Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 26

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 26
26 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VEGNA stífra sparnaðaraðgerða sem Landhelg- isgæslan greip til í september er eftirlit með land- helginni nú mun minna en verið hefur. Varðskipin liggja langtímum saman við bryggju, flugvélin er að mestu inni í flugskýli og þyrlur Gæslunnar eru nánast eingöngu notaðar til að viðhalda réttindum flugmannanna. Þetta má ráða af upplýsingum um úthald skipanna og flugtíma þyrlnanna. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, segir að Gæslan sé tilbúin til björgunar- aðgerða sem fyrr, en verði að miða starfsemina við það fjármagn sem hún hefur. Hrun íslensku krónunnar hefur leikið fjárhag Gæslunnar grátt enda eru (eða voru) um 50% af útgjöldum hennar í erlendri mynt, s.s. vegna þyrluleigu og kaupa á olíu og varahlutum. Til að bregðast við þessu hefur verulega verið dregið úr úthaldi varðskipa, þyrlna og flugvélar. Auka fjareftirlitið Georg bendir á að með minnkandi eftirliti með skipum og flugförum hafi Gæslan aukið svokallað fjareftirlit, s.s. í AIS (Automatic Identification System) og Sjálfvirku tilkynningarskyldunni (STK) og álíka kerfum. Í AIS sést hvar skip eru stödd, sem eru á annað borð með kveikt á kerfinu, hver er stefna þeirra og hver hraði þeirra er. Þetta eftirlit hefur þó tak- markað gildi því ómögulegt er að sanna hvort skip hafi verið á ólöglegum veiðum, jafnvel þótt kerfið sýni að skipið hafi verið á toghraða í lokuðu hólfi. Georg bendir á að í slíkum tilfellum hafi Gæslan þann möguleika að senda flugvél eða þyrlu á svæð- ið. Þessi möguleiki hefur lítið verið notaður undan- farið, raunar hefur flugvél Gæslunnar einungis tvisvar frá því í september verið notuð við slíkt eft- irlit, skv. upplýsingum frá Gæslunni. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að skipstjórn- andi slökkvi á AIS og þá sést ekkert til skips hans í fjareftirlitskerfinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins veldur þetta ástand Gæslunni áhyggjum enda hefur hún fengið þó nokkrar til- kynningar um báta og skip að veiðum sem ekkert sást til í fjareftirliti. Og ef fregnir berast af einum bát þá má bóka að fleiri hafa leikið sama leik. „Við erum ekkert að væla yfir þessu. Hörm- ungar ganga yfir land og þjóð og við verðum að axla byrðarnar eins og aðrir,“ segir Georg. Í HNOTSKURN » Undanfarna tvo mánuðihafa samningar við 12 lausráðna starfsmenn Land- helgisgæslunnar ekki verið endurnýjaðir. » Í þessum hópi eru m.a.flugvirkjar og sjómenn. » Á fjárlögum 2008 fékkGæslan 2,4 milljarða króna. Það hljóta að vera litlar líkur á að reksturinn verði innan þeirra marka. Getur lítið fylgst með landhelginni Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Það var sannkölluð Þorláksmessustemning í Neskaup- stað í fyrrakvöld þegar opið var fram á kvöld í búðum bæjarins og á kaffihúsinu. Uppákoman var fram- lag kaupmanna í Neskaupstað til austfirsku vetrarhátíðarinnar Daga myrkurs, sem lýkur um helgina. Í köldu og stilltu veðri lagði fjöldi manns leið sína í bæinn og naut þess að skoða, versla og spjalla við kerta- ljós, kakó og konfekt. Margir komu við hjá Kaj- akklúbbnum Kaj sem kynnti starf- semi sína og sýndi glæsilega að- stöðu í fjörunni í miðbænum er tekið hefur stakkaskiptum und- anfarið ár og er nú til mikillar fyr- irmyndar. Þá birtist Grýla gamla öllum að óvörum, sumu smáfólki til ama en öðrum til ánægju. Var það mál íbúa að framtakið væri einkar vel heppn- að og standa vonir til að það verði endurtekið að ári. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Þorláksmessu þjófstartað í Norðfirði FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í TILSKIPUN Evrópusambandsins um vernd innstæðna í bönkum er heimild til að takmarka ábyrgð tryggingarsjóðs innstæðueigenda, þannig sjóðurinn tryggi ekki inn- stæður ákveðinna aðila, s.s. rík- issjóða, sveitarstjórna og fjárfest- ingarfélaga. Sú heimild hefur ekki verið nýtt í íslenskri löggjöf. Eins og kunnugt er var töluvert um að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar legðu fé inn á Icesave- reikningana í Bretlandi og sjálfsagt fleiri innlánsreikninga íslenskra banka í útlöndum. Þar sem heimildin til að takmarka ábyrgð tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda var ekki notuð, má ætla að þessir aðilar hafi lagalegan grund- völl til að gera tilkall til lágmarks- tryggingar en þann grundvöll hefðu þeir ekki haft ef heimildin til að tak- marka ábyrgðina hefði verið notuð. Að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka fjár- málafyrirtækja, var viðskiptaráðu- neytinu bent á það fyrir tveimur ár- um að umrædd heimild hefði ekki verið notuð. Guðjón sagði að heimildin byggð- ist á grundvallartilgangi tilskipunar- innar sem var að tryggja hagsmuni almennings. Einnig hefði verið litið svo á að lágmarkstryggingin myndi ekki skipta miklu máli fyrir stóra op- inbera aðila. Á hinn bóginn gæti ver- ið um töluverðar fjárhæðir að ræða fyrir tryggingarsjóð innstæðueig- anda kæmi til þess að ábyrgðir féllu á sjóðinn. Mörg ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins takmörkuðu ábyrgðin með þessum hætti. „Það var okkar skoðun að menn ættu að íhuga hvort ekki væri rétt að fara sambærilega leið hér heima, eins og mörg Evrópuríki voru að gera. Það var skoðað en slík breyting hefur ekki orðið,“ segir hann. Ekki eingöngu lagaleg deila Deilan um ábyrgð Íslands á inn- stæðum í útlöndum er lagaleg og pólitísk í senn. Jafnvel þótt komist yrði að þeirri niðurstöðu að innlán opinberra aðila væru tryggð til jafns við almenn innlán, er ekki víst að niðurstaðan yrði sú að ríkissjóður yrði að greiða fyrir opinberu aðilana líka. Svo er alltaf möguleiki á að eignir bankanna dugi fyrir skuldum. Nýttu ekki heimild  Í tilskipun ESB um vernd á innstæðum í bönkum er heimilt að takmarka ábyrgð tryggingarsjóðs  Tvö ár frá ábendingu GÓÐUR árangur í öryggis-, heil- brigðis- og umhverfismálum hefur náðst hjá Íslenskum aðalverktök- um við byggingu kerskála fyrir ál- verið í Helguvík. Starfsmenn ÍAV hafa unnið 50.000 klukkustundir við verkið án fjarveruslysa, frá 7. júní, þegar framkvæmdir hófust, sem jafngildir 25 mannárum. Fjarveruslys eru þau slys þar sem starfsmaður getur ekki komið til vinnu daginn eftir slysið. ÍAV hafa lagt þunga áherslu á öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál í verkum sínum og hafa slys hjá ÍAV verið færri en almennt í byggingariðnaði á Íslandi. Árangurinn í Helguvík er enn betri en meðaltalsárangur ÍAV varðandi almenna slysatíðni. Þennan góða árangur í Helguvík má þakka samstilltu átaki allra stjórnenda ÍAV við verkið í samvinnu við verkkaupann Norðurál, sem lagði mjög auknar áherslur á þessi mál strax við samningsgerð um verkið, auk starfsmannanna. Lögðu skýrar línur Stjórnendur ÍAV við verkið lögðu í upphafi skýrar línur sem miðlað var til starfsmanna og var öllum gert ljóst að fara ætti eftir enn ríkari kröfum varð- andi öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál. Þessum skilaboðum er komið til allra starfsmann á fræðslufundum sem verkkaupi og ÍAV eru með fyrir alla nýja starfsmenn áður en þeir hefja störf. Sérstakur öryggisfulltrúi ÍAV á verkstað sér svo um eftirfylgni, fræðslu og skýrslugerð. Mesta áherslubreytingin sem er í Helguvík frá öðrum verkum ÍAV, sam- kvæmt upplýsingum Eyjólfs Gunnarssonar hjá ÍAV, er notkun á „Start- kortum“ og auknum áhættugreiningum. Á hverjum morgni áður en vinna hefst fara allir starfsmenn í fyrirfram ákveðnum 4-20 manna hópum yfir verk dagsins, tala um helstu hætturnar og niðurstöðurnar eru því næst skráðar á Start-kortin, ásamt því að áhættugreiningarblað verksins er skoð- að og yfirfarið. Til að þakka starfsmönnum fyrir árangurinn og jákvætt við- mót gagnvart auknum áherslum í öryggismálum var fagnað með köku á verkstað í morgunkaffitímanum í gær. 25 mannár án slysa hjá ÍAV í Helguvík Hvernig hljóðar þessi und- anþága? Hún hljóðar einhvern veginn svona: Aðildarríki mega grípa til aðgerða til að takmarka ábyrgð á innstæðum eða fella þær alveg niður gagnvart ákveðnum aðilum. Þá er m.a. átt við innlán fjármálastofnana, trygginga- félaga, ríkisstjórna, ráðuneyta, sveit- arstjórna, fjárfestingarfélaga o.s.frv. Hversu há er lágmarkstryggingin? Hún er 20.887 evrur sem á gengi gærdagsins jafngildir um 3,5 millj- ónum króna. Hvað áttu margir opinberir að- ilar inneignir á íslenskum reikn- ingum, s.s. Icesave? Það liggur ekki endanlega fyrir en ljóst er af fréttum að tilvikin eru all- mörg. S&S Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is SIGRÍÐUR Björk Guðjónsdóttir að- stoðarríkislögreglustjóri hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá og með 1. janúar nk. en Jóhann R. Benediktsson lét af störfum í byrj- un október. „Mér finnst þetta mjög spennandi verk- efni,“ segir Sigríð- ur. „Ég hef búið á Suðurnesjum síð- an haustið 2006 og hef áhuga á að þjóna í samfélagi þar sem ég bý.“ Áður en Sigríður tók við starfi að- stoðarríkislögreglustjóra í febrúar 2007 starfaði hún sem sýslumaður og lögreglustjóri á Ísafirði. Hún segist telja að reynsla sín af nærlöggæslu í litlu samfélagi og alþjóðlegum málum hjá ríkislögreglustjóra muni nýtast henni vel í embættinu. Sigríður segist ekki geta svarað því hvort nið- urskurður verði hennar fyrsta verk. Það er hlutverk þriggja manna teym- is á vegum dómsmálaráðuneytis að vinna að rekstrarmálum hjá embætt- inu og að aðskilja löggæsluna frá toll- gæslu og öryggisgæslu. „Það eru hagsmunir allra að það sé öflug lög- gæsla og ég sé fyrir mér góða sam- vinnu við embætti ríkislögreglustjóra og hina lögreglustjórana.“ Aðspurð segist Sigríður ætla að leggja áherslu á að efla löggæsluna á öllum Suðurnesjum. „Þetta eru tveir þættir, annars vegar er það löggæsla í flugstöðinni og síðan löggæsla á Suðurnesjum og minn áhugi beinist að því að hafa kraftmikið starf á báð- um stöðum og styrkja löggæsluna inni í samfélaginu sjálfu, í samstarfi við sveitarfélögin og íbúana.“ Fjölbreytt reynsla nýtist vel í lögreglustjórastarfinu Sigríður Björk Guðjónsdóttir Eiginmaður Sigríðar er Skúli Ólafsson sóknarprestur. Þau hafa lengi fylgst að í starfi en þegar Sigríður var sýslumaður á Ísafirði var Skúli þar prestur í afleysingum. Vorið 2006 gerð- ist hann sóknarprestur á Suð- urnesjum, skömmu síðar tók Sigríður við starfi aðstoðar- ríkislögreglustjóra og verður nú lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sigríður dúxaði í stjórnun í Lögregluskólanum og hefur tek- ið þátt í verkefni á vegum evr- ópsku lögregluskólanna. Prestur og lögga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.