Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 40

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 40
BJÖRK hefur ný- verið ritað í íslensk og ensk dagblöð um nauðsyn þess að Ís- land endurmeti fram- tíð sína. Hún telur að stóriðja sé ekki sú leið sem þjóðinni beri að feta heldur þróun smárra og skapandi fyrirtækja. Ég er sammála henni um það. Björk bendir síðan á að mögulegur þró- unarkostur kunni að felast í hinum nýju vísindum og bendir sér- staklega á líftæknifyrirtækið Orf sem dæmi um íslenskt fyrirtæki á heimsmælikvarða í líftækni. Þrjú ný „vísindasvið“ eru nú að koma fram í heiminum – líftækni/ erfðatækni, örtækni (nanotækni) og synbio-tækni (synthetic bio- logy). Þessi tæknisvið eru ekki „óhrein“ í sama skilningi og sem- ents- eða álframleiðsla, en í öðrum skilningi eru þau þó mun óhreinni. Ástæðan er sú að þau miða að því að endurhanna grunnþætti náttúr- unnar á róttækan hátt. Ef þessi tæknisvið eru ekki háð strangri löggjöf geta þau hugsanlega um- turnað umhverfi okkar og heilsu- fari manna og dýra. Björk bendir á Orf sem „frábært fyrirtæki“, en rétt er að benda á að hefði það fengið að þróast að eigin geðþótta væri erfðabreytt lyfjabygg nú ræktað á bóndabæjum um allt land. Það útheimti þriggja ára baráttu fimm almannasamtaka að sannfæra yfirvöld og stjórn- málamenn um að erfðabreyttar lyfjaplöntur væri einungis unnt að rækta af öryggi innandyra og í tegundum sem hvorki væru not- aðar til manneldis né fóðrunar. Orf full- nægði einu þessara skilyrða með því að flytja ræktun sína í gróðurhús. Fyr- irtækið hefur þó enn heimild til útirækt- unar í Gunnarsholti og heldur áfram að nota bygg – sem al- mennt er ræktað til manneldis og fóðr- unar búfjár – til fram- leiðslu á erfðabreytt- um lyfja- og iðnaðarprótínum. Ný tækni verður hættuleg þeg- ar hún knýr rannsóknir svo langt fram úr opinberri umræðu og lög- gjöf að hagnýting (eða misnotkun) hennar er sloppin út í umhverfið áður en við skiljum hana eða get- um brugðist við með fyrirbyggj- andi hætti. Þetta er að gerast í Bandaríkjunum þar sem líftækni, örtækni og synbio-tækni er þróuð með ógnarhraða, og hvert þróun- arstig er fest í einkaleyfum. Hér er á ferðinni nánast eftirlitslaus gullgröftur stórfyrirtækja. Líf- tækni sem endurhannar náttúruna á sameindasviði er notuð til að erfðabreyta matvælabúskap heimsins án vísindaþekkingar, eft- irlits og prófana sem þarf til að tryggja öryggi hennar. Örtæknin endurhannar náttúruna á at- ómsviði og fyrirtæki hagnýta hana til framleiðslu fyrir hinn arðvæn- lega snyrtivörumarkað. Til dæmis hefur verið þróað sólarkrem með öreindum sem auglýst er „djúp- virkara“, reyndar svo djúpvirk- andi að öreindirnar kunna að enda í blóðinu. Þessar afurðir eru seld- ar án þess að tæknin sé undir eft- irliti eða notkun hennar tilgreind á vörumerkingum. Synbio-tæknin byrjar frá grunni og býr til nýjar lífverur úr DNA-bútum. Markmið hennar eru m.a. að búa til nýtt ger og bakteríur sem nota má til að hreinsa olíuflekki, fjarlægja þungmálma úr jarðvegi, rækta skóg með svörtu laufi sem dregur í sig meira sólarljós, o.s.frv. Al- mennt á þessi tækni að gagnast við iðnvæðingu náttúrunnar sem nánast tryggir að afurðir hennar dreifist út í umhverfið, víxlfrjóvg- ist og stökkbreytist stjórnlaust. Möguleikar á náttúruslysi, -ógn eða -mistökum eru raunverulega fyrir hendi. Það segir sitt að hinn heimsþekkti vísindamaður Steph- en Hawking telur líklegra að skaðlegur vírus eða baktería sem sleppur úr tilraunum grandi mannkyninu en nokkurt stríð eða hryðjuverk. Ísland á að hvetja til vísinda- starfs, en aðeins ef það er unnið samkvæmt bestu venjum um var- úð og vandaða þekkingarleit. Óhefluð orka, ævintýramennska og ofnýting auðlinda kann að ein- kenna hegðun stórfyrirtækja en á ekki heima í þróun vísinda og tækni. Bandaríkin hafa gefið rangt fordæmi við þróun hinna nýju tæknisviða og Íslendingar ættu að læra af þeim mistökum í stað þess að endurtaka þau. Það kann að reynast örðugt að koma lögum utan um ný vísinda- og tæknisvið í litlu landi eins og okkar. Líftækni, örtækni og syn- bio-tækni eru flókin viðfangs og hafa bæði félagslegar, pólitískar og efnahagslegar hliðar. Þessi tæknisvið þurfa lagaramma sem einungis vel upplýstir og óháðir sérfræðiaðilar geta mótað. Hefur Ísland á að skipa vísindasérfræð- ingum sem þekkja þessi svið og eru óháðir viðskiptahagsmunum? Geta stjórnmálamenn okkar og stofnanir metið áhættuna sem fylgir þessum nýju tæknisviðum? Hafa þeir þekkingu og reynslu sem þarf til að semja flóknar reglugerðir sem þörf er á til að koma svo flókinni tækni undir eft- irlit? Þeir sem hagnýta hin nýju tæknisvið halda á lofti kostum verka sinna, en það er hlutverk stjórnmálamanna að setja reglur um það sem miður kann að fara. Við þurfum nú öll að lifa við hörm- ungar þær sem hrun fjár- málamarkaðanna hefur valdið og orsakaðist af því að eftirlitsstofn- anir brugðust þeirri skyldu sinni að setja öryggi ofar gróða. Það er skynsamlegt af Björk að hvetja Íslendinga til að hagnýta sköp- unargáfuna og verða meira sjálf- um sér nógir. En það er einkar skynsamlegt af henni að kalla eftir sjálfbærri þróun. Hin nýju tækni- svið heimsins eru í eðli sínu óör- ugg, og án öflugrar löggjafar eru þau ósjálfbær. Björk í góðum málum – með fyrirvara Sandra B. Jóns- dóttir skrifar um „hin nýju vísindi“ » Ísland á að hvetja til vísindastarfs, en að- eins ef það er unnið samkvæmt bestu venj- um um varúð og vand- aða þekkingarleit. Sandra B. Jónsdóttir Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. 40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 RAUÐI krossinn hefur þann tilgang að koma fólki til hjálpar þegar á reynir. Það hefur hann gert í stóru og smáu, hér heima og erlendis, og nú er óhætt að segja að mjög reyni á hlut- verk félagsins í íslensku samfélagi. Rauði krossinn hefur þegar ráðist í aðgerðir til þess að aðstoða fólk í gegnum yfirstandandi þrengingar og mun beita kröftum sínum í ná- inni framtíð til þess að lina þján- ingar þeirra sem eiga um sárt að binda vegna efnhagsástandsins. Það gerir Rauði krossinn með margvíslegum hætti. Félagið og deildir þess taka nú þátt í samráði við ríkið, sveitarfélög, kirkjuna og marga fleiri um viðbrögð við ástandinu. Aðeins fáeinum dögum eftir bankahrunið, þegar ljóst var að fjölmargar fjölskyldur myndu lenda í verulegum hremmingum, tóku deildir félagsins ákvörðun um að bjóða almenningi viðamikla fræðslu í sálrænum stuðningi. Fjöl- mörg námskeið hafa verið haldin án endurgjalds og hefur aðsókn verið mikil. Aðstoð innanlands Þá ákváðu deildir sem standa að rekstri athvarfa fyrir fólk með geð- raskanir að vekja meiri athygli á rekstrinum en endranær. Í at- hvörfunum Læk í Hafnarfirði og Dvöl í Kópavogi er nú opið hús á hverjum laugardegi og geta gestir notið þar hádegisverðar án endur- gjalds. Í þann mund sem kreppan skall á hóf félagið á ný fataút- hlutun á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði legið niðri um skeið vegna flutninga og skipulagsbreyt- inga. Um 100 manns hafa þegið þessa aðstoð vikulega síðan. Í þessu sambandi er einnig vert að minna á að gera má hagstæð fata- kaup í þremur fataverslunum Rauða krossins á höfuðborg- arsvæðinu. Hjálparsíminn 1717 er verkefni deilda Rauða krossins um allt land. Hann hefur reynst mörg- um vel í því hörmulega ástandi sem skapast hefur í þjóðfélaginu. Rauði krossinn hefur um árabil verið öflugur þátttakandi í aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur fyrir jól og aðrar hátíðir í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar, mæðra- styrksnefndir og fleiri. Ljóst er að reyna mun á þátttöku félagsins nú í enn ríkari mæli en áður. Stjórn félagsins ákvað því á dögunum að grípa til fjármuna úr neyðarsjóði til þess að gera deildum unnt að mæta vaxandi þörf fyrir aðstoð. Auk þess sem að ofan er talið er ástæða til að minna á heimsókna- þjónustu og önnur rótgróin sam- félagsverkefni félagsins. Þá standa sjálfboðamiðstöðvar deildanna að sjálfsögðu öllum opnar og þar er reglulega samvera fyrir unga og aldna sem allir hafa aðgang að. Alþjóðlegar skyldur Um leið og rætt er um hve víða Rauði krossinn kemur að stuðningi við þá sem standa höllum fæti í ís- lensku samfélagi er mikilvægt að hafa í huga að félagið hefur jafn- framt ríkar skyldur við fólk í lönd- um þar sem fátækt er landlæg, skæðir sjúkdómar ógna almenningi og átök og hamfarir valda miklum hörmungum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að um leið og stjórn félagsins ákvað að verja 20 millj- ónum króna aukalega til neyð- araðstoðar innanlands tók hún ákvörðun um að standa við skuld- bindingar félagsins í neyðaraðstoð erlendis og standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til Rauða kross Íslands sem öflugs landsfélags innan Rauða kross- hreyfingarinnar. Verkefni félagsins erlendis koma ekki niður á þeirri aðstoð sem það veitir innanlands, né öfugt. Félagið hefur alla burði og einlægan ásetning til að sinna skyldum sínum við þá sem þurfa á liðsinni þess að halda. Rauði kross Íslands er hluti af stærstu mann- úðarhreyfingu veraldar þar sem landsfélögin hafa skyldur til gagn- kvæmrar hjálpar. Nú á meðan við Íslendingar væntum skilnings og stuðnings annarra ríkja í efnahags- þrengingum okkar er hollt að hafa þetta í huga. Garðar H. Guð- jónsson og Kristján Sturluson skrifa um hjálparstarf Rauða krossins Kristján Sturluson »Rauði krossinn hefur um árabil verið öfl- ugur þátttakandi í að- stoð við einstaklinga og fjölskyldur fyrir jól og aðrar hátíðir Garðar á sæti í stjórn Rauða kross Íslands og er formaður Kópavogs- deildar. Kristján er framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands. Garðar Guðjónsson Nú reynir á ÞAU boð berast nú frá Valgerði Sverrisdóttur að hún hyggist sækjast eftir formennsku í Framsókn- arflokknum. Þegar lesinn er kaup- samningur og önnur gögn er varða sölu Búnaðarbankans til S-hópsins verður ekki séð að tími Valgerðar sé kominn til þess að gera tilkall til for- mennsku í stjórnmálaflokki. Það er reyndar alveg ótrúlegt þegar maður hefur lesið þessi gögn að Valgerður hafi látið sér detta það í hug að hún geti átt tilkall til formennsku og það í stjórnmálaflokki. Það er eins og Val- gerður Sverrisdóttir haldi að menn geti ekki rifjað það upp hvað hún hefur sagt um þennan þýska banka sem hún lofaði svo mjög að væri aðili að kaup- unum á Búnaðarbankanum. Það verð- ur nú ekki séð á gögnum einkavæðing- arnefndar að sá þýski hafi þurft að gera mikið grein fyrir sér í söluferlinu og getur, miðað við gögn einkavæðing- arnefndar, sú fullyrðing Spaugstof- unnar að hér hafi bara verið um að ræða hraðbanka fyllilega staðist. Val- gerður þarf nú að gera grein fyrir fleiru en þýska hraðbankanum áður en hún verður formaður, og þá meðal annars hvers vegna tilboð S-hópsins var ekki skráð inn í ráðuneytið, í því kunna að hafa legið miklir fjárhalds- legir hagsmunir S-hópsins, sér- staklega hefðu þeir haft kenndir til þess að kíkja aðeins í tilboð Kaldbaks svona rétt áður en að þeir skiluðu sínu. Valgerður hefur væntanlega svör við því. Þá hefur Valgerður tekið upp á því að geta ekki slitið sig frá ákveðnum að- ilum sem hafa hagað sér með þeim hætti að fylgi Framsóknarflokksins hefur stórminnkað. Þarna er um að ræða þá félaga sem töldu það skyldu sína að braska með fé tryggingataka Samvinnutrygginga. Það brask verður ekki skilgreint öðruvísi en sem um- boðssvik og þau svik eru af þeirri stærðargráðu að vandséð verður hver geti náð að toppa það í bráð. Sú evru- umræða sem Valgerður telur skyldu sína að leiða í flokknum, og það sjálf- sagt að ráði Halldórs Ásgrímssonar, er nú greinilega til þess eins að skaða flokkinn vísvitandi, það er nefnilega komin reynsla á það að ráð Halldórs Ásgrímssonar laði ekki endilega fylgi að stjórnmálaflokki. Þá verður nú ekki sagt að dómgreind Valgerðar sé óbrigðul og er þá helst að benda á í því sambandi skipun Helga S. Guðmunds- sonar sem formanns stjórnar Seðla- banka Íslands. Alla vega verður ekki séð að það hafi verið á grundvelli al- mannahagsmuna. Sá dómgreind- arbrestur einn og sér hlýtur nú að tak- marka möguleika hennar til að gera hið réttmæta tilkall sem hún telur sig hafa til formennsku í stjórnmálaflokki, sá dómgreindarskortur hlýtur einnig að draga í efa hæfni hennar til að ræða gjaldeyrismál, hvað þá að leggja línur í því þjóðinni til heilla. ÞORSTEINN INGASON, fyrrverandi fiskverkandi og útgerðarmaður. Getur Valgerður Sverrisdóttir orðið formaður? Frá Þorsteini Ingasyni UNDIRRITAÐUR er nýkominn úr frábærri 14 daga ferð til Egypta- lands, sem var bæði vel skipulögð og fræðandi. Einn annmarki var þó á, því lang- flestir ferðafélaganna fengu meir eða minna heiftarlegan niðurgang, sem skemmdi heilmikið fyrir. Ferðin var farin á vegum ferða- skrifstofu, sem ráðlagði okkur að taka asídófílus í viku fyrir brottför og síðan alla ferðina. Imodium skyldum við svo hafa með og taka ef einhver maga- vandræði skyldu gera vart við sig. Ráð þessi komu að litlu gagni og ég tel raunar, að Imodium geti gert illt verra því það lamar meltingarveginn þannig að sýklarnir lokast inni og geta grasserað í ró og næði. Ráðið við ósómanum er töflur, sem fást í egypskum apótekum og þar- lendir leiðsögumenn geta útvegað fljótt og vel, þ.e. CONAZ, sem bæði inniheldur lyfjaefni gegn sýklum og skólpdýrum (400 mg norfloxasín og 600 mg tínídazól). Tvær töflur á dag í 5 daga. Þetta eru nokkuð stórir skammtar og því geta mjög óþægi- legar aukaverkanir komið fram eftir 2-3 daga í líki svima og ógleði. Þá er ráðlegt að minnka skammtinn um helming. Töflurnar eru mjög harðar, en þeim má skipta með hníf. Góða ferð til Egyptalands. REYNIR EYJÓLFSSON lyfjafræðingur, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Egyptaland – Varúð Frá Reyni Eyjólfssyni BRÉF TIL BLAÐSINS Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.