Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 25

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 25
Fréttir 25INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Nú færðu rjómann frá MS á 20% lægra verði í næstu verslun. Gerðu það gott með rjóma frá MS. Höfum það notalegt í skammdeginu. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA AÐGANGSEYRIR að Bláa lóninu, fyrir alla eldri en 16 ára, hefur á rétt tæpu ári hækkað um þús- und krónur, þ.e. úr 1.800 kr. í 2.800 kr. Fyrri hækkunin var gerð sl. vor og um síðustu mán- aðamót hækkaði gjaldskráin aftur um 500 kr. „Við erum eins og allir aðrir að bregðast við breyttum aðstæðum og veikingu krónunnar,“ segir Grímur Sæmundsen, læknir, forstjóri og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf. Bendir hann á að 80% gesta Bláa lónsins séu erlendir ferða- menn, en alls lögðu um 400 þúsund gestir leið sína í lónið á síðasta ári. Tekur hann fram að reynt sé að hafa aðgangseyri fyrir fullorðna á hverjum tíma í kringum 20 evrur, sem myndi á núvirði vera í kringum 3.400 íslenskar krónur. Að sögn Gríms hefur erlendu ferðafólki síðan um síðustu mánaðamót staðið til boða að greiða aðgangseyri sinn í erlendri mynt, sem margir hafi nýtt sér. „Við erum farnir að leggja meiri áherslu á gjaldeyrinn sem slíkan, því hann er orðinn svo miklu verðmætari en áður, nú þegar gjaldeyrisþurrð ríkir í landinu.“ Að sögn Gríms er vandasamt að finna ein- hvern gullinn meðalveg í gjaldtökunni, því með- an erlendu ferðafólki þyki ódýrt að heimsækja Bláa lónið finnist mörgum Íslendingum dýrt að sækja það heim. Spurður hvort til greina komi að vera með tvöfalda gjaldskrá líkt og þekkist víða erlendis, þ.e. eitt verð fyrir heimamenn og annað fyrir erlenda ferðamenn, segir Grímur að sér hugnist ekki að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis og efist um að það standist jafnræð- isreglu EES. Bendir hann á að til þess að koma til móts við Íslendinga auglýsi Bláa lónið reglu- lega tvo fyrir einn tilboð fyrir ýmsa hópa. Auk þess hafi verð árskorta einstaklinga og fjöl- skyldukorta, sem veiti ótakmarkaðan aðgang að lóninu í tólf mánuði, haldist óbreytt sl. ár. Miðast við 20 evrur Morgunblaðið/Þorkell Bláa lónið Vinsæll áfangastaður ferðamanna. GJALDFALLNAR skuldir þeirra sem ekki hafa staðið skil á virðis- aukaskatti, án dráttarvaxta, námu í heild 10,1 milljarði kr. um seinustu áramót. Höfðu þær lækkað um 2 milljarða frá árinu á undan. 37% eftirstöðvanna tengdust aðil- um í byggingariðnaði og hækkaði það hlutfall umtalsvert frá fyrra ári. „Veruleg hætta er á því að stór hluti þessara krafna sé tapaður vegna þeirra erfiðleika sem nú steðja að í byggingariðnaði,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoð- un ríkisreiknings 2007. Ríkisendurskoðun hefur lagt fram ýmsar tillögur til úrbóta við inn- heimtu skattsins, m.a. að virðisauka- skattsnúmerum þeirra aðila sem ekki skila virðisaukaskattsskýrslu og gera skil í samræmi við þær verði lokað. Telur stofnunin einnig koma til greina „að birta þessar upplýsing- ar opinberlega, t.d. í Lögbirtinga- blaðinu, þar sem slíkt gæti haft fæl- ingaráhrif og einnig stuðlað að því að atvinnulífið dragi úr eða hætti við- skiptum við þessa aðila,“ segir í skýrslunni. Skulda 10 milljarða í vask Upplýsingar um vsk- skuldara opinberaðar? TIL stendur að breyta nýrri reglugerð dóms- málaráðuneytis- ins um héraðslög- reglumenn, aðeins örfáum vikum eftir að hún var sett. Það kom nefnilega í ljós að fyrir sum embætti, t.d. lögregluna á Eskifirði, var heimild til að ráða átta héraðs- lögreglumenn ófullnægjandi en þar hafa 13 héraðslögreglumenn verið að störfum. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði í svari við fyrirspurn Grétars Mars Jónssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, á Alþingi að ráðuneytið hefði í huga að fjölga þeim embættum sem mega ráða 16 héraðslögreglumenn. Í reglugerðinni fælist heimild til að fjölga héraðslögreglumönnum úr um 220 í 280 en ekki ákvörðun um fjölgun, sagði Björn. Grétar Mar var ósáttur við að eng- ar fjárveitingar væru ætlaðar til að fjölga lögreglumönnum og þá væri skrýtið að búa frekar til „varasveit héraðslögreglumanna“. „Ég hefði haldið að við ættum að snúa okkur að því að fá menntaða lögreglumenn,“ sagði Grétar. Fleiri í hér- aðslögreglu Björn Bjarnason AÐALFUNDUR Félags fagfólks um offitu vill vegna yfirstandandi efnahagsvanda leggja áherslu á að við þær breytingar sem fyrirsjáan- legar eru í samfélaginu verði hugað sérstaklega að því sem varði heil- brigði og hollustu og þá einkanlega hjá börnunum. Í ályktun fundarins segir að tryggja eigi gæði skólamáltíða og fella niður gjaldtöku og tryggja skuli möguleika allra barna á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. Vill fundurinn að létt verði álögum á holl- um mat, svo sem grænmeti og ávöxt- um, og almenningssamgöngur auð- veldaðar. Þá hvetur fundurinn til aukinnar virkni og hreyfingar og að atvinnulausir og fólk með lágar tekjur fái frítt í sund. Hugað að hollustunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.