Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 24

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 24
24 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Stillimyndin vinsæl  Um tólf þúsund undirskriftir bættust við undirskriftalista Skjás eins  Starfsmenn vinna með það að leiðarljósi að útsendingum verði haldið áfram Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mb.is. „VIÐBRÖGÐIN hafa farið fram úr okkar björt- ustu vonum,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjás eins. Um tólf þúsund ein- staklingar hafa bæst við á undirskriftalista Skjás eins frá því dagskrá stöðvarinnar á fimmtudags- kvöldið var skipt út fyrir stillimyndina, en með því átti að sýna hvað væri framundan ef ekki tækist að tryggja framtíð stöðvarinnar. „Áður en við fórum með stillimyndina í loftið voru um það bil 40 þúsund Íslendingar búnir að skrifa undir áskorunina hjá okkur. Í þessum töl- uðu orðum [um kaffileytið í gær] eru þeir 52.555. Það er því ekki hægt að segja annað en að við höf- um fengið frábær viðbrögð.“ Við skráningu á undirskriftalista er krafist kennitölu og hefur vakið athygli að hægt er að skrá sömu kennitölu aftur og aftur. Að sögn Sigríðar gildir sú viðbótarskráning þó ekki. „Við þökkum að sjálfsögðu þann stuðning, en það hefur engin áhrif á undirskriftafjöldann.“ Ná fólki á sitt band Aðspurð hvort einhver við- brögð hafi borist frá stjórnvöld- um, segir Sigríður Margrét svo ekki vera. „En við höfum ekki heldur leitað eftir þeim. Núna vinnum við fyrst og fremst í því að fá fólk í lið með okkur til þess að þrýsta á stjórnvöld. Þá erum við líka að endur- semja við okkar erlendu birgja og þau verkefni miða öll í rétta átt.“ Gert sé ráð fyrir að undirskriftalistinn verði af- hentur Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra er því er lokið. „Þorgerður brást við um leið og hún fékk fréttirnar af uppsögnunum á Skjá einum og sagðist ætla að setja á fót starfshóp til að skoða þessi mál. Við bíðum núna eftir nið- urstöðu þeirrar vinnu.“ Ekkert liggur því enn fyrir varðandi framtíð Skjásins, en starfsmenn vinni allir með það að leið- arljósi að útsendingum verði haldið áfram. Enda vonist þau til að hægt verði að draga uppsagnirnar til baka áður en þriggja mánaða uppsagnarfrest- urinn rennur út. „Fólksins okkar vegna verðum við að fá skýr svör frá stjórnvöldum, jafnt sem okkar birgjum sem allra fyrst.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir DÖNSK yfirvöld segja að Ólafur Haraldsson sjómaður hafi ekki sinnt tilmælum þeirra þegar hann reyndi að sigla til hafnar í Randersfirði í Danmörku. Sagt var frá siglingu Ólafs í Morgun- blaðinu í gær, en hún endaði með strandi. Greint var frá samskiptum hans við dönsk yfirvöld á danska fréttavefnum Randers Amtsavis. Fram kemur á vefnum að Ólafur hafi ekki orðið við tilmælum yf- irvalda um að sigla bátnum til hafnar, þar sem til stóð að skoða hann út frá haffærni og meng- unarhættu eftir strandið. Lögregla hafi því að lokum orðið að aðstoða hafnsögumann við að komast um borð í bátinn og sigla honum til hafnar. Þá segir að Ólafur staðhæfi að honum hafi ekki staðið nein hjálp til boða og að erfitt sé að sjá af frásögn Ólafs annars vegar og frá- sögn lögreglu hins vegar að um sama atvik sé að ræða. Talsmaður lögreglunnar, Claus Danø, segir að Ólafur hafi strand- að yst í Randersfirði um miðjan dag á laugardag og að hann hafi verið losaður af standstað um sól- arhring síðar með aðstoð lóðsbáts. Hann hafi þá fengið fyrirmæli um að sigla til hafnar í Udbyhøj þann- ig að hægt væri að kanna ástand bátsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið við því heldur siglt til og frá um fjörðinn og að helst hafi litið út fyrir að hann væri villtur. Ber alls ekki saman Ólafur Harðarson MATÍS mun á þriðjudag opna líf- tæknismiðju á Sauðárkróki. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun þá ávarpa athöfnina og opna smiðjuna með formlegum hætti, en hún verð- ur til húsa í Verinu sem er nokkurs konar rannsóknamiðstöð á sviði sjávarútvegs og fleiri atvinnu- greina. Líftæknismiðjan er sérstaklega sett upp til að skapa vettvang fyrir öflugar rannsóknir og þróun- arvinnu á sviði líftækni og lífvirkra efna/afurða. Markmiðið er að að- staða og gæði rannsókna á rann- sóknarstofu Matís standist alþjóð- legan samanburð. Lögð verður áhersla á rannsóknir og þróun tengda nýtingu aukaafurða og af- urða unninna úr þeim. Matís opnar á Sauðárkróki ARNÓR Björnsson fagnaði 10 ára afmæli sínu í síðasta mánuði með því að láta gott af sér leiða. Þannig bað hann afmælisgestina að láta Rauða kross Íslands njóta gjafanna og færði í framhald- inu félaginu 10 þúsund krónur sem ætlaðar eru til styrktar fátækum börnum í Afríku. „Ég vildi helst fá pening í afmælisgjöf af því mig langaði til þess að gefa eitthvað til Rauða krossins eftir að ég fór til Afríku og sá alla fá- tæktina þar,“ segir Arnór, en hann ferðaðist sl. sumar til Afríku ásamt foreldrum sínum og systkinum tveimur. Spurður hvað sé eftirminnilegast úr ferðinni segir Arnór erfitt að velja eitthvað eitt en nefnir að gaman hafi verið að fara í útreiðartúr á fíls- baki og einnig að sjá ljón, en Arnór heimsótti m.a. Kruger Park sem er stærsta verndarsvæði Suður-Afríku. silja@mbl.is 10 ára strákur gaf Rauða krossi Íslands andvirði afmælisgjafa sinna Ferð til Suður-Afríku kveikti hugmyndina Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is SAMSTARFSKONA mín á Morgunblaðinu sagði við mig á leið úr strætó í gærmorgun að hún væri svo fegin að komin væri helgi. Ég jánkaði en föstudagar eru reyndar sjaldnast eftirlætisdagar mínir. Þá eru nefnilega ekki þingfundir og það þýðir að ég þarf að taka strætó upp í Hádegismóa, sem miðbæj- arrottum finnst vera í órafjarlægð frá manna- byggðum. Ég áttaði mig hins vegar líka á því í gær að þeir dagar eru liðnir að ég bíði helg- anna með óþreyju. Almennt finnst mér nefni- lega gaman að vera til, jafnt á virkum dögum sem um helgar. En síðustu vikur hafa verið öðruvísi hvað þetta varðar. Því að þótt ég sé ekki með ríkisreksturinn á herðum mér þá kemst ég ekki hjá því að sveiflast aðeins með andrúmsloftinu í Alþingishúsinu. Og þar er eins og ákveðins léttis verði vart þegar loks kemur helgi. Grjónaát í langri viku Föstudaginn 3. október sagði Gylfi Magn- ússon hagfræðingur í útvarpsfréttum að bank- arnir væru í reynd gjaldþrota. Þann föstudag titraði þinghúsið nánast meira en við jarð- skjálftann sl. vor. Þegar sá dagur kom að kveldi önduðu margir léttar. Bankarnir voru a.m.k. ennþá til. Næsta vika sem á eftir kom var hins vegar sú lengsta sem ég hef lifað. Á mánudeginum flutti forsætisráðherra ávarp í beinni útsend- ingu, neyðarlögin voru samþykkt og flestir þekkja eftirleikinn. Einmitt þessa sömu viku hafði ég tekið þá undarlegu ákvörðun að fasta á kínverska vísu sem felur í sér að borða að- eins ósalt kornmeti á borð við hrísgrjón og bygg í fimm daga. Þessi vika var því ekki að- eins löng vegna mikilla tíðinda og óvissu, held- ur líka vegna þess að ég borðaði ekkert nema grjón! Og þá gladdist ég mjög þegar helgin loks kom. Þessa löngu viku var Alþingi nokk- urs konar samkomumiðstöð. Formlegir og óformlegir fundir voru haldnir í hverju horni og innlent og erlent fjölmiðlafólk var á vappi um húsið. En síðan var eins og kraftarnir færu annað. Á þingfundum var nánast ein- göngu talað um þingmannamál sem komu fæst málefnum líðandi stundar nokkuð við. Stjórnarandstöðuþingmönnum fannst þeir af- skiptir og illa upplýstir og fáar fyrirspurnir voru bornar upp til ráðherra. Tvær afsagnir eftir bankahrun Nú er hins vegar smám saman að lifna yfir Alþingi aftur. Það má bæði rekja til þess að þingmenn hafa tekið við sér og þess að nú eru farin að koma inn frumvörp sem er ætlað að taka á núverandi ástandi. Og fundunum í hús- inu fjölgaði um leið. Þá stöndum við blaða- mennirnir fyrir framan lokaðar dyr og giskum á hvað fari fram innandyra. Stundum fáum við fréttir en stundum er biðin árangurslaus og þá nagar maður sig í handarbökin yfir að komast seint heim úr vinnu. Annars bar það til tíðinda í vikunni að einn þingmaður hvarf á braut og annar kom í stað- inn. Mér heyrðist á flestum sem ég talaði við að Bjarni Harðarson þætti maður að meiri að hafa axlað ábyrgð á gjörðum sínum með því að víkja úr þingsæti. Satt að segja sætir furðu hversu sjaldan fólk segir af sér á Íslandi. Í mörgum löndum þykir sjálfsagt að ráðamenn og embætt- ismenn víki úr embætti, ekki aðeins vegna eig- in mistaka, heldur líka vegna mistaka undir- manna sinna. Yfirmenn einkafyrirtækja axla einnig gjarnan ábyrgð sína með sambæri- legum hætti. Afsögn er hins vegar enginn dauðadómur, enda mörg dæmi um að stjórnmálamenn sem axla ábyrgð með þessum hætti komi aftur inn í stjórnmál síðar. Þess vegna er ekkert sem segir að Bjarni Harðarson eigi ekki aft- urkvæmt í pólitík. En nú hafa a.m.k. komið tvær afsagnir, af gjörólíkum ástæðum þó. Bjarni er hættur á þingi og Sigríður Inga Ingadóttir fór út úr stjórn Seðlabankans. Og það er komin helgi. Njótum þess! Afsagnir, hrísgrjónaát og léttir þegar helgin kemur ÞINGBRÉF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.