnumarkaðrins að afnema ætti verðtryggingu sam- fara því sem verðbólgan yrði keyrð niður. „Það hlýtur að vera sameig- inlegt keppikefli okkar og mark- mið að losa okkur við verðtrygg- inguna fyrr en síðar en að afnema hana núna er einvörðungu ávísun á meiri greiðslubyrði fyrir þann sem er að greiða af lánum,“ sagði Ög- mundur Verðtrygging ekki afnumin núna Jóhanna Sigurðardóttir Ögmundur Jónasson RANNSÓKNARSETUR verslunar- innar spáir 7,5% samdrætti í jóla- versluninni að raunvirði. Spáin er þó háð mikilli óvissu vegna efnahags- ástandsins og minnkandi væntinga almennings. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að veltan í smásölu- verslun verði um 59 milljarðar kr. en var í fyrra 54,6 milljarðar kr. án virð- isaukaskatts. Miklar verðhækkanir hafa orðið á árinu og því er spáð raunlækkun á veltu. Þetta var kynnt á fundi setursins í gær. Könnun á jólainnkaupum leiðir í ljós að landsmenn ætla að verja minna til jólainnkaupa fyrir þessi jól en í fyrra, byrja jólainnkaupin fyrr og versla minna í útlöndum áður. Ætla má að meiri hagkvæmni ráði för í jólainnkaupum að þessu sinni en áður hefur verið. Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun. Sérskipuð dómnefnd komst að þess- ari niðurstöðu og rökstyður það með því að íslensk hönnun njóti vaxandi vinsælda og sé mjög í takt við tíð- arandann. Hannaður hefur verið sérstakur límmiði sem verslanir geta notað með áletruninni Jólagjöfin í ár – Ís- lensk hönnun. Þess má geta að GPS- staðsetningartæki var jólagjöfin í fyrra að mati rannsóknarsetursins. Spá 7,5% samdrætti fyrir jól Íslensk hönnun sögð jólagjöfin í ár ÚTIFUNDIR verða haldnir bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag, laug- ardag, vegna efnahagsástandsins í landinu. Í Reykjavík fer fundurinn sem fyrr fram á Austurvelli og munu Andri Snær rithöfundur, Viðar Þor- steinsson heimspekingur og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur taka til máls. Á Akureyri verður gengin sam- stöðuganga kl. 15 frá Samkomuhús- inu inn á Ráðhústorg. Tilgangurinn er að bæjarbúar sýni samstöðu og samhug, láti í ljós skoðun sína á ástandinu og láti rödd sína heyrast. Talsmenn göngunnar leggja áherslu á að ekki sé um flokkspólitíska uppá- komu að ræða. Einnig er verið að sýna samstöðu með mótmælum sem haldin verða á sama tíma í Reykja- vík. Til máls munu taka Valgerður Bjarnadóttir, Hlynur Hallsson, Helgi Vilbergs, Óðinn Svan Geirsson og fleiri. Tveir mót- mælafundir STYÐJA þarf við starfsemi sprota- fyrirtækja en í þeim liggja mikil tækifæri. Þetta segir Katrín Júl- íusdóttir, formað- ur iðnaðarnefnd- ar Alþingis, en nefndin fékk til sín gesti í gær til að ræða stöðu verkfræðinga og sprotafyrirtækja. „Það er mikill hugur í sprotafyr- irtækjum og þar liggur rosalegur kraftur. Frumkvöðlastarfsemi á Ís- landi fór eiginlega niður á við á þeim tíma sem bankarnir voru í blóma. Þá fór allt menntafólkið á færibandi inn í bankana,“ segir Katrín og áréttar að koma þurfi þessi fólki inn í sprota- fyrirtækin með einhvers konar stuðningi. Mörg fyrirtækjanna séu langt komin með sína vöru en þurfi stuðning á lokasprettinum. Katrín Júlíusdóttir Hugur í sprotafyr- irtækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.