Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 53
Minningar 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
hverju af öðru, og að lokum stóð hún
ein eftir með minningarnar, ljúfar og
sárar. Nú stöndum við eftir með all-
ar minningarnar um hana og sam-
gleðjumst henni að þrautagöngu
hennar skuli nú lokið. Um leið send-
um við Adda og börnum hans og
Möllu og fjölskyldunni allri samúð-
arkveðjur. Nú eru kaflaskil en eins
og Malla sagði svo oft sjálf: Lífið
heldur áfram. Blessuð sé minning
mætrar konu.
Guðrún, Magnús Reynir og börn.
Elsku Malla mín nú eruð þið
systkinin öll farin. Málfríður Hall-
dórsdóttir var ein af 13 systkinum og
á þessu ári kvaddi hún þrjá bræður,
Sturlu, Jón Hjört og Steindór. Sam-
band systkinanna allra var mjög náið
og mikill samgangur og kærleikur á
milli fjölskyldna þeirra. Söknuður
Möllu var mikill er hún missti syst-
kini sín.
Alltaf var gott að koma á Hlíðar-
veginn til Möllu og Adda og eiga
stund með þeim hjónum. Þar var
hlegið og sagt frá því spaugilega og
skemmtilega í lífinu og svo kastaði
Addi fram einni og einni stöku. Þau
voru mjög samhent hjón. Það var svo
mikill kærleikur og gott að vera ná-
lægt þeim. Við hjónin komum við hjá
þeim í maí og það var auðvitað boðið í
mat og jólasteikin matreidd með
öllu.
Malla var mikill listamaður og var
fljót að ná öllu og skapaði nýjar hug-
myndir. Það lék allt í höndunum á
henni. Skrautskrifaði hún á bækur
og skjöl fyrir fólk en það lærði hún
sjálf með æfingu. Hef ég aldrei séð
neina skrift eins flotta og hennar.
Hún var lengi með félagsstarf aldr-
aðra á Ísafirði og fékk ég margar
hugmyndir frá henni og lærði margt.
Hún málaði myndir á gler, silki og
tau. Síðustu árin hefur hún saumað
bútasaum og á ég marga fallega hluti
eftir hana. Alltaf var beðið eftir
heimatilbúnu jólakortunum þeirra
hjóna til að sjá hvaða þema var í
gangi það árið. Síðustu ár hefur
Malla verið mikið veik og oft hélt
maður að nú væri stundin komin er
hún myndi kveðja þennan heim, en
alltaf hjarnaði Malla við og komst
hún heim á Hlíðarveginn aftur og
var Addi alltaf með henni enda voru
þau sem eitt, Malla og Addi.
Elsku Addi minn, Svanfríður,
Stígur, Elfa Dís og fjölskyldur, við
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Það er erfitt að kveðja þig, elsku
Malla mín. Ég veit að það var vel
tekið á móti þér. Bestu þakkir fyrir
allt.
Nú komin er kveðjustund okkar
og kossinn ég síðasta fæ.
En minningin merlar og lokkar
sú minning fer aldrei á glæ.
Innst í hjarta sem gull ég þig geymi
þú ert glóbjarta drottningin mín.
Þótt árin til eilífðar streymi
fer aldrei burt minningin þín.
(Kristján Ingólfsson.)
Katrín Guðmundsdóttir
og Kristján Ragnarsson.
Okkar kæra Malla, eins og við
kölluðum hana, er látin eftir erfið,
langvinn veikindi og var aðdáunar-
vert hvað hún hélt góða skapinu og
andlegum styrkleika alveg til hins
síðasta. Malla var mjög kærlíksrík
við sína stórfjölskyldu og vini og
mikil félagsvera eins og við skóla-
systkin hennar fundum í ríkum
mæli, en við erum frekar dugleg að
hittast. Malla var t.d. potturinn og
pannan í því að skipuleggja allt fyrir
vestan er við skólasystkin hennar
mættum þar, en það gerðist nokkr-
um sinnum.
Malla var lífskúnstner og höfðingi
í lund, sem elskaði lífið og naut þess
þrátt fyrir veikindi í mörg ár. Malla
var mjög fjölhæf og listræn sem kom
sérstaklega fram í hannyrðum henn-
ar og liggur mikið eftir hana, fjöl-
skyldu hennar eflaust til ómældrar
gleði. Meira að segja rak Malla gisti-
hús og föndurbúð á Ísafirði í nokkur
ár. Auk þess kenndi hún til margra
ára handavinnu á dvalarheimilinu
Hlíf á Ísafirði.
Við skólasystkini hennar vorum
stödd á Ísafirði eitt vorið, er sýning
var haldin á vinnu nemenda hennar
og var ég mjög hrifin af vandaðri
vinnu og fjölbreytni. Gæfa Möllu var
að eiga Arnór sem lífsförunaut í tæp
sextíu ár. Það hefur örugglega verið
tekið vel á móti Möllu þarna uppi og
er fyrst að nefna hjartkæra dóttur
hennar, foreldra og öll hennar systk-
ini. Við Eðvarð sendum þér, Arnór,
og ykkar fjölskyldu einlægar sam-
úðarkveðjur og takk fyrir góða vin-
áttu. Blessuð sé minning Málfríðar
Halldórsdóttur.
Borghildur Jónsdóttir.
Í dag kveð ég fyrrverandi tengda-
móður mína hana Möllu eins og hún
var alltaf kölluð og kynnti hún sig
þannig. Ég var nýorðin 16 ára þegar
ég kynntist henni og Arnóri, eftirlif-
andi eiginmanni hennar. Ég hafði þá
kynnst Stíg einkasyni þeirra hjóna.
Mér var strax tekið með mikilli
hlýju, það er eitthvað sem einkenndi
heimili þeirra og fas. Síðar kynnt-
umst við betur og kenndi hún mér
margt, t.d. á saumavél, nokkuð sem
hefur nýst mér vel.
Eftir að leiðir okkar Stígs skildi
var Malla alltaf boðin og búin til að
aðstoða mig með Arnór son okkar
Stígs. Hún fylgdist með líðan okkar
og uppvexti Arnórs yngri úr fjar-
lægð. Síðan þegar ég stofnaði annað
heimili og eignaðist mín börn fengu
þau að njóta gjafmildi hennar og
hlýju. Sonardætur mínar Margrét
Ylfa og Eygló Björk missa góða
langömmu og verður erfitt að reyna
að fylla í það skarð sem komið er í líf
okkar allra. Það sem við eigum eru
góðar minningar og er okkar eftirlif-
enda að segja frá Möllu eins og hún
var. Í sumar sem leið fór ég ásamt
börnum mínum um Vestfirði og við
enduðum á Ísafirði. Það var gott að
setjast niður á Hlíðaveginum og
hlusta á þau hjón skjóta góðlátlega
hvort á annað en ástin leyndi sér
ekki á milli þeirra hjóna.
Kæru vinir, ég bið algóðan Guð að
styrkja ykkur á þessum erfiðum tím-
um. Elsku Arnór, Stígur, Svanfríður
og Elfa Dís, hugur minn er hjá ykkur
og ykkar fjölskyldum.
Hvíl þú í friði, elskulega Malla, og
blessuð sé minning þín.
Með þökk fyrir allt,
Jónína Auður (Jóka), Anton Al-
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
JAKOBÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bíbí,
Vatnsstíg 15,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 12. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Örn Scheving,
Bragi Reynisson, Eulogia Medico,
Guðrún Hanna Scheving, Gísli Hermannsson,
Sigmar A. Scheving, Hjördís Jóhannsdóttir,
Brynja A. Scheving, Karl Jóhann Guðsteinsson,
Egill A. Scheving, Laufey Þórðardóttir
og barnabörn.
Pabbi minn var
margt, en lengst af var
hann bóndi og undi hvergi betur en
við þau störf. Hann var til staðar fyr-
ir mig og mína, hann hvatti og klapp-
aði, eftir því sem við átti og hæglæti
hans gerði hann stóran og öruggan.
Hann var samt bara meðalmaður á
hæð, rólegur og hægur í allri fram-
göngu. Merkilegur maður hann
pabbi minn. Það segir kannski stóra
sögu að hann tók við mér þriggja
mánaða gamalli og hann átti mig frá
þeirri stundu. Hann fæddist í torfbæ
og ólst þar upp til unglingsaldurs,
sneri svo aftur í sveitina, þótt önnur
sveit væri, um fertugt og var einstak-
lega ánægður með það og þar fékk
hann viðurkenningu fyrir frábæra
mjólk, gekk í kirkjukórinn og Sam-
kórinn og söng eins og bassaengill.
Hann hirti tún og skepnur, dyttaði að
búi, byggði hús, ferðaðist til útlanda
og söng með kórum.
Dóttursonum sínum unni hann
mjög þeim Halldóri, Ara og Guðgeiri,
sem hann kallaði nafna, og þeir
eyddu æsku og unglingsárum í sveit-
inni og var hann þeim tryggur og
góður, eins og öllum sínum afkom-
endum. Hirti kenndi hann að mjólka,
þekkja óperur og sinfóníur í fjósinu
og var þá stundum sungið fyrir kýrn-
ar. Ég er viss um að mildi föður míns
gagnvart skepnum og mönnum hafi
verið það sem kenndi okkur mest. Já,
það hafa börn eftir sem fyrir þeim er
haft. Ég er honum þakklát fyrir að
hafa komið svona nærri uppeldi
drengjanna minna eins og hann
gerði. Kærleikur þeirra er bein af-
leiðing af framkomu hans.
Hann brá búi 2002 og flutti aftur á
mölina en hann og mamma fengu sér
Kot, lítið sumarhús ekki langt frá
bænum. Þangað fór hann oft með
hundana sem þau áttu, leyfði þeim að
hamast og lifa hundalífi. Fékk sér
kaffitár, lá og las eða sat bara og naut
þess að vera í kyrrðinni. Dyttaði að
einhverju og lifði lífinu eins og menn
sem eru búnir að skila af sér löngu
dagsverki. Í lautu ekki langt frá
Kotinu færði hann músum feiti og
korn yfir vetrartímann, svo þær færu
minna inn. Fuglarnir fengu uppi á
þaki og hann talaði við hverja skepnu
með sínum blíðasta róm. Virðing
hans gagnvart lífinu var algjör.
Pabbi greindist með krabbamein
vorið 2006. Krabbamein sem drepur
hratt, en verndarenglar hans og trú-
in gáfu honum lengra líf, tveimur ár-
um betur en lofað var í upphafi.
Sumarið 2007 fórum við stórfjöl-
skyldan til Skotlands til að vera við-
stödd brúðkaup systursonar míns
Villa og hollenskrar kærustu hans
Miriam og vegna eindreginna óska
brúðgumans söng pabbi fyrir veislu-
gesti, er voru af ýmsu þjóðerni,
Sverri konung á íslensku. Sá söngur
er kveðja konungsins til lífsins, því
hann er að deyja. Flutningur pabba
var stórkostlegur. Hann söng þarna
til okkar allra með sterkri samkennd
við boðskap kvæðisins og í lokin var
ekki ein þurr brá í salnum. Er ég viss
um að aldrei hefur þessi söngur verið
sunginn af meir tilfinningu en þá.
Við kveðjum hann með virðingu og
Guðgeir Sumarliðason
✝ Guðgeir Sum-arliðason
fæddist á Feðgum
í Meðallandi, V-
Skaftafellssýslu, 2.
apríl 1929. Hann
lést 19. október á
deild 11-E á Land-
spítalanum við
Hringbraut.
Guðgeir var jarð-
sunginn frá Hjalla-
kirkju 27. október
sl.
ást og erum honum
innilega þakklát fyrir
allt sem hann sagði og
lét ósagt. Minning
hans lifir í hjörtum
okkar.
Jenný og fjöl-
skylda.
Ein af mínum fyrstu
minningum um afa er
þegar hann útskýrði
fyrir mér hvað orðið
hvorugt þýddi; við vorum í fjósinu.
Ég var mikið með afa í fjósinu og
hann var mjög þolinmóður að svara
endalausum spurningum sem ég
hafði. Hann kenndi mér að umgangst
dýrin af virðingu og alúð. Það er
ógleymanlegt hvernig afi sýndi mér
alltaf í verki hvað væri rétt og rangt,
hann predikaði sjaldan um það sem
best væri að gera heldur var honum í
blóð borið að koma vel fram við
náungann og ekki síður dýrin. Hann
var ekki að reyna að vera góð fyr-
irmynd eða að leggja sig fram við að
vera „fullkominn“ heldur var þetta
honum eðlislægt. Honum var mikið í
mun að ég sýndi öllu lífi mikla virð-
ingu. Það mátti aldrei tala um slátrun
í fjósinu, ekki raska ró kúnna á kvöld-
in og alls ekki kalla kýrnar beljur,
það væri eins og að kalla konuna sína
beyglu!
Afi talaði oft um Svein bróður sinn
og ávallt í aðdáunartón enda var
Sveinn eldri bróðir afa. „Sveinn var
mikill hagleiksmaður,“ sagði afi oft
og sagði mér svo sögu af Sveini þar
sem hann sló öllum við í smíði, oftast
var það saga um hringstiga sem
Sveinn hafði smíðað úr engu rétt fyr-
ir svefn í miðri viku. Ég held að þessi
hringstigi sé á Bitru í dag.
Umburðarlyndi afa og hlýja var
takmarkalaus og það einskorðaðist
ekki aðeins við mannfólk frekar en
annað hjá honum. Heilan vetur fann
hagamús skjól og öryggi hjá afa á
næturnar. Músin kom upp í til afa á
kvöldin og svaf í handarkrikanum
hans. Þessi mús og önnur dýr sem
voru í kringum afa voru sérstaklega
gæf í návist hans. Það finnst mér lýsa
því vel hversu góða nærveru afi hafði.
Þó að þetta sé afi minn þá leyfi ég
mér að fullyrða að maður kynnist
ekki mörgum mönnum eins og afa á
lífsleiðinni. Það kom mér líka í opna
skjöldu þegar afi settist niður með
mér eitt kvöld og sagði mér að hann
hefði gert agaleg mistök einu sinni
sem hann sæi mikið eftir. „Ég kaus
Alþýðubandalagið vorið 1978,“ sagði
hann. „Ég fór í fýlu, það borgar sig
ekki að vera lengi í fýlu,“ sagði afi og
brosti.
Ég kveð þig með söknuði.
Halldór Úlfar Halldórsson.
Nýr kórfélagi! Alltaf gott að fá
nýtt fólk sem tollir í kórnum, hvað þá
karlmann … Hann var nýfluttur í
Kópavoginn. Meðmælin voru auðvit-
að þau að hann var pabbi Sigrúnar,
frábært kynslóðalega séð, svo var
hann bassi, vanur kórsöng, kunni auk
þess ýmislegt í tónlistinni. Þegar leið
á kórstarfið kom hann með ýmsar at-
hugasemdir og spurningar við kór-
stjórann sem voru skemmtilegar
áheyrnar fyrir okkur hin því hann
var bæði athugull og glettinn.
Í ferð kórsins til Kirkjubæjar-
klausturs tók hann hljóðnemann í
rútunni og hóf líflega frásögn um það
sem fyrir augun bar og sögur af liðn-
um atburðum frá svæðinu. Það var
skemmtilegt að hlusta á.
Við kynntumst örlítið sem kór-
félagar, spjölluðum einstaka sinnum
saman og alltaf var nærvera Guð-
geirs notaleg, mér fannst eins og
hann væri sólargeisli í kórnum. Alltaf
svo brosmildur og kátur þrátt fyrir
veikindin sem hann barðist við. Mér
fannst aðdáunarvert að Sigrún og
pabbi hennar sungu saman í kór og
bæði svo brosmild og geislandi, frá-
bært! Og áfram fæ ég, að hluta til, að
njóta geislannna, þótt Guðgeir sé
horfinn okkur, því geislar brossins
lifa í Sigrúnu sem ég fæ að hafa
áfram við hlið mér í kórnum.
Ég þakka Guðgeiri samfylgdina og
tel mig ríkari að hafa kynnst honum
sem kórfélaga. Guð blessi minningu
hans.
Þú sólargeisli sem gægist inn
og glaður skýst inn um gluggann minn
mig langar svo til að líkjast þér
og ljósi varpa á hvern sem er.
(Höf. ók.)
Hjördís Ólafsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku Hrefna, Jenný, Sig-
rún, Edda, Auður, Þorkell og
fjölskyldur, megi guð vera
með ykkur og styrkja
Ólafur, Lárus, Helga,
Erla og fjölskyldur.
HINSTA KVEÐJA
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað
er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka
og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst.
Minningargreinar