Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 28
28 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar
hækkaði um 1,26% í gær. Bréf
Atorku hækkuðu um 30%, Össurar
um 8,37% og Marels um 7,98%.
Hins vegar lækkaði gengi bréfa Al-
fesca um 11,39%, Bakkavarar um
9,59% og Icelandair um 4,59%.
Samnorræna OMX-vísitalan lækk-
aði um 0,64%, en sænska vísitalan
hækkaði um 0,14%.
Hækkun í kauphöll
● SAMDRÁTTUR
einkaneyslu á
þriðja ársfjórð-
ungi nam um 8-
10%, að mati
greining-
ardeildar Glitnis,
sem telur að
samdrátturinn á
fjórða ársfjórð-
ungi geti numið
á annan tug prósenta. Muni einka-
neysla væntanlega ekki taka að
rétta úr kútnum að ráði fyrr en komið
verður fram á árið 2010.
Innlend debetkortavelta í október
dróst saman um 11% að raunvirði,
samanborið við sama mánuð í fyrra.
Innlend kreditkortavelta dróst sam-
an um 19% á sama tímabili.
bjarni@mbl.is
Einkaneysla dregst
mjög saman milli ára
● NÚ LIGGUR opinberlega fyrir að
samdráttur er í efnahagslífi evru-
svæðisins því að nýjustu tölur frá
Evrópusambandinu (ESB) sýna að
efnahagur svæðisins skrapp saman
um 0,2% á þriðja ársfjórðungi
þessa árs. Kemur þessi þróun í
kjölfar 0,2% samdráttar fyrir tímabil-
ið apríl til júní. Samdráttarskeið í
efnahagslífi ríkja miðast almennt
við að samdráttur mælist tvo árs-
fjórðunga í röð.
Samdráttarfréttirnar koma ekki á
óvart enda liggur fyrir að samdrátt-
arskeið er þegar hafið í tveimur af
stærstu hagkerfum evrusvæðisins,
þ.e. í Þýskalandi og á Ítalíu.
bvs@mbl.is
Samdráttur á
evrusvæðinu
ÚT er komið nýtt rit í ritröð fræði-
rita RSE. Í ritinu eru birtar ritgerðir
sem byggjast á erindum af ráðstefnu
RSE um sjávarútvegsmál, sem hald-
in var haustið 2006. Eru sett fram
rök fyrir því að hlutur eignarréttar
við stjórn fiskveiða verði aukinn.
M.a er að finna í ritinu tilraunir til
að varpa ljósi á hvernig eignarrétt-
arkerfi við fiskveiðar hafa aukið
samfélagslegan ávinning. Ritstjórar
eru Birgir Þór Runólfsson dósent og
Ragnar Árnason prófessor. Á mynd-
inni afhendir Ragnar Einari K. Guð-
finnssyni sjávarútvegsráðherra ein-
tak af ritinu.
Nýtt rit
frá RSE
Morgunblaðið/Árni Sæberg
og þriðjudeginum. Vilji okkar sem
vorum í stjórn Glitnis þá var að þeir
yrðu lokaðir þangað til ríkið væri
orðið hluthafi í bankanum. Það voru
síðan stjórnarformaðurinn og for-
stjórinn sem báru okkur þessi skila-
boð frá ríkinu.“
Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður
Árna Mathiesen fjármálaráðherra,
segir Árna hafna því algjörlega að
tilmælum um uppkaup á bréfum með
ríkisfé hafi verið beint til stjórnar
Glitnis. Kristján Kristjánsson, upp-
lýsingafulltrúi forsætisráðherra,
segir að Geir H. Haarde vilji ekki tjá
sig um málið að sinni.
Segja ráðherra hafa
samþykkt uppkaup
Bréf Stoða keypt úr sjóðum Glitnis með vilja ríkisins
Morgunblaðið/Kristinn
Glitnir Þorsteinn Már segir ákvörðunina hafa verið tekna í samráði við Geir
H. Haarde forsætisráðherra og Árna Mathiesen fjármálaráðherra.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
„ÞÆR ákvarðanir sem voru tekn-
ar í stjórn bankans varðandi Sjóð 9
voru gerðar í samráði við fulltrúa
nýrra eigenda bankans, það er fjár-
málaráðherra og forsætisráðherra.
Að öðru leyti tjái ég mig ekki um það
sem fram fór á stjórnarfundum
bankans,“ segir Þorsteinn Már Bald-
vinsson, fyrrverandi stjórnarmaður
Glitnis, um uppkaup á bréfum Stoða
úr verðbréfa- og fjárfestingasjóðum
Glitnis í lok september.
Sjóðunum var lokað í kjölfar þess
að tilkynnt var að íslenska ríkið ætl-
aði að setja um 85 milljarða króna
inn í Glitni í staðinn fyrir 75 prósenta
eignarhlut.
Sigurður G. Guðjónsson, sem
einnig sat í stjórn Glitnis þar til að
bankinn var þjóðnýttur staðfestir
þetta og segir auk þess að ríkisfé hafi
verið notað til að kaupa út bréfin.
„Það komu tilmæli frá Geir H.
Haarde og Árna Mathiesen til
stjórnar Glitnis um að það kæmu ell-
efu milljarðar króna af þessari fjár-
festingu ríkisins í Glitni og að þeir
yrðu notaðir til þess að kaupa út 22
milljarða króna af ónýtum kröfum úr
sjóðunum.“
Þegar sjóðirnir voru opnaðir á ný
1. október var búið að kaupa öll
skuldabréf Stoða, stærsta eiganda
Glitnis á þeim tíma, út úr þeim. Op-
inberlega hefur því verið haldið fram
að Glitnir hafi keypt út bréfin. Sig-
urður segir það hins vegar ekki al-
veg rétt. Hluti peninganna sem not-
aðir voru til þess hafi komið frá
ríkissjóði eða Seðlabankanum.
„Þetta fór þannig fram að við vorum
kallaðir á stjórnarfund þriðjudaginn
30. september eftir að sjóðirnir
höfðu verið lokaðir á mánudeginum
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
MILESTONE greiddi ekki víxil sem var á gjald-
daga 26. október síðastliðinn. Upphæðin sem um
ræðir er 6,2 milljarðar króna.
Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir
íslenska bankakerfið hafa verið í uppnámi þegar
gjalddaginn var og erfitt að fá upplýsingar um af-
greiðslu tiltekinna mála. Glitnir sé stærsti lánveit-
andi Milestone. Ekki hafi verið hægt að ganga til
samninga við einstaka kröfuhafa á meðan verið
væri að vinna að fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu félagsins. Það hefði getað falið í sér mismun-
un milli lánardrottna, sem þeim var ekki heimilt að
gera.
Guðmundur segir unnið að því að leysa úr þess-
ari stöðu. Búið sé að semja um framlengingu á
víxlinum við Glitni, sem er einn þáttur í endur-
skipulagningu sem unnið er að.
Víxillinn var gefinn út 27. desember 2007 og var
Glitnir banki umsjónaraðili útboðsins. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins var hluti víxilsins
seldur áfram til einstakra viðskiptavina bankans.
Þrátt fyrir að Glitnir hafi framlengt víxilinn fyr-
ir sitt leyti þá geta aðrir kröfuhafar fengið lög-
fræðinga til að innheimta sinn hluta.
Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs
Glitnis, segist ekki geta upplýst um stöðu mála hjá
einstökum viðskiptamönnum bankans.
Margir reyna að framlengja lán
Milestone er ekki eina félagið sem berst við að
standa við skuldbindingar sínar. Önnur félög eru
einnig að fá frest til að greiða verðbréf sem eru á
gjalddaga um þessar mundir. Í viðskiptablaði
Morgunblaðsins á fimmtudaginn kom fram að
Baugur hefði framlengt skuldabréf sem greiða átti
í upphafi nóvember. Í núverandi ástandi er al-
gengt að fyrirtæki reyni að fresta greiðslum.
Greiddu ekki víxil
Milestone átti að greiða 6,2 milljarða króna í lok
október. Dróst vegna óvenjulegra aðstæðna.
Morgunblaðið/Golli
Leiðtoginn Fjárfestingarfélag Karls og Stein-
gríms Wernerssona er nú í endurskipulagningu.
Skuldir hafa aukist og virði eigna minnkað.
ATHUGUN Fjármálaeftirlitsins
[FME] á þremur stærstu trygg-
ingafélögunum stendur enn yfir.
Athugun
FME hófst fyrir
réttum tveim
vikum síðan.
Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins þótti
ekki tryggt að bótasjóðir félag-
anna stæðu jafntraustum fótum
og forstjórar félaganna höfðu áð-
ur gefið til kynna í fjölmiðlum.
Tryggingafélögin könnuðust
hins vegar ekki við að þau væru
undir sérstakri smásjá eftirlits-
ins, athugunin væri almenns eðl-
is, og sögðu stöðu bótasjóðanna
góða.
Í svari frá FME við fyrirspurn
blaðamanns segir að áframhald-
andi eftirfylgni standi yfir með
það að markmiði að hafa sem
besta yfirsýn yfir fjárhagsstöðu
vátryggingafélaga.
Ekki fékkst upp gefið að hvaða
atriðum í rekstri félaganna at-
hugun eftirlitsins beindist. Ekki
fengust upplýsingar um hvort eft-
irlitið hefði áhyggjur af stöðu
tryggingafélaganna eða hvort
ástæða væri til að ætla að þau
gætu ekki staðið undir skuldbind-
ingum sínum gagnvart vátrygg-
ingatökum. Áhyggjufullir trygg-
ingatakar sem höfðu samband við
Morgunblaðið sögðu að FME yrði
að upplýsa um hvernig skoðun
eftirlitsins á tryggingafélögunum
hefði miðað og hver væri fjár-
hagsstaða þeirra.
thorbjorn@mbl.is
Athugun
FME stend-
ur enn yfir
,*
!""#
'($#$-. .# (
&),=')
&
4$4
"')
$4
"')
3>,
')
8) 3,")- ?, 0,
= 0$4
"')
!
"# ')
2')
5E:B
5
,1) ')
C,,
')
/)) $"'&$$,
&
=&F*,
&
=E
4
EG1
3
1H4*
'')
$0+*$$1 )
<
*&
<4
8$ 0')
8" ')
2 !
.$
7,"
0 , ,
I440 ,(
!
"5
J %J
/ K%
L J// /J
KKK J/
K K
JJK % /K
LK %
J
J.L
.%
J./
.JJ
J.
L.
.
LJ.
JK.%
K.
%.
J.
.
.
.
J.%
KJ.
.
10
,"
%
%
K
JK
J
M ,
,
J
J
J
J
J
L
L
L J
&I
&I
&I
&I
&I
&I
B2N3
B2N
!
!
O
O
B2N
4
!
O
O
M4FP4 ,
,0
O
O
1I53
M&N
!
!
O
O
B2N5%
B2N0
!
O
O
● ÍBÚÐALÁNASJÓÐURINN banda-
ríski Freddie Mac tapaði 25,3 millj-
örðum dala á þriðja fjórðungi þessa
árs. Sjóðurinn, sem telst hálf-
opinbert einkafyrirtæki, segist ætla
að biðja ríkissjóð um 13,8 milljarða
dala fjárhagsaðstoð vegna tapsins.
Stærstur hluti tapsins kemur til
vegna afskrifta á lélegum fast-
eignalánum og öðrum eignum tengd-
um bandaríska fasteignamark-
aðnum. Íbúðalánasjóðirnir Fannie
Mae og Freddie Mac hafa verið um-
svifamiklir á lánamarkaði í áratugi og
eiga eða ábyrgjast íbúðalán, samtals
að fjárhæð 12.000 milljarðar dala.
bjarni@mbl.is
Freddie Mac tapar
tugum milljarða dala