Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 46
46 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Á SJÓNVARPS- SKJÁNUM hinn 8. október sl. tilkynnti Logi Berg- mann okkur það alvar- legur á svip að út hefðu brotist „óeirðir“ á mót- mælafundi á Austurvelli og skríllinn hefði „saurgað“ Alþingishúsið. Fréttin sem á eftir fylgdi snerist nánast eingöngu um þá atburði sem urðu við Alþing- ishúsið þegar mótmælendum lenti saman við lögreglu í kjölfar þess að reynt var að hand- taka menn sem dregið höfðu gulan og bleikan Bónusfána að húni við gífurlegan fögnuð flestra þeirra sem saman voru komnir á Aust- urvelli. Sýndar voru dramatískar myndir af stimpingum og eggjakasti og talað við hníp- inn lögreglumann (sem virðist raunar finna til föðurlegra vonbrigða í hvert sinn sem Ís- lendingar taka upp á þeim ósóma að koma saman fleiri en tveir með mótmælaspjöld). Varla var minnst á þá staðreynd að þarna hittust nokkur þúsund almennir borgarar til að tjá reiði sína og viðbjóð í garð þeirra sem eyðilögðu hagkerfi landsins, finna fyrir sam- stöðu, hlýða á ræður og hrópa saman í kór svo einhver þessara heyrnardaufu ráða- manna neyddist kannski til að hlusta. Ekki nenntu fréttamenn að spila brot úr ávörpum ræðumanna eða taka hús á einhverjum þeirra sem mættu á fundinn, nema í örfá sek- úndubrot undir lok fréttarinnar. Nei, frétta- flutningurinn beindist alfarið að eggjakasti og meintum „óeirðum“ – sem undirrituð raunar missti af enda stödd um það bil fimm- tíu metrum frá vettvangi þessa borg- arastríðs. Hverjum er ekki sama um að sið- blindir auðmenn og stjórnmálasnatar þeirra skuli hafa lagt landið okkar í rúst, hverjum er ekki sama um orsakir þess að sumir mótmæl- endanna kusu að láta eggin tala – nei, alveg er agalegt að þetta unga fólk skuli dirfast að saurga Alþingishúsið okkar svona, hvað er eiginlega orðið um æsku landsins?!? En við hverju er annars að búast af íslensk- um fjölmiðlum en að þeir búi til æsifréttir úr borgaralegum aðgerðum? Það tíðkast í þró- aðri löndum að fjölmiðlar séu sjálfkrafa í stjórnarandstöðu, hlutverk þeirra sé að rýna í verk ráðandi afla, velta við steinum, krefjast svara. Hér spyrja arfaslakir fréttamenn kurt- eislegra spurninga, rétta hljóðnemann að ráðamönnum, kinka kolli við þvaðrinu og pakka síðan saman. Allir eru vinir. Það er aldrei þjarmað að neinum, aldrei rýnt í svör- in, aldrei spurt lengra, hvað þá þráspurt ef svarið er loðið (frægt er í Bretlandi þegar fréttamaðurinn Jeremy Paxman bar upp sömu spurninguna tólf sinnum enda hafði hann ekki fengið svar). Aðalgæjarnir mæta í drottningarviðtöl þar sem samflokksmenn með stjörnur í augum kinka kolli eins og hvolpar meðan drottningin eys úr viskuskál- unum. Spillingarmál gleymast, eða kannski nennir bara enginn að kynna sér þau al- mennilega. Hlutverk fjölmiðla í lýðræðisríki á að vera aðhald og gagnrýnin umræða. Um árabil hafa íslenskir fjölmiðlar sungið bakrödd í út- rásarkórnum, þulið útlenskar vísitölur eins og maríubænir, japlað á stöðugleikatuggu íhaldsins, sýnt okkur skæslegar myndir af einkaþotum og mært víkingana kraftmiklu sem kemur nú í ljós að skildu eftir sig sviðna jörð hvar sem þeir fóru. Sjáið flotta banka- útibúið í Sviss! Sjáið einbýlishúsið hans Hann- esar Smárasonar! Sjáið hvað Björgólfur er góður við minnimáttar! Sjáið nýju klipp- inguna hans Jóns Ásgeirs (sem vill svo skemmtilega til að á okkur)! Það var helst að gamla Gufan sýndi lit, enda fannst ráðamönn- um efnistök þar hallast háskalega langt til vinstri; svo langt að helst langaði þá að leggja niður þann hálftíma sem mesta viðspyrnu veitti. Þegar erlendir aðilar tóku að vekja at- hygli á vafasamri stöðu íslensku bankanna varð það íslenskum fjölmiðlum í besta falli efni í innskot aftarlega í fréttatímanum þar sem íslenskir ráðamenn eða fjármálavitr- ingar hristu höfuðið og dæstu í hinn kurteisa og hlutlausa hljóðnema, sármóðgaðir yfir bölvaðri öfundssýkinni í þessum útlend- ingum. Nú kemur sífellt betur í ljós hversu innistæðulaus útrásin svokallaða var. Hvar voru fréttamiðlarnir á meðan auðmenn léku sér að ímynduðum peningum á ábyrgð al- mennings? Hvar var gagnrýnin fjölmiðlun? Var fréttafólk einfaldlega of upptekið af því að borða snittur í boði Björgólfsfeðga? Fjölmiðlar eru tengiliður okkar við ráða- menn – ekki nenna þeir að tala við okkur hin, svo mikið er víst. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú að þeir sýni stjórnvöldum aðhald og upplýsi okkur einnig um það rót sem á sér stað í samfélaginu. Það er nokkuð lýsandi fyrir ástandið að undirrituð hefur gripið til þess síðasta mánuðinn að fylgjast með þróun mála í gegnum erlenda frétta- miðla. Það er ég ekki ein um. Traust hins al- menna borgara á stjórnvöldum er ekkert lengur. Traust okkar á íslenskum fjölmiðlum hlýtur einnig að vera afskaplega takmarkað. Það vill nefnilega svo kaldhæðnislega til að það blaktir einmitt Bónus-göltur við hún á flestum þeirra. Af óeirðum, eggjakasti og öðrum ósóma Salka Guðmundsdóttir, þýð- andi og háskólanemi Um árabil hafa íslenskir fjölmiðlar ... sýnt okkur skæslegar myndir af einkaþotum og mært vík- ingana kraftmiklu sem kemur nú í ljós að skildu eftir sig sviðna jörð hvar sem þeir fóru. Sjáið flotta bankaútibúið í Sviss! Sjáið einbýlis- húsið hans Hannesar Smárasonar! Sjáið hvað Björgólfur er góður... ’„ÉG HELD að enginn glæpur sé verri en að slá á vinn-andi hönd,“ segir í viðtali við Sigurbjörgu Árnadóttur íMorgunblaðinu miðvikudaginn 5. nóvember sl., en Sig- urbjörg var búsett í Finnlandi þegar kreppan skall á þar í landi í upphafi tíunda áratugarins. Hún talar af reynslu. Í greininni segir hún jafnframt „Það á að leyfa fólki að vinna; atvinnubótavinna er betri en atvinnuleysi“. Undir þessi varnarorð hennar tek ég heilshugar. Í ljósi þess að nú eru stórir hópar fólks að missa vinnuna þá þarf að bregðast fljótt við. Skapa þarf atvinnutækifæri og fyr- irbyggja fólksflótta frá landinu. Vegna breyttrar stöðu á vinnumarkaði ætla háskólar landsins að koma til móts við þá sem hefja vilja nám eða ljúka námi sem þeir áður stunduðu. Sú leið gagnast fyrst og fremst þeim sem þegar hafa lokið stúdentsprófi. Viðraðar hafa verið hugmyndir um að styðja við sprota- fyrirtæki, en ekki hefur útfært með hvaða hætti það skuli gert. Þetta eru góðar og gildar lausnir, en það þarf meira til. Þeir fjármunir sem varið verð- ur til greiðslu atvinnuleysisbóta koma úr vösum skattgreiðenda. Ef þessum fjármunum verður varið til atvinnuskapandi verkefna þá væri þeim betur varið. Með því að skapa atvinnu þá fær fólk tækifæri til að vinna að einhverju uppbyggilegu í samfélaginu og halda reisn sinni. Það er mikill munur á því að fara til vinnu frekar en að sitja heima í aðgerðaleysi. Þetta þýðir að kostn- aður samfélagsins verður minni, þar sem vinnandi fólk glímir síður við af- leidd vandamál atvinnuleysis. Uppbyggingin getur verið af ýmsum toga. Ríki og sveitarfélög geta farið í viðhaldsverkefni sem setið hafa á hakanum. Þar má nefna viðhald húsnæðis, skjölun og úrvinnslu gagna, innleiðingu gæðakerfa o.fl. Greiða má fyr- irtækjum tímabundið fyrir að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisbótum án þess að það leiði til beins launakostnaðar fyrir fyrirtækin. Hvetja má fyrirtæki sem annars munu halda að sér höndunum varðandi ný verkefni til að þiggja „ókeypis“ vinnuafl um tíma í þeim tilgangi að hrinda hugmyndum í fram- kvæmd. Slíkt er til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi, fyrirtæki, einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Hér gildir að hlutastörf eru betri en engin störf og þetta er ágætis leið til starfsþjálfunar fyrir þá sem ekki hafa tök á því að hefja nám. Bæta þarf fullorðinsfræðslu og auka þannig starfsmöguleika þeirra sem á þurfa að halda. Þannig nær fólk að halda reisn sinni og vera virkt í samfélaginu í staðinn fyrir að liggja undir sæng og bíða eftir að hlutirnir lag- ist. Þá þarf það að bíða til 2011. Það er langur tími undir sænginni! Efla þarf stuðning við einstaklinga með góðar viðskiptahugmyndir og Torgið – viðskiptasetur er vissulega jákvætt framtak. Aðstaða fyrir 25 manns er góð byrjun en meira þarf til þegar þúsundir missa vinnuna. Eftir að hafa samið viðskiptaáætlun fyrir sprotafyrirtæki þekki ég af eigin raun hversu mikil vinna liggur þar að baki og hversu breiða þekkingu þarf til þess að útbúa slíka áætlun. Þó svo að fólk búi yfir góðum hugmyndum er ekki þar með sagt að því takist að umbreyta þeim í vel útfærðar viðskiptahugmyndir, hvað þá lífvænleg fyrirtæki. Bjóða þarf upp á frumkvöðlanámskeið þar sem einstaklingar fá stuðning við gerð viðskiptaáætlana, aðstoð við nauðsynlega greiningarvinnu og hjálp við að kanna fjármögnunarleiðir. Nýta má hús- næði sem stendur autt með því að setja upp án mikils tilkostnaðar vinnuað- stöðu eða nokkurs konar hreiður fyrir frumkvöðla. Setja má upp aðstöðu í kaffihúsastíl eða verkstæðisstíl listamanna og handverksfólks. Fyrirtæki sem sagt hafa upp fólki í stórum stíl geta lagt fram skrifstofu- og tölvubúnað sem núna safnar ryki. Með því að þjappa frjóu fólki saman gefast tækifæri til að varpa hugmyndum á milli einstaklinga. Frumkvöðlar fengju stuðning hver frá öðrum, nýjar hugmyndir gætu fæðst og ný tækifæri skapast. Í nú- verandi ástandi er það óyfirstíganlegur þröskuldur fyrir frumkvöðla að koma sér upp vinnuaðstöðu eða leita sérfræðiaðstoðar. Þar sem mikið af hæfu fólki er nú á lausu má bæta við starfsfólki hjá Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, halda opin námskeið innan skólakerfisins þar sem kallaðir eru til sér- fræðingar sem misst hafa vinnuna eða ráða sjálfstætt starfandi ráðgjafa til að sinna þessum verkefnum. Auðvelda þarf eigendum sprotafyrirtækja að ráða til sín starfsfólk. Lítið í kringum ykkur. Ekki stinga höfðinu í sandinn. Talið í lausnum. Komið án tafar upp vinnuhópum stjórnvalda, atvinnurekenda, stéttarfélaga og annarra hagsmunaaðila til að móta tillögur um lausnir í atvinnumálum. Mótið stefnu fyrir nýja atvinnuvegi, kallið eftir hugmyndum úr samfélaginu og skapið vettvang fyrir umræðu þar sem hugmyndir eru ræddar og útfærð- ar. Árangur af slíkri samvinnu verður meiri heldur en ef hver og einn hugsar í sínu horni. Þjóðinni blæðir – ekki láta henni blæða út! Að slá á vinnandi hönd! – Opið bréf til stjórnvalda Lára Jóhannsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands og eigandi sprotafyrirtækis. BANDARÍKJAMENN kusu sér forseta fyrir skömmu. Ekki er búist við öðru en að helmingur þjóðarinnar taki þátt í kosningunum. Af hverju er oft svona lítil þátttaka í bandarískum kosningum, spyrjum við? Skýring- arinnar er hugsanlega að leita í þeim sérstaka hugsunarhætti Bandaríkja- manna, að einstaklingurinn beri ábyrgð á sjálfum sér fyrst og síðast. Þeir eru flestir hjálpsamir með af- brigðum við náunga sinn og mega margir ekkert aumt sjá eins og við. En munurinn á þeim og okkur er sá, að þeim er oft illa við að láta beygja sig undir forræði stjórnmálamanna utan heimabyggðar sinnar. Þeir vilja vera sjálfstæðir einstaklingar í sínu bæjarfélagi. Þeir eru flestir lög- hlýðnir vel og miklir þjóðernissinnar. Þeir eru samt mjög stoltir af Banda- ríkjunum sjálfum og fylkja sér um fánann sem alls staðar blaktir um landið. Slíkar tilfinningar rekst ég ekki á gagnvart ESB. Þess vegna er það og verður svo langt á eftir Bandaríkjunum. Þröngt hagsmuna- bandalag sem getur ekki tekið ákvarðanir á örlagastundum eins og sást í Bosníustríðinu. Bandaríkjamenn eru líka sann- færðir um að hendur séu til þess að vinna með þeim. Og að byssueign sé nauðsynleg borgaranum til þess að verja heiðarlegar hendur sínar. Þeir telja að glæpamenn eigi að vera í fangelsum. Fangelsi séu ekki spít- alar eða endurhæfingarstofnanir heldur fangelsi. Sá sem brýtur lögin geldur þess. Það er verðmiði á afleið- ingum glæpa, sem fælir þig frá freistingum. Sex milljónir Banda- ríkjamanna eru í fangelsum. Þeir eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Hér skipta fangar fáum hundr- uðum. Hér veður uppi glæpalýður sem dópar, misþyrmir, rænir og ruplar, án þess að þjóðfélagið taki á því. Lemur lögreglumenn og sleppur með skilorð. Það vantar líka fangels- ispláss fyrir dæmda svo afplánun dregst úr hófi. Vestra er bygging og rekstur fangelsa boðinn út eftir ákveðnum stöðlum. Hér er umönnun aldraðra og ungbarna stundum boðin út en handteknum sleppt út að morgni. Nú stöndum við Íslendingar frammi fyrir einu geigvænlegasta at- vinnuleysi allra tíma. Upplausn og glæpir fara því vaxandi. Brennandi spurning er því hvað þjóðin eigi að gera við allar þessar iðjulausu hend- ur. Eru heimsendar atvinnuleys- isbætur okkar einu úrræði? Mér hefur flogið í hug, að núna væri lag að skera upp herör gegn því lögleysi, sem hér viðgengst. Stofna til þjóðvarðliðs. Þeir atvinnulausu gætu skráð sig til þátttöku og fengið einhverja umbun til viðbótar at- vinnuleysisbótunum. Þjóðvarðliði þarf aðeins einkennismerki, mynda- vélarsíma og jafnvel reiðhjól. Og svo forystu og skipulag. Þjóðvarðlið gæti farið um götur og vaktað umhverfið. Veggjakrot, spell- virki, innbrot, – næg eru verkefnin. Verið augu og eyru réttvísinnar. Tími lögreglumanna gæti þannig nýst betur eftir ábendingum árvakra þjóðvarða heldur en að vera of fá- mennir á stórum svæðum í dag. Frelsi glæpamanna til athafna hlyti að skerðast mjög við svo aukna varð- gæslu, þegar hundruð nýrra varð- manna bætast við til að gæta öryggis eigna og umhverfis borgaranna. Gæti slíkt starf ekki verið sálarbót starfsfúsra í þrúgandi atvinnu- leysinu? Myndi þjóðin ekki bara anda létt- ara í návist þjóðvarða ? Þjóðvörður Halldór Jónsson, verkfræðingur. SÆL, Edda Rós Karlsdóttir. Í grein eftir þig sem birtist mánudaginn 10. nóvember gerir þú enn eina atlöguna að íslenskri krónu og leggur til að fyrsta skrefið að endurreisn efnahags- ins sé að skipta henni út fyrir evru. Ég hef kunnað vel við margt í þínum mál- flutningi en ekki þessa óbilgjörnu kröfu um gjaldmiðilsskipti. Ef farið væri að þeirri tillögu værum við að staðfesta til allrar framtíðar helmings eignatap íslenskrar alþýðu, jafnt þeirra sem skulda í evrum og krónum og ekki síður hinna sem skulda ekki neitt. Atvinnulífs og rík- is einnig. Undanfarið hafa bankar landsins að Seðlabankanum meðtöldum farið þeim höndum um sparifé almennings að til fádæma hlýtur að teljast. Bláeygum bankamönnum var falið að ráðleggja ennþá bláeygari sparifjáreigendum að setja fjármuni sína í peningamarkaðssjóði og hluta- bréf. Til þess að enginn efaðist um gildi þessa ráku bank- arnir sérstakar greiningadeildir sem töluðu mjög fyrir traustri stöðu bankana. Þú hafðir þína stöðu í þessari mynd sem forstöðumaður greiningardeildar Landsbank- ans. Valkostirnir í íslenskri hagstjórn eru aðallega tveir. Annar er að fara að þínum ráðum og gangast undir að evran kosti 195 krónur eins og kemur fram í grein þinni. Þá leggjum við allar íslenskar eigur fram á því verði. Fjöl- skyldan sem átti fyrir einu og hálfu ári 10 milljónir króna í sparifé gat þá skipt þeirri upphæð yfir í liðlega 100 þús- und evrur sem eru dágóður peningur. Nú fengi fjöl- skyldan aðeins helming þeirrar upphæðar í evrum talið eða um 50 þúsund evrur. Þegar við bætist að bróðurpart- urinn af þessum 10 milljónum var að ykkar ráðleggingu geymdur í bréfum verður niðurstaðan sú að 100 þúsund evrurnar eru komnar niður í 30 þúsund evrur. Og geng- istryggða íbúðarlánið sem hvílir á 20 milljón króna húsi fjölskyldunnar var lengst af á 18 milljónir en er nú 35 milljónir og verður fest í þeirri tölu með hinni tafarlausu upptöku evru sem þú talar fyrir nú. Jón á móti sem er með Íbúðalánasjóðslán fer snöggtum betur út úr þessari breytingu, en Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir lands- manna fara mjög sennilega á hliðina. Hinn kosturinn í stöðunni er einfaldlega að þrauka og bíða þess að krónan hækki í verði, því það mun hún gera. Það veistu sjálf. Eftir heiftarlegt verðbólguskot á kom- andi vikum, jafnvel misheppnaða tilraun til að verja geng- ið stóru falli við flotsetningu kemur að því að krónan finn- ur sinn botn og mun eftir það rísa. Við þurfum vissulega einhver höft á gjaldeyrisviðskipti sem hvorki þér né öðr- um markaðskrötum er sérstaklega að skapi. En það verð- ur að hafa það. Krónan mun rísa á næstu árum, meðal annars vegna þeirra miklu auðlinda sem landið býr yfir og ráða til lengri tíma meiru en spákaupmennskufræði greiningardeilda. Þegar við höfum náð gengisvísitölunni upp til að minnsta kosti hálfs þess sem hún hefur hrapað þá getur vel verið að íslensk stjórnvöld eigi að taka alvar- lega umræðu um það að skipta út hinni íslensku flotk- rónu, hvort sem það verður gert með bindingu við annan gjaldmiðil eða upptöku gjaldmiðils einhverrar vinaþjóðar. Miðað við nýjustu fréttir veit ég ekki hvort hægt verð- ur að telja evruþjóðirnar til vina okkar. En að tala fyrir gjaldmiðilsbreytingu sem fyrsta skrefi við núverandi gengisvísitölu er óvægin aðför að sparifjáreigendum og gagnast engum nema þeim sem ólmir vilja taka annan hring á íslenskum sparifjáreigendum og efnahagskerfi. Og ég sem hélt kannski að það væri komið nóg, Edda Rós. Hvenær er komið nóg, Edda Rós? Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.