Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 42
42 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins PÁLL Ás- grímsson, for- stöðumaður lög- fræðisviðs Skipta hf., skrifar all- harðorða grein í Morgunblaðið á mánudag, fullur vandlætingar yf- ir því að Jón Ás- geir Jóhannesson sé ekki þegar horfinn úr stjórnum allra hluta- félaga þar sem hann situr í krafti fjármuna sinna. Telur Páll laga- stöðuna algerlega skýra samkvæmt 1. mgr. 66. hlutafélagalaga. Maður sem hljóti refsingu fyrir brot gegn ákveðnum lögum, jafnvel þótt ein- ungis væri um fésekt að ræða, eigi að segja sig úr öllum stjórnum þeg- ar í stað er dómur gengur og megi ekki koma nærri stjórnarsetu í þrjú ár. Telur Páll þann drátt sem orð- inn er á því að Jón Ásgeir hverfi úr öllum stjórnum til marks um það að hann telji sig hafinn yfir lög. Um það er ég algerlega ósammála Páli. Opinber túlkun Fram hefur komið frá Hluta- félagaskrá, að stofnunin hefur talið nægjanlegt að stjórnarmenn fari úr stjórn á næsta aðalfundi eftir að dómur gengur, en í raun er óljóst hvaða tök hafa verið á að fylgja því eftir. Einnig hefur komið fram að Jón Ásgeir sagði sig þegar úr stjórnum skráðra félaga (nema 365 hf. sem var í afskráningarferli) og hefur síðan sagt sig úr stjórnum annarra hlutafélaga jafnt og þétt, í samræmi við opinbera túlkun Hlutafélagaskrár á 66. gr. hluta- félagalaga. Það er því ljóst að þeir sem eru ósammála túlkun Hluta- félagaskrár ættu ekki að eiga neitt sökótt við Jón Ásgeir eða aðra ein- staklinga sem hlíta opinberum fyr- irmælum. Samræða gagnrýnenda við stjórnvöld um almenna túlkun hlutafélagalaga hlýtur að vera Jóni Ásgeiri óviðkomandi. Aldrei beitt gegn öðrum Í öðru lagi kemur til skoðunar hvernig þessu ákvæði hefur verið beitt í gegnum tíðina, en það hefur verið í lögum í mörg ár. Ég man ekki betur en það hafi komið fram hjá fulltrúa Hlutafélagaskrár, að þessu ákvæði hafi aldrei verið beitt gagnvart neinum, aldrei nokkurn tímann, og hljóta þó dæmin um dæmda stjórnarmenn að vera mý- mörg í þann langa tíma sem ákvæð- ið hefur verið í lögum. Þessi fram- kvæmd getur hæglega valdið því að ákvæðinu verði ekki beitt að óbreyttum lögum. Að samfella í stjórnsýslu og tillit til jafnræðis krefjist þess að því sé áfram beitt eða ekki beitt eins og verið hefur, þótt menn teldu í dag réttara að herða á framkvæmd þess. Má minna á nýlegt sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Hæsta- rétti, þar sem hann taldi að sýkna yrði mann af ákæru um brot á reglum um áfengisauglýsingar, þar sem augljóst væri að fjöldi manna hefði framið sams konar brot án þess að stjórnvöld gerðu neinn reka að máli þeirra. Þegar Páll segir að Jón Ásgeir telji sig hafinn yfir lög er hann að snúa hlutunum á haus. Páll Ásgrímsson er að heimta að lögum verði beitt á annan hátt gagnvart Jóni Ásgeiri en tíðkast hefur gagnvart nokkrum öðrum, fyrr eða síðar. Of víðtæk skerðing? Í þriðja lagi tel ég að að vilji menn í alvöru ræða um stöðu þessa lagaákvæðis á lögfræðilegum for- sendum, þá hljóti þeir að staldra við það hvernig ákvæðið horfir við ákvæðum stjórnarskrár um at- vinnufrelsi og vernd eignarréttar. Ég tel hæpið að ákvæðið standist þá skoðun, eins og Páll vill beita því. Hugsum okkur mann sem hefur all- ar eignir sínar í einkahlutafélagi og er árið 2008 dæmdur í sekt vegna atvika sem þess vegna geta verið 10 ára gömul eða meira. Ef hann má ekki koma nærri rekstri eigna sinna í þrjú ár er augljóst að þetta ákvæði, sem er í raun ekki hugsað sem refsing heldur hæfisskilyrði, felur í sér skerðingu á athafnafrelsi og eignarrétti sem er miklu meira íþyngjandi en hin dæmda refsing. Ætli það sé ástæðan fyrir að slíkt ákvæði er ekki að finna í dönsku hlutafélagalögunum, sem eru fyr- irmynd þeirra íslensku. Að svo víð- tæk skerðing athafnafrelsis á veik- um grunni sé ekki talin standast? Ég tel líklegt að slík skerðing standist ekki, en því miður hefur enginn látið reyna á 66. gr. hluta- félagalaga fyrir dómi, enn sem komið er. Stjórnarsetur Jóns Ásgeirs Ari Edwald, lög- fræðingur og for- stjóri 365. Fyrirtæki risu upp úr engu, urðu stórveldi en enginn sá hvaða verð- mæti þau bjuggu til. Mér er ljúft að viðurkenna að ég var sami asninn og hinir. Ég lét færa mig úr bisness sem ég skildi yfir í bisness sem ég skildi ekki. Ég reyndi að gera eins og hinir og von- aði að einhver þeirra vissu hvað þeir voru að gera. ’ EF VIÐ viljum horfa á kreppuna jákvæðum aug- um köllum við hana leið- réttingu. Hún skánar auð- vitað ekkert við það en þessi leikur hjálpar okkur við að sætta okkur betur við ástandið og finna lausnir. Hann minnir okk- ur á að verja ekki gamla ástandið og að slík vörn geti einmitt leikið okkur verst. Auðvitað er það áfall fyrir hvern mann að missa vinnuna. En eigum við að gráta það að byggingaverktakar hafi sagt upp 1.000 manns? Væri ekki enn hryllilegra ef þessir þúsund menn væru enn að byggja íbúðir? Og eigum við ekki með sömu rökum að þakka Guði á hverju kvöldi fyrir að það séu færri bankamenn að störfum í dag en í gær? Það sem slær mig helst köldum hrolli þessa dagana er þegar ég heyri óm af því að Seðlabanki og ríkisstjórn vilji verja krónuna. Þá á ég ekki við að þessir aðilar vilji halda í krónuna sem gjaldmiðli, heldur að þeir vilji reyna eftir fremsta megni að verja verðgildi hennar. Og tal um að skipta skyndilega yf- ir í annan gjaldmiðil er lúmsk kenning um að við verjum betur verðgildi krónunnar með öðrum gjaldmiðli. Margt af umræðu dagsins er á þessum nótum. Of mikil lán- taka keyrði þetta samfélag í kaf. Samt er enn frekari lán eina lausnin sem er rædd. Við Íslendingar vorum sem hópur óreiðu- menn. Við tókum meira að láni en við get- um borgað. Þegar bólan loks sprakk voru helstu ráð manna að renna nýjum veðum undir enn frekari lán. Mér skildist á forset- anum okkar að hann væri til í að leggja Miðnesheiði sem pant og bjóða hæstbjóð- anda upp á vináttu okkar og tryggð. For- setinn sagðist sækja umboð sitt í tilfinn- ingalíf þjóðarinnar sem hann hefði tappað af á fundum víða um land. Með öðrum orð- um; Íslendingar eru til í hvað sem er til að fá að lifa lengur í blekkingunni – meira að segja að verða mellan í Norður-Atlantshafi sem gælir við hvern þann sem borgar. Við skulum vona að forsetinn sé ekki góður í að lesa í þjóð sína. En þessi skrípamynd um neyðarrétt – að sá sem verði fyrir pen- ingalegu áfalli megi kasta ærunni – er líka grunnurinn að stefnu ríkisstjórnarinnar að verja sparifé og skuldabréfakaup Íslend- inga en ekki sparifé fólks af öðru þjóðerni. Geir Haarde þreytist aldrei á að segja að á svona tímum sé hver sjálfum sér næstur. Ráðherrar kepptust síðan við að magna upp andúð gegn Bretum sem endaði með því að 75 þúsund Íslendingar skrifuðu und- ir yfirlýsingu um þeir væru ekki hryðju- verkamenn. Þeir hefðu átt að bæta við að þeir væru hins vegar skíthælar. Kúnstin við að lifa blankur er að kunna að meta það sem maður þó á – eins og til dæmis æruna. Það er því nauðsynlegt að leiðrétt- ingin sem við köllum kreppu sé ærleg. Samningar verða að gilda, skuldbindingar að halda og orð að standa. Og æran er eins og ástin og tryggðin; það er betra að skil- greina hana vítt en þröngt. Leiðréttingin þarf líka að byggjast á almennri skynsemi. Tími kjaftæðis er liðinn. Hið einfalda er sannara. Í raun skildi enginn efnahagslífið sem hrundi. Menn töldu sig hafa fyrirbyggt krappar sveiflur kapítalismans en enginn skildi hvers vegna. Menn sáu Íslendinga baða sig í auði en skildu ekki hvaðan hann kom. Fyrirtæki risu upp úr engu, urðu stórveldi en enginn sá hvaða verðmæti þau bjuggu til. Mér er ljúft að viðurkenna að ég var sami asninn og hinir. Ég lét færa mig úr bisness sem ég skildi yfir í bisness sem ég skildi ekki. Ég reyndi að gera eins og hinir og vonaði að einhver þeirra vissi hvað þeir voru að gera. Það vantaði svo sem ekki greiningar, bækur og kenningar sem áttu að sanna að eitthvert vit væri í þessu. Gallinn var að þótt sannanirnar væru gáfulegar þá voru þær flóknar, lang- sóttar og meira og minna óskiljanlegar. Nú sitja forsvarsmenn eignarhaldsfélaganna, sem soguðu til sín mesta fjármagnið í skuldabólunni, á biðstofum skilanefndanna og undirbúa ræður. Þeir vilja sanna að þeirra bisness sé svo flókinn og sérstakur að engum öðrum sé treystandi til að vernda verðmætin sem eru í hættu. Við getum ímyndað okkur uppblásin hugtökin og flókinn söguþráðinn sem á að draga kjark úr skilanefndarmönnum og sá ótta í brjóst þeirra; ótta við að taka eignir af fjárglæframönnum en klúðra síðan rekstri þeirra. Kreppa er sársauki. Hann er illur en það má þola hann betur ef hann hefur einhvern tilgang. Eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fá út úr þessar kreppu er ný forysta í atvinnulífinu. Undir venju- legum kringumstæðum færu þessi for- ystuskipti eðlilega fram; fyrirtæki færu í þrot og ný fyrirtæki með nýjum mönnum tækju við. Nú hefur ríkisvaldið hins vegar gripið inn í atburðarásina og getur ákveðið hvaða fyrirtæki fara í þrot og hver skipta um eigendur. En þetta má ekki verða til þess að slæleg ábyrgð ríkisvaldsins – þar sem enginn axlar ábyrgð – flytjist yfir á atvinnulífið. Það er grunnforsenda mark- aðshagkerfisins að þeir sem reka fyrirtæki á hausinn verði ekki kallaðir til að reisa þau við. Og fyrsta lausn á vanda er að hætta að auka við vandann. Þess vegna ber að fjarlægja núverandi eigendur með flóknu lausnirnar og finna nýja sem hugsa á einfaldari nótum. Það er bæði skyn- samleg og einföld ráðstöfun – og ærleg. Óreiðu- og fjárglæframenn Gunnar Smári Egilsson- blaðamaður. HEIMURINN er að breytast hratt og hvergi hraðar en á Íslandi. Fólkinu þar hlýtur að finnast eins og það hafi lifað í auga storms- ins sem hefur umturnað landinu og jafnframt að umheimurinn sýni ekki alltaf mikinn skiln- ing á þeim þjáningum sem þetta hafi í för með sér. Fyrir aðeins fáeinum mánuðum var bent á að í könnunum þar sem mæld væri hamingja þjóða væru Íslendingar efstir, næstar kæmu aðrar Norðurlandaþjóðir. Ekki eru til neinar tölur um ástandið núna en ég er nokkuð viss um að andleg líðan hefur versnað mjög. Niðurstöður slíkra kannana eru ekki bara eins og hver önnur léttúðarfull fegurðar- samkeppni, þótt gaman sé að þeim, þær geta veitt innsýn í þau verkefni sem þjóðir þurfa nú að fást við. Mjög stutt er síðan sérfræð- ingar á sviði geðheilsu ræddu á fundum sínum neikvæðar afleiðingar vaxandi auðs. Menn veltu mjög fyrir sér þeirri þversögn að þegar tekjur voru komnar yfir ákveðið mark virtust þær ekki samsvara hamingjustuðlinum, ham- ingja Bandaríkjamanna er t.d. álíka mikil og þjóða sem búa við helmingi minni þjóðarfram- leiðslu. Og rætt var hvernig ríkisstjórnir gætu náð mestum árangri í að auka vellíðan al- mennings, frekar en að einblína á hagvöxt. Bent var á að græðgi og umhverfistjón fylgdu mikilli auðsæld. Litið var á Ísland, Danmörku og Svíþjóð sem fyrirmyndir, þessum löndum virtist hafa tekist að finna lausnina. Haldnar voru margar ráðstefnur þar sem reynt var að finna leiðir til að bæta geðheilbrigði og ýta þannig undir vellíðan almennings. Nær ekk- ert var fjallað um efnahagsmál í þessum um- ræðum. Við litum svo á að auðsæld og hag- vöxtur væru gefnar stærðir í hnattvæddum efnahag. Nú erum við í vanda. Við þurfum skyndi- lega að fást við mjög breytt viðfangsefni og Íslendingar þurfa fyrstir allra að taka á þeim. Hvaða áhrif hefur efnahagsvandinn á geð- heilsu? Hvaða aðgerðir hafa mest áhrif þegar fengist er við þarfir almennings á sviði geð- rænna vandamála? Hvert er hlutverk rík- isins? Við vitum um suma orsakavalda vellíðunar. Sumu verður ekki breytt eins og persónuleika og kynferði. Mikilvægustu félagslegu þætt- irnir að baki góðri geðheilsu eru atvinna, fjöl- skyldustaða og hlutfallslegar tekjur. Fjár- málakreppa hefur geysileg áhrif á atvinnu og tekjur. Mikil tengsl eru á milli annars vegar atvinnuleysis og hins vegar skulda og þung- lyndis, áfengissýki og sjálfsvíga. Hlutfallslegt tekjustig með tilliti til tekjustigs vina og ná- granna, þ.e. tekjurnar í samanburði við tekjur þeirra, segir fyrir um streitu og dánartíðni. Ljóst er að tímar eins og núna hafa mikil áhrif á hvort tveggja. En aðrar og óheillavænlegri breytur geta í sameiningu leitt til þunglyndis. Kaupgeta at- vinnulausra er minni en ella. Þeir verða að leggja mesta áherslu á það sem skiptir þá mestu máli. Nýlega birtist grein í The Inde- pendent í Bretlandi þar sem þetta val var greint að hluta. Mikið af þessu vali virðist hafa áhrif á félagslegar aðstæður. Menn virð- ast hætta að fara út til að fá sér í staupinu með félögum sínum, þeir drekka frekar einir heima. Þeir hætta að fara í keilu og á völlinn. Reykingar var eitt af því síðasta sem þeir lögðu á hilluna ef þeir gerðu það þá. Í stuttu máli, einangrun varð meiri og óhollusta jókst. Að öllu samanlögðu varð hættan á bæði lík- amlegum og andlegum heilsubresti meiri. Fleira eykur hættuna, til dæmis fjölskyldu- deilur, ofbeldi og skilnaðir sem enn eykur hættuna á geðsjúkdómum. Hvað er hægt að gera til að brjóta slíkan vítahring? Ég hygg að fyrir hendi sé í íslensku samfélagi einn sterkur þáttur sem dregur úr hættunni: samstaða. Það kæmi mér á óvart ef fólk finnur ekki til mikils samhugar og sé reiðubúið til að deila byrðunum með öðrum. Þetta dregur úr þeirri tilfinningu lítilsvirð- ingar sem fylgir atvinnuleysi og fátækt og minnkar einnig ójöfnuð sem er nátengdur glæpatíðni. Samstaða gefur einnig möguleika á félagslegri þátttöku og vináttu og skapar kenndir samhygðar og vellíðunar. Stjórnvöld standa andspænis mörgum brýnum verkefnum og hafa litla möguleika á að auka útgjöldin. Hvernig er þá hægt að tak- ast á við þessar skyndilegu áskoranir á sviði geðheilsu? Sinna verður aukinni tíðni kvíða og þunglyndis. Heimilislæknar munu sjá æ fleiri tilfelli og munu þurfa aðstoð við að greina fólk sem er í áhættuhópi og bjóða því viðeigandi meðferð. Viðbúnaður verður sennilega ekki nægilegur og þróa þarf aukinn stuðning. Dæmi um slíkar aðgerðir gætu ver- ið aðstoð við fjölskyldur og stuðningslið sem sinntu viðkvæmum hópum eins og atvinnu- lausum eða skuldugu fólki. Það getur verið mjög árangursríkt og ódýrt að efla sjálfboðaliðastarf og þannig er jafnframt hægt að útvega störf handa fólki sem er í áhættuhópum með því að veita lífi þess nýja merkingu. Að auki er hægt að ná ár- angri með fyrirbyggjandi aðgerðum eins og því að kenna í skólum hvernig hægt er að lifa á erfiðum tímum og byggja þar upp þrek til að komast af á erfiðleikatímum sem eru í nánd. Að lokum vil ég minna á að við þurfum að vinna saman og deila gæðunum á alþjóð- legum grundvelli. Íslendingar eru ekki einir í heiminum og aðrar þjóðir eru nú að byrja að kynnast svipuðum áskorunum og þið. Enginn er að hlæja að öðrum, þeir eru mjög fáir sem hafa ekki a.m.k. tapað miklu af sparnaði sín- um. Stundum er gott að hlæja til að slaka á spennu og reyna þannig að sýna bjartsýni á erfiðum tímum. Þetta á eftir að versna, við er- um öll á sama báti og munum hafa okkur út úr þessu saman. Við skulum vona að Íslendingar sýni okkur leiðina. Geðheilsa og efnahagsvandinn á Íslandi Dr. Matt Muijen, ráðgjafi á sviði geðheil- brigðismála hjá Evrópuskrifstofu WHO.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.