Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 61
Velvakandi 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
KÚLAN MÍN FÓR
BEINT Í VATNIÐ
BEINT UPP
Í GINIÐ
Á ÞESSARI
RISASTÓRU
PLASTSLÖNGU VÁ... ÉG VAR
ALVEG VISS
UM AÐ HÚN
VÆRI ÚR
PLASTI
EF HANN MÁ HÆTTA
ÚT AF BEETHOVEN ÞÁ
FINNST OKKUR AÐ VIÐ
MEGUM ÞAÐ LÍKA
FYRST
SCHROEDER
HÆTTI ÞÁ
GERUM VIÐ
ÞAÐ LÍKA
Æ,
NEI!
BEETHOVEN
EYÐILAGÐI
LIÐIÐ!
HVERT
FÓRSTU,
KALVIN?!?
ÉG VEIT
AÐ ÞÚ ERT
HÉRNA
ÚTI!
EF VIÐ
HEFÐUM KEYPT
HUND, EINS OG
ÉG STAKK UPP
Á, ÞÁ GÆTUM
VIÐ FARIÐ ÚT
AÐ BORÐA Á
HVERJUM DEGI
TÖLUM
UM
EITTHVAÐ
ANNAÐ.
MIG
LANGAR
AÐ SLAPPA
AF
ÓTRÚLEGI MAÐURINN
FLÝGUR Á ÓTRÚLEGUM
HRAÐA ÚT UM DYRNAR!
FORELDRAR ÞÍNIR SÖGÐU
ÞÉR AÐ VERA ÞÆGUR!
ÞAU EIGA EKKI EFTIR
AÐ VERA GLÖÐ ÞEGAR ÉG
SEGI ÞEIM FRÁ ÞESSU!
ÉG VEIT AÐ ÞÚ
ÞARFT AÐ VAKNA
SNEMMA TIL AÐ
BERJAST VIÐ ATLA
HÚNAKONUNG...
VILTU AÐ ÉG
STILLI VEKJARA-
KLUKKUNA?
NEI, ÞAÐ
ER ALGJÖR
ÓÞARFI...
ÉG Á ÖRUGGLEGA
EKKI EFTIR AÐ
GETA SOFNAÐ
HVORT EÐ ER
EF ÞÚ
VILT DÝFA
ÞÁ SKALT
ÞÚ FÁ ÞÉR
ÞITT EIGIÐ
KAFFI
MUNDU... Á MEÐAN
VIÐ ERUM Í VEISLUNNI
MÁTTU EKKI SPARKA Í
MIG Á MEÐAN ÉG TALA
ALLT Í LAGI.
PASSAÐU BARA
HVAÐ ÞÚ SEGIR
ADDA, ÉG VEIT AÐ
ÉG TALA STUNDUM ÁN
ÞESS AÐ HUGSA, EN
HVENÆR HEF ÉG MÓÐGAÐ
NOKKURN MANN?
Í GRILL-
VEISLUNNI HJÁ
GUNNA, UPP Í
SUMARBÚSTAÐ
HJÁ LINDU...
ÞAÐ ER
LANGT SÍÐAN!
GANGIÐ
Í BÆINN!
MÉR TÓKST LOKSINS
AÐ NÁ KORDOK
ELSKAN...
BÍDDU
EFTIR MÉR!
ÉG VILDI AÐ M.J.
VÆRI HÉR
HANN HEYRÐI
EKKI Í MÉR
HANN
HEFUR NÓG
ANNAÐ AÐ
HUGSA UM
RÓLEGT er hjá Eiríki rauða og Fríðu í Húsdýragarðinum þessa dagana.
Þegar vel viðrar koma krakkarnir og skella sér á bak, en á votum vetr-
ardegi er lítið um að vera.
Morgunblaðið/Ómar
Hrossunum hundleiðist
Hjól tapaðist
HJÓL tapaðist fyrir
utan Grandaskóla þann
28. október. Þetta var
rautt Giant MTX-
drengjahjól og það
gæti verið einhvers
staðar í nánasta um-
hverfi við skólann, og
því er fólk beðið að
hafa augun hjá sér. Ef
einhver hefur upplýs-
ingar um það er við-
komandi beðinn að
hafa samband í síma
822-7510, fund-
arlaunum heitið.
Tapaður bíllykill
BÍLLYKILL glataðist um síðustu
helgi, 8.-9. nóv., líklega í Grafarvogi
en e.t.v. í Heiðmörk eða í nágrenni
við Dýraríki og Just4kids í Mið-
hrauni. Þetta er stakur lykill og fast-
ur við brúnan, kringlóttan tölvulykil.
Ef einhver hefur fundið hann er
hann vinsamlegast beðinn að hafa
samband í síma 848-2920.
Gleraugnaumgjarðir töpuðust
ÞANN 11. nóv. sl. töpuðust þrjár
gleraugnaumgjarðir á leiðinni frá
Akranesi til Reykjavíkur. Umgjarð-
irnar voru í hvítum poka og í pok-
anum var einnig gleraugna-resept
merkt með nafni og heimilisfangi.
Finnandi er vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 847-0308.
Úr tapaðist á Esjunni
SILFURLITAÐ karlmannsúr tap-
aðist á Esjunni á laugardaginn 1.
nóv. Ef einhver hefur fundið það er
hann vinsamlegast beðinn að hafa
samband við eiganda í síma 867-
9050.
Réttarstaða geðfatlaðra hjá TR
EFTIR því sem ég veit best þá
fengu geðsjúkir á Íslandi fötl-
unarhugtakið vegna réttar sem fatl-
aðir höfðu en geðsjúkir ekki, eins og
ódýrari afnotagjöld, ódýrara í
strætó, frítt í sund og þess háttar en
það þótti réttlætismál að geðsjúkir
sem ekki geta stundað almennan
vinnumarkað hefðu réttarstöðu fatl-
aðra. Sjálf kunni ég mjög vel við fötl-
unarhugtakið. Viðhorfið til fatlaðra
er mun umburðarlyndara og for-
dómalausara, að mínu áliti, heldur
en ef sjúkdómsgreiningunni er skellt
framan í fólk. Að vera fatlaður er
ekki að vera veikur að mínu áliti.
Það er „bannað“ að
vera veikur en það má
vera fatlaður. Ef
manneskja er veik þá
fer hún til læknis og ef
manneskja er með virk
sjúkdómseinkenni geð-
sjúkdóms þá fer hún til
læknis hvort sem henni
líkar betur eða verr.
Þess má geta að
læknar eru eina starfs-
stéttin sem greinir
hvort manneskja er
veik eða ekki og hefur
ein starfstétta leyfi til
að bera manneskju tíð-
indi um veikindi. Það
er auðvelt fyrir um-
hverfið að nota vitneskju um geð-
sjúkdóm gegn hinum fatlaða, taka
ekki mark á honum eða tilfinningum
hans og spyrja t.d.: „Ertu búinn að
taka lyfin þín?“ þegar hinn fatlaði
stendur á meiningu sinni. Geðfatl-
aðir sem eru öryrkjar hanga á blá-
þræði fjárhagslega í hverjum mán-
uði. Spurning mín er: hvers vegna
hafa geðfatlaðir sem ekki eru með
hærri tekjur en aðrir öryrkjar ekki
sama rétt til bílastyrks eins og aðrir
fatlaðir? Ég á gamla Toyotu sem
þarf að fara að endurnýja. Ég gekk á
fasteign til að eignast bílinn sem ég
borgaði 200.000 kr. fyrir fyrir 2-3 ár-
um. Bíll er algjör nauðsyn fyrir mig
ef ég á að halda áfram því lífi sem ég
lifi og þeirri meðferð sem ég stunda.
Ég fékk þau svör hjá Trygg-
ingastofnun að ég þyrfti að vera
hreyfihömluð til að fá bílastyrk.
Hafa geðfatlaðir réttarstöðu fatl-
aðra hjá TR eða ekki?
Glódís Karin E. Hannesdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn
VIÐ erum nokkrar konur sem erum
harðákveðnar í að kjósa ekki Sjálf-
stæðisflokkinn. Það hefur ekkert
með bankahrunið að gera í sjálfu
sér, við ákváðum einfaldlega að við
viljum ekki þingmenn eins og Sigurð
Kára sem mæla með áfengi í mat-
söluverslanir og lögleiðingu á aug-
lýsingum fyrir áfengi. Sömuleiðis
viljum við ekki Ástu Möller sem
einnig vill áfengi í matvörubúðir og
að hnefaleikar verði lögleg íþrótt í
landinu.
Eldri borgarar.
Félagsstarfeldriborgara
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Hótel Örk í Hveragerði býður
FEBK upp á kvöldstund sem hefst með
jólahlaðborði föstudaginn 21. nóv. kl.
19.30. Skemmtiatriði á eftir og dans til
kl. 01. Frátekin 20 tveggja manna her-
bergi. Skráningarlistar í félagsmiðstöðv-
unum – einnig hjá Gunnari s: 863-5100
og Þráni s: 554-0999.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi
kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ
| Sala á handverki verður laugardaginn
15. nóv. kl. 12-16 í listasal og bókasafninu
í Kjarna og verður stór hluti tekna gefinn
til bágstaddra. Einnig verður sýning á
tréútskurði og bókbandi. Vorboðar, kór
eldri borgara, syngja.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur
opnar, spilasalur, kórstarf o.fl. Mánud. kl.
9 og föstud. kl. 13 leikfimi (frítt) í ÍR-
heimilinu v/Skógarsel, umsj. Júlíus Arn-
arsson íþróttakennari. Mánud. 17. nóv.
kl. 14.30 les Sigmundur Ernir Rúnarsson
úr bók sinni „Magneu“.
Hrafnista, Reykjavík | Jólabasar verður
laugardaginn 15. nóv. kl. 13-17 og mánu-
daginn 17. nóv. kl. 9-16. Fallegt handverk
og munir til sölu á hagstæðu verði. Úrslit
í jólakortasamkeppni Hrafnistuheim-
ilanna verða tilkynnt í iðjuþjálfun 4. hæð
laugardaginn 15. nóv. kl. 14.
Hæðargarður 31 | Jólabasar listasmiðju
verður fimmtudag 20. og 21. nóv. Meyj-
arnar mæta. Miðasölu á Vínarhljómleik-
ana lýkur 1. des. Uppl. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands-
skóla v/Víðigrund kl. 9.30-10.30.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is