Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 43
Umræðan 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Hvenær er rétti tíminn? Sölusýning Sýnum laugardag og sunnudag milli kl. 11 og 17 fullbúnar íbúðir Fossabrekka 21 Snæfellsbæ Beykidalur 6 Reykjanesbæ www.nesbyggd.is Nesbyggð Núna í haust var ég í húsnæðishugleiðingum og fór og skoðaði íbúðir á nokkrum stöðum í Reykjanesbæ. Niðurstaðan var sú að mér leist best á þær íbúðir sem Nesbyggð ehf var með til sölu. Eftir skoðun á íbúð af passlegri stærð leist mér það vel á, að voru kaupin handsöluð á staðnum. Ég fór beint í bankann til að greiða útborgun sem var í mínu tilviki stór hluti kaupverðsins. Þegar ég var kominn í bankann og hugðist breyta sparnaði mínum í peninga þurfti ég nánast að beita þjónustufulltrúann hörðu til að það væri hægt, „það er ekkert vit í að kaupa íbúð núna, bíddu fram á áramót þá er miklu betri tími“ voru ráðleggingarnar sem ég fékk. Ég varð tvístígandi en þar sem búið var að handsala samning vildi ég standa við mitt og breytti bréfum sem ég átti í bankanum í peninga og greiddi inn á kaupsamninginn. Núna tveimur mánuðum síðar er ég í vandaðri íbúð sem ég er ánægður með í alla staði. Hefði ég farið að ráðum bankans væri margra ára sparnaður tapaður. Því segi ég: Rétti tíminn til að kaupa íbúð er þegar maður er sjálfur tilbúinn til þess, langar í íbúðina og hefur efni á henni. Framtíðin er óskrifað blað sem enginn þekkir hvort sem er. Þeir sem leita ráða bankanna eða annara „sérfræðinga“ ættu í fyrsta lagi að velta fyrir sér: Hvernig hefur sú ráðgjöf reynst hingað til og í öðru lagi: Er eitthvað í dag sem bendir til þess að þeir sjái betur hvað er framunda en áður? Eiríkur G. ÁSTANDIÐ í efnahagsmálum þjóðarinnar hef- ur orðið tilefni margra til þess að kynda undir umræðum um aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Þeir sem fyrirfram voru hlynntir ESB-aðild leggja nú áherslu á að krónunni verði ekki bjargað og því þurfi taf- arlaust að taka ákvörðun um nýjan gjaldmiðil. Menn vilja gleyma því að spurn- ingin um afstöðuna til ESB-aðildar snýst um fjölmargt annað en efna- hagsmál og evru, þar á meðal um grundvallaratriði í okkar stjórn- skipun. Staða krónunnar er vissu- lega afar ótrygg og nauðsynlegt að endurmeta peningamálastefnuna í bráð og lengd. Slíkt mat á hins vegar ekki að spyrða saman við skyndiákvarðanir um aðild Íslands að ESB, sem ekki myndi leysa neinn bráðan vanda. Þar er um tvö sjálfstæð mál að ræða, sem skoða verður í því ljósi. Mat á stöðu krónunnar fer nú fram á vettvangi stjórnmálanna, viðskiptalífsins, innan háskólanna og víðar, án þess að nokkuð end- anlegt liggi fyrir annað en að staða gjaldmiðilsins sé sjálfstætt úrlausnarefni. Það er skiljanlegt að gripið sé í öll möguleg hálmstrá til að milda áhrifin af falli bank- anna, en þó ber að varast þá til- hneigingu að kasta fram patent- lausnum í þeim efnum. Slíkar lausnir fyrirfinnast einfaldlega ekki og það er ábyrgðarhluti að telja þjóðinni trú um annað. Við vinstri-græn gagnrýnum ríkisstjórnina fyrir dugleysi og deyfð frammi fyrir þeim risavöxnu vandamálum sem þjóðin glímir nú við og viljum að efnt verði til kosninga hið allra fyrsta. Það hljóta að verða kosningar um trú- verðuga stefnu í efnahags- og auð- lindamálum og skynsamlegar að- ferðir við að vinna okkur út úr þrengingunum. Þær kosningar munu því snúast um margt annað en afstöðuna til Evrópusambands- ins. Nýrrar ríkisstjórnar bíða mörg verkefni, m.a. að marka um- ræðunni um alþjóðasamstarf okkar farveg, þar á meðal samstarf og afstöðu til ESB. Spurningunni um hvort óska eigi viðræðna um aðild að Evrópusambandinu verður ekki svarað nema í sérstakri þjóð- aratkvæðagreiðslu og í aðdrag- anda hennar þarf að gefast tæki- færi til að fara af alvöru yfir kosti og galla hugsanlegrar aðildar. Hingað til hefur reynst nokkuð torvelt að koma hlutlægum upp- lýsingum til almennings, m.a. um þá margvíslegu annmarka sem fel- ast í aðild að sambandinu. Ætla má að sjónarmið almennings til Evrópusambandsaðildar væru önnur ef fréttaflutningur af nei- kvæðum áhrifum og álitaefnum fengi jafn mikið fjölmiðlarými og lofsöngurinn. Sáralitla umfjöllun er að finna um misskiptinguna milli landa sambandsins, þar sem upp- runalöndin Frakkland, Vestur- Þýskaland, Ítalía og Beneluxlöndin ferðast á fyrsta farrými, þau sem næst komu í klúbbinn á öðru far- rými og þau 12 sem samþykkt voru inn 2004 og síðar þurfa að láta sér nægja þriðja farrými. Við- varandi atvinnuleysi í ESB- löndunum heyrist sjaldan nefnt og lítið er fjallað um þjónustutilskip- unina alræmdu, sem reynt er nú að þvinga ESB-löndin til að inn- leiða. Hún felur m.a. í sér aukna markaðsvæðingu heilbrigðiskerf- isins. Oft heyrist lítið gert úr lýðræð- ishallanum í sambandinu, sem birtist í mörgum myndum. Ekki hefur verið fjallað af neinni dýpt um misheppnaða tilraun til að koma á einni sameiginlegri stjórn- arskrá í öllum ESB-löndunum, stjórnarskrá sem núna heitir Lissabon-samkomulag og Írar felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú niðurstaða gerði framkvæmda- stjórninni svo gramt í geði að það- an heryast nú raddir um að þjóð- aratkvæðagreiðslur séu ávísun á vandræði og að nú þurfi að end- urtaka atkvæðagreiðsluna á Ír- landi þar til „rétt“ niðurstaða fæst. Þá má nefna hinn umdeilda Vaxholms-dóm sem heimilar fyr- irækjum ESB-landanna að greiða laun samkvæmt launatöxtum í heimalandi í stað þess að fara að kjarasamningum í landi verk- kaupa. Á Norðurlandaráðsþinginu í Helskinki fyrir fáeinum dögum var upplýst að Norðurlandaþjóðunum væri óheimilt að lýsa lönd sín laus við erfðabreytta ræktun, slíkt stríddi gegn Evrópu-tilskipunum um markaðsaðgang. Og hvers vegna ættum við Íslendingar að aðhyllast útilokunarstefnu ESB gagnvart þeim sem utan þess standa? Um allar hliðar ESB- aðildar og aðra kosti í alþjóða- samskiptum okkar Íslendinga þarf að fjalla af yfirvegun þannig að fólk geti vegið og metið kosti og galla mismunandi leiða, ótruflað af öðrum stórmálum. ESB-umræða frá öllum hliðum Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður. Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar. Ísland er fleki af dýrustu gerð. Ísland er landið sem flokkurinn fórnar. Ísland á reki í sjónum þú sérð. Ísland í forsetans orðanna skrúði. Ísland sem bankana auðmönnum gaf. Ísland sem sonanna afrekum trúði. Ísland er land sem á verðinum svaf. Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir. Íslensk er krónan sem fellur hvern dag. Íslensk er höndin sem afvegaleiðir. Íslensk er trúin: Það kemst allt í lag. Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan um íslenskan sigur í sérhverri þraut. Íslensk er góðærisátveisluhryssan sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut. Ísland er landið sem öllu vill gleyma sem Ísland á annarra hlut hefur gert. Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert. Íslandi stýra nú altómir sjóðir. Ísland nú gengur við betlandi staf. Að Íslandi sækja nú allskonar þjóðir. Ísland er sokkið í skuldanna haf. Ísland er stjórnlaust Hallgrímur Helgason, http://www.hallgrimur.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.