Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 52
52 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 ✝ Málfríður Hall-dórsdóttir fædd- ist á Ísafirði 22. maí 1931. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði laugardaginn 8. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Friðgeir Sigurðs- son, f. 26.1. 1880, d. 17.11. 1960 og Svan- fríður Albertsdóttir, f. 26.10. 1895, d. 20.6. 1966. Systkini Málfríðar voru: Anna, f. 18.8. 1913, d. 24.11. 1978, Jónína Katrín, f .15.8. 1915, d. 27.4. 1935, Guðjón, f. 18.8. 1917, d. 2.10. 1991, Lilja, f. 4.6. 1919, d. 13.2. 2005, Sigurður, f. 8.9. 1921, d. 1.7. 2000, Sturla, f. 13.7. 1922, d. 1.3. 2008, Guðjón Guðmundur, f. 2.2. 1926, d. 2.9. 1954, Steindór, f. 24.9. 1927, d. 30.3. 2008, Ólafur, f. 16.7. 1929, d. 19.6. 1999, Jón Lax- dal, f. 7.6. 1933, d. 15.5. 2005. Auk þess ólst Jón Hjörtur Jóhannesson, f. 27.4. 1935, d. 14.6.2008, sonur Jónínu Katrínar, upp með þeim systkinum. Málfríður giftist hinn 26. júní 1949 Arnóri Aðalsteini Stígssyni frá Horni, f. 14.1. 1931. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Jóna, f. 18.3. 1949, d. 10.3. 1961, 2) Stígur, f. 11.8. 1952, maki Björk Helgadóttir, börn þeirra eru: a) Ari, f. 9.9. 1984, unnusta hans er Eva Björk Eyþórsdóttir, b) Helga Björk, f. 22.3. 1990, unnusti Sigurgeir Sveinn Gíslason. c) Son- ur Stígs af fyrra sambandi með Jónínu Auði Sigurðardóttir er Arnór, f. 22.11. 1975. Börn hans eru Margrét Ylfa, f. 17.12. 1993, móðir Lilja Jónsdóttir, og Eygló Björk, f. 14.4. 1999, móðir, María Sigurðardóttir. d) Sonur Bjarkar með Sveini Pálssyni er Davíð Sveinsson, f. 26.7. 1976, maki Katla Guðlaugsdóttir, börn þeirra, eru Ylfa Örk, f. 11.10. 2000, og Björk, f. 30.6. 2005, 3) Svanfríður, september árið 1958 og hafa búið þar síðan. Meðan á byggingu stóð bjuggu þau í sumarbústað í Dag- verðardal. Malla var heimavinn- andi, enda í nógu að snúast með börnin. Hún saumaði og prjónaði sjálf föt á fjölskylduna enda mjög handlagin. Hún tók að sér hár- greiðslu og klippingu á kunn- ingjakonum og vinum, ásamt því að skrautskrifa á skjöl og bækur. Árið 1960 veikist Nanný, elsta dóttirin, og þurfti Malla að fara með hana til lækninga á sjúkrahús í Kaupmannahöfn, þar sem þær dvöldu í þrjá mánuði. Við heim- komu var ljóst að Nanný fengi ekki bót meina sinna og var rúm- liggjandi eftir það. Henni versnaði svo skyndilega og átti að fljúga með hana aftur út, en vegna þoku varð að lenda í Amsterdam í Hol- landi og lést Nanný á leiðinni á spítala þar þann 10. mars 1961 og var það mikill missir fyrir fjöl- skylduna. Hún vann á skrifstofu Eimskips á Ísafirði og hjá Lífeyr- issdjóði Vestfjarða um tíma. Malla fór að halda föndurnámskeið í Gúttó og kviknaði neistinn af áhuga hennar á allskonar handa- vinnu eins og körfugerð, leð- urvinnu og mörgu öðru. Eftir það vann hún við tilsögn í handavinnu á Hlíf ásamt Herdísi Viggósdóttur og einnig á sjúkrahúsinu. Hún tók einnig að sér fararstjórn eldri borgara bæði innanlands og er- lendis og fór meðal annars til Mal- lorka og Færeyja með hópa. Þá hóf hún rekstur á Föndurloftinu að Mjallargötu 5 og var þar með verslun á neðri hæð og gistiheimili á efri hæð. Vegna veikinda hætti hún þessum rekstri 1995. Möllu var vel lýst þegar snjóflóðin í Súðavík féllu. Hún opnaði gist- inguna fyrir björgunarmönnum og þau hjónin sáu um elda- mennsku og aðhlynningu allan sólahringinn meðan á leit stóð. Veikindi Möllu voru erfið og lang- vinn, sem hún mætti með þraut- seigju og lífskrafti. Hún veiktist hastarlega í september og var á spítala í Reykjavík og síðan á Ísa- firði, þar sem hún lést eftir erfiða baráttu. Útför Málfríðar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag kl. 11. f. 18.3. 1954. Börn hennar með Jóhanni Guðmundi Sigfússyni eru: a) Valdimar, f. 15.7. 1976, unnusta, Erna Ómarsdóttir, b) Aðalheiður, f. 2.2. 1980, maki Tumi Þór Jóhannsson. Börn þeirra eru Ívar Tumi, f. 19.2. 2000, Emma Katrín, f. 12.1. 2007 og Lovísa Matt- hildur, f. 1.8. 2008. c) Jóhann Friðgeir, f. 8.12. 1981, maki Je- lena Jóhannsson. Barn þeirra: Va- silia Rós, f. 9.7. 2007. 4) Elfa Dís, f. 21.7. 1957, unnusti Júlíus Einar Halldórsson. Börn hennar með Guðmundi Kr. Eydal eru: a) Krist- björn Eydal, f. 30.9. 1976, maki Una Björg Jóhannsdóttir, f. 6.7. 1977, barn þeirra Margrét Freyja, f. 7.3. 2006. Sonur Kristbjarnar með Önnu Maríu Axelsdóttir er, Axel Breki, f. 28.9. 1998, b) Sigrún Jóna, f. 30.11. 1977, börn hennar með Róberti Guðlaugssyni eru Elf- ar Logi, f. 13.11. 1998 og Arnór Páll, f. 25.8. 2000. Börn Elfu með Gunnari Erni Haukssyni eru: c) Haukur Ársæll, f. 4.4. 1985, d) Jó- hann Örn, f. 5.9. 1987. Málfríður fæddist og ólst upp á Ísafirði í stórum systkinahóp. Hún lauk gagnfræðaskólaprófi þar ár- ið 1947. Hún kynntist Arnóri manni sínum fljótlega eftir það. Hún vann ýmis störf, til dæmis við netahnýtingar, einnig í mjólk- urbúðinni og Norðurtanganum. Malla og Arnór byrjuðu að búa og eignuðust fyrsta barnið, Jónu (Nanný) 1949 og giftu sig í júní sama ár. Þau bjuggu fyrst í Sund- stræti 31 en fluttu síðan í Túngötu 3 árið 1953. Þá höfðu þau eignast Stíg árið áður. Þar eignuðust þau Svanfríði 1954. Þau fluttu síðan á Hlíðarveg 26 árið 1956 og þar fæddist Elfa Dís 1957. Þau byggðu húsið að Hlíðarvegi 32 ásamt Stíg bróður Arnórs og fluttu inn í það í Elsku mamma. Nú ertu búin að fá hvíld frá öllum verkjunum og erfiðu veikindunum sem þú hefur þurft að basla með í áratugi. Það er kraftaverki líkast hvað þú með þrjóskuna eina að vopni, síðustu árin, náðir að gera nánast allt sem þú ætlaðir þér. Alltaf áttir þú tíma fyrir aðra, bæði fjölskyldu og vini og varst alltaf fyrst til að hafa samband ef eitthvað bjátaði á. Þú varst ótrúlega vina- mörg eins og 160 jólakortin, eða öllu heldur sendibréfin sanna, sem þú sendir, því þú varst snillingur í að skrifa svo fallega. Þú lifðir fyrir að gefa öðrum og allar gjafirnar sem þú lagðir svo mikla natni og umhyggju í, var ævintýri líkast að opna. Það er mikill missir fyrir okkur öll að þú skulir ekki vera lengur með okkur, en ekki síst fyrir pabba sem er búinn að halda utan um þig og vernda í rúm 60 ár. Við verðum dug- leg að passa hann fyrir þig, þangað til við hittumst öll á ný. Elsku mamma, minninguna um þig er best að geyma í hjartanu og reyna að læra af þínum góðu verkum og vinsemd. Megi Guð vera með þér. Við kveðjum þig með kærleiksríkum huga þér Kristur launar fyrir allt og allt. Þú varst svo sterk og lézt ei böl þig buga og birtan skín í gegnum húmið kalt. Það er gott er lífsins degi lýkur, að ljómi birta um þann sem kvaddur er. Því eitt er víst, að Guð vor gæzkuríkur, glaða framtíð hefur búið þér. Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði, um landið efra að Edens fögrum lund, og á þinn legstað blóm sín fögur breiði, svo blessi Drottinn þessa hinztu stund. Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir, þú leiddir okkur fyrstu bernsku spor. Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir, að enn þér skíni blessuð sól og vor. Hjartans þakkir, elsku mæta móðir, þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt. Þig verndi og gæti allir englar góðir, ástarþakkir, mamma, góða nótt. (H.J.) Við viljum þakka Arnóri Víkings- syni lækni einstaka umhyggju og Bjarna Valtýssyni lækni sem hvatti hana alltaf til að koma. Þeir virtu baráttu hennar og lífsvilja og og gerðu allt sem þeir gátu til að hjálpa henni að virkja þann kraft og vilja sem hún þurfti til að halda heilsunni gangandi. Einnig sendum við bestu kveðjur til hjúkrunarfólks á Fjórðungs- sjúkrahúsi Ísafjarðar. Stígur, Svanfríður og Elfa Dís. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas.) Elsku amma mín, ég mun sakna þín sárt á hverjum degi. en ég veit einn daginn hittumst við aftur. Elska þig. Helga Björk. Elsku Malla okkar er látin eftir mikil veikindi. Fréttin að vestan kom á laugardagskvöldið og var okkur öllum brugðið, alltaf hafði Malla haft betur á þeim vígstöðvum. Minningarnar streyma fram og þá fyrst er við vorum börn fyrir vestan. Alltaf var gaman að koma til Möllu og Arnórs, þar var ávallt mikið í gangi, Malla mjög opin fyrir nýjung- um og dugleg að prófa allt mögulegt sem okkur þótti mjög forvitnilegt. Eitt sumarið var önnur okkar að myndast við að passa börnin þeirra Möllu og Arnórs. Þá komu nú vel í ljós hennar miklu mannkostir. Hún var alltaf að hrósa, borgaði laun mánaðarlega og alltaf komu góðar gjafir með, svona hefur Malla alltaf verið. Hún opnaði glugga að mörgu í barnssálinni sem hefur alltaf verið ómetanlegt. Börn okkar og barnabörn kunnu líka vel að meta hana. Hún var mikil listakona, það lék allt í höndum hennar, listaskrifari og sálmabókin frá fermingarárinu skrautskrifuð af henni er góð minn- ing. Svo hefur tíminn liðið og við hist sjaldnar en alltaf öðru hvoru bæði á gleðistundum og erfiðari tímum. Í sumar fórum við vestur með fjöl- skyldur okkar á Hornstrandir með viðkomu á Ísafirði. Þar tóku þau á móti okkur með veisluborði og sinni alkunnu gleði sem setti punktinn yfir i-ið á skemmtilegri ferð. Við kveðjum Möllu með söknuði og vottum Arnóri, börnum og barna- börnum innilegar samúðarkveðjur. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum, og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbörnum, og jafnvel nóttin lýsir þeim til vegar. (Davíð Stefánsson.) Freyja, Iðunn, Haraldur Stígs- son og fjölskyldur. Elsku amma. Það er erfitt að kveðja þá sem eru manni eins mikils virði og þú. Við vor- um einhvern veginn farin að halda að þú myndir lifa að eilífu. Öll þessi veik- indi sem þú hefur glímt við í gegnum tíðina og aldrei gátu bugað þig fyrr en nú. Við vissum svo sem að þessi dagur myndi einhvern tímann koma en nú þegar þú ert horfin á braut sitj- um við eftir full af sorg og söknuði. Þú hefur kennt okkur mikið með þín- um ótrúlega krafti og lífsvilja, ástúð og velvild í garð annarra. Við höfum verið ákaflega heppin að eiga þig fyr- ir ömmu. Þið afi hafið alltaf tekið vel á móti okkur á Hlíðarveginum með stórum stafla af pönnukökum, gleði, ást og hlýju. Allar fallegu gjafirnar sem þú valdir sérstaklega fyrir hvern og einn, yfirleitt eitthvað samsafn af mörgu litlu. Það ríkti alltaf sérstök eftirvænt- ing á jólunum við að opna pakkana frá ykkur afa, hvað skyldi maður draga úr pakkanum núna? Það er svo margt sem fer í gegnum hugann á þessari stundu, svo ótal margar minningar. Við eigum þessar minn- ingar og þú munt lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð, elsku amma. Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Elsku afi okkar, mamma, Svanfríð- ur, Stígur og aðrir aðstandendur. Megi góður guð styrkja okkur á erf- iðum tímum. Sigrún, Kristbjörn, Haukur og Jóhann. Elsku langamma, takk fyrir að vera alltaf svona blíð og góð. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Þínir langömmustrákar, Axel Breki, Elfar Logi og Arnór Páll. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Með hjartað fullt af aðdáun og ást við kveðjum þig í bili, elsku amma okkar á Hlíðó. F.h. ömmubarnanna og lang- ömmubarnanna, Aðalheiður. Málfríður Halldórsdóttir föður- systir mín hefur lokið sinni jarðvist, síðust systkina úr hópi barna Svan- fríðar Albertsdóttur og Halldórs Friðgeirs Sigurðssonar skipstjóra á Ísafirði. Hún var glaðvær og skemmtileg kona, ljúf og góð við alla sína samferðamenn en gat verið föst fyrir og staðið fast á sínu eins og hún átti kyn til. Malla frænka var virt og vinsæl, ekki síst meðal okkar systk- inabarna hennar, en hún kom að öll- um ættarmótum fjölskyldu okkar með einum og öðrum hætti. Síðasta ættarmótið var fjölmennt, í Reykja- nesi við Ísafjarðardjúp sl. verslunar- mannahelgi. Þá hvarflaði að mér að hún kæmi ekki á fleiri ættarmót með okkur á þessari jörð. Malla var mjög listræn og vinnu- söm alla tíð, þrátt fyrir mikil veikindi um ævina. Hún var stoð og stytta bræðra sinna tveggja sem dvöldu stóran hluta ævi sinnar á Kópavogs- hæli í góðu yfirlæti, ennfremur bróð- ur síns Jóns Laxdal, sem dvaldi er- lendis alla tíð nema æskuár sín hér á landi. Ég minnist þess eitt skipti sem oftar að ég kom á Hlíðarveginn til Möllu, Adda og barna. Þá var hún með lúðulok á borðum, sem er ákveð- in stærð af lúðu, vinsæl hjá Ísfirðing- unum. Ég var strákur þá og þótti þetta einstakt sælgæti, enda sit ég um enn þann dag í dag að ná lúðuloki úr fiskbúðum hér syðra og færa konu minni í matinn. Það er í anda Möllu frænku. Þegar við Elfa fórum að senda strákana okkar sem börn í sveit að Hallsstöðum við Ísafjarðardjúp, voru þeir sendir með flugi á Ísafjörð og síðan með Djúpbátnum inn í Djúp. Malla og Addi ásamt fleira skyldfólki okkar á Ísafirði tók ávallt á móti strákunum, sótti þá inn á flug- völl, tók þá í gistingu og kom þeim síðan á Djúpbátinn. Möllu hefur nú sennilega aldrei verið þakkað form- lega þetta umstang allt, en nú er komið að því. Við sendum Arnóri, börnum og fjölskyldu samúðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson og fjölskylda, Mosfellsbæ. Að eiga góða vini er afar mikil- vægt í lífinu og vináttan, ásamt kær- leikanum, er eitt það dýrmætasta sem hægt er að gefa samferðafólki sínu. Það er mikil gæfa að umgang- ast og þekkja fólk sem ræktar þessa mannlegu þætti umfram annað. Við fráfall Möllu verður okkur hugsað til þess hvað hún hafði mikið að gefa í vináttu og kærleika. Hún hafði sér- staka ánægju af að umgangast fólk, kynnast nýju fólki og treysta og efla sambönd sem orðið höfðu til á lífs- leiðinni. Hún var mikil félagsvera. Hún gerði sér far um að fylgjast með líð- an vina sinna í gleði og sorg. Ef vin- irnir voru veikir eða illa haldnir af öðrum ástæðum þá tók hún út með þeim, þótt heilsufar hennar sjálfrar væri verra en þeirra flestra. Það er margs að minnast í samskiptum fólksins í litla húsinu við Hlíðarveg 30 við sína góðu granna í húsinu númer 32, en í því húsi býr og hefur búið einstakt öðlingsfólk, elskulegt og gott. Nú, þegar Malla er horfin á braut, er sérstök ástæða til að þakka fyrir vináttuna, sem aldrei hefur borið skugga á, um áratuga skeið. Í stórfjölskyldum þeirra Möllu og Adda var oft glatt á hjalla og stór- kostlegt að vera þar í veislum þegar mikið gekk á í frásagnargleðinni. Slíkt gleymist aldrei og óskandi að húmorinn og frásagnargleðin fylgi afkomendum inn í framtíðina. En sumum er lífið erfiðara en öðrum, það fékk Malla að reyna. Í allt of mörg ár var heilsa hennar afar slæm og hún var vikum og mánuðum sam- an sárkvalin. Ekki lét hún þó hugfall- ast og með ótrúlegum krafti og vilja- styrk gerði hún margt sem enginn hefði trúað að svo sjúk kona gæti gert. Hún ferðaðist meira að segja um langan veg til að geta tekið þátt í ættarmótum bæði hjá sinni ætt og einnig tengdafólkinu. Þetta veitti henni mikla gleði og ánægju. Malla var afar listfeng eins og margir af hennar ætt og hún hefði að margra dómi náð langt í myndlist- inni, ef hún hefði helgað sig því við- fangsefni í lífinu. Á undanförnum misserum sá Malla á eftir systkinum sínum, Málfríður Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.