Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 35
Daglegt líf 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Fátt hefur borið hærra á heimaslóð
Sauðkrækinga sem og annarra
Skagfirðinga að undanförnu, en yf-
irgengileg bölsýni og heimsend-
isspádómar sem vart verður séð fyr-
ir endann á. Herra biskupinn kemur
fram í sjónvarpi og lýsir því yfir að
þjóðin „sé í losti“, forseti vor gengur
í hús og faðmar þegna sína nánast á
sama tíma og hann húðskammar
jafnt vini sem óvini fyrir ræfildóm og
óheilindi. Ráðherrar og alþing-
ismenn tala í hverri setningu um
„brimróður, holskeflur, hamfarir“,
og eru þó ekki teknir nema af handa-
hófi einhverjir orðalepparnir. Ný-
kjörinn forseti ASÍ telur ástandið
verra eða að minnsta kosti ekki
betra en í móðuharðindunum, þegar
þriðjungur þjóðarinnar féll úr ófeiti,
og aðrir minnast á líkingu við heims-
kreppuna miklu á fyrri hluta síðustu
aldar sem hafi vart verið nema hjóm
hjá þessu. En allir hvetja til þess að
nú sé bökum snúið saman og með
bjartsýnina að vopni verði kreppan
sigruð. Hafa þessir aðilar verið að
tala bjartsýni í þjóðina?
Hinsvegar gengur lífið hér fyrir
norðan sinn vanagang, sumt gengur
betur, en annað er þyngra í vöfum.
Á síðasta ári tók til starfa á Sauð-
árkróki jarðgerðarstöð, þar sem
unnin er molta úr lífrænum úrgangi,
ýmsum stoðefnum og íblöndunar-
efnum sem gert er ráð fyrir að verði
þegar á næsta vori til notkunar í
sveitarfélaginu. Að sögn fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins hefur
þróun framleiðslunnar miðað vel, og
á liðnu hausti tók stöðin á móti öllum
sláturúrgangi sem ekki nýttist til
loðdýrafóðurs, frá sláturhúsi KS
sem er stærsti sláturleyfishafi
landsins svo og frá fyrirtækinu Fisk
Seafood. Hefur þessi vinnsla vakið
verðskuldaða athygli og orðið til
þess að fleiri sveitarfélög hafa hugs-
að sér til hreyfings með nýtingu líf-
ræns úrgangs, meðal annars á Eyja-
fjarðarsvæðinu.
Móttökustöðin Flokka, sem tekur á
móti öllum flokkuðum úrgangi frá
fyrirtækjum og heimilum, hefur
einnig gengið vel og segir eigandi
Flokku nú þegar hafa verið flutt út á
annað hundrað tonna af pappír og
pappa til endurvinnslu, auk rúllu-
baggaplasts eða bændaplasts sem
einnig er sent út yfir pollinn sömu
erinda. Vegna þessa hefur líka orðið
verulegur samdráttur þess heim-
ilissorps sem urða þarf.
Loks er hafin uppbygging á veit-
ingahúsinu Kaffi Krók, sem varð
eldi að bráð fyrir tæpu ári, en lengi
hafa framkvæmdir tafist, og meðal
annars vegna þess að svo gamalt hús
þarf að endurbyggja í sem líkustu
útliti og upphaflega var. Þá hafa
tryggingamál ekki flýtt fyrir fram-
kvæmdum. Er það Sauðkrækingum
sérstakt gleðiefni að nú er búið að
hreinsa brunarústina burt og bygg-
ingamenn önnum kafnir við að hefja
gerð nýs húss sem væntanlega mun
setja svip sinn á götumynd gamla
Króksins.
Nú verður björninn endanlega unn-
inn, þegar Þverárfjallsbjarndýrið
frá síðastliðnu sumri verður var-
anlega komið í vörslu Náttúrustofu
Norðurlands vestra og til sýnis fyrir
gesti og gangandi þann 29. þessa
mánaðar, en það er sami dagur og
tendruð verða ljósin á vinabæjar-
jólatrénu, sem árlega berst til Sauð-
árkróks frá vinabænum Kongsberg í
Noregi.
Þann 18. þessa mánaðar mun Einar
K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, opna nýja líf-
tæknismiðju á vegum fyrirtækisins
Matís, sem starfrækt verður í
Verinu, háskólasetri við Sauð-
árkrókshöfn. Ráðinn hefur verið
framkvæmdastjóri Arnljótur Bjarki
Bergsson, en auk hans munu a.m.k.
fimm starfsmenn vinna við smiðj-
una.
Nýlega voru árlegir bændadagar
haldnir í Skagfirðingabúð á Sauð-
árkróki, en þetta mun vera í fjórða
sinn sem verslunin býður bændum í
héraði að kynna framleiðsluvörur
sínar. Var fullt út úr dyrum báða
dagana þegar bændur af báðum
kynjum buðu gestum að bragða á
ljúffengum réttum öllum unnum úr
skagfirsku hráefni og hefur þessi
viðburður spurst svo vel út að gestir
komu líka úr öðrum héruðum til að
taka þátt í hátíðinni og byrgja sig
upp fyrir jólin.
Loks eru Skagfirðingar farnir að sjá
fyrir endann á endurgerð gamla
Miðgarðs sem menningarhúss og
hefur flestum þótt fulllengi beðið.
Kunna íbúar gömlu hreppanna og
eignaraðilar að félagsheimilinu sér
vart læti af fögnuði vegna þeirrar
fullvissu að þeir geti eftir langt
hrakhólatímabil blótað þorra á eðli-
legan hátt í sínu gamla húsi.
SAUÐÁRKRÓKUR
Björn Björnsson fréttaritari
Morgunblaðið/Þorkell
Nýtt líf Flokka hefur flutt út mikið
magn af pappír og pappa.
Hagyrðingakvöld verður haldið íAratungu í kvöld kl. 21. Þar
koma fram Sigrún Haraldsdóttir
húnvetningur og hestakona, Jón
Ingvar Jónsson hugbúnaðarfræð-
ingur hjá Hafró, Séra Hjálmar
Jónsson, Jón Kristjánsson fv. ráð-
herra og Sigurjón V. Jónsson frá
Skollagróf. Stjórnandi verður Ólaf-
ur G. Einarsson fv. ráðherra og for-
seti Alþingis. Allur ágóði rennur til
líknarmála. Sigrún Haraldsdóttir
var á göngu í dásamlegri blíðu og
orti fallega náttúrustemningu:
Glettur hlýrrar golu þiggur,
geisla sólar nýtur,
á gangstéttinni gráu liggur
gildur hundaskítur.
Rúnar Kristjánsson á Skaga-
strönd veltir fyrir sér örlögum
Bjarna Harðarsonar:
Valgerður situr á sínum stað
og sveiflast þar enn í hringi.
Böl þykir mörgum að búa við það,
en Bjarni sé farinn af þingi!
Umsjónarmanni var bent á þriðja
vers úr sálmi eftir Matthías Joch-
umsson:
Krjúp lágt, þú litla þjóð,
við lífsins náðarflóð.
Eilífum Guði alda
þú átt í dag að gjalda
allt lánsfé lífs þíns stunda
með leigum þúsund punda.
Loks Sigurður Sigurðarson:
Í sálarkima er býsna bjart,
börnin lýsa húsið allt.
Yndislegra ekkert skart
er í þessum heimi falt.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Hagyrðingar hittast
ÞÆR konur sem neyta fitandi fæðu á meðgöngu
kunna að hafa varanleg áhrif á matarlyst barna
sinna, segir breska dagblaðið Daily Telegraph.
Kaloríurík fæða er að mati vísindamanna við
Rockefeller University í New York líkleg til að hafa
varanleg áhrif á heila fóstursins og valda því að
barnið dregst að fituríku fæði seinna á lífsleiðinni.
Þetta eykur síðan líkur á að barnið muni eiga við
offituvandamál að stríða.
Rannsókn sína gerðu vísindamennirnir á rottum
og komu þar fram skýr tengsl milli fæðunnar sem
rotturnar neyttu þegar þær voru ungafullar og
matarvals rottuunganna síðar meir. „Þessi rann-
sókn veitir fyrstu sannanirnar fyrir tengslum á
miklu magni fitu í blóði móður á meðgöngu og ofáts
og þyngdaraukningar barnsins eftir að það hefur
verið vanið af brjósti,“ hefur Daily Telegraph eftir
Sarah Leibowits, einum aðstandenda rannsókn-
arinnar. „Við forritum börn okkar til að verða feit.“
Varanleg áhrif
á matarlyst
barnanna
Reuters
Matarlyst Fæðuval móður á meðgöngu hefur áhrif á mat-
arval barna hennar seinna meir.
Helgi Guðmundsson rithöfundur
fléttar hér saman eigin reynslu
við hreinan skáldskap. Hann fer
í smávægilega aðgerð en eftir-
köstin eru hörmuleg. Hann lýsir
heiminum innan veggja sjúkra-
hússins og hugurinn fer víða.
Heillandi saga um mann sem
horfðist í augu við dauðann en
sneri Til BAKA.
HORFST Í AUGU VIÐ DAUÐANN
SPÆNSKI listamaðurinn Pablo Pi-
casso naut töluverðrar kvenhylli á
ævi sinni, en hefði þó líklega seint
verið kallaður sykursætur.
Hún er þó engu að síður vænt-
anlega í sætari kantinum portrett-
myndin sem ástralski listamað-
urinn Sid Chidiac málar hér af
Picasso. Myndagerðin var meðal
viðburða á súkkulaðisýningunni
Xocolating sem nýlega var haldin í
Barcelona á Spáni.
Reuters
Algjört
súkkulaði