Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„ÞAÐ er allavega ljóst að almanna-
tengslastarf á Íslandi er arfaslakt.
Okkur kom mjög á óvart að fá hvergi
svör og þær litlu upplýsingar sem við
náðum að kreista út voru eingöngu
neikvæðar,“ segir Gerard van Vliet,
einn fjögurra Hollendinga sem komu
til Íslands á eigin vegum fyrir hönd
hollenskra sparifjáreigenda.
Ástæðan fyrir komu þeirra er tví-
þætt að sögn van Vliet: „Í fyrsta lagi
til að komast að staðreyndum um
okkar mál. Í öðru lagi að komast að
því hvað væri eiginlega að gerast á
Íslandi almennt, vegna þess að það er
óvissan um hvað er að gerast sem er
að fara með fólk.“
Upplifa mikið óréttlæti
Hann segir áhyggjur þeirra mæta
takmörkuðum skilningi í Hollandi.
Innstæður þar í landi eru aðeins
tryggðar upp að 100.000 evrum og
segir van Vliet að þeir sem áttu
minna en það séu nú öruggir og haldi
áfram með líf sitt. Eftir standa 469
manns sem áttu yfir 100.000 evrur og
upplifa það sem mikið óréttlæti að
stjórnvöld þar í landi kæri sig kollótt
um ævisparnaðinn þeirra
„Við erum fulltrúar þessara fórn-
arlamba,“ segir Miriam Bouwens, fé-
lagi van Vliet. „Við unnum öll heima-
vinnuna okkar, enginn tekur
skyndiákvarðanir með sparifé sitt svo
við kynntum okkur Icesave-
reikningana vel og þeir áttu að vera
öruggir. Þess vegna finnst okkur við
vera illa svikin núna.“
Sögur þessa fólks eru hver annarri
sorglegri. Þau Bouwens og van Vliet
áttu í sameiningu um 420 þúsund evr-
ur hjá Icesave sem áttu að nýtast sem
stofnfé í hjálparstarf á þeirra vegum í
Kenýa, sem skapa mundi störf fyrir
þúsundir bænda.
Griejte Bruinsma sem einnig er
stödd hér á landi ætlaði Icesave-
peningana í lífeyri og til að borga
framhaldsnám barna sinna. „Ég er
enginn áhættufjárfestir. Ég lifði
sparlega í 30 ár og seldi fyrir stuttu
bæði húsið mitt og bílinn til að auka
við sparnaðinn. Allar mínar eigur
voru þess vegna hjá Icesave.“
Fengu ekki fund með Geir
Miðað við aðstæður eru þau Bou-
wens, van Vliet og Bruinsma ótrúlega
jákvæð og bjartsýn. Eftir fund með
skilanefnd Nýja Landsbankans segj-
ast þau hafa fengið svör við helstu
spurningum og geti nú róað þann
stóra hóp viðskiptavina Icesave í Hol-
landi sem bundust samtökum um að
ná sparifé sínu aftur. Engu að síður
sjá þau eftir vannýttum tækifærum á
Íslandi. „Við óskuðum eftir fundi með
[Geir] Haarde eða [Árna]Mathiesen
til að ræða málin og jafnvel útbúa
saman yfirlýsingu til Hollendinga.
Við höfum hins vegar verið alveg
hunsuð og sama má segja um hol-
lensku pressuna,“ segir van Vliet.
„Við litum á það sem tækifæri fyrir
báða aðila,“ bætir Bouwens við. „Ætl-
unin var ekki að hella úr skálum reiði
okkar yfir hann. Við erum fórn-
arlömb en komum veifandi hvítum
fána og gerum okkur grein fyrir að
Íslendingar eru líka fórnarlömb
þessa ástands.“
Þau vilja hins vegar ekki gera of
mikið úr hlutverki fórnarlambsins.
„Við fylltumst baráttuhug þegar
áfallið kom,“ segir Bouwens, „en flest
úr okkar hópi heima eru hálflömuð.
Þau eiga erfitt með dagleg störf fyrir
áhyggjum og hringja í okkur oft á
dag eftir fréttum.“
Einstaklingsframtakið sterkast
Van Vliet, sem sjálfur hefur unnið
talvert að krísustjórnun bæði í stjórn-
málum og einkageiranum, telur að
sambærilegur doði sé mjög ríkjandi á
Íslandi. „Við sjáum það á öllum sem
við tölum við hér að það eru gríðarleg
verðmæti í þekkingu á Íslandi. Okkur
finnst hins vegar svolítið vanta að fólk
nýti sér hugvitið til að finna skapandi
lausnir á vandanum. Ef þið tækjuð
alla þessa þekkingu og allar þær auð-
lindir sem þið hafið þá væruð þið ekki
lengi að vinna ykkur út úr vandanum.
Það má ekki gleymast að það felast
alltaf tækifæri í erfiðleikunum.“
Og sjálfur lumar Van Vliet á ýms-
um einföldum hugmyndum fyrir Ís-
lendinga. „Þið eigið mörg frábær fyr-
irtæki með fullt af erlendum
viðskiptavinum. Þessir viðskiptavinir
eru núna sendiherrarnir ykkar.
Hvernig væri til dæmis að öll fyr-
irtækin sem eru með erlendar vefsíð-
ur settu þar inn upplýsingar um sjón-
armið Íslendinga? Þannig getið þið
strax nýtt mikið tengslanet og það er
mun dýrmætara en nokkur rík-
isstjórn,“ segir Van Vliet og hvetur
Íslendinga til að láta af sjálfsásök-
uninni og blása til sóknar.
Komu fyrir hönd Hollendinga
Morgunblaðið/Valdís Thor
Öflug Þau Grietje Bruinsma, Gerard van Vliet og Miriam Bouwens segja baráttu þeirra fyrir sparifjáreigendur hafa
vakið mikla athygli í Hollandi og skilað árangri. Þau benda á að einstaklingsframtakið geti komið miklu til leiðar.
Fulltrúar hollenskra sparifjáreigenda sem hingað komu eru ánægðir með svör skilanefndar bankans
Hvetja Íslendinga til að sitja ekki með hendur í skauti heldur búa sér til ný tækifæri úr erfiðleikunum
FÉLAGSMENN í Rafiðnaðarsam-
bandinu voru að meðaltali með 451
þúsund kr. í heildarlaun í september
sl. og höfðu þau hækkað um 6,5% frá
síðasta ári. Þetta kemur fram í launa-
könnun sem Capacent hefur gert fyr-
ir RSÍ.
Lítið eitt hefur dregið úr vinnutíma
félagsmanna miðað við seinustu ár en
meðalvinnutími RSÍ-félaga í mánuð-
inum var 185 klst., samanborið við 190
klst. í ágúst á seinasta ári. Að mað-
altali voru félagsmenn með 340 þús-
und kr. í svonefnd regluleg laun í
mánuðinum en það eru föst laun sem
greidd eru fyrir 40 dagvinnutíma, án
bónuss, álags eða yfirvinnu.
Rafkonur með 15% hærri
regluleg laun en karlar
Könnunin leiðir í ljós að karlar sem
eru með iðnnám eða minna að baki
voru með 425 þús. kr. að meðaltali í
heildarlaun en konur 301 þús. kr. Sé
hins vegar litið á regluleg laun
kynjanna kemur á daginn að rafkon-
ur voru með 15% hærri regluleg laun
en karlar eða 407 þús. kr. samanborið
við 354 þús. kr. regluleg laun karl-
anna. Ljóst er að karlar vinna meiri
yfirvinnu en konur, að mati RSÍ.
Heildar-
launin 451
þúsund
Meðalvinnutími RSÍ-
félaga 185 tímar
Icesave í Hollandi?
Um 120 þúsund Icesave-
reikningseigendur voru í Hollandi og
ákvað ríkisstjórnin þar að tryggja
innstæður þeirra allt upp að 100
þúsund evrum. Hins vegar áttu 469
manns meira en 100.000 evrur á
sínum reikningi og það fólk er ósátt
við að ekki sé komið til móts við það.
Hvers vegna eru þau hér?
Af þessum 469 óánægðu spari-
fjáreigendum bundust 232 sam-
tökum um að reyna að ná sparifé
sínu til baka. Þau sem hingað komu
eru forsvarsmenn þessara samtaka
en þeim fannst skorta á upplýs-
ingagjöf frá Íslandi og ákváðu því að
koma hingað til að kanna málin á
eigin spýtur
Hvert er næsta skref þeirra?
Eftir helgina munu þau funda með
hópnum auk hollenskra fjölmiðla og
skýra frá stöðu mála. Þau telja sig nú
geta fullvissað alla um að spariféð sé
ekki glatað miðað við þau svör skila-
nefndar að Landsbankinn eigi enn
eignir til að greiða skuldirnar. Næsta
skref er því að vinna að því að pen-
ingarnir fáist greiddir sem fyrst.
S&S