Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 51

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 51
Minningar 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 ✝ Kristján KarlPétursson fædd- ist á Hjöllum í Skötufirði í N- Ísafjarðarsýslu hinn 15. mars 1931. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 7. nóv- ember 2008. Foreldrar hans voru Pétur Finn- bogason, f. 2.5. 1894, d. 22.4. 1990, og Stefanía Jens- dóttir, f. 5.8. 1893, d. 22.4. 1972. Þau bjuggu lengst af á Hjöllum í Skötufirði. Systkini Kristjáns eru Hallgrímur, f. 19.7. 1917, d. 18.4. 1968, Finnbogi, f. 27.2. 1919, d. 12.10. 1989, Jens Steinn, f. 23.5. 1920, d. 18.8. 1928, Hulda Júlía, f. 8.7. 1922, Sigrún, f. 8.7. 1922, d. 27.11. 1998, Steingrímur, f. 20.9. 1924, d. 28.6. 1997, Jens, f. 15.8. 1929, d. 7.3. 2008, og Helga, f. 7.10. 1932. Kristján kvæntist 1.1. 1962 Heiðrúnu Kristjánsdóttur, f. 27.6. 1942. Foreldrar hennar voru Ás- dís Sigrún Finnbogadóttir, Hörgshlíð í Mjóafirði, f. 6.4. 1921, d. 4.7. 1994, og Þórarinn Kristján Benediktsson frá Sveinhúsum í sömu sveit, f. 20.4. 1919, d. 21.3. 1991. Börn Kristjáns og Heiðrúnar eru: 1) Jóhanna Rannveig, f. 6.8. 1960, sonur hennar er Kristján Rafn, f. 21.11. 2002. 2) Pétur Stefán, f. 14.4. 1962, í sambúð með Rakel Þórisdóttur, f. 16.11. 1971, börn hennar eru: Pétur, f. 28.3. 1993, Lena, f. 15.6. 1994, og Elma, f. 16.5. 2002. 3) Þorgerður Helga, f. 9.11. 1964, gift Hermanni Sig- urlaugi Gunn- arssyni, f. 23.1. 1961, synir þeirra eru: a) Haukur Árni, f. 20.6. 1982, í sambúð með Örnu Grétarsdóttur, f. 4.6. 1984, sonur þeirra er Ernir Már, f. 31.8 .2008, b) Rúnar Jón, f. 30.6. 1987, í sambúð með Völu Karen Viðarsdóttur, f. 11.8. 1988. Kristján ólst upp á Hjöllum í stórum systkinahópi. Eftir að hann fór að heiman vann hann m.a. við beitningu, sjómennsku og ýtuvinnu. Lengst af var hann húsvörður í Reykjanesi við Ísa- fjarðardjúp ásamt því að vera vélagæslumaður þar fyrir Orkubú Vestfjarða. Kristján og Heiðrún hófu bú- skap sinn í Hörgshlíð í Mjóafirði en bjuggu svo líka í Hveravík á Reykjanesi og á Hvítanesi í Skötufirði. Árið 1969 keyptu þau Svansvík í Ísafirði og fluttu þang- að. Þar hafa þau búið síðan. Kristján verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag, 15. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku afi. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina og allan þann tíma sem við vörðum saman. Það eru ófáar klukkustundirnar sem liggja eftir okkur í vinnuskúrnum heima í Svansvík. Þessi tími er mér ómetanlegur. Það var mér líka mjög mikilvægt að þú náðir að sjá og halda á þínu fyrsta barnabarna- barni áður en þú fórst. Myndirnar af því verða varðveittar mjög vel, enda einu myndirnar sem til eru af ykkur saman. Að fá að halda í höndina á þér síðustu andartökin er stund sem ég mun aldrei gleyma, friðinum sem færðist yfir þig, loks þegar þú fékkst hvíldina frá löngum og erfiðum veikindum. Mig langar að segja frá nokkrum atvikum sem eru mér minnisstæð um okkur Kristján afa. Seinnipart- ur ágústmánaðar. Það var háfjara og klukkan var u.þ.b. 5 að morgni. Afi kom inn í herbergi til mín og vakti mig. Hann sagði mér að klæða mig, sækja gömlu hagla- byssuna og koma út. Við vorum á leiðinni inn í fjörð, athuga hvort við yrðum ekki varir við einhverjar tófur eða tófuyrðlinga vera að snapa í fjörunni. Hann keyrði bíl- inn og sá um sjónaukann, ég átti að sjá um byssuna. Ferðir sem þessar voru farnar nokkuð oft. Á veturna var farið í svipaðar ferðir og athug- að hvort við sæjum skarf kafa við fjöruna eða mink á ferðinni. Verka- skiptingin eins, afi keyrði og sá um sjónaukann, gamla haglabyssan hans afa var hjá mér. Þótt afi segði nokkuð oft „Ég er búinn að missa áhugann á þessu öllu saman“ var hann oftar en ekki upphafsmaður- inn að því að svona ferðir yrðu farnar. Þrátt fyrir þessar yfirlýs- ingar hjá afa, var alltaf mjög stutt í skötfirska haglabyssugenið. Alveg ótrúlega oft sem byssan rataði út í bílinn hjá honum þegar hann var einn á ferð og skildi enginn hvers vegna, því hann var jú búinn að „missa allan áhuga“. Þekktur mað- ur úr Vatnsfjarðarsveit sagði eitt sinn við mig „Hann er víkingur, hann afi þinn“. Ég mótmælti ekki þessum lýsingum, enda alveg sam- mála þeim. Elsku afi, ég kveð þig nú í hinsta sinn. Guð geymi þig vel þangað til við hittumst næst. Þinn, Haukur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum viljum við systkinin þakka Didda frænda fyr- ir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með honum og þá sér- staklega í Reykjanesskóla þegar við vorum þar sem börn, en það var alltaf gott að fara til hans og spjalla ef manni leiddist. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við nánustu aðstandendum og biðjum Guð að styrkja ykkur öll. Guð geymi þig. Hafdís, Arnþór, Guðrún og Ragnar. Fallinn er fyrir hendi „sláttu- mannsins mikla“ vinur minn og hjálparhella í fjórðung aldar, eftir mikla og æðrulausa baráttu við ill- vígan sjúkdóm, Kristján Pétursson frá Hjöllum í Skötufirði, fyrrver- andi bóndi í Svansvík, vélavörður hjá Orkubúi Vestfjarða og ráðs- maður í Reykjanesi til margra ára- .Vil ég minnast hans með örfáum orðum. Ég kynntist Kristjáni og hans fjölskyldu þegar við félagar í G&E hf. hófum mjólkur-, vöru- og póst- flutninga í Ísafjarðardjúp fyrir rúmum 30 árum, strax og akfært var um Djúpið. Þá var ekki eins greiðfært um Djúpið eins og nú er og gott að eiga vísan stuðning og aðstoð sem oft þurfti á að halda, sérstaklega á vetrum hvort sem var á nóttu eða degi. Nú veit ég að Kristján ætlaðist ekki til þess, lífs eða liðinn, enda maðurinn ákaflega hógvær og bar ekki verk sín eða hjálp við aðra á torg, að ég færi að tíunda hér alla þá aðstoð sem hann og hans fjöl- skylda veittu mér í gegn um árin, sem oftar en ekki réð úrslitum um hvort ég gæti skilað vörum og pósti á áfangastaði og komist heill á leið- arenda. Ég hef í gegnum tíðina átt því láni að fagna að kynnast mönnum sem ég tel vammlausa, Kristján var meðal fremstu jafningja í þeim hópi. Ég er þess fullviss að fjölmargir taka undir þau orð mín þegar ég kveð þetta tryggðartröll hinstu kveðju og votta Heiðrúnu, börnum, tengdasyni og barnabörnum samúð okkar. Fjölskylda Kristjáns hefur misst mikið, sérstaklega litli sólargeisl- inn í Svansvík, nafni afa síns, og mun hann vonandi gleðja ömmu sína og aðra ættingja um ókomin ár. Ég veit að Kristján fær góða heimkomu hjá þeim sem öllu ræð- ur. Far þú heill, kæri vinur. Gunnar Pétursson og Val- gerður Jakobsdóttir. Það er margs að minnast þegar góðir vinir og nágrannar kveðja, en oft á tíðum hugsar maður ekkert út í þessa hluti og kemur fram eins og þessi eða hinn komi manni ekkert við en þannig er þetta ekki í raun. Framkoma við hvern og einn skipt- ir miklu máli, líklega mestu. Krist- ján Pétursson er einn af því fólki sem ég hef fylgst með gegn um líf- ið og oft höfum við verið samtímis á sjúkrahúsinu á Ísafirði og þannig var það núna, ég var farin heim tveim dögum áður en Kristján kvaddi. Um leið og ég fór labbaði ég inn á stofuna til hans, strauk um kinnina á honum, hann opnaði aug- un, þetta var hinsta kveðja. Guð blessi Kristján. Það er margs að minnast í sam- bandi við Kristján í Svansvík. Hann vann á hinum og þessum stöðum, ég man eftir honum við alls konar vinnu. Fyrstu farþeg- arnir sem ég keyrði þegar ég tók bílpróf voru sveitungar mínir, Kristján Pétursson og Marteinn Guðröðarson, þá vorum við öll á vertíð í Hafnarfirði, það var ekki laust við að ég væri hálf tauga- veikluð á leiðinni milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur.Við Kristján gerðumst svo bæði bændur hér við Djúp. Hann vann hér ýmis verk, meðal annars var honum mjög um- hugað um að ég fengi veg hingað heim til mín því vegurinn náði bara að Hrafnabjörgum. Hann var því eitt sinn að vinna á jarðýtu í daln- um og í leiðinni tók hann sig til og ruddi öllum stóru steinunum af hestagötunni svo ég kæmi bílnum sem næst bænum mínum, þetta var hugarfar Kristjáns. Diddi eins og við kölluðum hann oftast var mjög dulur maður og hafði sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum. Lífið var engin dans á rósum hjá þeim hjón- um Heiðrúnu og Kristjáni, Heiðrún veiktist ung að árum en upp komu þau sínum börnum og hafa búið hér við Djúp allan sinn búskap en hin síðari ár hefur Kristján mest- megnis dvalið á sjúkrahúsinu á Ísafirði en samt oft farið heim og dvalið þar mislengi og það má nærri geta hve erfitt þetta hefur verið fyrir þau hjón og alla þeirra nánustu, ekki síst fyrir Jóhönnu dóttur þeirra sem tók við búskap í Svansvík. Hún á lítinn Kristján og auðheyrt var á Kristjáni (Didda) að þetta barn var í miklu uppáhaldi hjá afa sínum. Kristján var fámáll og ég þakka Guði fyrir að þetta stríð er búið. Hann unni sveitinni sinni. Hann sá að allt var á undanhaldi, hann gerði sér fulla grein fyrir því að þar yrði ekki aftur snúið. Fólkinu fækkar og hver bærinn af öðrum að fara í eyði, þessa hluti ræddum við oft. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson.) Ég kveð Kristján með þeirri ósk að nú líði honum vel. Þakka samfylgdina. Ragna á Laugabóli. Með Kristjáni Péturssyni í Svansvík er fallinn frá mikill öð- lingur og traustur vinur. Við vorum samstarfsmenn við Reykjanesskóla um árabil, þann tíma er ég var skólastjóri þar. Hann var ráðsmaður en það starf var erilsamt og krefjandi í stórum heimavistarskóla. Kristján vann öll sín störf af stakri sam- viskusemi og trúmennsku. Hann átti auðvelt með að um- gangast börn og unglinga. Hið góða lunderni hans og greiðvikni vann honum traust samstarfs- manna og nemenda skólans. Kristján átti við veikindi að stríða hin seinustu ár en andlegu atgervi sínu hélt hann til hinsta dags. Við fjölskyldan þökkum af alhug samfylgdina og sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Kristmundur Hannesson. Það varð skyndilega allt svo kyrrt og hljótt eftir að fregnin barst í amstri dagsins þann 7 nóv. sl. um að Kristján í Svansvík væri dáinn. Þó við sem höfðum fylgst með líðan hans vissum að hverju stefndi þá setur okkur ávallt hljóð þegar einhver fer á braut til ann- ars tilverustigs. Það trúa því nú ekki allir að það sé til, en í þeim málum verður hver og einn að fara eftir sinni eigin sannfæringu. Síðustu ár átti Kristján við erfið veikindi að stríða og dvaldi löngum á Sjúkrahúsinu á Ísafirði, en gat þó farið nokkrum sinnum heim til fjöl- skyldunnar sinnar í Svansvík. Það voru honum dýrmætar stundir. Mestan hluta ævinnar var Kristján búsettur við Ísafjarðardjúp á Hjöllum, Reykjanesi, Hvítanesi og Svansvík. Hann var maður tveggja hreppa, Ögurs og Reykjarfjarðar- hrepps, en í Svansvík settist Krist- ján að með fjölskyldu sinni árið 1969. Þar á hann ófá handtök bæði ut- an- og innandyra hvað lagfæringar snertir, sem ekki verður talið upp hér. Kristján var húsvörður í Reykjanesi til fjölda ára. Skipti þar engu hvort starfsemin sem þar var hét héraðs- eða barnaskóli, hótel eða ferðaþjónusta. Kristján sá um að lagfæra rör og lagnir, glugga, hurðir og annað sem laga þurfti í öllum þeim húsakynnum sem þar eru. Einnig sá hann um ljósavél- arnar í Reykjanesi svo Djúpmenn fengju rafmagn þegar vatnsaflið þraut. Kristján var afskaplega bón- góður maður og á miklar þakkir skildar fyrir alla þá hjálp er hann veitti okkur sem stofnuðum Ferða- þjónustuna í Reykjanesi 1997, en hann fylgdi með okkur til trausts og halds í leigusamningnum frá menntamálaráðuneytinu og þótti okkur það hið besta mál. Í síðustu heimsókn minni til Kristjáns 2. nóv. minntumst við m.a. á Sigurð Helgason sem þá var nýlátinn, en hann var líka mikill Reykjanes- maður og lét sér annt um eignir skólans þar. Við Kristján áttum sameiginlegan draum ásamt fleir- um sem er að rætast nú síðustu misserin, – brýr yfir Reykjarfjörð og Mjóafjörð. Það voru fram- kvæmdir sem okkur ferðaþjón- ustufólkið í Reykjanesi dreymdi um og við sögðum hverjum sem heyra vildi að þetta vildum við sjá sem fyrst. Það tók 10 ár hjá þeim sem vegamálunum ráða að láta þennan draum okkar rætast. Við töluðum líka um það, Kristján minn, að vera stödd á brúnni þegar hún yrði vígð, jafnvel að við fengj- um nú smábút af borðanum sem klippt yrði á – kannski tekst okkur það þó það verði bara huglægt. Hafðu hjartans þakkir fyrir allar góðar stundir, allt eftirlitð með húsinu í Hveravík. Guð veri með þér. Elsku Rúna, Jóa, Pétur, Gerða, afastrákarnir, Biggi frændi og aðr- ir aðstandendur. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Margrét Karlsdóttir Hveravík. Kristján Pétursson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MÖRTU GUNNLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Markholti, Mosfellsbæ. Lára Haraldsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Hilmar Haraldsson, Helga Jónsdóttir, Ragnar Ingi Haraldsson, Guðjón Haraldsson, Nína H. Leifsdóttir Schjetne, Kolfinna Snæbjörg Haraldsdóttir, Friðþjófur Haraldsson, Sigríður Ármannsdóttir, Guðmundur Birgir Haraldsson, Margrét Jóhannsdóttir, Garðar Haraldsson, Sólveig Ástvaldsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Jón Sveinbjörn Haraldsson, Sigrún A. Kröyer og ömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÞENGILSSON byggingameistari, Furugerði 1, Reykjavík, sem lést á bráðamóttöku Landspítalans fimmtu- daginn 6. nóvember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.00. Jón Kr. Guðmundsson, Pálína G. Guðmundsdóttir, Svanhvít Guðmundsdóttir, Kjartan Elíasson, Guðmundur Þengill Vilhelmsson, Björg S. Kristjánsdóttir, Ágústa Kolbrún Jónsdóttir, Pétur Ragnarsson, Anna María Jónsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Hugljúf María Tómasdóttir, Sigmundur Elías Kjartansson, Kjartan Jón Kjartansson, Ragnar Örn Pétursson, Bríet Birna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.