Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 54
54 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
✝ GunnlaugurMagnússon
fæddist 9. júní 1920
á Gjögri, Árnes-
hreppi. Hann lést 8.
nóvember sl. í
Grundarfirði. For-
eldrar hans voru
Jóna Pétursdóttir
húsmóðir, f. 1897, d.
1994, og Magnús
Friðriksson, f. 1898,
d. 1926, skipstjóri og
fórst á mótorbátnum
Eir 1926. Börn
þeirra: Lúðvík
Magnússon, f. 1919, d. 1994,
Trausti Magnússon, f. 1922, Ólafur
Norðfjörð, f. 1924, d. 1987, og Guð-
mín. Barnabörnin eru 19 talsins og
barnabarnabörnin 28.
Gunnlaugur Magnússon var sjó-
maður alla tíð og eiginkona hans
María húsmóðir. Þau hófu búskap á
Hólmavík en fluttu 1956 til Akra-
ness og bjuggu þar allan sinn bú-
skap. Gunnlaugur flutti til Grund-
arfjarðar eftir lát Maríu og hefur
búið þar síðan, seinustu æviárin á
Dvalarheimilinu Fellaskjóli. Gunn-
laugur veiktist snemma af berklum
og þurfti oft að dvelja langdvölum á
Vífilsstöðum. Gunnlaugur var hag-
leiksmaður sem smíðaði, skar út og
málaði alla sína tíð og eftir hann
liggja margir góðir gripir hjá börn-
um hans og víða um land. Gunn-
laugur var mikill golfari, var einn
frumkvöðla að byggingu golfvall-
arins í Grundarfirði og var heið-
ursfélagi númer eitt í golfklúbbum
Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Út-
för Gunnlaugs verður gerð frá
Grundarfjarðarkirkju í dag kl. 14.
mundur Loftur, f.
1925. Jóna Péturs-
dóttir giftist aftur eft-
ir fráfall Magnúsar.
Seinni maður hennar
var Ásgeir Ásgeirs-
son og áttu þau þrjú
börn saman, þau eru:
Þórður, f. 1934,
Pétur Jóhansen, f.
1936, og Vigdís Ingi-
björg, f. 1938.
Eiginkona Gunn-
laugs var María Árna-
dóttir, f. 1922, d.
1975, og áttu þau sex
börn, þau eru: Þuríður Jóna, Finn-
bogi, Valur Norðfjörð, Jónína og
tvíburarnir Magnús Árni og Benja-
Elsku afi minn. Mig langar að
minnast þín með örfáum orðum.
Afi var góður maður og oftast
glaður. Í hvert sinn sem ég kom til
hans opnaði hann ísskápinn sem
alltaf var fullur af alls konar góð-
gæti sem afi var búinn að sanka að
sér. Síðan settist ég í fangið á hon-
um og sat þar löngum stundum.
Mér er minnisstætt þegar
mamma mín fór með okkur Matt-
hildi frænku út á Snæfellsnes og
ætluðum við að hitta afa, en fund-
um hann hvergi í Fellaskjóli. Við
fundum svo afa loksins á golfvell-
inum ásamt golfvinum hans og voða
höfðum við gaman af að elta hann
um völlinn og fylgjast með honum,
við vorum líka svolítið montnar að
eina myndin í golfskálanum var af
afa okkar, okkur fannst hann vera
frægur hann Gulli golf-afi.
Elsku afi, þú ert besti afi, mér
þykir vænt um þig. Guð blessi þig á
himninum.
María Kanak.
Að morgni 8. nóv. sl. lést í hárri
elli, eða 88 ára, Gunnlaugur Magn-
ússon, heimilismaður á Dvalar-
heimili aldraðra, Fellaskjóli, í
Grundarfirði. Leiðir okkar Gulla,
eins og hann var oft kallaður, lágu
saman fyrstu ár ævi minnar og svo
hin síðustu, vestur í Grundarfirði.
Foreldrar Gulla voru búsettir á
Ísafirði og höfðu eignast fjögur
börn og var Gulli elstur, 6 ára. Þá
er það 7. mars 1926 að mb. Eir frá
Ísafirði ferst á Faxaflóa með öllum
mönnum. Fimm þeirra sem fórust
gátu rakið ættir sínar í Árneshrepp
á Ströndum, þar á meðal skipstjór-
inn, Magnús Friðriksson, faðir
Gulla. Sömu nótt og mótorbáturinn
Eir fórst kom upp eldur í íbúð
þeirra hjóna á Ísafirði og komst
móðirin naumlega út með börnin
fjögur. Þessir atburðir fréttast að
sjálfsögðu norður í Árneshrepp og
þá þegar fara tvær konur frá Norð-
urfirði til Ísafjarðar og hafa með
sér til baka þrjá elstu synina. Gísl-
ína Valgeirsdóttir og Gísli Guð-
laugsson á Steinstúni taka í fóstur
Trausta, og Jónína Jónsdóttir og
Gísli Þorleifsson í Norðurfirði Ólaf
Norðfjörð. Bróðir Jónínu, Finnbogi
Jónsson, einhleypur maður til heim-
ilis hjá Jónínu og Gísla, verður
fóstri Gunnlaugs. Kringum árið
1940 alast upp í Norðurfirði 10-12
krakkar og þegar við höfðum aldur
til urðum við leikfélagar þessara
þriggja bræðra þótt þeir væru
nokkru eldri. Við lékum okkur í
slagbolta og fótbolta og bættust þá
oft unglingar frá nágrannabæjunum
í hópinn. Við börnin hændumst
mest að Gulla þegar vetraði og
snjór var yfir öllu en hann var mik-
ill skíðamaður. Hann var nokkuð
svalur og sást oft ekki fyrir. Við elt-
um hann hátt upp í brekkur á skíð-
unum okkar og oft hærra en við
vorum fær um en Gulli valdi brött-
ustu brekkurnar og renndi sér beint
niður og við þá á eftir. Það mun
hafa verið 1985 að Gunnlaugur flyt-
ur í Grundarfjörð og var þá einn á
ferð, hann hafði misst eiginkonuna
og börnin voru uppkomin. Við end-
urnýjuðum kunningsskapinn og síð-
ustu árin vorum við nágrannar og
hittumst nær daglega. Við töluðum
mikið saman um lífið fyrir norðan
og ein var sú saga sem Gulli sagði
mér en það var þegar hann lék
drauginn. Þá var hann í vinnu við
síldarverksmiðjuna í Djúpavík. Það
var sumar, farið að dimma á kvöld-
in og margt fólk á staðnum. Hann
bjó sig sem draugur, klæddist
slæðum, svo birtist hann fólki sem
varð skelkað og hrætt en þeir hug-
rökkustu söfnuðust saman til að
leita að draugnum og fyrirkoma
honum. Gulli var lipurmenni og gat
birst og horfið í sama vettvangi.
Hann átti nokkra samráðsmenn og
tókst honum að sleppa óskaddaður
frá þeirri hættu sem hann var kom-
inn í. Þegar Gulli sagði mér söguna
sagði hann að einn hefði verið
vopnaður hlaðinni skammbyssu.
Var á honum að heyra að það væri
ekki merkilegt vopn. Gulli stundaði
golf í frístundum sínum og tók þátt
í mörgum golfmótum. Fékk hann af
því viðurnefnið Gulli golfari og
vann fjölda bikara og verðlauna-
peninga. Genginn er eftirminnileg-
ur maður sem vinum og kunningj-
um er eftirsjá að. Ég sendi börnum
hans og aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Njáll Gunnarsson
frá Suður-Bár.
Gunnlaugur
Magnússon
✝ Ólafur HelgiMagnússon
fæddist á Patreks-
firði 31. maí 1939 og
ólst upp á Hlaðseyri
við Patreksfjörð.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 4. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Magnús Jóns-
son skipstjóri og
bóndi, f. 13.6. 1889,
d. 1970, og Kristín
Finnbogadóttir hús-
móðir, f. 14.10. 1909, d. 31.5. 1998.
Bræður Ólafs eru Leifur Jónsson,
skipstjóri, f. 5.7. 1928, d. 1.12.
2004, Jón Magnússon,skipstjóri, f.
3.3. 1930, Finnbogi Helgi Magn-
ússon skipstjóri, f. 28.5. 1931, d.
2.5. 1984, Ríkarð Magnússon, skip-
stjóri, f. 23.4. 1933, og Pálmi Svav-
ar Magnússon vélstjóri, f. 22.12.
1936, d. 13.12. 1975.
Eiginkona Ólafs er Bára Mar-
grét Pálsdóttir, f. 4.2. 1953, dóttir
hjónanna Páls Guðfinnssonar, f.
16.12. 1928 og Jónu Sörladóttir, f.
og síðan Iðnskólanum á Patreks-
firði. Síðar lauk hann námi við
Stýrimannaskólann í Reykjavík ár-
ið 1964. Þá tók sjómenskan við og
var hann stýrimaður og skipstjóri
á ýmsum skipum en lengst af var
hann skipstjóri á Vestra BA-63.
Árið 1979 kaupir hann í félagi við
Leif Halldórsson og Jón Magn-
ússon bróður sinn Sigurbjörgu
ÓF-1 sem varð síðan Pálmi BA-30,
sem þeir gera út til ársins 1983. Þá
tekur hann við skipstjórn á Patreki
BA-64. Á árunum 1987-1988 lætur
hann smíða fyrir sig bát sem hann
nefndi Kristínu Finnbogadóttur
BA-95 í höfuðið á móður sinni.
Kristínu gerði hann út frá Rifi á
Snæfellsnesi á veturna og frá Pat-
reksfirði á sumrin frá árinu 1988
og þar til hann hættir til sjós haust-
ið 2005.
Ólafur kynntist golfíþróttinni
árið 1996 og átti golfið og golfvöll-
urinn á Patreksfirði hug hans all-
an. Þar naut hann sín rétt við
æskuheimilið sitt á Hlaðseyri. Ólaf-
ur var félagi í Golfklúbbi Patreks-
fjarðar, Mosfellsbæjar, Reykjavík-
ur og í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Hann var stofnfélagi í Björg-
unarbátafélagi Barðastrand-
arsýslu og félagi í Stangaveiði-
félagi Patreksfjarðar.
Útför Ólafs fer fram frá Pat-
reksfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
10.5. 1931, d. 15.9.
1998. Börn Ólafs eru:
1) Sigurrós Helga, f.
31.1. 1963, maki
Bjarki Pálsson, þau
eiga þrjú börn og tvö
barnabörn. 2) Guðni
Ragnar, f. 6.9. 1963,
d. 23.9. 1997, barns-
móðir Birna Björns-
dóttir. Þau eiga tvo
syni. 3) Þórdís Snjó-
laug, f. 9.8. 1966,
maki Ralf Sommer,
hún á tvo syni. 4)
Ólafur Kristinn, f.
12.11. 1967. 5) Ingunn Ósk, f. 15.10.
1975, maki Ulrik Overgaard. Þau
eiga tvær dætur. 6) Kári, f. 26.1.
1980, maki Halldóra Þorsteins-
dóttir. 7) Auður Alfa, f. 20.1. 1989.
Fóstursynir Ólafs eru Davíð Páll
Bredesen, f. 24.10. 1972, maki
Gerður Björk Sveinsdóttir. Þau
eiga tvo börn og Gunnar Sean Egg-
ertsson, f. 14.3. 1983, maki Lilja
Sigurðardóttir.
Eftir barnaskólagöngu á Pat-
reksfirði var Ólafur við nám að
Héraðskólanum á Núpi í Dýrafirði
Vestast á Vestfjörðunum, raunar
vestast á landinu, liggur bjarg mikið,
kallað Látrabjarg. Bjarg þetta er til-
komumikið þar sem það gnæfir yfir
hafinu. Mennirnir skynja smæð sína á
sama tíma og það vekur hjá þeim
kenndir sem að tengjast skynjun
mannsins á náttúrunni og fegurðinni,
og einingu sinni með þessum öflum.
Bjargið skiptist í fjóra hluta, fuglalífið
er breytilegt eftir hlutum. Berglögin í
bjarginu sýna jarðfræðilega sögu
Vestfjarðanna. Þar er að finna berg-
tegundir sem eru svo harðar að ekk-
ert bítur á þeim. Inni á milli laga eru
mýkri bergtegundir, þar sem syllur
myndast þannig að fuglar geta tekið
sér bólfestu á þeim. Bjargið er, í fal-
legu veðri og sólskini, ægifagurt. Í
vondum veðrum úfið og miskunnar-
laust. Víða er bjargið grasi gróið og
góður áningarstaður þreyttum ferða-
löngum, annars staðar er það bert og
hart á að líta.
Elsku pabbi. Ég get ekki leitt hug-
ann að Látrabjargi án þess að minn-
ast þín. Þessi lýsing á bjarginu er sú
lýsing sem mér dettur í hug þegar ég
hugsa um lífshlaup þitt, atgervi og
persónuleika allan. Ég sé þig fyrir
mér sem lítinn strák; hvíthærður og
fallegur, viðkvæmur, vel máli farinn
og skýr. Sem ungan mann langaði þig
að læra læknisfræði, en örlög þín voru
samofin hafinu þar sem þú alla þína
starfsævi stundaðir fiskveiðar af
miklum metnaði. Nokkuð sem gerði
þig margsinnis að aflahæsta skip-
stjóra landsins.
Kynnum okkar er eins og Látra-
bjarginu hægt að skipta upp í nokkra
hluta. Þegar ég var barn varstu mikið
í burtu á sjó og í mörg ár eftir að ég
flutti suður þá hittumst við í örfá
skipti á ári hverju, það voru alltaf jól-
in þegar pabbi kom í heimsókn. Á
unglingsárunum voru samskipti okk-
ar stopul en þegar ég fór að þroskast,
ákvað ég að ég vildi þekkja þig betur
og gera þig að stærra hluta af lífi
mínu, þú varst jú órjúfanlegur hluti af
mér. Ég komst að því að pabbi minn
var ekki bara harður sjóari heldur
líka margslunginn maður sem að inn-
an við hörðu skelina bjó yfir mýkt, og
hafði yfirbragð sem minnti á virðu-
leika aðalsmanns.
Allar þær stundir sem við höfum
átt saman búa í mér og hafa átt þátt í
að móta mig í gegnum árin. Síðan þú
veiktist hafa tengslin á milli okkar
styrkst og ég hef kynnst nýjum hlið-
um á þér og sjálfri mér. Í veikind-
unum kom styrkur þinn og óbifanleiki
skýrt fram, þú hélst höfðinu hátt og
gafst aldrei upp. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að fylgja þér á þessu
erfiða ferðalagi. Við höfum grátið og
hlegið saman og við höfum undrast
yfir lífinu, og hvernig það heldur
áfram með nýjum kynslóðum. Þú
naust þess að vera með barnabörn-
unum,og við glöddumst bæði yfir því
að þið Silja litla skylduð ná að kynn-
ast aðeins. Þú kallaðir hana svía-
drottninguna þína, og Astrid dana-
drottninguna. Litla danadrottningin
á eftir að sakna þín sárt, eins og
mamma hennar. Nú hefur þú náð síð-
asta áfanga ferðalagsins elsku pabbi.
Ég fylgdi þér eins langt og ég gat. Ég
stend og veifa þér í sólskininu, með
sorg í hjarta en einnig gleði yfir að
hafa átt þig að, pabbinn minn, bjargið
mitt.
Þín,
Ingunn.
Elsku pabbinn minn, ég á ennþá
svo erfitt með að skilja fyllilega að þú
sért farinn. Hvernig gat jafn harður
og hraustur karl og þú farið í baráttu
og tapað? „Hann var gerður úr stáli“
sagði læknirinn þinn um þig og var
það hverju orði sannara. Ég man
ennþá þegar ég kom upp á sjúkrahús
fyrir einu og hálfu ári síðan, daginn
sem ég frétti af því að þú værir með
krabbamein. Mér leið hálf óþægilega
og vissi ekki almennilega hvað ég átti
að segja við þig. En þú, sem varst
nýbúinn að heyra að þú væri með ill-
vígan sjúkdóm, tókst það hlutverk að
þér að láta mér ekki líða illa yfir
þessu, og fórst að spjalla um
bóndabæinn sem við sáum út um
gluggann á Borgarspítalanum og þá
kynlegu kvisti sem þar byggju. Svona
var þetta alltaf með þig, pabbi minn,
það síðasta sem þú vildir gera var að
leggja byrðar á annað fólk, það var
frekar að þú tækir þær á þínar breiðu
axlir. Þrátt fyrir að þú værir að heyja
kvalafulla baráttu við meinið og geng-
ir í gegnum meiri erfiðleika bæði and-
lega og líkamlega en margir þurfa að
þola á æviskeiði, heyrði ég þig aldrei
kvarta allan þennan tíma, ekki eitt
skipti. Svona var pabbinn minn.
Þú tókst á við veikindin á sama hátt
og þú fórst í gegnum lífið, kvörtunar-
laust, gafst aldrei upp fram á síðasta
dag og stóðst vaktina í brúnni hvort
sem það var blíða eða bræla. En þú
trúðir því að allir þyrftu að vinna fyrir
því sem þeir uppskæru í lífinu til að
kunna að meta það, og lagðir þitt af
mörkum til þess að þitt fólk færi ekki
á mis við það. Þú trúðir því líka að
besta leiðin til að vera í stakk búinn til
að takast á við erfiðleika er steðjuðu
að í lífinu væri að hafa reynslu af
þeim. Þessar lexíur lærði ég smám
saman af þér, fyrst sem 13 ára polli í
saltfiskvinnslu hjá þér, tveimur árum
seinna tókstu mig fyrst með út á sjó
og síðast vorum við saman á sjónum
fyrir þremur árum síðan, þegar þinni
55 ára starfsævi lauk. Stundum þurfti
ég að læra erfiðu leiðina, en það var
hluti af lærdómnum, og líka hluti af
okkar tíma saman, okkar reynslu. Þú
lést mig gera hlutina upp á eigin spýt-
ur og gera eigin mistök til að læra af,
en alltaf gat ég treyst á þig ef mikið
reið á.
Fyrir þessi gildi sem þú kenndir
mér er ég þér eilíflega þakklátur, sem
og allan þann tíma sem við áttum
saman. Ekki síst á það við um þann
tíma sem þú varst veikur, því eins og
þú sagðir sjálfur eru erfiðleikar
þroskandi, og ný reynsla kennir
manni þrátt fyrir sársauka sem henni
kann að fylgja. Það er líka skrítið
hvernig mannskepnan virkar, það er
oft ekki fyrr en við erum að renna út á
tíma sem við segjum hvernig okkur
líður og tölum um það sem okkur býr
innst í brjósti. Svo var einmitt með
mig og pabba minn. Það er svo erfitt
að kveðja þig, elsku pabbi minn, en
svona kemur lífið aftan að okkur. Þú
ert farinn en eftir lifir minningin um
þig og allt það góða sem þú gafst mér.
Takk fyrir að leyfa mér að skjóta öxl
undir og taka örlítið undir þínar
þungu byrðar sem þú barst í lokin.
Þinn sonur,
Kári.
Við Óli Magg eins og hann var kall-
aður kynntumst í Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík haustið 1968. Við
bjuggum hlið við hlið á Hjöllunum á
Patreksfirði í fjölda ára, við áttum
mikið saman að sælda. Bæði var ég
stýrimaður hjá honum á m/b Vestra
og saman keyptum við 240 tonna bát
árið 1979 ásamt fleirum, en seldum
hann 1982. Óli tók þá við m/b Patrek,
en árið 1987 lætur Óli smíða 9,9 tonna
bát sem hlaut nafnið Kristín Finn-
bogadóttir eftir móður hans. Nokkr-
um árum seinna fékk Óli sér 20 tonna
yfirbyggðan stálbát og var þá aflinn
tekinn í net og róið frá Rifshöfn á
Snæfellsnesi, þessi útgerð gekk
fantavel enda Óli mikill aflamaður og
Bára Páls kona hans stóð eins og
klettur við bakið á honum, felldi öll
net og var með skipshöfnina í fæði og
húsnæði, en þau áttu hús á Rifi, sem
þau notuðu á vetrarvertíðinni. Nú fór
að gefast tími til tómstunda, Óli var
mikill áhugamaður um golfíþróttina
og lagði hann mikla vinnu og peninga
ásamt sínum klúbbfélögum og öðrum
velunnurum í að byggja upp stór-
glæsilegan golfvöll í Vesturbotni í
Patreksfirði. Dvaldi hann þar löngum
stundum síðustu árin, enda náði Óli
mjög góðum árangri þótt hann hafi
byrjað seint að stunda íþróttina. Við
Óli ásamt konum okkar áttum góðar
stundir saman síðustu árin bæði í
kringum húsin okkar og einnig vorum
við með nokkur rauðmaganet inn við
svokallaðan Langatanga inn af Hlaðs-
eyri þar sem Óli fæddist og ólst upp.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni. Jónsson frá Gröf.)
Að lokum vil ég biðja þann sem öllu
ræður að styrkja ykkur, Báru, börn-
in, barnabörnin og aðra aðstandend-
ur.
Leif Halldórsson og
Ída Bergmann.
Meira: www.mbl.is/minningar
Ólafur Helgi
Magnússon
Elsku afi Óli, okkur finnst leið-
inlegt að þú sért farinn til Guðs
og þú sért orðinn engill.
Viltu hengja myndirnar sem
við gáfum þér upp á vegg hjá
Guði.
Amma fer stundum að gráta
af því að þú ert farinn, við skul-
um hugga hana fyrir þig.
Þín barnabörn,
Rakel og Ísak.
HINSTA KVEÐJA