Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 21

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 21
Ríkisstjórn Íslands Ríkisstjórn Íslands kynnir margvíslegar aðgerðir til þess að styrkja stöðu heimilanna í landinu í kjölfar fjármálakreppunnar. Aðgerðirnar munu létta greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð húsnæðislán og fjölga úrræðum fyrir einstaklinga í greiðsluvanda með lækkun dráttarvaxta og niðurfellingu ýmissa gjalda vegna skilmálabreytinga lána. Sýndur verður aukinn sveigjanleiki í innheimtuaðgerðum og dregið úr innheimtukostnaði. Þá verður heimilt að endurgreiða vörugjöld og VSK til ökutækjaeigenda sem selja notaða bíla úr landi. Barnabætur verða ekki jafnaðar á móti sköttum foreldra. Felld verður úr gildi tímabundið heimild til að skulda- jafna barnabótum á móti opinberum gjöldum. Vaxtabætur fari til heimilanna. Felld verður úr gildi heimild til að skuldajafna vaxtabótum á móti afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði. Samið um skattaskuldir. Lögfestar verða tímabundnar heimildir innheimtu- manna ríkissjóðs til að fella niður dráttarvexti, kostnað og gjöld í afmörkuðum tilfellum. Mildari innheimtuaðgerðir. Þeim tilmælum verður beint til allra ráðuneyta og stofnana ríkisins að milda eins og kostur er innheimtu- aðgerðir gagnvart almenningi, þar með talið að takmarka sem kostur er það hlutfall launa sem nýtt verði til skuldajöfnunar. Niðurfelling stimpil- og þinglýsingargjalda. Stimpilgjöld og þinglýsingargjöld vegna skilmála- breytinga og uppgreiðslu lána verða tímabundið felld niður. Nauðsynlegar breytingar verða gerðar á lögum og reglugerðum svo þetta nái fram að ganga. Endurgreidd gjöld af útfluttum bílum. Lagt verður fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að endurgreiða skuli hluta vörugjalda og VSK af notuðum ökutækjum sem seld eru úr landi, sam- kvæmt ákveðnum fyrningarreglum. Upphæðin verði endurgreidd eiganda viðkomandi ökutækis. 10-20% lægri greiðslubyrði verðtryggðra lána. Greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán verður létt með sérstakri greiðslujöfnunarvísitölu. Áætlað er að greiðslubyrði geti lækkað um 10% þann 1. desember næstkomandi og allt að 20% að ári liðnu frá því sem ella hefði orðið. Aukinn sveigjanleiki gagnvart fólki í greiðsluvanda. Úrræðum Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við fólk í greiðsluvanda verður fjölgað, svo sem með lengingu lána, skuldbreytingu vanskila, frestun afborgana, auknum sveigjanleika og rýmri heimildum til að milda innheimtuaðgerðir. Íbúðalánasjóði heimilað að leigja út húsnæði. Íbúðalánasjóður fær heimildir til að leigja út húsnæði í eigu sjóðsins. Þannig má bjóða einstaklingum sem missa húseignir sínar þann kost að búa áfram í híbýlum sínum með því að leigja eignina af Íbúða- lánasjóði. Lækkun dráttarvaxta. Lög um dráttarvexti verða endurskoðuð með það að markmiði að dráttarvextir lækki tímabundið. Þak á innheimtukostnað. Sett verður reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtu- kostnaðar í frum- og milliinnheimtu og mun hún taka gildi 1. janúar 2009. Barnabætur í hverjum mánuði. Barnabætur verða greiddar út mánaðarlega en ekki á þriggja mánaða fresti eins og nú er. AÐGERÐIR Í ÞÁGU HEIMILANNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.